Morgunblaðið - 01.12.2011, Side 28

Morgunblaðið - 01.12.2011, Side 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Amma Guðrún var eins góð amma og hægt er að hugsa sér, hennar er sárt saknað enda var hún einstök kona. Bestu minn- ingar mínar með henni eru þau mörgu skipti sem ég fékk að gista hjá henni og afa Dedda. Mér leið alltaf eins og prins- essu, ég fékk að klæða mig upp í alla fallegu kjólana hennar og þegar ég gekk inn í fataskápinn hennar fannst mér ég vera komin í paradís. Hún átti kistu af gömlum kjólum sem allir voru gullfallegir og fórum við amma alltaf í allskonar hlut- verkaleiki. Einnig var hár- greiðsluleikur fastur liður hjá okkur ömmu. Meðan hún horfði á fréttir var ég að greiða henni, sem henni þótti svo þægilegt . Hún leyfði mér alltaf að taka þátt í öllu með sér. Ég man þegar ég var að hjálpa henni í versluninni Silkiblóm, þar sem ég fékk endalaust að leika mér með fallegu silkiblómin, gera skreytingar og fleira. Amma var góð kona sem alltaf var til staðar þegar ég þurfti á því að halda. Þau ár sem hún var á hjúkr- unarheimilinu Eir var alltaf gott að koma til hennar og halda í mjúku höndina áhennar og hlusta á hana syngja. Ég á eftir að sakna hennar óendan- lega mikið og mun ég taka hana til fyrirmyndar. Hún mun ávallt lifa í hjarta mínu og mun ég minnast allra góðu stundanna sem við áttum saman. Megi hún hvíla í friði. Magndís A. Waage. Við nærumst á tengslum við aðra. Finna að við erum hluti einhvers, að við séum einhverj- um kær. Að til okkar sé hugsað. Af slíkri umhyggju sprettur orðið kærleiki. Sumt fólk hefur þann hæfileika að miðla slíkum kærleika í miklum mæli. Þannig upplifði ég Guðrúnu Waage, frænku mína. Alveg frá því að ég var lítill drengur fylgdi hún mér, oftast úr dálitlum fjarska. Fylgd. Þetta er orð sem kemur upp í hugann og er aldrei sjálf- gefið. Það búa ekki allir yfir slíkum hæfileikum að veita öðr- um slíka nánd, jafnvel úr fjar- lægð, eða fylgja öðrum án skil- yrða í gegnum lífið en Gunna frænka hafði þá í miklum mæli. Hún var góð kona og kærleiks- rík. Þeir voru ófáir aðfangadag- arnir í æsku minni þar sem hún birtist til að skila jólakveðju og oftar en ekki fylgdi henni sjálf- ur jólasveinninn með poka full- an af gjöfum. Fyrst man ég eft- ir slíkum heimsóknum fjögurra eða fimm ára hnokki á Berg- staðastræti. Ég varð logandi hræddur við jólasveininn og faldi mig bak við hurð. En svo komu þau ár eftir ár og ég vandist jólasveininum og fagn- aði þeim. Þessum heimsóknum linnti ekki eftir að ég varð full- orðinn fjölskyldufaðir. Þá birt- ist að vísu Deddi, maðurinn hennar Gunnu, við hlið hennar og jólasveinninn hætti að sjást. Gunna frænka mátti stríða við heilabilunarsjúkdóm síðustu ár líkt og fleiri í ættinni. Minnið hvarf og tenging við veru- Guðrún Hjálmars- dóttir Waage ✝ Guðrún Hjálm-arsdóttir Waage fæddist í Reykjavík 18. nóv- ember 1928. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Eir 19. nóvember 2011. Útför Guðrúnar fór fram frá Dóm- kirkjunni í Reykja- vík 30. nóvember 2011. leikann. Hringur skynjaðs veruleika verður þrengri. Slíkum sjúkdómi fylgir þjáning og langvinn sorg sem ég þekki mæta vel og veit að fjöl- skylda hennar hef- ur gengið í gegn- um. Við Sigga, kona mín,kveðjum Gunnu full þakklætis fyrir fylgd hennar gegnum lífið. Við vott- um þeim öllum, Dedda, Krist- ínu, Margréti, Sigrúnu og Hendrikku, mökum þeirra og börnum samúð okkar. Skafti Þ. Halldórsson. Þegar vetur gengur í garð getur verið gott að hlýja sér við minningar um liðna daga og það fólk sem