Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011
Lengi leit út fyrir að mjög erfittyrði að ná kjarasamningum á
milli leikskólakennara og viðsemj-
enda þeirra. Þúsundir foreldra vörp-
uðu öndinni léttar þegar saman
gekk.
En sjálfsagt hafaekki allir verið
með gleðibragði eft-
ir átökin.
Forsvarsmennleikskólakennara og fé-
lagsmennirnir sjálfir hafa sjálfsagt
talið að þeir ættu meira inni.
Viðsemjendur þeirra hafa ef til villtalið sig hafa neyðst til að ganga
lengra í launhækkunum en gott var.
Öll þessi viðbrögð eru gam-alkunnug og hafa einkennt
margan slaginn á vinnumarkaði í
áratugi.
En það sem nú hefur gerst er nýtt.
Borgarstjórnarmeirihlutinn, Dag-ur og barnavinurinn Besti,
ákváðu að ná aftur bakdyramegin
hluta af þeim hækkunum sem þeir
„misstu“ til leikskólakennara.
Dagur B. Eggertsson sagði um-búðalaust, af þessu tilefni, að
þar sem leikskólakennarar hefðu
með kjarasamningum náð meiru
fram en sumir aðrir, hefði verið
ákveðið að taka af þeim „auka-
greiðslur“ sem aðrir fengju.
Það þarf að fara langt aftur til aðfinna lúalega leiki af þessu tagi í
samskiptum opinbers aðila við starfs-
menn sína. Trúir Dagur B. því virki-
lega að ekki komi dagur eftir þennan
dag?
Dagur B.
Eggertsson
Stendur B. fyrir
bakdyramegin?
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 27.11., kl. 18.00
Reykjavík -3 skýjað
Bolungarvík -3 skýjað
Akureyri -2 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. -1 skýjað
Vestmannaeyjar 2 skýjað
Nuuk -10 skafrenningur
Þórshöfn 3 skúrir
Ósló 7 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Stokkhólmur 10 léttskýjað
Helsinki 8 skúrir
Lúxemborg 7 súld
Brussel 10 léttskýjað
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 7 skúrir
London 11 heiðskírt
París 12 skýjað
Amsterdam 10 léttskýjað
Hamborg 10 skýjað
Berlín 10 skýjað
Vín 2 þoka
Moskva 2 skúrir
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 13 heiðskírt
Barcelona 16 léttskýjað
Mallorca 17 skýjað
Róm 16 heiðskírt
Aþena 10 léttskýjað
Winnipeg -10 þoka
Montreal 8 alskýjað
New York 13 heiðskírt
Chicago 5 alskýjað
Orlando 22 alskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
28. nóvember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:37 15:55
ÍSAFJÖRÐUR 11:10 15:33
SIGLUFJÖRÐUR 10:54 15:14
DJÚPIVOGUR 10:13 15:18
Súpa í matsalnum í Gunnarsholti kl. 12:30.
Ráðstefnan sett kl. 13:00
Fyrirlesarar verða:
Anna María Ágústsdóttir
Arna Hauksdóttir
Hreinn Óskarsson
Ísólfur Gylfi Pálmason
Kjartan Þorkelsson
Magnús Tumi Guðmundsson
Sigrún Karlsdóttir
Sigurjón Einarsson
Sveinn Runólfsson
Ráðstefnaner öllumopin
Ekkert þátttökugjald
Eldgosavá í Rangárþingi
Forvarnir – afleiðingar- framtíðarsýn
Ráðstefna í Gunnarsholti
1. desember 2011
kl. 13 - 16
Rótarýklúbbur Rangæinga
Róbert B. Róbertsson
robert@mbl.is
Við rannsóknir fornleifafræðinga á
kumlateigum í Þegjandadal í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu fundust fornleif-
ar sem renna undir það stoðum að
mannfórnir hafi verið stundaðar í
heiðnum sið. Í Þegjandadal upp-
götvaðist L-laga torfveggur, sem
talinn er hafa verið byggður fyrir
kristnitöku. Í stórri holu í veggn-
um fundust brot af höfuðkúpu
manneskju, kjálki af ketti og ýmis
önnur dýrabein, m.a. kjálki af kind
og nokkur nautgripabein. Þá fund-
ust óhreyfð bein nýbura í mjög lít-
illi gröf þétt við hlið torfveggjar-
ins.
Þetta kemur fram í kynningar-
riti Urðarbrunns, þekkingarfélags
á Laugum í Þingeyjarsveit. Unn-
stein Ingason, formaður félagsins,
sagði að þessi fundur væri mjög
áhugaverður og að það væri eitt-
hvað mjög skrýtið þarna í gangi.
,,Það sem gefur ímyndunaraflinu
lausan tauminn er þessi samsetn-
ing af beinum,“ sagði Unnsteinn.
,,Í sjálfu sér eru beinaleifar í holu
ekkert skrýtnar; þetta gæti t.d.
bara verið ruslahola, en þarna voru
ekki mannætur og kötturinn hefur
aldrei verið étinn hér á landi þann-
ig að þessi bein eiga ekki að vera
saman í ruslaholu.“
Lilja Pálsdóttir, einn fornleifa-
fræðinganna sem komu að þessari
rannsókn, segir að ekki sé hægt að
fullyrða að þarna sé um mannfórn-
ir að ræða.
,,Það að setja fórnir í stoðarhol-
ur er þekkt fyrirbæri, en Rómverj-
ar gerðu þetta þegar þeir byggðu
hús og voru þá bein ungbarna oft
notuð,“ sagði Lilja. ,,Ég vil nú ekki
segja að það sé hægt að fullyrða að
þarna sé um mannfórnir að ræða,
en samsetning beinanna er mjög
athyglisverð. Við vitum ekki hvort
að þetta er eitthvað sem bendir til
fórnar þar sem ekki er vitað mikið
um fórnir hér á Íslandi á þessum
tíma.“
Mannfórnir í heiðnum sið?
Í holu í torfvegg fundust brot af höfuðkúpu manns, kjálki af ketti og fleira
Bein af nýbura fundust í lítilli gröf við hlið veggjarins Athyglisverð samsetning
Ljósmynd/David Stott
Fornleifafundur Uppgraftrarsvæðið á Ingiríðarstöðum í Þegjandadal.
Um sjö milljónir
króna söfnuðust
þegar ferming-
arbörn um land
allt gengu í hús
fyrr í mán-
uðinum með
bauk Hjálp-
arstarfs kirkj-
unnar. Und-
anfari þess var
fræðsla til um
2.700 fermingarbarna um aðstæður
í fátækum löndum Afríku.
Féð rennur til vatnsverkefna
Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum,
Eþíópíu, Malaví og Úganda. Alls 66
prestaköll tóku þátt í verkefninu.
Enn eiga þó nokkrir eftir að telja
og leggja inn þannig að upphæðin á
eftir að hækka og nálgast upphæð-
ina sem safnaðist í fyrra en þá söfn-
uðust 8 milljónir króna.
Fermingarbörn
söfnuðu sjö
milljónum króna
Þurrkur Skortur á
hreinu vatni í Afríku.