Morgunblaðið - 28.11.2011, Síða 14

Morgunblaðið - 28.11.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 Sölutölur frá smásölum vestanhafs benda til þess að bandarískir neyt- endur séu komnir í ágætiseyðslustuð fyrir þessi jól. Föstudagurinn eftir þakkargjörðahátíð hefur öðlast sess sem mikill verslunar- og útsöludagur og markar upphafið að jólavertíðinni. Wall Street Journal hefur eftir gögnum frá ShopperTrak að salan hafi aukist um 7% í ár miðað við söl- una í fyrra. Neytendur versluðu fyrir 11,4 milljarða dala, eða nærri 1 millj- arði meira en fyrir ári. Sala á netinu tók einnig kipp, fór upp um 24,3% frá síðasta ári, að sögn IBM sem mælir sölur hjá 500 stærstu verslununum á netinu. Þetta er meiri aukning en þau 15% sem spáð hafði verið. Framundan er svo svokallaður „Cyber Monday“ þar sem fjöldi neyt- enda notar vinnutölvurnar sínar til að versla á netinu og njóta þannig góðs af tilboðunum sem bjóðast. Að sögn Reuters nam salan síðasta Cyber- mánudag yfir 1 milljarði dala. Pústrar og piparúði Meðal þess sem eigendur verslana gerðu í ár til að efla söluna var að opna á miðnætti frekar en eld- snemma að morgni föstudagsins, og vonuðust til þess að laða fólk þannig í búðirnar strax að loknum veisluhöld- um þakkargjörðadagsins. Mikið bar á pústrum og alls kyns leiðinlegum uppákomum á föstudag. Þannig er lögreglan í Los Angeles að skoða tilvik þar sem kona á að hafa úðað piparúða á 20 aðra viðskiptavini svo hún gæti örugglega náð sér í ódýra leikjatölvu. Þó að eitthvað hafi borið á ránum, skotárásum og stung- um virðist blessunarlega að enginn hafi látið lífið í hamaganginum þetta árið. ai@mbl.is Sala á „svarta föstudegi“ eykst um milljarð dala Reuters Þvaga Ólmir viðskiptavinir bíða eftir að komast inn í verslun Macy’s í New York seint á fimmtudag. Svarti föstudagur var 7% stærri nú en í fyrra.  Bandarískir neytendur sýna lit á risa-útsöludegi Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Siðasta áratug hafa fá tæki haft jafnmikil áhrif á daglegt líf fólks og snjallsíminn. Oft er það fyrsta sem eigendur snjallsíma gera á morgnana og síð- asta sem þeir gera á kvöldin að skoða skilaboð og fréttir í símanum, og síminn er eins og framleng- ing af líkamanum allan liðlang- an daginn. Allt sem máli skiptir er kom- ið í símann: afþreying, fróðleik- ur og félagsskapur, og núna líka það sem margir myndu kalla mikilvægast af öllu: pen- ingarnir okkar. Sigurjón Ólafsson er deildar- stjóri vef- og netbankamála hjá Íslandsbanka og segir hann neytendur leiða þróunina áfram með eftirspurn eftir æ meiri þjónustu í snjallsímanum. Bankinn tók í gagnið nýtt snjallsímaforrit í sumar, og Sigurjón segir snjallsímabanka vera meira en bara tæknibrellur: „Við sjáum að snjallsímarnir eru að breyta notkun fólks á netinu, og margar spár hljóða upp á að net- umferð yfir snjallsíma og spjaldtölvur verði orðin meiri en netumferð gegnum venjulegar tölvur árið 2014. Við sjáum líka að snjallsíminn er tæki sem fólk skilur aldrei við sig, og það síðasta sem fólk myndi gleyma að taka með sér úr húsi. Snjallsím- inn er klárlega orðinn mikilvægari en seðlavesk- ið.“ 350% aukning milli ára Raunar var það ekki síst há tíðni heimsókna á vef bankans gegnum snjallsíma, sem varð til þess að bankinn þróaði nýtt snjallsímaviðmót: „Við get- um séð hvers konar vafra og tæki fólk notar þegar það heimsækir vefsíðu bankans, og við sáum að verulegur hluti heimsókna var úr snjallsímum. Að nota hefðbundna vefsíðu í snjallsíma getur hins vegar verið óþjált, og því mikil þjónustubót fyrir viðskiptavininn að geta notað sérstakt snjallsíma- viðmót,“ segir Sigurjón og bætir við að milli 2010 og 2011 hafi snjallsímaumferð á www.isb.is aukist um 350%. En er fólk virkilega að stunda bankaviðskipti gegnum símann? Er bankastúss svo áríðandi að það verði að vera hægt að greiða símreikninginn hvar sem er, og skoða stöðuna á reikningunum á förnum vegi? Sigurjón segir að það að hafa bank- ann í símanum sé greinilega þægilegri kostur en einkatölvan fyrir marga neytendur, og það góða aðgengi sem síminn veitir getur líka bætt fjár- hagslega yfirsýn. „Og viðmótið í símanum getur á margan hátt verið aðgengilegra en viðmótið á net- inu. Eðli málsins samkvæmt er snjallsímabankinn einfaldari, og miðar að því að geta framkvæmt þessar helstu aðgerðir, eins og að skoða stöðuna, greiða reikninga og millifæra. Fyrir notandann getur verið betri upplifun að nálgast bankann í gegnum farsímann en í gegnum tölvuna heima.