manni er kært. Stundum leitar hugurinn aftur til æskudaganna, þar sem voru endalausar uppsprettur ævin- týra og tækifæra. Sem barn og unglingur varði ég oft miklum tíma á heimili Gunnu og Dedda á Laugarásveginum og þangað leitar hugurinn nú. Þar lékum við okkur, ég og Hendrikka frænka mín, yngsta dóttirin á heimilinu, áhyggjulausar undir vökulum augum þeirra hjóna. Mér fannst ég alltaf njóta sér- stakrar velvildar á heimilinu, en faðir minn og Gunna voru systkini og alltaf einstaklega náin. Taldi ég að sá kærleikur og alúð sem Gunna frænka sýndi mér, væri tilkomin vegna þessara tengsla, en seinna meir áttaði ég mig á því að þessi hlýja og umhyggja var í raun allra. Þau voru í reynd hennar helstu einkenni ásamt glað- værðinni, fallega blikinu í aug- unum og ekki síst hennar dill- andi hlátri. Gunna var einstaklega félagslynd og heim- ili þeirra hjóna var öllum opið, enda þar oft margt um mann- inn. Þegar við fórum seinna meir að umgangast sem fullorðnar manneskjur tók við nýr kafli. Ég man eftir löngum samræð- um þar sem fjölskyldumál voru rædd eða eitthvað annað merki- legt. Það var lærdómsríkt að fylgjast með henni, en Gunna var mikil framkvæmdamann- eskja og lét aldurinn ekki aftra sér við að hefja nám og eigin rekstur eftir að dæturnar voru fluttar að heiman. Hún var af þeirri manngerð þar sem ekki voru til vandamál heldur bara tækifæri. Það tók því á þegar Alzheimersjúkdómurinn fór að gera vart við sig því hún átti eftir svo margt ógert. Ég hef saknað margs úr fari hennar þessi ár, en glaðværðinni og dillandi hlátrinum hélt hún fram á síðasta dag. Helsta gæfa Gunnu í lífinu var fjölskyldan og þar fer Deddi fremstur í flokki. Ég man hve þau voru alla tíð glæsi- leg hjón og það hefur verið ein- stakt að fylgjast með hversu fallega hann hefur hugsað um konu sína í þessum áralöngu veikindum. Það hafa dætur hennar og sístækkandi fjöl- skylda líka gert og vil ég senda þeim öllum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Nú þegar er komið að leið- arlokum vil ég þakka frænku minni samfylgdina og kveð hana með virðingu og þökk. Megi góður Guð blessa minn- ingu hennar. Anna Margrét. Á vissum stundum lítum við yfir farinn veg og rifjum upp samskipti við fjölskyldu, vini og samferðamenn. Nú kveiki ég á kertaljósi og sit við tölvuna mína til þess að rifja upp vin- áttu liðinna ára. Guðrún Waage vinkona mín er látin og nú fer sól lækkandi á lofti en þó bregður ský á him- ininn. Þessa dagana er erfitt hjá mörgum að taka eftir sól- argeislunum sem reyna að skjótast út á milli skýjanna og varpa fagurri birtu á snjóinn, sem svarar með kristalbliki. Þetta samspil náttúrunnar minnir okkur á þá kristalla sem blika í mannlegum samskiptum – samskiptum er byggjast á þeirri fegurð sálarinnar sem okkur öllum er gefin. Stundum slær fölva á tært blik kristals sálarinnar þegar við horfumst í augu við þá stað- reynd að skjótt skipast veður í lofti. Við Gunna, eins og ég kallaði hana, ólumst upp í Skerjafirð- inum og þar kynntist ég Gunnu sem átti eftir að vera ein besta vinkona mín. Við urðum mjög nánar eftir að við giftum okkur því Sigurður og Hermann minn voru góðir kunningjar. Síðan lágu leiðir okkar saman þegar ég gekk í Oddfellow-regluna þar sem hún tók á móti mér með opinn faðminn. Hún bar af öðrum konum fyrir fallega og prúðmannlega framkomu. Hún var vel gefin og mjög listræn eins og heimili hennar bar með sér. Í mörg ár fórum við hjónin saman á frum- sýningar í Þjóðleikhúsið annan í jólum. Við ferðuðumst saman bæði innanlands og nokkrum