Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag, 1. desem-
ber. Talið er að um 34 milljónir manns í heim-
inum lifi nú með HIV eða alnæmi, veiran fer ekki
í manngreinarálit. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
sendi nýverið frá sér áætlun til ársins 2015 sem
kallast „Náum núllpunkti“ og er markmiðið að
ná því að hafa upprætt fordóma gagnvart smit-
uðum, að engin dauðsföll verði að völdum al-
næmis það ár og engin nýsmit af völdum HIV
greinist. Þetta þykja ekki svo fjarlæg markmið
enda hefur nýsmituðum farið fækkandi í heim-
inum. Þann árangur má m.a. þakka stórbættum
lyfjameðferðum sem fela í sér að HIV-jákvæðir
einstaklingar sem svara meðferð það vel að þeir
eru ekki með mælanlega veiru eru í lítilli sem
engri hættu á því að smita aðra.
Staðan er samt ekki svo góð á Íslandi. Fjöldi
þeirra sem hafa greinst HIV-jákvæðir í ár og í
fyrra hafa aldrei verið fleiri, 24 greindust í fyrra
og 20 hafa greinst það sem af er þessu ári.
Einar Þór Jónsson, framkvæmdastjóri HIV
Ísland, segir þrátt fyrir það hægt að ná núll-
punkti ef viðhafðar eru réttar aðgerðir. „Með því
að greina HIV-jákvæða einstaklinga sem fyrst
og koma þeim í lyfjameðferð og jafnfram auka
fræðslu meðal almennings er kannski hægt að
ná núllpunkti einn daginn.“
Skortir samráð og stefnumótun
Af þeim tuttugu sem eru greindir HIV-
jákvæðir það sem af er þessu ári hér á landi eru
þrettán sprautufíklar og sjö gagnkynhneigðir
einstaklingar, enginn samkynhneigður hefur
greinst á árinu. Einar segir þó viðhorfið enn
vera í þá átt að HIV sé sjúkdómur samkyn-
hneigðra og fíkla. „Sá hópur sem þarf fræðslu
og er í mestri áhættunni er þetta hefðbundna
fólk, af því að það heldur að þetta sé sjúkdómur
sprautufíkla og homma. Það koma hingað ungir
menn og konur gapandi af undrun yfir því að
vera komin með HIV. Við hjá HIV-samtökunum
förum með fræðslu í grunn- og framhaldsskóla
en sá hópur sem þarf einnig að ná til með beinni
fræðslu er á vinnumarkaðinum, hinn almenni
graði og lífsglaði Íslendingur,“ segir Einar og
setur þunga í orð sín. Hann hefur enda upplifað
ýmislegt. Tuttugu og fimm ár eru síðan hann
greindist HIV-jákvæður, meðal þeirra fyrstu á
Íslandi. Hann var á stofnfundi HIV Ísland al-
næmissamtakanna fyrir 23 árum og hefur verið
framkvæmdastjóri þeirra síðustu fjögur ár.
Andvaraleysi okkar allra í samfélaginu og
ekki síst stjórnvalda er eitt af því sem má kenna
um að ekki hefur náðst betur utan um HIV-
útbreiðsluna hér á landi að sögn Einars. „Sjálf-
boðaliðar frá HIV Ísland hafa verið duglegir við
að fara í grunn- og framhaldsskóla og okkur hef-
ur tekist að fjármagna það fræðslustarf með
gjafafé einkafyrirtækja. Landlæknisembættið
hefur einnig styrkt fræðslustarfið, m.a. staðið
undir kostnaði við útgáfu fræðsluefnis um kyn-
sjúkdóma sem við dreifum til unglinganna. Ann-
ars eru ekki lagðir nokkrir fjármundir að ráði
frá hinu opinbera í fræðslu gegn HIV.“
Einar hefur mótaðar skoðanir á því hvernig
hann vill sjá fræðslumálin þróast. „Það skortir
samráð um aðgerðir og stefnumótun í þessum
málaflokki. Það hefur því miður oft gætt ákveð-
innar þröngsýni þegar kemur að aðgerðum
gegn HIV hér á landi. Það þurfa allir að vinna
saman, heilbrigðisyfirvöld og líka Sótt-
varnaráð, aðrar stofnanir, fangelsis- og skóla-
yfirvöld, meðferðar- og félagasamtök.
