Morgunblaðið - 28.11.2011, Síða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. NÓVEMBER 2011
Börkur Gunnarsson
borkur@mbl.is
Út er komin bókin Lömbin í
Kambódíu (og þú) eftir Jón Bjarka
Magnússon blaðamann sem þekkt-
astur er líklega af því að hafa feng-
ið á sig skrítinn dóm í héraði fyrir
fréttaflutning sinn af atburðum sem
áttu sér stað í Aratúni. Hann er
stoltur af fréttaflutningi sínum og á
bókinni er tilvitnun í dóminn en þar
stendur skrifað: „Fyrri dómur um
verk höfundar: „einkar ósmekk-
legt … virðist hafa tvíeflst“ Sigrún
Guðmundsdóttir héraðsdómari.“
Útgefandi bókarinnar er Útúr
sem er nokkurs konar hliðarútgáfa
bókabúðarinnar Útúrdúr sem hefur
aðallega gefið út myndlistarbækur
fram til þessa. „Þetta er bara hópur
fólks sem hefur gaman af því að
skapa,“ segir Jón Bjarki. „Það var
bara góður andi í hópnum og þetta
gerðist mjög hratt. Það var vilji til
að vinna eitthvað með jaðarbók-
menntir og hugmyndin er að halda
þessu áfram. Að Útúrdúr verði
vettvangur fyrir fólk til að koma að
útgáfustarfi og fá einhverskonar að-
stoð, yfirlestur verka sinna og þess
háttar.“
Í bók Jóns Bjarka er víða farið
en þar segir meðal annars: „ferða-
lag sem hófst með blakkáti í
Moskvu og endaði með svitakófi og
skjálfta á Vesturgötu“, en á ferða-
laginu er einnig komið við í Góbí-
eyðimörkinni, Esfahan í Íran og
víðar. Upplifun ljóðmælandans er
persónuleg og maður fær það á til-
finninguna að verkið sé byggt á
raunverulegu ferðalagi og upplifun.
Bókin er á stundum eins og ein-
hvers konar tilraun til Skýs í bux-
um eftir Mayakovski eða til Söngva
Ezra Pounds sem hann orti á síð-
ustu ævidögum sínum. Hvort-
tveggja mjög skoðanasterk ferða-
lög, ljóðferð í gegnum menninguna.
Jón Bjarki segir að svo sé, hann
geti ekki neitað því að verkið sé
sprottið upp úr tveggja ára ferða-
lagi hans sjálfs. „Ég ferðaðist um
Mið- og Suður-Asíu í eitt ár. Bjó
síðan í Kína í annað ár. Var rúm
tvö ár í Asíu. Þegar ég kom heim
fór ég að skrifa á fullu, mig langaði
svo til að skrifa ferðasögu en þótt
ég skrifaði mjög mikið að þá skrif-
aði ég mig í strand. Ég fór síðan að
reyna mig við ljóðið til að tjá þessa
upplifun og það tókst betur. Þetta
er ferðalag í gegnum lífið. Asía og
Ísland rennur saman. Kambódía
verður einhvers konar tákn fyrir
hinn heiminn. Það er eitthvað við
Kambódíu sem er svo tragískt.
Nafn landsins er svo gildishlaðið,
bara nafnið kveikir á svo mörgum
tilfinningum hjá manni.
Þetta er líka spurning um flokk-
anir hjá okkur, hvernig við flokkum
lönd. Við erum með svona hólf,
þannig að þegar einhver segir
Kambódía þá kemur Pol Pot,
Rauðu khmerarnir og helvíti upp í
huga manns. En svo er þetta svo
miklu meira ef menn kynna sér
heiminn. Það sat svolítið eftir hjá
manni þegar maður kom til baka.
Hvernig þessi hólf hverfa og maður
situr uppi með eitthvað allt annað í
höndunum. Einhverja skynjun á
mjög flóknum heimi.“
Það má segja að bókin sé mjög
tengd samtímanum og meira að
segja kínverski auðkýfingurinn Hu-
ang Nubo kemur fram í henni. En í
verkinu segir: „Wang er íbúi sögu-
fræga þorpsins Hongcun, þar sem
kvikmyndin Crouching Tiger, Hid-
den Dragon var tekin upp. Í vest-
rænum fjölmiðlum sagði hann:
„Mér finnst ég vanmáttugur“, og
lýsti því hvernig hann og allir 1.400
íbúar þorpsins væru í raun og veru
ekkert annað en leikmunir í kín-
verskum ferðamannaiðnaði. Hongc-
un er í eigu kínverska athafna-
mannsins Huang Nubo.“
Aðspurður hvort hann hafi hitt
þennan Wang segir hann svo ekki
vera en að hann hafi farið í þorp
sem eru mjög svipuð þessu í Kína.
