Morgunblaðið - 28.11.2011, Page 11

Morgunblaðið - 28.11.2011, Page 11
vinnutækifæri fyrir konur voru ekki fjölbreytt á þessum tíma á Ísafirði og því fögnuðu konurnar í plássinu vef- stofunni og þegar mest var störfuðu um 14 manns þar. „Þeirra á meðal voru nokkrar lykilkonur. Gerður Pét- ursdóttir var dugleg og flink og gat ofið á móti mér,“ segir Guðrún sem sinnti vefstofunni meðfram fullu kennarastarfi og var allt í senn, að- alhönnuður, framkvæmdastjóri og sölustjóri. Guðrún óf flíkur, teppi og ýmislegt fleira en orðstír hennar reis hæst í handofnu glæsikjól- unum. Hún gaf sumum þeirra skemmtileg nöfn og vísaði gjarnan í ís- lenska náttúru. Einn hvítan kjól nefndi hún Jökulbungu, annar hét Surtsey, og enn annar fékk nafnið Mánaskin. Sló vefinn takt- fast Rammagerðin og Íslenskur heim- ilisiðnaður seldu vörur Guðrúnar í Reykjavík og þegar stórar pantanir komu það- an var unnið dag og nótt á Vefstofunni á Ísafirði. Hróður vefstofunnar fór víða og voru kjólar Guð- rúnar m.a. sýndir í Chi- cago og á fleiri stöðum erlendis. Guðrún hefur ævinlega viljað deila list sinni og hæfi- leikum og hún stóð fyrir merkilegum hópverkefnum í vefnaði. Má þar nefna gerð þriggja hökla og annarra helgimuna í Digraneskirkju, en þá samein- uðust sóknar- prestur, sókn- arnefnd og sóknarbörn í Flott Brúðarkjóll dótturinnar. vinnu við verkið. Guðrún var orðlögð fyrir að slá vefinn takt- fast og af nákvæmni, en í kjóla og höklavefnaði þurftu fram- stykki og afturstykki að vera hnífjöfn að lengd svo rendur og bekkir stæðust ná- kvæmlega á. Sótti í náttúruna Guðrún á myndarlegt úr- klippusafn, því hún klippti nánast dag hvern myndir úr dagblöð- unum sem hún sá sem mögulegt mótíf í vefnaðinum. „Ég var líka með náttúr- una fyrir augunum og þá kom eitt- hvað upp í hugann, fuglar, fjöll og form,“ segir Guðrún sem var dugleg að halda tískusýningar og hún fékk flottar konur á öllum aldri úr bæjar- lífinu á Ísafirði til að sýna fyrir sig. Stærri og flottari sýningar voru svo á Hótel Loftleiðum fyrir sunnan. Í sumar var tískusýning á Blönduósi í tengslum við yfirlitssýninguna og sýndu konur úr sveitarfélaginu 25 glæsikjóla á Húnavöku. Árið 1976 var Guðrún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálka- orðu fyrir störf sín í þágu íslensku ull- arinnar. „Ég hef verið heilsugóð alla mína ævi og mér líður alltaf vel, hvar sem ég er,“ segir Guðrún sem er þekkt fyrir að vera jákvæð mann- eskja, glaðlynd og lífsglöð. Uppáhaldsstaðurinn Hér er Guðrún við vefstólinn, sæl og ánægð. Sauðalitir Kjólar sýndir í Noregi. Flottur Kjóll með lopakögri. Sveifla Glæsilegur dökkur síðkjóll. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 Á morgun þriðjudaginn 29. nóvember verður einn af fræðslufundum Fugla- verndar haldinn í húsakynnum Arion banka, Borgartúni 19. Þar mun Guð- mundur A. Guðmundsson dýravist- fræðingur á Náttúrufræðistofnun Ís- lands og umsjónarmaður fuglamerkinga, fjalla um sögu fugla- merkinga á Íslandi og sýna dæmi um niðurstöður þeirra. Í tilkynningu frá Fuglavernd segir að árið 1921 hafi fuglamerkingar á Íslandi hafist fyrir tilstilli danska fuglafræðingsins Pet- er Skovgaard. Hann sendi merki til Ís- lands og fékk nokkra menn til liðs við sig til að merkja fugla. Sjálfur kom hann aldrei til Íslands, en á hans veg- um voru tæplega 14 þúsund fuglar merktir og endurheimtust 752 þeirra (471 innanlands og 281 erlendis). Merkingar á vegum Íslendinga hófust 1932 og hafa á þeim 80 árum sem lið- in eru um 600 þúsund fuglar verið merktir og um 35 þúsund endur- heimst. Á fundinum verður fjallað um fuglamerkingar, hvaða tegundir hafa helst verið merktar, varðveislu gagna og sýnd nokkur dæmi um niður- stöður, m.a. hvar íslenskir fuglar eyða vetrinum. Fundurinn hefst kl. 20:30 og er öll- um opinn. Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í Fuglavernd en aðgangseyrir er 500 krónur fyrir aðra. Fræðslufundur Ljósmynd/Jakob Sigurðsson Margæs Fuglar eru fallegir og skemmtilegir og heilla marga ljósmyndara. Fuglamerkingar á Íslandi í 90 ár Nú er aðventan hafin og víða farið að skreyta verslanir, götur og torg. Ljós og annað jólaskraut eru sett upp og lýsir bæði upp skammdegið og gleður augað. Starfsfólkið á Trúnó á Laugavegi hefur heldur betur ekki látið sitt eftir liggja í jólaskreytingunum og er kaffihúsið nú orðið líkt og hellir jólasvein- anna. En ýmiskonar jólagjafir, smáar sem risastórar, jólatré, jólasveina- húfur, jólakúlur, jólasokkar og fleira hangir því úr lofti Trúnó. Mætti jafnvel líka skrautinu við jólarign- ingu eða jólaúrhelli. Sá sem þarna situr getur því varla annað en kom- ist í jólaskap enda lofar Trúnó því að koma með jólin til þeirra gesta sem sækja kaffihúsið heim. Jólastemning á Trúnó Jólaúrhelli af skrauti Jólalegt Það er heldur betur búið að skreyta fallega á Trúnó. Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is Care Collection þvottaefni, sérstaklega framleitt fyrir Miele þvottavélar Íslenskt stjórnborð Stórt hurðarop Íslenskar leiðbeiningar Fer betur með þvottinn Þvottavél, verð frá kr. 184.500 Þurrkari, verð frá kr. 158.400 Farðu alla leið með Miele Miele þvottavélar hafa verið framleiddar í Þýskalandi í 108 ár. Miele þvottavélar og þurrkarar eru framleidd til að endast. Sparaðu með Miele

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.