Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.11.2011, Blaðsíða 6
6 finnur.is 24. nóvember 2011 Hinn 13. desember mun nýjasta mynd Davids Finchers, The Girl With the Dragon Tattoo, verða frumsýnd í Stokkhólmi, viku fyrir frumsýningu vestanhafs. Fer vel á því enda gerist myndin, sem Íslendingar þekkja betur sem Karlmenn sem hata konur, í Stokkhólmi og nágrenni. Í vik- unni héldu framleiðendur myndarinnar blaðamannafund. Þar voru einn- ig leikstjórinn og leikkonan Rooney Mara, sem fer með hlutverk Lisbet Salander, og ekki annað að sjá en þau bíði frumsýningarinnar spennt. Fincher frumsýnir í Stokkhólmi SCANPIX SWEDEN Í dægurmálahorni Stöðvar 2 eru stundum fluttir pistlar sem bera yfirskriftina Nærmynd. Þar er brugðið upp svipmynd af fólki áberandi í þjóðlífinu; samferðafólk er fengið til að leggja orð í belg um viðkomandi auk þess sem gamlar heimildir eru dregnar fram. Þessa pistla hefur mátt nálgast eins og margvíslegt valið efni sjónvarpsstöðvarinnar á vefmiðlinum Vísi og satt að segja eru þessi innslög í senn drepfyndin en um leið ofboðslega hallærisleg. Æskuvinir, maki, nánustu samstarfsmenn og fleiri slíkir eru þar við- mælendur og liggur í hlutarins eðli að frásagnir slíkra verða aldrei nema eintóna lofsöngur. Og til þess er leikurinn kannski gerður. Fyrir nokkrum dögum var ís- firska tónlistartalentið Örn Elías Guðmundsson, Mugison, í brennidepli og var þátturinn eintóna velþóknun og vinaspjall út í gegn. Hann er ekki gallalaus en gall- ar hans eru kostir, sagði einn þeirra sem rætt var við. Og svo var skellihlegið að öllu. Innslög um Alexander Petersson, Bjarna Benediktsson, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og fleiri sem ínáanleg eru á Vísi eru þessu marki brennd. Ber því fyrst og fremst að líta á þessa þætti sem skemmtiefni en fremur eðlilega, góða og fjölmiðlun þar sem saga þess fólks sem er áber- andi í stjórnmálum, listum, viðskiptum, íþróttum og svo framvegis er sögð með gagnrýnum hætti sem vera ber. SÓFAKARTAFLAN RAUSAR Eintóna Nærmyndir V orið 1998 varð ungur leikstjóri að nafni Guy Ritchie óforvarendis ástmögur bresku bíópressunnar þeg- ar frumraun hans, Lock, Stock and Two Smoking Barrels, var frumsýnd. Myndin sú ýtti bersýnilega á alla réttu hnappana hjá tjallanum, og víðar svo því sé haldið til haga. Hæfilega flókin flétta, fleiri frasar en í Tarantino-mynd, hábresk grámóska krydduð með myndrænum stílíseringum svo við lá bilun, að ógleymdri Bren- byssunni. Og tónlistin? Stone Roses, James Brown, Dusty Springfield og The Stooges – nóg sagt. Ritchie hélt sér á beinu brautinni með næstu mynd, Snatch, og var þá þegar orðinn svo stórt nafn eftir eina mynd að Brad Pitt bað um að fá að vera með. Lífið lék við okkar mann … allt þangað til hann kynntist Mad- onnu. Til að gera langa sögu stutta, sem allflestir þekkja hvort eð er, heimtaði hún að næsta mynd yrði rómantísk gamanmynd sem gerðist á floti í Miðjarðarhafinu. Aukinheldur heimtaði hún aðal- hlutverkið. Swept Away hét afleiðingin sem varð slíkt og þvílíkt voðaskot í fótinn að helst leit út fyrir að enska óskabarnið bæri ekki sitt barr þaðan í frá. Eyjólfur hresstist heldur með fjórðu myndinni, Revolver, og sú fimmta, RockNRolla, er afturhvarf til upp- hafsins; flétta sem bítur í skottið á sér um misgæfulega glæpona í London, húmorinn svartari en heimskautavetrarnótt, suddafín músík endanna á milli og hressandi orðbragð með mergjuðum frösum á víð og dreif. Leikhópurinn þéttur vel, með hinn frábæra Mark Strong í fararbroddi, og erfitt að hafa ekki gaman af. Skilaboð til Guys Ritchies: Næst þegar Madonna, eða einhver önnur söng- kona með óraunhæfa leiklistardrauma, hringir í þig – ekki svara. RockNRolla er sýnd á Stöð 2 Bíó laugardaginn 26. nóv. DAGSKRÁIN UM HELGINGA Sænska spennu- myndin Snabba Cash, eftir sögu Jens Lapidus, er prýðileg af- þreying, rétt eins og bók- in. Sýnd á RÚV. Föstudagur Það er allt- af gaman að fylgjast með keppninni um Fyndn- asta mann Íslands, sem sýnd verður á Skjá 1 í kvöld. Skyldi næsti Pétur Jóhann leyn- ast meðal keppenda? Laugardagur Leik- aralögg- an (The Hard Way) er sýnd á Stöð 2 og er ein af skemmtilegri myndum hasarleikstjórans John Badham. Michael J. Fox og James Woods eru glettilega gott tvíeyki. Laugardagur Þau Skúli Sverr- isson og Ólöf Arn- alds héldu tónleika á Listahátíð síð- asta sumar og komust færri að en vildu. RÚV sýnir tónleikana í kvöld og vísast munu margir taka því fegins hendi. Gamanmyndin Trading Plac- es, sem Stöð 2 sýnir, er ein myndanna sem gerðu stjörnu úr Eddie Murphy fyrir tæpum 20 árum. Frá- bær skemmtun, með Dan Aykroyd og Jamie Lee Curtis. Til himna, heljar og aftur á ról Leikstjórinn Guy Ritchie hefur kynnst skini og skúrum í kvikmyndagerð *Ritchie er með svart belti í júdó og brúnt í brasilísku jiu-jitsu. *Ritchie heldur með Chelsea í enska boltanum. *Gut Ritchie var aðeins þrítugur er hann gerði Lock, Stock and Two Smoking Barrels. *RockNRolla er fyrsta myndin í þríleik sem Ritchie hyggst fullgera á næstu fimm árum. *Fótboltabullan Vinnie Jones á farsælan leikaraferil sinn Guy Ritchie að þakka. Vissirþú að... Mark Strong Sunnudagur Sunnudagur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.