“ Þægindi og vöktun Með því að hafa bankann í snjallsímanum er hægt að skoða heimildina á reikningum í miðri innkaupaferð, nota tímann betur og greiða reikn- inga á leið til vinnu, eða jafnvel vakta heimilis- útgjöldin. „Stefnan er að gera heimilisbókhald bankans aðgengilegt í gegnum farsímaviðmótið í byrjun næsta árs,“ segir Sigurjón en Íslandsbanki hefur um nokkurt skeið boðið viðskiptavinum sín- um upp á heimilisbókhaldið Meniga í gegnum net- bankann. „Ef þessar upplýsingar eru komnar í símann er mun auðveldara að vakta frá einu augnabliki til annars, og með sjálfvirkum hætti, hvernig gengur t.d. að mæta settum útgjalda- markmiðum.“ En hvað með öryggið? Gengur ekki snjallsíma- tæknin út á þægindi og einfaldleika, sem banka- öryggi leyfir ekki? Sigurjón segir að vissulega verði enn að hafa meðferðis litla lyklakippu- stubbinn sem framkallar auðkenniskóða, eða kalla eftir auðkennisnúmeri með SMS svo notandinn geti skráð sig inn í heimabankann. Hins vegar mun í framtíðinni vera þrepaskipt öryggiskerfi í snjallsímabankanum, sem ætti að auðvelda að- gengi til muna. „Það þarf þá ekki að uppfylla jafn- strangar öryggiskröfur fyrir sumar aðgerðir, eins og t.d. að skoða stöðuna eða millifæra á þekkta viðtakendur.“ Dagar greiðslukorta taldir? Loks segir Sigurjón því víða spáð að snjallsím- inn muni innan tíðar ryðja burt seðlum og greiðslukortum. „Verið er að þróa svokallaða NFC-tækni (e. near field communication), þar sem er þá hægt að vista á minniskorti símans greiðsluupplýsingar. Símanum er svo rennt yfir þar til gerðan posaskynjara við afgreiðslukassann og sleginn inn pin-kóði til að ljúka greiðslunni,“ segir hann. „Margar rannsóknir benda til að þetta fyrirkomulag geti þýtt að greiðslukort eins og við þekkjum þau í dag muni heyra sögunni til.“ Bankinn er kominn í símann  Mikill vöxtur í notkun netbanka um snjallsíma  Hefur sína kosti að geta kíkt á heimabankann hvar sem er  Síminn gæti bráðum komið í stað greiðslukortsins Sigurjón Ólafsson Morgunblaðið/Ernir Undratæki Snjallsíminn er oft eins og samvaxinn eigandanum. „Fyrir notandann getur verið betri upplifun að nálgast bankann í gegnum farsímann en í gegnum tölvuna heima,“ segir Sigurjón. Hægt er að fara tvær leiðir til að gera þjónustu aðgengilega í snjallsíma. Annars vegar er hægt að gera vefsíður sem eru hannaðar með möguleika og stærð snjallsímans í huga, og hins vegar að þróa sérstök snjallsímaforrit (e. apps). Snjallsímaforritin hafa sína kosti, geta t.d. gert alla virkni hraðari, en Sigurjón segir hins vegar ekki alveg vandalaust að þróa þessi forrit. „Í tilviki for- rita fyrir iPhone, þá þurfa þau að fara í gegnum nálarauga leyfisveitingakerfis Apple áður en má taka þau í notkun. Sömuleiðis þarf að afla vissra leyfa til að gera forrit aðgengi- leg á Androidmarkaðinum, og sýna fram á að ákveðnir gæða- staðlar séu uppfylltir.“ Forritunin sjálf er líka nokk- uð frábrugðin hefðbundinni vefforritun. „Snjallsímarnir eru annar heimur sem kallar á sérstaka nálgun og í okkar til- felli fengum við til verksins verktaka sem sérhæfa sig í að gera snjallsímaforrit,“ útskýrir Sigurjón. „Einn vandinn snýr t.d. að því að snjallsímar eru af ólíkum gerðum og stærðum, og áskorun að búa til notenda- viðmót sem passar þeim öll- um. Eins nota ólíkir símar ólíka staðla, og þó svo ekki þurfi að endurhanna forritin frá grunni fyrir hvern hugbún- aðarstaðal, þá þarf samt að leggja töluverða viðbótarvinnu í að gera forrit aðgengilegt t.d. bæði á iPhone og Andro- id.“ „Snjallsím- arnir eru ann- ar heimur“ HÆGARA SAGT EN GERT AÐ GERA „APP“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.