Það er ekki nóg að segja að það þurfi að auka
aðgengi að einnota sprautum og smokkum ef
því er síðan ekkert fylgt eftir. Hingað til hefur
ekki tekist að fá yfirvöld til að greiða niður verð
á smokkum. Það kostar samfélagið um 160
milljónir króna að meðaltali að standa undir
meðferð fyrir hvern HIV-jákvæðan ein-
stakling. Að leggja smápening í smokka ætti
því að reiknast sem gríðarlega þjóðhagslega
hagkvæmt. Við erum að mörgu leyti ekki verr
á vegi stödd varðandi viðhorf og heilbrigð-
isþjónustu HIV-jákvæðs fólks en nágranna-
þjóðirnar en því miður er því ábótavant að yf-
irvöld hérlendis stuðli nægjanlega að
forvörnum og styðji við heilbrigða og mál-
efnilega fræðslu um þennan sjúkdóm,“ segir
Einar.
Bjartari tímar framundan
Á fyrstu dögum HIV og alnæmis var skelfi-
legur dauði myndin sem flestir fengu af sjúk-
dómnum. Margir voru dauðhræddir við að sitja
í sama herbergi og HIV-jákvætt fólk, hvað þá
að snerta það. Einar segir mikið hafa dregið úr
ótta fólks en umræðan sé samt ekki nægj-
anlega opin og eðlileg. „Fáir HIV-smitaðir hafa
komið út með sínar aðstæður. Fólk óttast við-
horfin og mismunun og höfnun í kjölfarið, t.d. á
vinnumarkaðinum. Því miður hafa alltof marg-
ir HIV-jákvæðir orðið fyrir því að þeim er sýnd
vanvirðing og mismunað á einhvern hátt.“
Einari finnst að fólk eigi óhrætt að geta sagt
frá því að það sé með HIV ef það kýs það. „Það
er erfitt að burðast með mikil leyndarmál í
gegnum lífið. En þessi sjúkdómur er á margan
hátt svo skrítinn, hefur áhrif á tilfinningar og
siðferðiskennd fólks og er auk þess kyn-
sjúkdómur, fólk hleypur ekkert á torg og aug-
lýsir það frekar en aðra sjúkdóma.“
Húsnæði HIV Ísland er við Hverfisgötu og
þar er Einar við fjóra daga í viku eftir hádegi.
Þangað getur fólk leitað og fengið ráðgjöf og
stuðning. „Við erum með reglubundið hópa-
starf fyrir HIV-jákvæða og aðstandendur. Svo
bjóðum við upp á viðtal við félagsráðgjafa og
komum á sambandi við annað HIV-jákvætt
fólk í svipuðum aðstæðum. Félagsstarfið hér
snýst um að vera til staðar. Það var skelfilegt
áður fyrr þegar fólk var að veikjast og deyja en
það er liðin tíð sem betur fer. Það er engin bar-
lómur yfir þessu félagi eða uppgjöf. Fólk er að
feta sig í tilverunni og læra að lifa með þessum
sjúkdómi en til þess þarf stuðning og skilning.
Þökk sé góðum lyfjum og vonandi betri og heil-
brigðari viðhorfum eru nýir og betri tímar fyrir
fólk með HIV og alla aðra.“
Ættum að geta náð núllpunkti
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn er í dag Tíðni nýgreindra með HIV hefur minnkað á heimsvísu en
aukist á Íslandi Forvarnarstarf og fræðslu skortir að mati framkvæmdastjóra HIV Ísland
Morgunblaðið/Ómar
Framfarir Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV Ísland. Samtökin hafa aðsetur við
Hverfisgötu 69 og þar verður opið hús í dag, milli kl. 16 og 19, í tilefni dagsins.
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
1.800.000
manns létust af völdum alnæmis í
heiminum árið 2010, en voru 2,2
milljónir árið 2000.
60
milljónir manna, rúmlega, hafa
smitast af HIV-veirunni síðan hún
var greind á níunda áratugnum.
277
hafa greinst HIV-jákvæðir á Íslandi
síðan árið 1983 og fram til
loka nóvember 2011.
102
þeirra eru gagnkynhneigðir
og 105 samkynhneigðir.
39
hafa látist af völdum alnæmis hér
á landi. Þar af einn á þessu ári.
‹ STAÐAN ›
»
Ný HIV-smit og dauðsföll tengdAIDS
í milljónum
4,0
3,5
3,0
2,5
2,0
1,5
1,0
0,5
0
19
90
19
92
19
94
19
96
19
98
20
00
20
02
20
04
20
06
20
08
20
10
Ný HIV-smit
Dauðsföll tengd AIDS
Fjöldi tilkynntra
einstaklinga
með HIV smit á Íslandi
frá 1990 til 2011
25
20
15
10
5
0
1990 2010
Alþjóðlegi alnæmisdagurinn | Dagur rauða borðans