Morgunblaðið - 28.11.2011, Síða 17

Morgunblaðið - 28.11.2011, Síða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 Segja sís! Það er eflaust óhætt að fullyrða að jólaandinn hafi komið yfir þá sem ekki voru þegar komnir í jólaskapið á snævi þöktum Austurvelli í gær þegar ljósin á Óslóartrénu voru tendruð. Golli Hefjum strax söfnun fyrir Fær- eyinga. Fárviðri gekk yfir Fær- eyjar í nýliðinni viku og olli veru- legu tjóni á eign- um. Ljóst er að tjón Færeyinga er umtalsvert. Nú má segja að sé komið að okkur Íslend- ingum að sýna vinarþel. Fær- eyingar hafa ávallt orðið fyrstir til að bregðast við þegar hamfarir hafa herjað á Ís- lendinga. Minna má á rausnarlegt framlag þeirra í kjölfar hörmung- anna í Súðavík og aftur eftir flóðin hræðilegu á Flat- eyri, að ógleymdri hjálparlínunni sem þeir réttu okkur við bankahrunið þegar okkur virtust allar bjargir bannaðar. Færeyingar hafa sýnt í verki að þeir eru vinir í raun. Nú er komið að okkur að endurgjalda vinargreiðann. Í fárviðrinu, sem yfir Færeyjar gekk, var elliheimili á Suðurey lagt í rúst. Það ætti að vera okkur Íslendingum létt verk að kosta endurbyggingu þess. Hefjum söfnun af myndarskap og sýnum þessari vinaþjóð okk- ar að við erum vinir hennar. Söfnum fyrir Færeyinga Eftir Hjálmar Árnason Hjálmar Árnason Höfundur er framkvæmdastjóri Keilis. » Færeyingar hafa alltaf rétt okkur hjálparhönd. Nú er komið að okk- ur. Kostum byggingu elli- heimilis í stað þess sem eyði- lagðist í fárviðr- inu. Fyrirsögnin er sótt til Thom- asar Jeffersons (1743-1826) sem sagði þetta fyrir tveimur öldum. Mér var kennt fyrir aldarþriðj- ungi að engir bankar fái staðist til lengdar nema starfa í þágu samfélags síns. Þeir eigi að ann- ast lánsfjármiðlun, ávaxta sparifé almennings og veita alvöru at- vinnufyrirtækjum rekstrarfé og fjölskyldum íbúðalán. Þeir eigi líka að annast greiðslumiðlun svo viðskipti heimila og fyrirtækja gangi snurðulaust. Í hruninu 2008 var einmitt lögð áhersla á að endurheimta og varðveita þetta tvennt: Ríkið ábyrgðist innlán og tryggði greiðslumiðlun landsins. „Sú hætta er raun- veruleg, góðir landsmenn, að íslenska þjóð- arbúið myndi, ef allt færi á versta veg, sogast með bönkunum inn í brimrótið og afleiðingin yrði þjóðargjaldþrot,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í ávarpi sínu til þjóðarinnar 6. október 2008. Lokaorð hans eru enn meitluð í vitund þjóðarinnar: „Guð blessi Ísland.“ Hann tók hina pólitísku ábyrgð á ákvæðum neyðarlaganna og tryggði þeim brautargengi. Vandmeðfarnir milliliðir Þessi upprifjun minnir okkur á hve hættu- legt það er ef ekki er farið faglega með banka. Bankastarfsemi er sérstakt fag, háskólanám er ágætt til undirbúnings en fleira þarf til. Starfsþroski fæst með starfsreynslu undir leiðsögn fagmanna. Þessar vikurnar er efnt til mótmæla gegn bönkum víða um heim. Ástæð- an er sú að bankar hafa í seinni tíð ekki starfað í þágu samfélagsins. Þeir hafa verið misnotaðir af fáum útvöldum á kostnað fjöldans. Hér er átt við milligöngu banka um eignatilfærslur, þ.e. miðlun eigin fjár milli viðskiptavina, sem engin heimild er fyrir í lögum. Slíkt brýtur gegn eignarrétti fólks, en hann telst til mann- réttinda. Eignatilfærslur eiga það sameiginlegt að byggjast