Morgunblaðið - 24.11.2011, Page 4
4 finnur.is 24. nóvember 2011
Logi Geirsson situr ekki með
hendur í skauti. Hann lætur nú
til sín taka hjá tískufyrirtækinu
Cintamani og er að auki á þön-
um milli landshluta til að peppa
landann upp með fyrirlestrum,
og svo má ekki gleyma há-
skólanámi, íþróttunum og
barnauppeldi.
Finnur fékk Loga til að setjast
niður og segja frá vikunni:
Mánudagur „Vaknaði 06:00 og
fór í ræktina, ekki bara til að
mæta heldur taka á því. Mættur
á Reykjavíkurflugvöll kl. 09:00.
Flug á Bíldudal, sat við hliðina á
Jóni Kr. „Ég er frjáls eins og
fuglinn“. Fór í sightseeing í
sveitinni og endaði á Patreks-
firði. Hélt þar fyrirlesturinn
minn, Það fæðist enginn at-
vinnumaður. Fullur bíósalur og
svaka skemmtun. Tók með mér
gítarinn og æfði mig að spila
langt frameftir kvöldi.“
Þriðjudagur „Vaknaði 07:00,
gaf litla stráknum að borða og
rúllaði honum til dagmömmu.
Þetta er yfirleitt eini tími dags-
ins sem ég sé hann. Vinna frá
9:00 til 17:00. Síðan þjálfa ég
frá 17:00-19:00, bæði handbolta hjá FH og smá-
einkaþjálfun með því en ég er útskrifaður ÍAK-
einkaþjálfari frá Keili. Þriðjudaga sest ég inn í
tónlistarherbergið heima og tek nokkur grip á
gítarinn og reyni eitthvað að
syngja. Ekki veitir af þegar maður
er að fara að gefa út lag.“
Miðvikudagur „Vaknaði 05:00, fór í
bílskúrinn að æfa, sippa í 30 mín.,
fæ mér að borða og legg mig svo í
klukkustund. Þéttur dagur þar sem
ég nýti mér að læra fram á kvöld.
Ég er á öðru ári í viðskiptafræði á
Bifröst.“
Fimmtudagur „Morgunmatur fal-
lega fólksins, egg og hafragrautur
með vínberjum út á, og haldið til
vinnu. Mjög stór ákvörðun tekin
og fór mikið í að vera í sam-
bandi við lögfræðinginn minn
varðandi nokkur mál sem eru í
gangi í Þýskalandi. Keypti mér
Mac-tölvu sem ég er alsæll
með, æfingar langt fram á
kvöld.
VIKA Í LÍFI LOGA GEIRSSONAR HANDBOLTAMANNS
Pulsur og
blöðrur
með litla kút í
Kolaportinu
Föstudagur „Tek þennan dag hátíðlega, býð kon-
unni að borða með mér í hádeginu og reyni að
kúpla mig út úr daglegu mynstri. Þetta er eini
dagurinn sem ég kemst að sækja litla ef ég
kemst þá. Það er highlight að ná í
hann, sjá hann brosa til pabba og
finna tilgang í lífinu.“
Laugardagur „Fór með litla í 101 og
fengum okkur pulsu, sem er uppá-
haldið hans, keyptum blöðru og
kíktum í Kolaportið. Er að reyna að
létta á konunni og gefa henni smá-
tíma til að læra en hún er í næring-
arfræði í HÍ.“
Sunnudagur „Sef út,
hitti fjölskylduna báð-
um megin og borðum
saman hádegismat.
Seinnipartinn fjór-
hjólið og krossarann út í
sveit. Hvergi betra að búa en
í Njarðvík þegar maður ætl-
ar að njóta náttúru með
mótor undir sér.“
ai@mbl.is
’T́ek nokkur grip á
gítarinn og reyni
eitthvað að syngja.
Ekki veitir af þegar
maður er að fara að
gefa út lag.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Ný heimildamynd um Charles og Ray Eames
Snilld af Eames-u tagi
Eames-húsið, sem hjónin hönnuðu og byggðu í Kaliforníu. Sígild hönnun.
Það var gaman saman hjá Eames-hjónunum og afraksturinn eftir því.
Hjónin Charles og Ray Ea-
mes voru í hópi frægustu
og farsælustu iðnhönnuða
20. aldarinnar og liggja
fjölmörg sígild verk eftir
þau. Í september síðast-
liðnum var frumsýnd ný
heimildarmynd um þau
hjónin og nefnist hún The
Architect and the Painter
og mun vera fyrsta mynd-
in af sínu tagi frá því þau
hjónin féllu frá, en Charles
lést árið 1978 og Ray kona
hans tíu árum síðar.
Charles Ormond Eames
og Bernice Alexandra Kai-
ser, kölluð Ray, hittust ár-
ið 1940, giftu sig ári síðar
og mynduðu eitt magnað-
asta tvíeyki síðustu aldar í
heimi hönnunar. Flestir
þekkja stólana frá Eames
Office enda eru hægindastóllinn ásamt skemli og legubekkurinn „La
Chaise“ sígildir og eftirsóttir hönnunargripir, ekki síður en stofustáss.
Þá voru þau hjónin óhemju afkastamikil í ljósmyndun sem og kvik-
myndagerð og kemur mikið af því merkilega efni fram í myndinni,
ásamt því sem talað er við einstaklinga sem áttu því láni að fagna að
starfa með þeim Charles og Ray.
jonagnar@mbl.is
Leikur og starf var eitt og hið sama hjá
Charles og Ray
Getty
Getty
Leikkonan Elizabeth Taylor var
þekkt fyrir ást sína á fallegu
skarti, ekki síst demöntum.
Dagana 13.-15. desember mun
uppboðshús Christie’s í New
York bjóða upp skartgripi úr
eigu Taylor heitinnar og er bú-
ist við að fyrir þá fáist ekki
minna en 3,5 milljarðar ís-
lenskra króna enda margir grip-
irnir einstakir í sinni röð. Þar á
meðal er hinn víðfrægi Krupp-
demantur, 33.19 karöt, í hring
sem Richard Burton, þáverandi
eiginmaður Taylor, gaf henni ár-
ið 1968. Kannski einhverjir finni
þar heppilega jólagjöf – af dýr-
ari gerðinni?
Eðalsteinar Elizabeth Taylor
Ódauð-
leikinn á
uppboði
’F́lug á Bíldudal.
Fór í sightseeing
í sveitinni og
endaði á
Patreksfirði.
Axel Axelsson
löggiltur fasteignasali
Seldu eignina þína innan 60 daga
Ef eignin selst ekki innan 60 daga
þá færð þú 50% afslátt af sölulaunum
Nánari upplýsingar veitir Lárus
í síma 823-5050
HAFÐU SAMBAND STRAX!
Lárus Óskarsson