Morgunblaðið - 28.11.2011, Síða 27

Morgunblaðið - 28.11.2011, Síða 27
MENNING 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Getur það verið að það séu tólf ár síð- an ég stóð stjarfur fyrir utan Ís- lensku óperuna eftir kynngimagnaða útgáfutónleika Sigur Rósar vegna Ágætis byrjunar? Já, það getur verið og það er barasta þannig. Ég mun aldrei gleyma þeim degi og enn hefur ekkert tónleikakyns toppað þessa upplifun mína. Þetta var eitthvað allt annað en tónlist, þetta fór svo djúpt inn í mig (okkur, ég var ekki einn um þessar tilfinn- ingar) að maður grét hreinlega þegar tónleikarnir voru afstaðnir (og tárin eru reyndar byrjuð að gægjast fram núna, bara við það að rifja þetta upp). Þetta var með hreinum ólíkindum, þannig er það bara. Í kjölfarið tók sveitin sig svo til og sigraði heiminn, eins og við þekkjum öll. Það er búið að vera ótrúlegt að fylgjast með því ævintýri og maður er einfaldlega stoltur af strákunum, svo ég gerist berorður, enda engu upp á þá logið. Þeir hafa gætt þess að listræn heilindi séu ætíð og ávallt í fyrsta sæti og það eitilharða viðhorf Baðaðir nýju ljósi …  INNI er fyrsta opinbera tónleikaplata Sigur Rósar  Fimmtán lög sem taka yfir allan ferilinn Gulldrengir „Þeir hafa gætt þess að listræn heilindi séu ætíð og ávallt í fyrsta sæti og það eitilharða viðhorf þeirra hefur skilað þeim þessari farsæld sem þeir nú njóta.“ þeirra hefur skilað þeim þessari far- sæld sem þeir nú njóta. Þessi nýjasta útgáfa sveitarinnnar, tónleikaplatan og -myndin INNI, fylgir þessum útgangspunkti í hví- vetna. Verkið kemur út í alls kyns út- gáfum, stórum sem smáum, en „stað- alútgáfan“ samanstendur af þremur diskum, einum mynddiski sem hýsir tónleikamyndina og svo tveir hljóm- diskar með fimmtán lögum sem spanna allan feril sveitarinnar, frá Von fram að Með suð í eyrum við spilum endalaust. Kvikmyndin er stórgóð og vel tekst að varpa ljósi á sveitina á tón- leikum en Sigur Rós hefur alla tíð verið mikil tónleikasveit og þar myndast jafnan einhver galdur (eins og ég lýsi hér að framan). Myndin var sýnd á RIFF og þá skrifaði ég m.a.: „Einhver kynni að kalla svona æf- ingar tilgerðarlegar og þó að sann- arlega hafi verið tilefni til þess fór myndin aldrei yfir þá línu. Flæðið er þvert á móti eðlilegt, einfaldlega af því að þetta er allt saman mjög Sigur Rósar-legt ef ég má orða það svo. Og – það sem mest er um vert – þeir eru með efnið til að bera svona mynd.“ Það segir sig því sjálft að efnið eitt og sér – það er án myndskreytinga – ber sig með reisn. Platan opnar með hinu magnaða „Svefn-g-englar“ sem opnar sömuleiðist téða Ágætis byrj- un og það hefur ekki misst vott af krafti sínum. Undarlegt, þetta er tíu mínútna lag en alltaf finnst manni eins og það sé rétt að byrja þegar það er búið. Á plötunum tveimur er síðan lögum frá ólíkum skeiðum sveit- arinnar fléttað haganlega saman. Víst eru plötur Sigur Rósar ólíkar en hér er hægt að greina þráðinn á milli ólíkra stemma eins og hins upplífg- andi „Inní mér syngur vitleysingur“ og svo hins drungalega – en um leið ægifagra – „E-Bow“ af svigaplötunni svokölluðu. Allt er þetta runnið und- an sömu forsendum; frá sömu sveit- inni. Tilfinningaþrungnar smíðar báðar tvær þó að þær sitji á sitt hvor- um endanum á skalanum. Platan inniheldur þá áður óútgefið lag, „Lúppulagið“ og til marks um styrk sveitarinnar má geta þess að hún gefur plötuna út sjálf, á Krúnk merkinu. INNI stendur glæsilega, eins og reyndar allt sem kemur frá gulldrengjunum og gott að orna sér við þetta á meðan maður bíður eftir næsta útspili sem er þegar farið að hilla undir … LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar JACK AND JILL Sýnd kl. 8 - 10:15 IMMORTALS 3D Sýnd kl. 8 - 10:15 BORGRÍKI Sýnd kl. 6 - 8 ÆVINTÝRI TINNA 3D Sýnd kl. 5 HAPPY FEET 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 6 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL 91/100 ENTERTAINMENT WEEKLY „HAPPY FEET 2 ER JAFNVEL BETRI EN FYRRI MYNDIN!“ „HIN FULLKOMNA HELGIDAGASKEMMTUN“ - MARA REINSTEIN / US WEEKLY HHHHSjáðu Al P acino fara á kostum í sprenghl ægilegu a ukahlutver ki! HHH T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ OG HEYRT -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum B.G. -MBL HHHH SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% JACK AND JILL KL. 6 - 8 - 10 L IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.10 16 TOWER HEIST KL. 6 12 JACK AND JILL KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L JACK AND JILL LÚXUS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L TROPA DE ELITE 2 KL. 10.20 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 TOWER HEIST KL. 5.40 - 8 12 IN TIME KL. 10.20 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 3.20 - 5.40 - 8 7 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 L JACK AND JILL KL. 5.50 - 8 - 10.10 L TROPA DE ELITE 2 KL. 5.30 - 8 - 10.30 16 IMMORTALS 3D KL. 8 - 10.30 16 IN TIME KL. 8 - 10.30 12 ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 5.40 7 ELDFJALL KL. 5.45 L FRÁ FRAMLEIÐENDUM 300 Í 3D T.V., KVIKMYNDIR.IS / SÉÐ & HEYRT -Þ.Þ., FT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.