Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 15% afsláttur Fæst án lyfseðils N J Ó T U M Þ E S S A Ð H R E Y F A O K K U R af öllum styrkleikum og pakkningastærðum VIÐTAL Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Ég hef áhyggjur af getu okkar til að takast á við stóráföll og að glíma við þau verkefni sem þarf að takast á við ef skilið verður á milli slökkvistarfs og sjúkraflutninga. Það yrði mjög dýrt að manna þetta hvort í sínu lagi og afskap- lega mikilvægt að finna einhverja lausn,“ segir Jón Viðar Matthías- son, slökkviliðsstjóri höfuðborgar- svæðisins, en samningur ríkisins við Slökkvilið höfuðborgarsvæðis- ins (SHS) um að það sinni sjúkra- flutningum rennur út nú um ára- mótin. Viðræður um endurnýjun samn- ingsins, sem staðið hafa undan- farna mánuði, hafa reynst árang- urslausar hingað til, en samnings- tilboð frá ríkinu barst stjórn SHS skömmu fyrir jól og segir Jón Við- ar að því verði að líkindum svarað í næstu viku. Mikið ber á milli Sjúkraflutningar hafa verið á ábyrgð ríkisins frá árinu 1991 en slökkvistarf er á könnu sveitarfé- laganna. Ríkið hefur síðan þá greitt SHS árlega upphæð til þess að sinna sjúkraflutningum einnig. Nú er fyrirkomulagið þannig að þeir sem starfa hjá slökkviliðinu eru þjálfaðir til að sinna bæði slökkvistarfi og sjúkraflutningum. Þannig er hægt að samnýta mann- skap og bregðast við miklum sveiflum í fjölda sjúkraflutninga og stórum eldútköllum. Jón Viðar segir að mikið beri á milli sveitarfélaganna og ríkisins um hversu há sú upphæð eigi að vera. Sveitarfélögin telji að sann- gjarn hlutur ríkisins sé um 800 milljónir króna en hann er nú um hálfur milljarður. „Staðan er sú að sveitarfélögunum finnst að ríkið sé að borga of lítið fyrir þessa þjónustu. Samningaviðræðurnar snúast um að ná ásættanlegri nið- urstöðu í málið. Það sem sveit- arfélögin glíma við er uppsafnaður vandi varðandi þessar greiðslur,“ segir Jón Viðar. Myndi skaða báða arma „Þetta er ógurlega sveiflukennd starfsemi og þess vegna er sam- reksturinn á sjúkraflutningum og slökkvistarfi mikilvægur. Þú tekur þá úr slökkviarminum yfir í sjúkraflutninga þegar álagið er þar og svo öfugt. Aðskilnaður skaðar báða armana,“ segir Jón Viðar. Slökkviliðið hafi komið vel út í alþjóðlegum samanburðarkönnun- um og það sé dapurlegt að brjóta upp einingu sem virki. Nú séu á bilinu 21-26 slökkviliðsmenn á vakt og um þrjátíu sem hægt sé að kalla út þegar mikið liggur við. Ef skilið yrði á milli þessara tveggja starfa gæti slökkviliðsmönnum fækkað í 12-14 á vakt og sjúkra- flutningamönnum í sautján. Verður í öruggum höndum Jón Viðar segir að þó að samn- ingar náist ekki fyrir áramót sé það alveg á hreinu að sveitarfélög- in og ríkið gangi ekki frá verkinu þannig að sjúkraflutningaþjónusta verði ekki í boði. Fundnar verði lausnir til að þjónustan verði til staðar, í það minnsta þar til annar aðili taki hugsanlega við henni. „Það er alveg öruggt að það gengur enginn frá þessu verkefni án þess að það sé komið í öruggar hendur. Það sem við bindum vonir við er að það verði í okkar hönd- um. Við erum með vel þjálfaðan mannafla sem sinnir báðum þess- um störfum. Ef þessi eining verð- ur brotin upp þá náttúrlega fjarar út þekking á hvoru tveggja og við- bragðsgeta gagnvart slökkvistarfi og sjúkraflutningum verður lakari þegar fram líða stundir. Ég tel að þegar upp er staðið sjái menn bæði hagræði og skynsemi í því að reka þetta saman. Það er afskap- lega mikilvægt fyrir bæði slökkvi- starfið og sjúkraflutningana að það sé gert.