Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.2011, Blaðsíða 36
Áningarstaður Unnur, Valgerður og Snædís túlka ferðalag þriggja kvenna á sviðinu í Norðurpólnum. Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Á nefnist dansverk eftir Valgerði Rúnarsdóttur sem frumsýnt verður í Norðurpólnum í kvöld kl. 20.00. „Þarna segir frá ferðalagi þriggja kvenna. Við erum að skoða annars vegar þetta almenna ferðalag sem við erum alltaf á, þ.e. ferðalag lífs- ins, og hins vegar minni ferðalög. Ferðalög fela oft í sér bæði ytri og innri umbreytingar. Þau geta tekið á og þá þarf að finna sér áning- arstað. Taka pásu, frá ferðalaginu og jafnvel lífinu. En síðan þarf að halda áfram,“ segir Valgerður sem dansar sjálf í verkinu ásamt Snædísi Lilju Ingadóttur og Unni Elísabetu Gunnarsdóttur. Tónlist sýning- arinnar er í höndum Þorgríms Andra Einarssonar. Sami hópur kom að dansverkinu Eyjaskeggjum eftir Valgerði sem sett var upp á Reykjavik Dance Festival í fyrra, en fyrir það verk hlaut Valgerður Grímuverðlaunin í ár sem danshöfundur ársins. „Það var ákveðin hvatning til þess að halda áfram á þessari braut,“ segir Valgerður og tekur fram að bæði verkin hafi verið samin í náinni samvinnu við hópinn. Valgerður hefur síðustu fjögur ár verið sjálfstætt starfandi eftir að hafa í fimm ár þar áður starfað hjá Íslenska dans- flokknum. „Ég flutti út til Belgíu þar sem ég hef unnið mikið með danshöfund- inum Sidi Larbi Cherkaoui sem er einn fremsti nú- tímadanshöfundur Evrópu. Nú er ég að mestu flutt aft- ur heim en fer reglulega út til að æfa og sýna. Þetta virk- ar því eins og nokkurs konar ver- tíð,“ segir Valgerður kímin. Spurð hvort mikill munur sé á því að dansa verk eftir aðra eða verk eftir sjálfan sig svarar Valgerður því játandi. „Hvort tveggja er gam- an, en munurinn er mikill. Það flækir auðvitað málin aðeins þegar maður dansar í eigin verkum, en mér finnst það bara svo gaman. Það getur hins vegar verið erfiðara að hafa yfirsýn þar sem maður stendur ekki utan við verkið,“ segir Val- gerður og tekur fram að þá komi upptökuvélin í góðar þarfir því þannig geti hún skoðað verkið utan frá. Þess má að lokum geta að aðeins verða þrjár sýningar á dansverkinu Á og verða þær í kvöld, annað kvöld og á sunnudagskvöld. Ferðalög eru tími umbreytinga  Valgerður Rúnarsdóttir frumsýnir nýtt dansverk, sem nefnist Á, í Norðurpólnum í kvöld Morgunblaðið/Ómar 36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. DESEMBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Þetta er önnur sólóplatan mín, fyrir utan barnaplötu, sem telst nú ekki vera sólóplata,“ segir tónlistarkonan Birgitta Haukdal um nýútkomna hljómplötu sína, Strauma. Á umslagi plötunnar sést Birgitta í kjól í flæð- armálinu á ónefndum stað og öld- urnar skella á henni. Í bæklingi sem fylgir plötunni er svo mynd af henni syndandi neðansjávar. „Mig langaði að hafa þemað á umslaginu svolít- ið um hafið og sjóinn og það tengist titillagi plötunnar, „Straumar“. Ég er fædd og upp- alin í litlu sjávarþorpi þar sem hafið og það sem í því er er ofsalega dýr- mætt og skipar stóran sess í lífi fólks. Mig langaði líka bara að gera eitthvað nýtt, ekki vera í einhverri venjulegri, dæmigerðri „beauty“- myndatöku þar sem sæist bara and- litið á mér brosandi. Það hefði verið svo týpískt,“ segir Birgitta um útlit plötunnar. – Það eru lög eftir ýmsa á plöt- unni, m.a. lag og texti eftir Egil Ólafsson, „Ég sakna þín enn“. Samdi hann það fyrir þig? „Þetta er lag sem hann átti, hann samdi það ekki sérstaklega fyrir mig. Þetta er lag sem honum þykir afar vænt um og vildi ekki láta hvern sem er fá. Hann var svo yndislegur að færa mér lagið, senda mér það og ég féll algjörlega fyrir því við fyrstu hlustun, fannst það eiga heima á plötunni. Það er ótrúlega fallegt og miklar tilfinningar í því.“ – Það eru margir ástaróðar á plöt- unni, þetta er rómantísk plata? „Jú, þetta eru meira og minna ást- arlög, kraftballöður, og það er ansi oft þegar maður er að gera texta við ballöður að þær fjalla á einhvern hátt um ástina, hvort sem það er ást á milli konu og karlmanns, konu og barns, tveggja kvenna eða hvað það nú er. Jú, ástin er ansi mikið á þess- ari plötu. Er hún ekki það sem gerir lífið svo gott?“ svarar Birgitta og blaðamaður tekur undir það. „Hann varð að fá eitt lag“ Eitt laganna heitir „Víkingur“ og í því syngur Birgitta eigin texta til sonar síns, Víkings, við lag Þóris Úlfarssonar. Textinn hefst svo: „Af himnum ofan send var gjöf til mín/ lítið ljós sem er mér svo kært./ Saklaus sál sem fangar hjarta mitt/ hverja stund og glaðlega hlær.“ „Hann varð að fá eitt lag. Þegar ég er að semja, bæði lög og texta, þá verð ég oft svo persónuleg, næ ekk- ert að hemja mig og það er það sem gefur mér svolítið mikið í gegnum tónlistina, maður getur tekið eitt- hvað beint úr hjarta sér og komið því frá sér. Þannig að mér fannst liggja beint við að leyfa þessu lagi að fljóta með,“ segir Birgitta. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sá um upp- tökustjórn plötunnar og framleiðslu en fjöldi tónlistarmanna kom að henni. „Ég er með þarna úrval af okkar bestu mönnum,“ segir Birg- itta. Hún kemur fram í kvöld á Ránni í Reykjanesbæ, á Uppskeru- hátíð Geimsteins sem hefst kl. 21. Beint frá hjartanu  Straumar nefnist ný hljómplata Birgittu Haukdal  Syngur eigin lög og texta sem og lög og texta annarra  Ástin er í öndvegi á plötunni og á henni má m.a. finna ástaróð Birgittu til sonar síns Ljósmynd/Lalli Sig Hafið Ein þeirra mynda sem prýða bækling plötunnar Strauma. Birgitta lætur straumana leika um sig. Valgerður Rúnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.