Morgunblaðið - 28.11.2011, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011
Morgunblaðið/Kristinn
Glöð Guðrún í einum af mörgum kjólum á heimili sínu og bak við hana veggteppi eftir hana og teikningar.
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Mér fannst komið nóg ogtími til kominn að fáfrí,“ segir Guðrún Jó-hanna Vigfúsdóttir og
hlær, en hún helgaði líf sitt handvefn-
aði í meira en sjö áratugi. Hún hætti
að vefa fyrir fimm árum, þegar hún
var 85 ára. Nýlega fagnaði hún ní-
ræðisafmæli sínu með dúndrandi
harmonikkuballi og í sumar var opn-
uð yfirlitssýning á verkum hennar í
Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi.
Úr smiðju vefarans mikla, er yfir-
skrift hennar og stendur hún enn.
„Þegar ég var lítil stelpa fannst
mér skemmtilegt að safna spottum í
lítinn kistil sem ég átti frá alnöfnu
minni og ömmu. Ég sorteraði þetta
allt saman í hólfin á kistlinum sem
voru mörg. Og ég lét mig dreyma um
að sauma fallega kjóla,“ segir Guðrún
sem fór ung í hússtjórnarskólann á
Laugalandi og vann í framhaldi af því
í eitt ár sem aðstoðarstúlka þar. Eftir
það vann hún um tíma sem farkenn-
ari og fór á milli bæja í Eyjafirði, á
vegum Kvenfélagasambands Eyja-
fjarðar til að efla handvefnað á heim-
ilum. Hún var hvött til að fara í vefn-
aðarkennaranám í hússtjórnar-
skólanum á Hallormsstað, sem þá var
nýtt nám.
Stofnaði vefstofuna fertug
„Ég þótti víst efnileg við vefstól-
inn,“ segir Guðrún af hógværð og
bætir við að hún hafi verið leidd
áfram af draumi. „Draumkona mín
var Sigrún Blöndal, forstöðukona
hússtjórnarskólans á Hallormsstað
en ég hafði aldrei hitt hana. Hún kom
til mín í draumi og sagði að ég ætti að
leggja þetta fyrir mig. Ég hlýddi
þessu kalli og vann við vefstólinn alla
mína starfsævi. Ég var vefn-
aðarkennari í 45 ár við Húsmæðra-
skólann Ósk á Ísafirði og rak jafn-
framt Vefstofu þar í bæ. Ég stofnaði
vefstofuna árið 1962, þegar ég var
fertug, og rak hana í 26 ár. Þeir sem
versluðu við Vefstofuna voru gjarnan
listafólk. Þangað komu meðal annars
sendiherrafrúr og fólk sem var í
menningargeiranum,“ segir Guðrún
sem ekki sló slöku við eftir að hún
lokaði Vefstofunni og flutti suður, því
þá tók hún til við listvefnað og leið-
beindi eldri borgurum í Kópavogi í
vefnaði.
Telur sauðalitina gullnámu
Guðrún segist hafa stofnað vef-
stofuna af sterkri innri þörf. „Ég var
með margar nýjar hugmyndir í hand-
vefnaði og þurfti að fá útrás fyrir
þessa sköpunarþörf. Mig langaði til
að hefja vefnaðinn til vegs og virð-
ingar og nýta sauðalitina betur, því
ég taldi þá gullnámu og tel það
reyndar enn. Ég vildi að almenningur
gæti eignast handofnar vörur og því
var verðinu ævinlega stillt í hóf.“ At-
Vefarinn mikli
frá Vestfjörðum
Hún hlýddi kalli draumkonu sinnar sem sagði henni að leggja fyrir sig hand-
vefnað. Guðrún Jóhanna Vigfúsdóttir vann við vefstólinn alla sína starfsævi. Hún
var vefnaðarkennari í 45 ár á Ísafirði og rak jafnframt Vefstofu þar í bæ í 26 ár.