“ Morgunblaðið/Júlíus Stórbruni Aðskilnaður slökkvistarfs og sjúkraflutninga gæti skaðað hvoru tveggja að sögn slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins. Viðbragð verður lakara  Slökkviliðsstjóri hefur áhyggjur af aðskilnaði slökkvistarfs og sjúkraflutninga  Samningur ríkis við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu rennur út um áramót „Ef þetta mat er rétt þá hlýtur að vera eðlilegt að stjórnvöld endur- skoði sínar eigin ákvarðanir gagn- vart bæði al- mannatrygg- ingakerfinu og starfsmönnum hins opinbera,“ segir Gylfi Arn- björnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, um þá ákvörðun kjararáðs að afturkalla launalækkun embætt- ismanna frá árinu 2009. Á fyrri hluta þess árs voru kjör fé- lagsmanna ASÍ auk annarra skert tímabundið með minnkuðu starfs- hlutfalli og lækkun launa hjá þeim sem voru fyrir ofan meðaltekjur. Gylfi segist ekki sjá að nokkur kerf- isbundin aðgerð sé í gangi af hálfu fyrirtækja að leiðrétta þá skerðingu enda séu ennþá víða erfiðleikar. Ekki almennt launaskrið „Rökstuðningur ráðsins að baki þessu er svolítið langsóttur. Ég verð að viðurkenna að þetta er ekki í fyrsta skipti sem kjararáð kemst að einhverri niðurstöðu sem enginn annar skilur. Oftar en ekki eiga ákvarðanir og rökstuðningur lítið skylt við það sem er að gerast á vinnumarkaðinum,“ segir hann. Launavísitalan hafi mælst nokkuð há fyrst og fremst vegna ein- greiðslna sem samið var um í kjara- samningum í sumar að sögn Gylfa. Það sé hins vegar reiknað með því að þegar komið verði fram yfir febr- úarmánuð muni áhrif þeirra dvína. „Það verður ekki með nokkru móti sagt að það sé eitthvert al- mennt launaskrið á vinnumark- aðinum sem endurspeglar það að launalækkanir sem hér áttu sér stað víða séu að ganga til baka, því mið- ur,“ segir hann. Komi gangverkinu af stað Að sögn Gylfa gerði Alþýðu- sambandið sér grein fyrir því að um- skipti fyrir þá sem eru í milli- og efri tekjulögunum væru háð eftirspurn eftir vinnuafli og þróun á vinnu- markaði. „Þess vegna er mikilvægt að koma þessu gangverki aftur í gang því að við það mun bæði vinnutími og eitt- hvað af þeim sporslum sem menn höfðu áður verða endurreist. Við verðum ekki varir við að þetta sé byrjað,“ segir Gylfi. kjartan@mbl.is Lækkanir eru ekki á leið til baka  Forseti ASÍ gagnrýnir kjararáð Gylfi Arnbjörnsson Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Bréfamagn í desember var 10% minna en í fyrra, að sögn Ágústu Hrundar Steinarsdóttur, forstöðu- manns markaðsdeildar Íslands- pósts. Svo virðist því vera sem æ færri kjósi að senda jólakort fyrir hátíðarnar heldur láti kveðjur á samfélagssíðum á borð við Facebook nægja. Ágústa segir fjölda pakka sem sendir voru innanlands vera svip- aðan og í fyrra og hvað varðar inn- flutning í gegnum netverslanir, t.d. Ebay og Amazon, þá jókst hann um 18% á milli ára. Um 150 bréf voru í ár stíluð á ís- lenska jólasveininn en þau eru áframsend á Mývatnsstofu þar sem jólasveinarnir í Dimmuborgum hafa fengið að taka við þeim og svara. Að sögn Karls Ingólfssonar, fram- kvæmdastjóra Mývatnsstofu, voru íslensku bréfin um 50 talsins en um 100 bárust frá útlöndum. „Þetta er ansi skrautleg flóra sem berst hing- að og frjálslegt á hvern bréfin eru stíluð. Sum eru t.d. stíluð á Norð- urpólinn, önnur á Lappland á Ís- landi,“ segir hann en jólasveinarnir reyna eftir bestu getu að svara öllum bréfunum sem þeim berast. Jesúbarnið gefur ekki í skóinn Karl segir jólasveinana fá nokk- urn fjölda af snuðum frá Evrópu. „Það koma margir pakkar á ári með gömlum tuggnum snuðum í. Á ein- hverjum svæðum virðist greinilega vera lenska að senda gömul snuð til jólasveinsins.“ Hann nefnir að eitt skemmtilegasta bréfið sem jóla- sveinarnir fengu í ár hafi verið frá 5 ára íslenskum dreng sem býr með foreldrum sínum í Austur-Evrópu. „Hann hafði miklar áhyggjur af því að á sínu svæði væru ekki alvöru- jólasveinar heldur bara jesúbarn. Hann hafði enga trú á að jesúbarnið gæti gefið í skóinn en við erum full- viss um að íslenski jólasveinninn láti landamæri ekki stöðva sig.“ Jólakortum fækkar milli ára Bréf Jólasveinarnir ná í bréfin sem þeim berast í þennan póstkassa.  150 bréf send til jólasveinanna 500 milljónir er upphæðin sem ríkið greiðir slökkviliði höfuðborgar- svæðisins til að sjá um sjúkra- flutninga árlega. 800 milljónir er sú upphæð sem sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu telja sanngjarnt að ríkið leggi til sjúkra- flutninga á ári. 2,5 milljarðar er sú upphæð sem sveit- arfélögin telja sig hafa niðurgreitt sjúkraflutninga frá 1991 þegar rík- ið tók við ábyrgðinni á þeim. ‹ SJÚKRAFLUTNINGAR › »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.