Morgunblaðið - 28.11.2011, Side 24

Morgunblaðið - 28.11.2011, Side 24
24 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÞÚ ERT SÁ EINI SEM ÉG ÞEKKI SEM GETUR SLASAÐ SIG VIÐ AÐ HORFA Á SKÝ SAFNA FRÍMERKJUM, SPILA FÓTBOLTA, LÆRA DANS... ÉG REYNI AÐ FORÐAST ÁHUGAMÁL ÞAÐ MÁ JAFNVEL SEGJA AÐ ÞAÐ SÉ ÁHUGAMÁLIÐ MITT DREKKTU MJÓLKINA ÞÍNA SVO ÞÚ VERÐIR STÓR OG STERKUR EINS OG HANN PABBI ÞINN FÆ ÉG ÞÁ LÍKA SKEGG EINS OG HANN? SKELLIBJALLA Á EFRI ÁRUM ÉG ER Á FLUGI OG NÚ GET ÉG EKKI LENT! MÉR ÞYKIR VÆNT UM AÐ KÆR- ASTAN ÞÍN SÉ AÐ HJÁLPA OKKUR EN ÉG ER BARA EKKI ÁNÆGÐUR MEÐ NÝJA SLAGORÐIÐ HENNAR MÉR FINNST ÞAÐ FRÁBÆRT HVAÐ MEÐ AÐ VIÐ SPYRJUM STARFSFÓLKIÐ ÁLITS? EF ÞÉR FINNST ÞAÐ BETRA ÞÁ SKULUM VIÐ GERA ÞAÐ ER ÞÉR ALVARA? HA, HA, HA, ÓTRÚLEGT ER BAÐ- HERBERGIÐ LAUST LEADFOOT: ÞEGAR HLUTIR ÞURFA AÐ KOMAST TIL SKILA! LANGAÐI ÞIG AÐ TALA VIÐ MIG HERRA STARK? ÉG SÁ ÞIG LEIKA Í „PICTURE PERFECT” Í MIAMI ÞÚ VARST FRÁBÆR! SVO DATT EIGIN- MAÐURINN ÞINN NÆSTUM UM IRON MAN BRYNJUNA MÍNA SVO MÉR FANNST ÁSTÆÐA TIL AÐ BIÐJAST AFSÖKUNAR EF ÉG GÆTI FANGAÐ SJARMAN HANS ÞÁ MYNDI ÉG GETA GRÆTT MILLJÓNIR Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 8.45, vinnu- stofa kl. 9. Vatnsleikfimi kl. 10.50. Út- skurður/myndlist kl. 13. Heklunámskeið kl. 20. Árskógar 4 | Handav/smíði/útskurður kl. 9. Félagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Boðinn | Botsía kl. 11. Tálgað kl. 13.30. Styrkur og þol, lokaður hópur. Bólstaðarhlíð 43 | Bútasaumur, handa- vinna, leikfimi. Á morgun kl. 15 koma rit- höfundarnir Guðrún Helgadóttir og Úlfar Þormóðsson og lesa úr ritverkum sínum. Dalbraut 18-20 | Myndlist og postulín kl. 9, leikfimi kl. 10, brids kl. 13. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8, leik- fimi kl. 9.15, 10.30. Söngur á 2. hæð kl. 10.30, upplestur á 2. hæð kl. 14. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Kaffi/spjall kl. 13.30. Aðventuhátíð 1. des. kl. 20. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðbeinandi í handavinnu til hádegis, botsía kl. 9.10, gler og postulín/lomber kl. 9.30/13, kanasta kl. 13.15, kóræfing kl. 16.30, skapandi skrif kl. 20. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Postu- línshópur kl. 9, ganga kl. 10, handavinna og brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatns- leikfimi kl. 12.15, kl. 14.15, málun kl. 14. Handverkshorn í Jónshúsi 1. des., áhuga- samir hafi samband við Huldu í s. 6171501. Jólahlaðborð FEBG 10. des. skráning stendur yfir. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Glerl./leir 9. Biljard kl. 10. Kaffi- spjall í krók kl. 10.30. Ganga í íþróttahúsi kl. 11.20. Handavinna kl. 13. Vatnsleikfimi kl. 18.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl. 9. Vatnsleikfimi kl. 9.50. Hafdís Ók Sigurð- ardóttir les úr bók sinni Drekinn í Vatna- jökli kl. 11. Á morgun fellur niður leiðsögn í vinnustofum v/starfsdags starfsfólks. Hraunbær 105 | Handavinna kl. 9, leikfimi kl. 9.15, bænastund kl. 10.15, myndlist kl. 13. Skartgripasala verður á staðnum frá 11.30. Tímapantanir hjá fótafr. s. 6984938, hárgreiðslust. s. 8946856. Hraunsel | Ganga frá Haukah. Ásv. kl. 10, kóræfing kl. 11, glerbræðsla kl. 13, botsía/ félagsvist kl. 13.30, biljard í kjallara Hraun- sels alla daga kl. 9. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.309.30. Vinnustofa kl. 9. Brids kl. 13. Hæðargarður 31 | Hringborðið kl. 8.50. Handavinnu- og prjónahorn kl. 9. Hjá Tedda afa kl. 9.30. Saumur kl. 13. Fé- lagsvist kl. 13.30. Skapandi skrif kl. 16. ATH. Nýtum gömlu jólakortin og gerum ný næstu þrjá miðvikudaga, ókeypis, skrán- ing stendur yfir. Sjá www.facebook.com/ haedargardur. Miðar á Vínartónleika á skrifstofu. Íþróttafélagið Glóð | Ringó kl. 13.30 í Smáranum. