Morgunblaðið - 01.12.2011, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.12.2011, Qupperneq 4
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Hálfleiðinlegt er að sjá einn hlýj- asta nóvember allra tíma lenda í þessu, en hann verður samt ofar- lega á hitalistanum,“ skrifaði Trausti Jónsson veðurfræðingur á bloggsíðu sína í gær, síðasta dag nóvembermánaðar. Eftir hlýindi fyrstu tvær vikur mánaðarins kólnaði er á leið og fyrir nokkru varð ljóst að hitamet yrðu ekki slegin. Mánuðurinn seig nokkuð á hlý- indalistanum og endaði í níunda sæti miðað við hita í Stykkishólmi klukkan níu að morgni alla daga mánaðarins. Í efsta sæti er nóv- ember ársins 1945, en þá var ein- staklega hlýtt. Meðaltalið sem miðað er við í töflunni sýnir dag- legan meðalhita í nóvember í 166 ár, það er frá upphafi mælinga í Stykkishólmi árið 1846 og til og með gærdeginum. Samkvæmt upplýsingum Trausta munar litlu á fáeinum árum í meðalhita mán- aðarins miðað við allan sólarhring- inn og núverandi nóvember. Í Reykjavík verður mánuðurinn í 8. eða 9. sæti. Eftir kalda nótt má búast við snjókomu og síðan éljum á vest- anverðu landinu í dag og síðar einnig austantil. Einhver snjó- koma verður einnig á föstudag. Þorsteinn Jónsson, veðurfræð- ingur á Veðurstofunni, segir að í næstu viku megi búast við norð- lægri átt eða breytilegri og að kalt verði í veðri. Kalt loft norðan frá heimskautasvæðunum sé yfir land- inu og engar lægðir sunnan úr höf- um virðast á leiðinni til að hrekja það í burtu. Tveggja stafa mínustölur Ef langtímaveðurspá norsku veðurstofunnar er skoðuð sést að í næstu viku er spáð um 10 stiga frosti í Reykjavík á mánudag og þriðjudag, og ekki sjást rauðar töl- ur í spánni fyrr en á föstudag. Á Akureyri verður enn kaldara og spáð um 17 stiga frosti á mánudag. Enn kaldara verður víða inn til landsins eins og hjá nágrönnum þeirra í Bárðardal og við Mývatn en þar verða nánast samfellt tveggja stafa bláar frosttölur alla næstu viku með 22 stigum síðdegis á mánudag og þriðjudag. Í gær var mestur hiti á landinu ein gráða í Hvammi og kaldast 17,2 stiga frost við Mývatn og 18,3 stiga frost á Þingvöllum. Ljósmynd/Ásta Hersteinsdóttir Kaldir krakkar á Kiðafelli Það var kalt í Kiðafelli í Bárðardal í gær, en þar er leikskólinn Bárðargil starfræktur. Hitamælirinn sagði á hádegi að úti væri 10 stiga frost og krakkarnir fengu aðeins að leika sér í snjónum í stutta stund. Ásta Her- steinsdóttir, starfsmaður í Bárðargili, sagði að nóg væri þó við að vera og á þriðjudag var jólaföndur með foreldrum krakkanna. Venjulega eru sex börn úr Bárðardal á leikskólanum, þriggja til fimm ára, en í gær voru þau Tinna, Rakel, Daníel, Arndís og Katrín mætt í leikskólann. Spáð er kólnandi veðri og ekki víst að mikið verði um útileiki á næstunni. Nóvember nartaði í toppinn  Endaði í níunda sæti í 166 ára sögu veðurmælinga í Stykkishólmi  Kalt loft norðan frá heimskautasvæðunum og kuldar í næstu viku Hiti í Stykkishólmi kl. 9 að morgni 12° 10° 8° 6° 4° 2° 0° -2° -4° -6° Dagur 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 24 26 28 30 Í nóvember árin 1945 og 2011 (°C) Nóvember 1945 Nóvember 2011 Meðalhiti í nóvember frá 1945 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Ákveðið var í gær að hefja strax at- hugun og undirbúning að smíði nýrrar ferju sem tæki við af Vest- mannaeyjaferjunni