Morgunblaðið - 28.11.2011, Blaðsíða 26
26 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011
skilaði henni af mér. Ég var að treina mér
hana, vildi ekkert endilega vera búinn með
hana.“
Mikil heimildarvinna
Þú varst lengi að skrifa bókina. Finnst þér
sjálfum að bókin hafi grætt á því að vera svona
lengi í vinnslu eða skipti það kannski ekki svo
miklu máli?
„Ég hefði ekki getað verið fljótari með hana.
Ég lít um öxl og segi við sjálfan mig: Ansi var
þetta langur tími, fimm ár frá síðustu bók. En
þegar ég vann að bókinni var aldrei neitt hik á
mér og ég lenti aldrei í vandræðum. Þetta var
mikil heimildarvinna sem tók sinn tíma og ég
þurfti að setja mig inn í ansi margt. Í mínu til-
felli er það þannig að ef ég fer að vinna heim-
ildarvinnu og fer síðan strax að nota það sem
ég er nýbúinn að læra þá verður það svolítið
augljóst. Mín reynsla er sú að hlutirnir verða
að fá sinn gerjunartíma þannig að það sem
maður hefur kynnt sér komi fram í sögunni á
sem eðlilegastan hátt. Maður er þá ekki að
upplýsa það sem maður hefur verið að rann-
saka eða skoða heldur flýtur það fram á eðli-
legan hátt, kemur með persónum, sögu og um-
hverfi.“
Í hverju fólst heimildarvinnan aðallega?
„Þótt ég þekki þetta landsvæði Ítalíu mjög
vel þá þurfti ég að rifja upp ýmislegt, fara
þangað og skoða svæðið. Ég þurfti líka að
huga að sögutímanum á þessu landsvæði, en
bókin gerist undir lok seinna stríðs, og það
kostaði mikið grúsk. Ég var stöðugt að hugsa
hvað ég gæti notað svo það þjónaði mínum til-
gangi. Ég þurfti líka að fræðast um ýmislegt í
málaralist, til dæmis hvað varðar tæknileg
vinnubrögð og hvernig málarar eins og Cara-
vaggio unnu og sömuleiðis kynna mér við-
gerðir á málverkum og það hvernig tíminn fer
með málverk.“
Íslenskt heimili
Þetta er einstaklega vel skrifuð bók. Ligg-
urðu venjulega mikið yfir stílnum þegar þú
skrifar?
„Já, ég geri það. Svo hefur hann þroskast
með aldrinum og þróast. Ef stíllinn er ekki í
lagi þá er erfitt að vega upp á móti því. Ég ligg
yfir stílnum til að fá rétta tóninn og áferðina.
Ég reyni að láta hlutina gerast undir yfirborð-
inu og spila á tungumálið sem er stíllinn. Í
stílnum felst líka tungumál þagnarinnar, það
sem er ekki sagt, heldur liggur milli línanna og
er gefið í skyn. Í mínum huga er þetta hluti af
stílnum.“
Hvernig tekst þér að viðhalda íslenskunni,
búandi í útlöndum í áratugi?
„Ég les á íslensku og svo er ég í sambandi
við vini og vandamenn heima, bæði í síma-
sambandi og netsambandi. Heimilishaldið er
þannig að fjölskyldan talar íslensku. Þetta er
íslenskt heimili og við tölum ekki ensku okkar
á milli. Þegar við hjónin heyrum á tal strák-
anna okkar sem eru 16 og 18 ára og þeir eru
tveir að spjalla þá tala þeir íslensku en þegar
vinir þeirra koma snýst það við. Þegar dóttir
okkar sem er sjö ára talar ensku við okkur
segjum við: Við skiljum ekkert hvað þú ert að
segja.
Ég hef aldrei fundið fyrir því að íslenskan
vefðist fyrir mér. Ég ólst upp á heimili þar sem
rík áhersla var lögð á að tala gott íslenskt mál.