„Þegar ég var þar upplifði ég mig
eins og í leikriti. Fattaði það þegar
á leið að það var eitthvað skakkt við
þetta allt saman. Það voru einhver
dansatriði í gangi þarna. Þetta var í
Suður-Kína og það er mikið af
minnihlutahópum þar. Á vissan hátt
eins og þeim væri haldið þarna í
dýragarði fyrir túrista til að koma
og skoða. Eins og þeir væru að
halda menningunni í gangi en líka
sem hluti af einhvers konar sýn-
ingu. Mér varð hugsað til þess að
Nubo á svona þorp. Ég er frá
Siglufirði og þetta kveikti í hug-
myndinni að það væri hægt að selja
inn á Sigló,“ segir Jón Bjarki sem
er hápólitískur í verkum sínum og
þar má finna fullt af blóði, drullu og
vondri lykt en einnig fegurð og
dans.
Frá blakkáti í Moskvu
til skjálfta á Vesturgötu
Útúr sem er hliðarforlag hjá
Útúrdúr gefur út jaðarbækur
Annað af tveimur fyrstu skáldum
útgáfunnar er Jón Bjarki Magnússon
Morgunblaðið/Golli
Skáldið Jón Bjarki hefur gefið út ljóðabók sem hann vonast til að fái betri
dóma en blaðagrein sem hann var dæmdur harkalega fyrir í héraðsdómi.
Ég vann sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu frá2006 til 2008 og þurfti í starfi mínu að takafjöldann allan af viðtölum við viðskiptamógúlalandsins sem voru allir að slá í gegn. Það var
nánast sorglegt að sjá hversu margir þeirra kunnu varla ís-
lensku, hvorki að tala hana né skrifa. Á þeim tíma fannst
mér líka áhugavert að sjá að sumir þeirra sem höfðu náð
langt stigu varla í vitið. En það skýrðist síðar þegar í ljós
kom að velgengni þeirra var fyrst og
fremst fólgin í því að vera í tengslum við
einhvern bankamann sem lánaði alltaf
meira og meira þótt ekkert gengi upp.
Það er því ákaflega gleðilegt þegar
greindur maður einsog Tryggvi Þór
Herbertsson gefur út bók um hagfræði
og stjórnmál en bók eftir hann er ný-
komin í verslanir.
Alþingismaðurinn Tryggvi Þór kom
víða við í viðskiptalífinu í uppsveiflunni
og stýrði um tíma bankanum Askar Capital. Hann er pró-
fessor í þjóðhagfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann hef-
ur verið ritstjóri, höfundur og meðhöfundur um 11 bóka og
smárita enda er stíll hans meitlaður og rökfærsla hans er
góð.
Á móti straumnum
Bókin er safn greina sem hann hefur skrifað í gegnum tíð-
ina um stjórnmál og hagfræði. Sumar greinarnar sem hann
hefur valið finnst manni lítið erindi eiga en flestar þeirra
eiga mikið erindi við samfélagið. Það er undarleg ákvörðun
að vera með greinar sem hann hefur birt í erlendum tíma-
ritum eða ræðu sem hann flutti á The Global Economics
Leaders Summit árið 2011 á ensku í bókinni. Það kemur
einhverskonar elítubrag á bókina eins og hún sé aðeins ætl-
uð þeim sem lesa ensku án vandkvæða. Þótt enskan sem
Tryggvi skrifar sé auðveld aflestrar þá kemst maður ekki
hjá því að finnast þetta óþarfi enda hefði Tryggvi sjálfur
auðveldlega getað snarað þessu á ágæta íslensku.
Ólíkt mörgum stjórnmálamönnum er Tryggvi Þór með
skoðanir og er óhræddur við að koma þeim á framfæri.
Hann hefur hugsjónir og vill samfélagi sínu vel. Hann ótt-
ast ekki að fara gegn straumnum og skrifar í bókinni um
óvinsæl mál einsog þegar hann greinir fall Seðlabanka Ís-
lands og kemst ekki að sömu niðurstöðu og fjölmiðlar vilja
halda á lofti og þegar hann gagnrýnir harkalega Andra
Snæ Magnason, einn ástsælasta rithöfund þjóðarinnar. En
þegar réttu máli er hallað þá segir Tryggvi það, óhræddur
við gagnrýni fjölmiðla eða andmæli vinsælla manna.