Herjólfi enda ljóst að verulegar frátafir verði við siglingar í Landeyjahöfn á meðan siglt er á núverandi ferju. Þetta var niðurstaða fundar full- trúa innanríkisráðuneytis, Sigl- ingastofnunar, Vegagerðar og Vest- mannaeyjabæjar sem ræddu um siglingar milli lands og Eyja á fundi í gær. Leitað er framtíðarlausnar á þessum siglingum til að tryggja öruggar ferðir milli Landeyjahafnar og Vestmannaeyja. Að sögn samgönguráðuneytisins verða athugaðar heppilegar leiðir til að fjármagna verkefnið. Stefnt sé að því að ný ferja geti hafið siglingar ekki síðar en árið 2015 og fyrr ef undirbúningur og smíði á nýju skipi leyfi. Þá var einnig á fundinum rætt um hvernig tryggja megi betur umferð um Landeyjahöfn þar til ný ferja verður tekin í notkun. Bráðabirgða- lausnir eru einnig áfram til skoð- unar. Farið var yfir vandamál við dýpk- un og þá kosti sem eru í stöðunni varðandi siglingar í vetur. Ný Eyja- ferja taki við fyrir 2015 Eyjaferja Herjólfur í Landeyjahöfn. Mikið tjón varð þegar eldur kom upp í húsnæði Hótels Eyja í Vestmannaeyjum um klukkan þrjú í fyrrinótt en eldurinn kviknaði út frá þurrkara í þvottahúsi hússins. Bókaverslunin Eymundsson var einnig með starfsemi í húsnæðinu og er talið að tjón fyrirtækisins vegna brun- ans sé um 40 milljónir króna en verslunin hafði nýverið verið gerð upp að innan m.a. með nýjum innréttingum. Tjón Hótels Eyja er að sama skapi mjög mikið að sögn Þrastar Johnsen, eiganda þess, en fyrirtækið var að hans sögn ekki með innbústryggingu. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á staðinn eftir að vart varð við eldinn og tóku um 30 manns þátt í að ráða niður- lögum hans, sem gekk greiðlega. Leyndist á milli klæðningarlaga Eldurinn tók sig síðan upp aftur um sjöleytið í gær- morgun og var í kjölfarið slökktur á um klukkutíma en slökkviliðsmenn voru á vakt við húsið í kjölfar brunans um nóttina. Að sögn Ragnars Þórs Baldvinssonar, slökkviliðsstjóra í Vestmannaeyjum, má rekja það til þess að í gömlum húsum eins og þessu sé oft búið að klæða veggi og loft og eldurinn hafi í þessu tilfelli leynst á milli klæðningarlaga. Húsið er mjög illa farið að sögn Ragnars og er eldri hluti þess hugsanlega ónýtur. Enginn var staddur á hót- elinu, sem er íbúðahótel, þegar eldurinn kom upp en fjór- ir gestir höfðu á leigu íbúðir í því. hjorturjg@mbl.is Tjónið talið hlaupa á tugum milljóna króna  Eldur kom tvisvar sinnum upp í húsnæði Hótels Eyja Morgunblaðið/Júlíus G. Ingason Eldur Frá slökkvistarfinu aðfaranótt miðvikudagsins. ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík sími 522 4500 www.ILVA.is 25% AF ÖLLUM SÓFUM OG SÓFASETTUM 1. - 4. DESEMBER Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for- maður fjárlaganefndar, segir að væntanlega verði framlög til nýs fangelsis á Hólmsheiði sett inn þeg- ar fjárlagafrumvarpið kemur til 3. umræðu. Hugsanlega verði þau þó bundin því skilyrði að þar verði reist minna fangelsi og ráðist verði í upp- byggingu á Litla-Hrauni. „Við ákváðum að geyma þetta til þriðju umræðu því við vildum skoða málið betur,“ sagði Sigríður Ingi- björg í gærkvöldi. „Við teljum að það sé brýnt að byggja nýtt fangelsi en við teljum að þetta sé of stórt, það eigi ekki að vera vistunarfangelsi á tveimur stöðum.“ Minna fang- elsi skilyrði?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.