sinnum til útlanda í góðum fé- lagsskap, bæði með skátum og stúkusystrum. Guðrún og Sig- urður voru svo lánsöm að eiga fjórar fyrirmyndardætur sem allar hafa vakið athygli hver á sínu sviði. Það var oft líf og fjör á heimilinu þegar eitthvað stóð til og þá vorum við vinkonurnar alltaf tilbúnar að leggja hönd á plóginn. Nú þegar aðventan gengur í garð og erfiður tími en samt ánægjulegur fram undan þá minnumst við þeirra sem eru farnir á undan okkur. Ég sendi vini mínum og fjöl- skyldu hans innilegar samúðar- kveðjur með einlægri þökk og virðingu. Unnur Arngrímsdóttir. Í minningunni var oftast sól á sumrin undir austurvegg hússins á Laugarásvegi 73. Þetta var og er reisulegt þríbýli og á efstu hæðinni bjuggu Guð- rún og Sigurður Waage, sem allir kölluðu Gunnu og Dedda, ásamt dætrum sínum. Þarna undir veggnum sátu oft mæður úr nærliggjandi húsum með yngstu börnin hjá sér og spjöll- uðu um heima og geima. Eldri krakkarnir fóru um allt hverfið í leikjum sínum en ef eitthvað bjátaði á var næsta víst að hjá konunum undir veggnum mátti leita ráða og huggunar eftir að- stæðum. Ég var átta ára þegar ég flutti inn í þetta nágranna samfélag, ólst þar upp og bý að því alla ævi. Það var mikill sam- gangur á milli húsa og góð vin- átta þróaðist milli bæði fullorð- inna og krakkanna. Hjá Gunnu og Dedda var ég oft eins og heimalningur, dæturnar félagar og mér nánast sem uppeldis- systur. Það var sama hvenær mér datt í hug að líta inn, alltaf tók Gunna vel á móti mér og ef vel stóð á bauð hún upp á mjólkurglas og meðlæti. Gunna var glæsileg kona og falleg, bjó yfir mikilli reisn og hélt þessum eiginleikum allan sinn aldur. Fyrir ungan dreng var gaman að ræða við hana bæði á léttum og alvarlegum nótum og hún var hreinskiptin í skoðunum sínum. Það var ekki sjálfgefið að taka öllu sem okk- ur krökkunum í hverfinu datt í hug að framkvæma með jafn- aðargeði. Stundum átti maður skammir skilið fyrir eitthvert uppátækið, en hjá Gunnu voru þær alltaf uppbyggilegar fremur en niðurrífandi. Eftir því sem árin liðu kom að því að Gunna og Deddi flyttu bú- ferlum, en þau fóru ekki langt, aðeins neðar í götuna á Laug- arásveg 28 þar sem þau höfðu byggt sér glæsilegt einbýlishús. Gegnum árin varð það að vana að líta þar inn í heimsókn þegar tími gafst til og alltaf voru mót- tökurnar jafn hlýlegar. Ég hugsa einnig til þess með þakk- læti að þegar móðir mín varð ekkja á miðjum aldri sýndu Gunna og Deddi henni mikla umhyggju og héldu alla tíð vin- áttu og tryggð við hana. Gunna var óhrædd við að prófa og framkvæma nýja hluti. Ég minnist þess þegar hún ákvað að fara í nám í farar- stjórn, las og fræddist og hafði gaman af. Síðar las hún lista- sögu og nam bókasafnsfræði af mikilli eljusemi. Hún hóf líka innflutning á silkigerviblómum, sem mér fannst einkennilegt uppátæki, en viðskiptahugmynd- in reyndist betri en mig grunaði því hún kom af dugnaði á lagg- irnar heilli búð til að halda utan um þá starfsemi. Síðstu æviárin átti Gunna við vanheilsu að stríða og dvaldi á hjúkrunarheimili. Hún naut þar góðrar umönnunar og alltaf var Deddi henni nálægur og heim- sótti á hverjum degi. Hún naut þess og að eiga góðar dætur og afkomendur sem ávallt litu til með henni og sinntu af ástúð. Föstudaginn 18. nóvember sl. varð Gunna 83 ára. Degi síðar fékk hún hvíldina. Ég votta Dedda, dætrum, afkomendum og öllum aðstandendum hennar samúð mína. Minningin um góða konu lifir. Ragnar Danielsen. Drottinn gerðu hljótt í hjarta mínu, helga mig og gef mér friðinn þinn. Sendu mig að vinna