Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 20

Morgunblaðið - 24.11.2011, Side 20
20 finnur.is 24. nóvember 2011 Umboðsmann vantar á Reyðarfjörð Upplýsingar veitir Ólöf Engilbertsdóttir í síma 569-1376 eða 669-1376 Atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúi Auglýst er eftir starfsmanni í stöðu atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa Fljótsdalshéraðs. Atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúi starfar bæði á stjórnsýslusviði og fjölskyldu- og frístundasviði Fljótsdalshéraðs. Hann starfar í umboði bæjarstjóra og annast framkvæmd aðgerða í samræmi við samþykktir, lög og reglur, stjórn og fundarsköp sveitarfélagsins hverju sinni. Undir atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa heyra öll verkefni á sviði atvinnu-, íþrótta- og menningarmála. Atvinnu-, íþrótta-, og menningarfulltrúi sér um ráðningu starfsmanna til þeirra starfa sem undir hann heyra. Atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúi er starfsmaður atvinnumálanefndar og menningar- og íþróttanefndar og vinnur með nefndunum að verkefnum á þeirra sviði. Hann sér jafnframt um málefni Atvinnumálasjóðs – Fjárafls og sinnir þeim verkefnum sem að jafnaði tilheyra starfi ferðamálafulltrúa og sér um vinabæjarsamskipti sveitarfélagsins. Leitað er eftir starfsmanni með góða viðeigandi menntun og/eða víðtæka reynslu af og þekkingu á málaflokknum. Viðkomandi þarf að hafa farsæla stjórnunarreynslu og eiga auðvelt með að vinna með sam- hentum hópi deildastjóra sem og öðru starfsfólki og íbúum sveitarfélagsins. Viðkomandi þarf jafnframt að geta sýnt frumkvæði og búa yfir skipulagshæfileikum. Tekið verður tillit til jafnréttisstefnu Fljótsdalshéraðs og verklagsreglna vegna ráðninga stjórnenda og annars starfsfólk m.t.t. kynjasjónarmiða, við ráðningu í starfið. Með umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf í byrjun janúar 2012. Umsóknir sendist skrifstofu Fljótsdalshéraðs Lyngási 12, 700 Egilsstöðum. Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 28. nóvember 2011. Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs í síma 4 700 700 og netfang bjorni@egilsstadir.is.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.