Morgunblaðið - 01.12.2011, Síða 20

Morgunblaðið - 01.12.2011, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Þann 4. janúar kemur út glæsilegt sérblað um menntun, skóla og námskeið sem mun fylgja Morgunblaðinu þann dag MEÐAL EFNIS: Háskólanám. Verklegt nám og iðnnám. Endurmenntun. Símenntun. Listanám. Sérhæft nám. Námsráðgjöf og góð ráð við námið. Kennsluefni. Tómstundanámskeið og almenn námskeið. Nám erlendis. Lánamöguleikar til náms. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, miðvikudaginn 21. des. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 Í blaðinu verður fjallað um menntun og þá fjölbreyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem vilja auðga líf sitt og möguleika með því að afla sér nýrrar þekkingar og stefa því á nám og námskeiða. Skólar & námskeið SÉRBLAÐ Skólar & námske ið Reuters Lögreglumenn í Los Angeles handtaka einn af liðs- mönnum Occupy-hreyfingarinnar við ráðhúsið í gær en mótmælahreyfingin hefur í nær tvo mánuði verið með tjaldbúðir í borginni. Hún hefur mótmælt efnalegu mis- rétti og gróðahyggju. Lögregla í Philadelphia fjar- lægði einnig mótmælendur við ráðhúsið í gær. Handtóku mótmælendur í Los Angeles Kristján Jónsson kjon@mbl.is Stjórnvöld í Tyrklandi hyggjast beita efnahagslegum refsiaðgerðum gegn stjórn Bashars al-Assads Sýr- landsforseta, öll fjármálasamskipti við sýrlenska banka verða stöðvuð og eignir Sýrlandsstjórnar í Tyrk- landi frystar, að sögn BBC. Áður hafði Arababandalagið grip- ið til svipaðra aðgerða vegna hrotta- skapar Sýrlandsstjórnar í baráttu hennar við stjórnarandstæðinga. Talið er að um 3.500 manns hafi fallið í átökunum og hundruð barna hafa verið drepin, sum hafa jafnvel verið pyntuð, að sögn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna. Tyrkir höfðu þegar sett vopna- sölubann á Sýrland og hafa hótað að stöðva raforkusölu til landsins. Í lið- inni viku skutu sýrlenskir hermenn á lest af rútum með tyrkneskum ferða- mönnum. Utanríkisráðherra Tyrk- lands, Ahmet Davutoglu, sagði í gær að komið væri „að leiðarlokum“ hjá ríkisstjórn Assads og hefur ríkis- stjórnin varað við ferðalögum til grannlandsins. Tyrkland refsar Assad  Stjórnin varar landsmenn við ferðalögum til Sýrlands Kristján Jónsson kjon@mbl.is Sólarhringsverkfall allt að tveggja milljóna opinberra starfsmanna í Bretlandi olli miklum truflunum í gær en talið er að um víðtækustu vinnustöðvun í landinu í þrjá áratugi hafi verið að ræða. Mikil röskun varð á starfsemi skóla, einnig sjúkrahúsa, flugvalla, hafna og stjórnarskrif- stofa. Mörg þúsund mótmælafundir voru um allt Bretland. Stéttarfélög opinberra starfs- manna vilja með þessum aðgerðum mótmæla áformum samsteypu- stjórnar Íhaldsflokksins og Frjáls- lyndra demókrata um að hækka eft- irlaunaaldur og láta félagsmenn í stéttarfélögum greiða meira í lífeyr- issjóði. Stjórnvöld hyggjast enn- fremur skera niður meira en 600 þúsund opinber störf eða mun fleiri en áður hafði verið rætt um. Spáð er aðeins 0,7% hagvexti í Bretlandi á þessu ári og enn minni á næsta ári, að sögn The New York Times. Er þetta mun minni vöxtur en menn höfðu áður gert sér vonir um. Róttækar aðhaldsaðgerðir stjórnvalda eru farnar að bíta og ljóst að stéttarfélögin ætla að beita sér hart gegn þeim með stuðningi Verkamannaflokksins á þingi. Leið- togar hans segja að allt of hart sé gengið fram, niðurskurðurinn muni einfaldlega auka enn á vandann með meira atvinnuleysi. David Cameron forsætisráðherra segir að um mikið ábyrgðarleysi sé að ræða hjá stéttarfélögunum á tím- um þegar efnahagsmál eru í mikilli óvissu, m.a. vegna vanda evrunnar. Verkfall lam- ar Bretland Opinberir starfs- menn mótmæla niðurskurði Reuters Mótmæli Opinberir starfsmenn með kröfuspjöld í Belfast í gær. Víðtæk áhrif » Fresta varð um 60 þúsund brýnum aðgerðum á sjúkra- húsum vegna verkfallsins, að sögn yfirmanna sjúkrahúsa. » Verkfallsverðir fylgdust vandlega með umferð við stærstu vinnustaði. » Talið er að liðlega helmingur allra ríkisskóla í Englandi og á Norður-Írlandi hafi verið lok- aður í gær. Geimvísindamenn stefna á ferðalög manna til Mars og jafnvel enn lengra. En mörg vandamál þarf að leysa og eitt er þau áhrif sem þyngd- arleysi í langan tíma hefur á líffærin, einkum vöðva og bein. Einnig geta ferðalangarnir orðið fyrir mikilli geislavirkni. Og menn vilja forðast að nota fólk sem tilraunadýr þótt ýmislegt megi læra af því hvernig mönnum farnast í styttri ferðum. Sagt er frá málinu í tímaritinu Interface sem Konunglega vísinda- félagið gefur út. Nýlega sendi teymi breskra vísindamanna undir stjórn Nathaniel Szewczyk um 4.000 hring- orma af tegundinni C. elegans til dvalar í alþjóðlegu geimstöðinni, ISS. „Þótt það virðist furðulegt hef- ur geimferð að mörgu leyti svipuð líffræðileg áhrif á geimfara og orma,“ segir Szewczyk. Mörg þúsund gen í orminum, sem er aðeins um millimetri að lengd, eiga sér samsvörun í manninum. Fylgst var með þróun mála hjá 12 kynslóðum ormanna með fjarbúnaði í þrjá mánuði. Í ljós kom að dýrin undu sér vel, þau tímguðust jafn vel og á jörðu niðri. kjon@mbl.is Tilraunastöð Geimfarar sinna viðhaldi utan á alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, sem í rúman áratug hefur sveimað umhverfis jörðu í nær 400 km hæð. Hringormar í langri geimferð  Áhrifin af þyngdarleysi rannsökuð Vill landnám í geimnum » Eðlisfræðingurinn Stephen Hawking vill að mannkynið nemi land í geimnum. Hann efast um að tegundin muni lifa í þúsund ár í viðbót án þess að dreifa sér út fyrir jörðina. » Ef ekki tekst að finna ráð til að koma í veg fyrir að vöðvar og bein rýrni í nokkurra ára geimferð verður erfitt að fá fólk til að gefa kost á sér.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.