Hann viðurkennir og skýrir mistök þeirra prófessors
Frederic S. Mishkin í greiningu þeirra á fjármálastöð-
ugleika íslenska hagkerfisins frá árinu 2006 en sú greining
er kannski það sem helst er haldið gegn Tryggva Þór enn
þann dag í dag. En hann bendir jafnframt á hversu mun
minna hagkerfið var á þeim tíma sem þeir skrifuðu skýrsl-
una og bendir á að margar ábendingar þeirra um hvað
þyrfti að laga hafi verið réttmætar.
Menn þurfa ekki að vera sammála Tryggva Þór til að
njóta bókarinnar. Greinar hans eru vel skrifaðar, skoðanir
hans eru rökstuddar og markmið hans eru skýr.
Mjög þörf bók í þjóðfélagsumræðuna
Stjórnmál og hagfræði bbbmn
Eftir Tryggva Þór Herbertsson, Bókafélagið gefur út.
BÖRKUR
GUNNARSSON
BÆKUR
Morgunblaðið/Kristinn
Penninn Þessi prófessor í þjóðhagfræði er liðtækur penni
og liggur ekki á skoðunum sínum um samfélagið.
Síðustu árin hafa hjóninog prestarnir sr. JónaHrönn Bolladóttir ogsr. Bjarni Karlsson látið
til sín taka á akri drottins.
Raunar hafa þau víðar vakið
máls á málefnum í þjóðfélaginu
sem í betri farvegi mættu vera.
Verður ekki efast um að þau
vilji vel og liggi mikið á hjarta.
Stundum hefur verið sagt að
ekki eigi að skrifa viðtöl eða
sögu fólks nema því svelli móður
og hafi sögu að segja. Afsannar
það þröngsýna kenningu að frá-
leitt sé að skrifa sögu fólks
nema þess sem farið er að
reskjast eða sé framorðið, eins
og barnið sagði. Að því leyti er
bókin um Jónu Hrönn og Bjarna
innlegg í umræðuna.
Björg Árnadóttir skráir sögu
prestanna tveggja, sem lýsa
uppvexti sínum hvors á sínu
landshorninu; Jóna Hrönn í
Laufási við Eyjafjörð en Bjarni í
Reykjavík og Hlaðgerðarkoti í
Mosfellsdal. Þau ólust upp í
ólíku umhverfi en bæði fóru í
guðfræðinám hvar þau kynntust
og tóku upp samband. Hafa síð-
an verið með áhrifameiri prest-
um; fyrst þjónandi í Eyjum en
síðan á höfuðborgarsvæðinu,
hvort í sinni sókn. Einnig látið
til sín taka í borgarmálunum.
Bók þessi er afar lipurlega
skrifuð. Það er flott rennsli á
textanum. Skrásetjari kemst vel
frá sínu og sama máli gegnir um
sögumennina tvo, sem leggja
áherslu á þjónustuhlutverk
kirkju og mikilvægi trúar.
„Tíðarandinn á hverjum tíma
skýtur fólki skelk í bringu á
meðan heilagur andi vekur því
von og kjark,“ segir sr. Bjarni í
bókinni. Og Jóna Hrönn segir
þegar hún rifjar upp þjónustu
sína í Eyjum að hentað hafi fólki
þar að fá boðskapinn und-
anbragðalaust – rétt eins og við-
brögð voru sterk. „Við heyrðum
að stundum hefðu farið fram
umræður um predikanir okkar í
kaffipásum í frystihúsinu.“
Bókin Af heilum hug er
dæmigerð ævisaga; fyrsta per-
sóna eintölu. Sögumenn ráða för
og frásögnin lýtur lögmálum
þeirra. Það sem vellur inn á seg-
ulbandið er fært í letur. Þessa
geldur bókin. Skrásetjari hefði
að ósekju mátt tala við fleiri; fá
t.d. vitnisburð samferðafólks um
störf prestanna, fá frásögn til að
ríma við samtímaheimildir í fjöl-
miðlum og skapa samtal milli til-
vitnana og orðs drottins í heil-
agri ritningu og prestanna
tveggja. Þetta er hins vegar
ekki gert og fyrir vikið er bókin
einsleit og líkust ofvöxnu dag-
blaðsviðtali. Þó er bókin lesn-
ingar og nokkurra messu virði
og betur skráð en ekki. Hins
vegar er heimildagildið lítið og
djúpristan mætti vera meiri.
Drottinn og djúpristan
Af heilum hug bbmnn
Rætt við eldhugana Jónu Hrönn
Bolladóttur og Bjarna Karlsson.
Björg Árnadóttir skráði. JPV gefur
út, 273 bls.
SIGURÐUR BOGI
SÆVARSSON
BÆKUR