á forréttindum, vera útvöldum í hag á kostnað fólksins og nær all- ar fyrir milligöngu banka. Hér á landi miðluðu bankar verðbólgugróða á árum áður, undir handleiðslu stjórnvalda. Bankar voru látnir borga einka- væðingu sína sjálfir með því að lána hver annars kaupendum í kross. Bankar veittu og héldu gengislánum að fólki til kaupa á hlutabréfum í bóluástandinu og færðu þannig hreina eign heim- ilanna til erlendra kröfuhafa. Bankar greiddu sjálftökumönnum ofurlaun og veltu kostn- aðinum yfir á viðskiptamenn sína. Bankar veittu lán, sem fyrirséð var að töpuðust, út á innantóm eignarhaldsfélög og ríkissjóður bar tapið. Bankar lánuðu og lána enn út á skuld- settar yfirtökur, sem felast í því að láta hin keyptu fyrirtæki borga sig sjálf, svo forrétt- indafólk komist yfir verðmætan rekstur fyrir ekkert. Allar þessar spilaborgir banka og gæðinga þeirra eru á áhættu og kostnað fjöldans. Mis- skipting auðs og félagsleg átök leiða beint af þessu. Augljóst er að við getum ekki öll lifað á því að féfletta hvert annað. Nú fer sala fyr- irtækja úr afskriftarpottum banka í vöxt og það glampar á gljáfægt silfurfatið. Það er knýjandi nauðsyn í okkar samfélagi einmitt núna, að þessi mál séu rædd opinberlega og opinskátt. Nota þarf tjáningarfrelsið til varnar mannréttindum þeirra sem verða fyrir barðinu á þeim sem misnota banka í auðgunarskyni. Véla verkfræðingar? Þegar stærðfræðiþekking og hömlulaus græðgi fara saman verður til „fjármálaverk- fræði“. Ekkert vantaði upp á háskólagráður þeirra sem hafnir voru til vegs og virðingar í íslenskum bönkum fyrir hrun. Það vantaði hins vegar upp á fagmennsku og starfsþroska. Það vantaði skilning á því hvaða hlutverki bankar mega gegna í samfélaginu, sem hefur ekkert með háskólapróf að gera. Nú eru svo- nefndir „vogunarsjóðir“, háborgir fjár- málaverkfræðinnar, taldir eiga meirihlutann í bæði Íslandsbanka og Arion banka. Reiknar fólk með að þeir séu fulltrúar gamalla og góðra gilda? Halda menn að þeim sé sem eigendum umhugað um velferð og farsæld í íslensku samfélagi? Nei, þeir ætla sér bara að hesthúsa gróða. Þeir vita að þeir komast senn úr landi með feng sinn og ætla sér að raka sem mestu til sín fram að þeim tíma. Bankaflón Einn yfirmanna minna á fyrstu árum í banka átti til orðið „bankaflón“ handa þeim sem unnu í banka og kunnu ekki sitt fag. Á þeim árum voru líka til siðblindir einstaklingar sem leituðust við að snúa fé út úr bönkum. Þeir leituðu bankaflónin uppi og höfðu nokkurn ár- angur, þó fjármálaverkfræði væri þá óþekkt. Hinir siðblindu höfðu á þeim tíma ekki áttað sig á að besta leiðin til að ræna banka er að eiga hann. Bankaræningjar samtímans hafa nú náð góðum tökum á þessu og eru búnir að koma kapítalismanum niður á annað hnéð víða um lönd. Djúp og langvarandi kreppa blasir við á Vesturlöndum, beinlínis af því að neyt- endur hafa verið féflettir og keyrðir í þrot með lánsfé. Bankastofnanir eru hættulegri mannréttindum okkar en óvígur her Eftir Ragnar Önundarson » Ástæða er til að bankinn upplýsi landsmenn um það af hverju sömu einstaklingum eru ítrekað færðir milljarðar á silfurfati. Höfundur er viðskiptafræðingur og fyrrv. bankamaður. Ragnar Önundarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.