að verki þínu, veita hjálp og þerra tár af kinn. Þessar línur geta auðveldlega verið lífssagan þín, saga af fal- legri og góðri konu sem helgaði líf sitt velferð fjölskyldunnar og annarra samferðamanna. Þegar ég frétti af andláti þínu komu mörg minningabrot í hug- ann en söknuðurinn kom miklu fyrr. Síðustu ár hef ég oft hugsað til þín á stórviðburðum í fjölskyldunni. Það hefur verið sárt að þú skulir ekki hafa al- mennilega notið samvista við þá sem þér þótti vænst um. Ég gleymi aldrei þegar ég kom fyrst inn á fallega heimilið ykkar Dedda á Laugarásveg- inum, enda hafði ég þá aldrei komið á fallegra heimili. Alltaf var vel tekið á móti mér og mikið var þér alltaf umhugað um að mér liði vel og öllum í kringum mig. Það var oft fjör hjá okkur vinkonunum á unglingsárunum og er mér er minnisstætt að vera oft blikkuð inn í eldhús til að spyrja hvert við Sigrún værum að fara eða hvort þessi eða hinn væri ekki í lagi. Þér fannst þú ekki fá nægar upp- lýsingar frá dótturinni. Einnig man ég þegar við Sigrún ákváðum að fara til Bandaríkj- anna í nám í sitthvorri stór- borginni. Þú hafðir smááhyggj- ur af okkur en við vorum svo ungar og fullar af sjálftrausti, að við sáum enga ástæðu til að hafa áhyggjur enda fullar af tilhlökkun. Alla tíð frá því við kynnt- umst hef ég fengið senda kveðju, skeyti eða pakka þegar stórviðburðir hafa átt sér stað í mínu lífi og hjá mínu fólki, hlýhugurinn sem með kveðj- unni fylgdi er eitthvað sem ég hef lært af og ég mun aldrei gleyma. Megi minning þín lifa með ættingjum og vinum, blessuð sé minning þín. Ástríður Sigurrós (Ásta). Guðrún Waage var eftir- minnileg kona fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir hversu falleg hún var. Á ég þá ekki við ytri fegurð, þó að hana hefði hún sannarlega, heldur var hún falleg manneskja, hlý og umhyggjusöm. Það er þetta hlýja viðmót sem mætti manni þegar komið var á heimili þeirra Sigurðar á Laugarás- veginum sem er mér minnis- stætt. Hvort heldur sem það var sem leikskólaskott sem kom að heimsækja vinkonuna á númer 73, eða sem tánings- tryppi eftir að þau höfðu byggt sér hús á númer 28, ávallt var maður velkominn. Guðrún var mikil smekk- manneskja og sannkallaður fag- urkeri. Hún naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig og bar næmt skynbragð á um- hverfi sitt, liti og form. Það kom líka vel fram í myndunum sem hún málaði. Við málun fann hún sköpunarþörf sinni farveg. Sem ung kona málaði hún á lér- eft en síðar á postulín. Menntun og mikilvægi hennar var Guð- rúnu hugleikin. Komin á miðjan aldur hóf hún nám í öldunga- deild, lauk stúdentsprófi og sótti síðar ýmis námskeið við HÍ. Það var Guðrúnu einstaklega auðvelt og eðlilegt að nálgast fólk, óháð aðstæðum þess eða aldri. Þegar hringt var á heim- ilið og hún svaraði spurði hún undantekningalítið hvernig gengi og í heimsóknum datt maður oft í að spjalla við hana, sem ekki er sjálfsagður hlutur þegar unglingur á í hlut. Stíf boð og bönn var ekki hennar nálgun í uppeldinu heldur hvatti hún dætur sínar til sjálf- stæðis og víðsýni. Og ég minn- ist þessi ekki að hún hafi kippt sér upp við það þó að uppá- tækin yrðu margvísleg. Í eitt slíkt skipti vorum við vinkon- urnar á leiðinni á ball og fannst við ekki alveg fullskreyttar. Kristalslamparnir í stiganum, með sínum hangandi dropum, voru aftur á móti árennilegir. Enduðu því tvö pör af krist- alssteinum, þræddir upp á hringi, í eyrunum á okkur stöll- unum og við alsælar með út- komuna. Það var þó heldur lægra á okkur risið þegar líða tók á kvöldið