Morgunblaðið - 28.11.2011, Side 2

Morgunblaðið - 28.11.2011, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Marta María Jónasdóttir fréttastjóri dægurmála martamaria@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Tímapantanir 534 9600 Heyrn · Hlíðasmári 11 201 Kópavogur · heyrn.isHEYRNARÞJÓNUSTA Geti ekki keypt upp land  Markmiðið er að koma í veg fyrir uppkaup erlendra auðhringa eða auðkýfinga  Ekkert á móti því að „spænsk eða sænsk hjón“ kaupi hér sumarbústað Guðfríður Lilja Grétarsdóttir al- þingismaður hyggst í dag leggja fram á Alþingi tillögu um að þingið feli ríkisstjórn að láta endurskoða lög er varða kaup á landi. Markmiðið með endurskoðuninni er, að sögn þing- mannsins, meðal annars að koma í veg fyrir upp- kaup erlendra aðila, sem ekki hafa hér lög- heimili eða fasta búsetu, á landi. „Ég hef ekkert á móti því að hing- að komi spænsk eða sænsk hjón og kaupi sér sumarbústað en lögin hafa opnað á það að auðkýfingar og auðhringar geti keypt upp mikið magn lands,“ segir Guðfríður Lilja í samtali við Morgunblaðið. „Það er rætt um land eins og það sé hver önnur verslunarvara. Þeg- ar talað er um auðlindir eins og vatn, orku, fisk o.s.frv., þá kveikir fólk á perunni. En þegar rætt er um land í sjálfu sér þá er eins og menn geri það ekki. Þetta er skammsýnt og ábyrgðarlaust.“ Lögin strangari í Danmörku Þingmálinu fylgir viðamikil og ítarleg greinargerð þar sem m.a. er rakin saga lagasetningar hér- lendis í þessum efnum. Í grein- argerðinni er m.a. sýnt fram á hvernig Ísland hefur gengið lengra í því að opna fyrir landsölu til erlendra aðila en EES-samningurinn knýr á um. Í því samhengi er bent á að bæði Noregur og Danmörk setja mun skýrari reglur í þessum efnum. „Í Danmörku er meginreglan sú að einstak- lingar þurfi sérstakt leyfi til að geta eignast fasteignaréttindi ef þeir hafa búið skemur en í fimm ár í landinu,“ segir Guðfríður Lilja. „Í Noregi eru sérstök lög sem hafa það að markmiði að stýra kaupum á fasteignum þar í landi. Með þeim er meðal annars verið að vernda landbúnaðarsvæði. Með skýrari reglum og nákvæmari er einmitt verið að setja skorður við miklum uppkaupum á dýrmætum svæð- um.“ Í greinargerðinni bendir hún á að þessi mál hafi komist í um- ræðuna með EES-samningnum og ákveðinn vilji verið til að þrengja kost erlendra aðila til að geta keypt land. En samt hafi þróunin orðið sú að gengið hafi verið enn lengra í að opna heimildir til landa- kaupa en skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum gera ráð fyrir. borkur@mbl.is „Ég er bara mjög ánægð með fundinn, það er gangur í við- ræðum við Depfa- bankann en nið- urstaða fundarins verður kynnt bæj- arráði og bæj- arstjórn fyrst, “ segir Gerður Guðjóns- dóttir, fjármálastjóri Hafnarfjarðar. Hún og Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, voru er- lendis fyrir helgi og funduðu með fulltrúum bankans um greiðslu á 13 milljörðum sem bærinn skuldar írska Depfa-bankanum. Fulltrúar frá Depfa komu til að funda m.a. með fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar í októ- ber síðastliðnum. „Þessi mál sem og fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 verða rædd á bæjarstjórnarfundi næstkom- andi fimmtudag,“ segir Gerður sem telur að stutt sé í að samningar takist um greiðslu á skuld bæjarsins við Defpa-banka. mep@mbl.is Styttist í samning við Depfa  Rætt á fimmtudag Mikill munur er á kostnaði við að leigja jólakrossa til að setja á leiði yfir jólahátíðina. Í Reykjavík er kostn- aðurinn allt að 7.900 krónur en 2.800 krónur á Akureyri. Í Reykjavík er þessi þjónusta í höndum verktaka en á Akureyri í höndum sjálfboðaliða. Á