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10. Handavinna kl. 9/13. Útskurður kl. 13. Samverustund með djákna kl. 14. Vesturgata 7 | Setustofa og botsía kl. 9, handavinna kl. 9.15, leikfimi kl. 10.30, kór- æfing kl. 13. Jólafagnaður 9. des kl. 17. Veislustjóri Þorvaldur Halldórsson, Sig- urgeir v/flygilinn. Jólahlaðborð. Söngfugl- arnir syngja undir stjórn Gróu Hreinsd. Danssýning frá Danssk. Jóns Péturs og Köru. Jólahugvekja, Guðmundur Haukur leikur og syngur fyrir dansi, skráning og upplýs. í s. 535-2740. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bók- band og postulín kl. 9, morgunstund kl. 9.30, botsía kl. 10, upplestur kl. 12.30, handavinna kl. 13, spil/stóladans kl. 13. Valgeir Sigurðsson er með hug-ann við Hólsfjöll og birtist hér útdráttur úr hugleiðingum hans þar að lútandi: „Allir vita sem vita vilja, að landsöluliðið á Íslandi vill selja allt, öll öræfi Íslands og útskagana með, svo ég umriti fræg orð Jóns Hreggviðssonar: „...öll höfuðból landsins og hjáleigurnar með...“ Svo halda víst sumir, að Hólsfjöll séu ekkert annað en Grímsstaðir, og enn aðrir halda að Möðrudalur sé á Fjöllum. En Hólsfjöll ná ekki nema suður á miðjan Biskupsháls, þar endar Norður-Þingeyjarsýsla, en Norður-Múlasýsla tekur við. Þess vegna eru Víðidalur og Möðru- dalur á Efra-Fjalli, og tilheyrðu Jökuldalshreppi, þar sem einn hreppur gat ekki verið í tveim sýslum.“ Og vísa fylgir: Söngla þeir enn og söngla í kór, – seðlana glaðir telja –: „Hólsfjöllin okkar eru stór, ennþá er nóg að selja“. Matthías Jochumsson orti til bróðursona sinna sem vermdu bekki prestaskólans: Sveltið hold á syllógism, saltið niður dogmatism, etið nógan idealism, en aldrei tóman formalism. Bezta mat um miðdaga meina’ eg kirkjusöguna, dogmatík við dimmuna og dæmi Krists á morgnana. Hvað er mest í heiminum? Heilabrot í vísdómnum, klerkarugl í kreddunum, kænskubragð í stjórnmálum. Seg mér, hvað er sannleiki? sigur vorrar skynsemi gegnum setta samræmi sólargrams í lögmáli. Bezta dygð er bindindi, bezta vopnið kærleiki, bezta hygni hreinskilni, hæsta speki guðrækni. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af Hólsfjöllum og skóla Ráðstefnur og stjórnvöld Það er hver ráðstefnan á fætur annarri með erlendum og inn- lendum hagfræðingum og alls konar fræð- ingum. Hver borgar fyrir þessar uppá- komur? Er til nóg af peningum til að kaupa þetta fólk hingað til þess að segja okkur það sem við vitum? Eða eru stjórnvöld svo gersneydd allri getu til að hugsa sjálfstætt, og þetta verði að vera svona? Eða þykir þetta kannski bara svo menntað og flott? Besti brandari ársins var í Silfri Egils, þar sem sýnt var frá ræðu hagfræðings City Bank, þar sem hann sagðist aldrei hafa séð svo brenglaða múgsefjun hjá ágæt- lega menntaðri þjóð eins og hér var fyrir hrun. Og viti menn, við þessi orð hans klöppuðuð þið fyrir sjálfum ykkur. Það sýnir hvar þið eruð sið- ferðilega stödd. Hví- líkur brandari. Ruglið er orðið algert hjá stjórnvöldum, sem for- gangsraða rangt með peningum okkar. Til Jóhönnu Sigurð- ardóttur, sem er búin að tala og tala til fjölda ára, eða í ein þrjátíu ár, – en hvað svo, – það er á þinni vakt sem ráðist er að líkn- ardeildum landsins. – Og svo máttu alveg sitja í stólnum á þess- um ráðstefnum, – það er ekki við hæfi að hálfliggja í þeim. Jó- hanna og Steingrímur, þið skulið hætta að afsaka gjörðir ykkar með þeim orðum að þið séuð að laga til eftir aðra, þetta er orðin leiðinleg tugga og léleg. Lítið í eigin barm og sjáið hvað þið sjálf eruð að gera. Stefanía Jónasdóttir, Sauðárkróki. Velvakandi Ást er… … að heyra rödd hans þegar þú kemur heim úr vinnunni. Þetta er ég. Ég elska þig!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.