og steinarnir fóru að taka í. Við höfðum jú ekki séð fyrir að við mundum enda með eyrnasneplana niðri á öxl- um. Að Hedda skyldi leggja fyrir sig skartgripahönnun síð- ar í lífinu hefði því kannski ekki átt að koma á óvart. Guðrún var mikil fjölskyldu- kona, fylgdist vel með í lífi af- komenda sinna og ræktaði frændgarðinn. Að hugurinn skyldi hverfa þessari lífsglöðu konu fyrir svona mörgum árum var sorglegt en með ólíkindum hversu þrautseig hún var, enda baráttukona. Elsku Sigurður, Hedda, Silla, Magga, Stína og fjölskyldur, mínar dýpstu samúðarkveðjur. Jóhanna Harpa. ✝ IngibjörgMagnúsdóttir fæddist 15. febr- úar 1948. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 24. nóvember 2011. Foreldrar henn- ar voru Magnús Magnússon, f. 21. janúar 1910, d. 30. október 1971, og Jóhanna Árnadótt- ir, f. 5. október 1912, d. 5. nóvember 1987. Systkini Ingi- bjargar eru Aðalsteinn, hann var kvæntur Erlu Lár- usdóttur. Þau áttu þrjú börn og eitt er látið. Bryndís, gift Guðmundi Jóhannssyni þau eiga fjögur börn. Elísabet, hún á þrjú börn, hún er búsett í Ástralíu. Stella, gift Ragn- ari Svafarssyni, þau eiga þrjá syni, og átti einn sem er látinn. Magnús, kvæntur Jóhönnu Freyju Björns- dóttur, þau eiga þrjú börn. Ingibjörg var alin upp á Bergstaðastræti 31, svoköll- uðu afahúsi. Útför Ingibjargar fer fram frá Fella- og Hólakirkju í dag, 1. desember 2011, og hefst at- höfnin kl. 13. Þú komst eins og lítið, blessað blóm á bjartasta lífsins vori. Fuglarnir sungu með sætum róm, við svifum svo létt í spori. Þú gafst okkur dýpstan unaðsóm á ástinni og lífsins þori. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Elsku Ingibjörg mín, ég kall- aði þig nú alltaf prinsessuna mína. Við systkinin þín vorum öll með þér í gleði æskunnar, svo ánægð og stolt af litlu systur okk- ar, en svo féll á gleðina skuggi þegar þú, elsku stúlkan mín, veiktist aðeins fimm ára gömul. Þá fórstu á Landspítalann í margar rannsóknir en ekkert fannst að þér. Var foreldrum okkar ráðlagt að fara með þig til Danmerkur og var það gert í tvígang án árangurs. Það var ekkert hægt að gera fyrir þig, elskuleg systir mín. Mamma og pabbi höfðu þig eins lengi og þau gátu heima en þegar pabbi dó fékk mamma hjálp frá systur okkur henni Stellu sem var ykkur mömmu stoð og stytta í mörg ár, en áður hafði Maja ljósa hjálpað mömmu á heimili ykkar. Þegar mamma dó 1987 fórstu á Kópavogshæli og var það þitt heimili upp frá því. Þar var ynd- islegt fólk og leið þér vel þar, elsku prinsessan mín. Þegar við Guðmundur heimsóttum, þig eins oft og við gátum, brostir þú og sagðir Coca Cola og þegar það var komið varstu ánægð með okkur. Þú lifðir í þínum ævintýraheimi þar sem prinsar og prinsessur og hallir áttu aðalhlutverkið og dúkk- urnar þínar voru börnin þín, óþreytandi varstu að segja okkur frá öllu sem gerðist í þínum heimi. Mörg jólin hélstu heima hjá okkur Guðmundi og gafst okkur birtu og yl með nærveru þinni. Það er með söknuði að við kveðjum þig, elsku systir og mág- kona. Góðar minningar um góða stúlku ylja okkur. Við þökkum öllu starfsfólkinu á Kópavogshæli, Landspítalanum deild 18, fyrir langan og góðan stuðning, Guð veri með ykkur öll- um. Vertu sæl um alla eilífð, elskulega góða barn. Þótt stöðugt þig við grátum þreytt og mædd um lífsins hjarn eigum við í huga hrelldum helga von og bjarta þrá að eiga vísa endurfundi aftur þig að mega sjá. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Kveðja, Bryndís og Guðmundur. Ingibjörg Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.