höfuðborgarsvæðinu þarf að leggja raflagnir í jörðu með ærnum tilkostn- aði en það hefur ekki verið gert á landsbyggðinni. Eldri skátarnir frá St. Georgs gild- inu hafa séð um leigu jólakrossanna fyrir kirkjugarða á Akureyri í ára- tugi. „Á landsbyggðinni eru það yf- irleitt Lions-klúbbar, karlakórar eða kirkjukórar sem sjá um þjónustu við að leigja út jólakrossa. Þá er fólk í sjálfboðavinnu fyrir einhvers konar félagsskap og gjaldið er þar af leið- andi miklu lægra. Í kirkjugörðunum á höfuðborgarsvæðinu vinna verktak- ar þessa vinnu og þurfa að borga af þjónustunni öll gjöld, enda er þá um að ræða rekstur rafkerfa eins og fólk er með heima hjá sér,“ segir Smári Sigurðsson, framkvæmdastjóri hjá Kirkjugörðum Akureyrar. Rafheimar og Rafþjónustan Ljós eru meðal þeirra sem leigja út krossa á höfuðborgarsvæðinu. „Verðið væri um 13 til 14 þúsund krónur hefði það fylgt verðlags- vísitölu frá 2001,“ segir Jón Arnar Þorbjörnsson hjá Rafheimum. „Það er skylda á höfðuborgarsvæð- inu að setja rafmagn ofan í jörðu sem er mjög dýrt, en það er ekki gert í litlum sveitarfélögum,“ segir Sigríður M. Sigurjónsdóttir hjá Rafþjónust- unni Ljós. „Á Akureyri til dæmis er allt unnið í sjálfboðavinnu, það eru engin laun og launatengd gjöld, bær- inn gefur rafmagnið og sér um að geyma krossana og svo framvegis,“ segir Sigríður. Mikill verð- munur á jólakrossum  Sjálfboðaliðar sjá um verkið úti á landi Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðventuhátíð var haldin í Bústaðakirkju í gær, á sama degi og haldið var upp á 40 ára vígsluafmæli kirkjunnar. Á hátíðinni komu fram allir kórar kirkjunnar, þ.á m. barnakórinn sem flutti helgileik. „Krakkarnir höfðu rosalega gaman af þessu og það var mikill spenningur fyrir þessu. Þeim fannst svo gaman að fara í búninga og leika,“ segir kórstjórinn, Svava Kristín Ingólfsdóttir. Spennandi að fá að leika í helgileiknum Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Þórunn Rafnar hæstarétt- arlögmaður lést á Landspítalanum gær, 61 árs að aldri. Hún fæddist hinn 6. júní 1950 á Akureyri og var dóttir hjónanna Jón- asar G. Jónassonar Rafnar, fyrrv. alþing- ismanns og banka- stjóra, og Aðalheiðar Bjarnadóttur Rafnar hjúkrunarfræðings. Ingibjörg útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1970 og lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1975. Hún öðlaðist héraðsdóms- lögmannsréttindi árið 1979 og hæstaréttarlögmannsréttindi árið 1993. Ingibjörg starfaði í Bún- aðarbanka Íslands til ársins 1978 og var lög- fræðingur Mæðra- styrksnefndar til árs- ins 1982. Milli áranna 1982 og 1986 starfaði hún sem borgarfulltrúi og borgarráðsmaður í Reykjavík. Árið 1986 stofnaði hún lögmanns- stofu í Reykjavík með systur sinni, Ásdísi J. Rafnar hrl., og Krist- ínu Briem hrl. og starf- aði þar til ársins 1999. Hún var skipuð um- boðsmaður barna árið 2005 og gegndi hún því starfi til ársins 2007. Ingibjörg var gift Þorsteini Páls- syni, fyrrv. alþingismanni og ráð- herra, og eignaðist með honum Að- alheiði Ingu, Pál Rafnar og Þórunni. Andlát Ingibjörg Þ. Rafnar „Ég tel að það þurfi að taka til endurmats eignarhald á landi á Íslandi, með tilliti til almanna- hagsmuna. Ég tel að við eigum að stefna að því með samn- ingum að stærri hluti landsins verði í þjóðareign, ekki síst þjóðargersemar eins og hálend- ið. Hins vegar vil ég að jafn- ræði gildi varðandi erlenda fjárfesta og þeim sé ekki mismunað eftir þjóðerni,“ sagði Skúli Helgason, al- þingismaður Samfylking- arinnar í samtali við Morgunblaðið: Ekki mismunað SKÚLI HELGASON Skúli Helgason Guðfríður Lilja Grétarsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.