Á vef Heimilisiðnaðarfélags Íslands
er margt fróðlegt að finna og nú þeg-
ar vetur er genginn í garð er ekki úr
vegi fyrir þá sem áhuga hafa á hvers
konar handverki að skoða þau nám-
skeið sem þar eru í boði. Til dæmis
eru ýmis prjónanámskeið og má þar
nefna englaprjón. Allskonar hekl-
námskeið eru í boði, t.d. krókódíla-
hekl og núna 1. des. verður námskeið
þar sem kennt verður að hekla snjó-
korn og stjörnur, sem gæti verið gam-
an að gera fyrir jólin. Hjá félaginu er
líka boðið upp á námskeið í þjóðbún-
ingagerð, fjölbreytt útsaums-
námskeið eins og í baldýringu og
harðangri og einnig er hægt að fara á
námskeið í því að sauma út peysu-
fatabrjóst. Hægt er að læra gömlu
handtökin við tóvinnu og blautþæf-
ingu. Svo er það vefnaðurinn, ýmist
almennur eða myndvefnaður, dúka-
vefnaður, spjald- og spunavefnaður.
Vefsíðan www.heimilisidnadur.is
Prjónaglaður Þessi maður prjónaði í rólegheitum í Istanbúl fyrir margt löngu.
Að hekla snjókorn og stjörnur
Þá er komið að síðustu mynd Mánu-
dagsbíósins á þessari önn en það er
myndin Flashdance eða Leifturdans
frá árinu 1983 í leikstjórn Adrian
Lyne með Jennifer Beals í aðal-
hlutverki. En myndin verður sýnd í
kvöld klukkan 20:00 í stóra sal Há-
skólabíós.
Til að koma fólki í rétta gírinn fyrir
þessa hressandi dans- og söngva-
mynd mun Háskóladansinn sýna
dansatriði áður en myndin hefst. Þá
er fólk hvatt til að mæta í 80s gall-
anum og syngja með. Allir dansunn-
endur og mánudagsbíófarar ættu að
fjölmenna á þessa síðustu sýningu
en stefnt er að því að fylla salinn og
búa til ógleymanlegt andrúmsloft.
Tvö lög úr myndinni urðu mjög vin-
sæl, titillag myndarinnar What a feel-
ing eftir Irene Cara, en lagið hlaut
Óskarsverðlaunin og Golden Globe
verðlaunin. Hitt lagið, Maniac, eftir
Michael Sembello var tilnefnt til Ósk-
arsverðlaunana. Skemmst er frá því
að segja að Jennifer Beals naut að-
stoðar annarra dansara (body-
double) í flestöllum dansatriðunum.
Miðaverð er líkt og áður 500 kr og
ættu allir að geta komist í gott mánu-
dagsstuð eftir þessa bíósýningu og
rifið sig dálítið upp í skammdeginu.
Mánudagsbíó
Tekið undir í
leifturdansi
Flashdance Aðalsögupersónan er leikin af Jennifer Beals.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
islandsstofa.is
Íslandsstofa stendur fyrir fræðslufundi um
norðurljósin og áhrif þeirra á ferðaþjónustu.
Hver eru tækifærin, hver er markhópurinn,
hvað þarf að hafa í huga við markaðssetningu
og er hægt spá fyrir um hvenær norðurljósin
koma? Fundurinn verður haldinn á Radisson
Blu Hótel Sögu, fimmtudaginn 1. desember
kl. 10:00–11:30.
Eftirfarandi erindi verða flutt:
Einar Sveinbjörnsson – veðurfræðingur:
Hvað er vitað um hvenær norðurljós koma?
Friðrik Pálsson – Hótel Rangá:
Sala og markaðssetning norðurljósa
Ragnar Th Sigurðsson – ljósmyndari:
Atvinnuljósmyndarar = norðurljós,
möguleg tækifæri?
Hér er gott tækifæri til að fræðast fyrir aðila
sem eru, eða hafa áhuga á, að byggja upp
þjónustu við þá ferðamenn sem áhuga hafa á
Norðurljósunum.
Skráning fer fram á
islandsstofa@islandsstofa.is eða
í síma 511 4000.
Nánari upplýsingar veita Björn H Reynisson,
bjorn@islandsstofa.is og Hermann Ottósson,
hermann@islandsstofa.is
Norður-
ljósin
laða að
ferðamenn
PI
PA
R\
TB
W
A
·S
ÍA
·1
13
31
6