Þetta var næstum því strangtrúarheimili þeg-
ar kom að íslenskri tungu og þá er ég ekki að
tala um neitt afturhald heldur voru foreldrar
mínir af þeirri kynslóð sem lagði að jöfnu sjálf-
stæði og ræktun tungumálsins. Mér er þetta
hugarfar í blóð borið og fylgi sömu stefnu
gagnvart mínum krökkum.“
Þú ert ekki á landinu að fylgja bókinni eftir
heldur í New York. Finnst þér ekkert erfitt að
vera ekki á landinu í jólabókaflóðinu?
„Ég kem heim til Íslands upp úr miðjum
desembermánuði og fæ þá stemninguna beint í
æð. Það hefur alltaf verið þannig að ég hef að
hluta til fylgt bókum mínum eftir úr fjarska.
En svo er spurning hvort höfundurinn eigi
mikið að vera að þvælast fyrir bók sinni þegar
hún er komin út úr höndunum á honum. Það er
ágætt mál að hann kynni hana en ætli sé ekki
best að hafa það í hófi.“
Ljósmynd/Daniel Kazimierski
Ólafur Jóhann Ég ligg yfir stílnum til að fá rétta tóninn og áferðina. Ég reyni að láta hlutina gerast undir yfirborðinu og spila á tungumálið sem er stíllinn.
Tungumál þagnarinnar
Í nýrri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar eru tvær konur í aðalhlutverkum Höfund-
urinn segir þær hafa tekið völdin Skáldsagan, sem nefnist Málverkið, var fimm ár í vinnslu
» Þessar konur hurfu ekki úr höfði mér þegar ég var búinn meðbókina heldur sátu þær þar eftir. Kannski var ég svo lengi að
vinna bókina vegna þess að aðalpersónurnar voru ekki búnar að
kveðja mig. Í lokin lá bókin hjá mér og ég var að smákrukka í
hana í rúmt ár áður en ég skilaði henni af mér. Ég var að treina
mér hana, vildi ekkert endilega vera búinn með hana.
VIÐTALIÐ
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Málverkið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er ör-
lagasaga tveggja kvenna, íslensku myndlist-
arkonunnar Kristínar og hinnar ensku Alice
sem býr á búgarði í Toscana. Ólafur Jóhann
var fimm ár að skrifa bókina sem er áttunda
skáldsaga hans. Þar sem konur eru í aðal-
hlutverki bókarinnar er hann fyrst spurður
hvort honum þyki skemmtilegra að skrifa um
konur en karla.
„Það er örugglega skemmtilegra að búa með
konum en körlum og þetta er ákveðin sam-
búð,“ segir hann. „En hvorki núna né þegar ég
skrifaði Slóð fiðrildanna, þar sem kona er í að-
alhlutverki, setti ég mig í sérstakar stellingar
og sagði: Nú er kominn tími til að skrifa um
konur. Það er nú bara þannig að þegar sögu-
persónur taka sér bólfestu í kollinum á manni
þá er lítið við því að gera. Þær eru bara komn-
ar þangað.
Mér fellur vel að skrifa um konur. Ég bjó
lengi með þessum tveimur konum því ég var
ekki að flýta mér með bókina. Mér fannst ekk-
ert liggja á og ég naut þess að vinna hana. Að-
alpersónurnar fengu tíma til að mótast og fóru
að ráða ferðinni. Ef sögupersónur eru sterkar
taka þær yfirleitt völdin af höfundi og stundum
veit maður ekki hver er að vinna fyrir hvern.
Þessar konur hurfu ekki úr höfði mér þegar ég
var búinn með bókina heldur sátu þær þar eft-
ir. Kannski var ég svo lengi að vinna bókina
vegna þess að aðalpersónurnar voru ekki bún-
ar að kveðja mig. Í lokin lá bókin hjá mér og ég
var að smákrukka í hana í rúmt ár áður en ég