Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 ✝ Leó Már Jóns-son fæddist í Reykjavík 7. mars 1942. Hann lést á heimili sínu 19. des- ember 2011. Leó var sonur hjónanna Jóns Hall- dórs Leós, f. 9. des- ember 1901, d. 16. febrúar 1978, og Svanlaugar Böðv- arsdóttur, f. 24. des- ember 1918. Systkini hans eru Ingunn Jónsdóttir, f. 19. apríl 1943, gift Gunnari Þór Kristjáns- syni, Kristín Jónsdóttir f. 29. jan- úar 1946, gift Erni Jónssyni og Böðvar Leós Jónsson f. 6. nóv- ember 1956, í sambúð með Lindu Maríu Þórólfsdóttur. Leó var kvæntur Sigrúnu Dröfn Jónsdóttur, f. 3. janúar 1945. Foreldrar hennar eru Jón Sigurðsson, f. 16. mars 1927, og Björg Pétursdóttir, f. 24. mars 1923, d. 16. október 2000. Börn Leós og Sigrúnar eru 1) Jón Orri Leósson, f. 31. maí 1967. 2) Björg Leósdóttir, f. 21. janúar 1971, bú- sett í Danmörku og er í sambúð með Flemming Pet- ersen, f. 7. maí 1972. Börn hennar eru Leó Ingi Viðarsson, f. 25. desember 1997, og Kristófer Kári Viðarsson, f. 19. desember 2002, barnsfaðir Viðar Ingi Oddsson, f. 25. febrúar 1976. Sam- an eiga þau Björg og Flemming dótturina Maju Mist Petersen, f. 29. ágúst 2008. 3) Eyjólfur Leós Leósson, f. 27. janúar 1973, sam- býliskona hans er Aiddy Kristín Einarsdóttir, f. 18. september 1979. Börn hans eru Margrét Eyjólfsdóttir, f. 28. september 1995, og Jónþór Eyjólfsson, f. 28. febrúar 2004. Barnsmóðir Lóa Kristín Kristinsdóttir, f. 26. apríl 1974. Saman eiga þau Eyjólfur og Aiddy dótturina Marienu Mist Eyjólfsdóttur, f. 17. ágúst 2011. Útför Leós fer fram frá Dóm- kirkjunni í dag, 29. desember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. Við Leó Már Jónsson vorum systrasynir og komum í heiminn vorið 1942. Mikill samgangur var á milli fjölskyldnanna og saman lærðum við að skríða, ganga og tala; vorum fermingarbræður og sessunautar í barna- og í gagn- fræðaskóla, en þaðan héldum við hvor sína leið í námi og starfi. Við vorum ávallt í kallfæri hvor við annan og fyrir örstuttu áttum við okkar síðasta símtal. Ég fann þá, að honum var brugðið vegna þverrandi heilsu og kom því fregnin um andlát hans ekki með öllu á óvart. Á yngri árum hittumst við nán- ast daglega og tókumst margt á hendur. Strákapörin voru ótelj- andi og Leó var prakkari af Guðs náð. Við bjuggum til púður- sprengjur í bílskúrnum og próf- uðum framleiðsluna í görðum ná- grannanna. Kæmu þeir æðandi út, var það til marks um að okkur hefði tekist vel upp. Faðir Leós átti einn fallegasta bíl landsins og skildi hann stundum eftir heima til að láta okkur þrífa hann og bóna. Verklaunin tókum við út með því að skreppa próflausir hring eða tvo um hverfið á eðal- vagninum, aðeins 15 ára. Leó lét gamminn geisa við píanóið eða með harmóníkuna í fanginu. Tón- listargáfan var honum í blóð borin og ríkt hugmyndaflug fékk útrás við útsetningar og fingrafléttur. Leó var um margt sérstakur maður og afar lærdómsríkt að kynnast honum og umgangast. Hann var vel menntaður og lesinn í mörgum fræðum, og áhugamað- ur um flest. En aðal hans var að hann sá hlutina oft í öðru og gleggra ljósi heldur en þrælar vanans. Hann lét ekki berast með straumnum og kaus tíðum að fara sínar eigin leiðir. Þeir, sem náðu trausti hans og kunnu að meta skarpskyggni hans, fróðleik og framsýni, nutu góðs af. Ég var um skeið framkvæmda- stjóri Plastprents og stóð eitt sinn sem oftar frammi fyrir torleyst- um hnútum. Kom að þessu sinni tvennt til; hraður vöxtur fyrir- tækisins og glíma við breyttar að- stæður. Reynsla hérlendis í að leysa slík mál var þá takmörkuð. Ég þekkti hins vegar Leó og vissi hvað hann gat – og hann þekkti mig og vissi hvað ég vildi. Hann kom til aðstoðar og það var eins og við manninn mælt; hann sá það, sem aðrir sáu ekki, og leysti það, sem aðrir leystu ekki. Skarp- skyggni hans og fagþekking voru ekki orðin tóm; hann bjó yfir því, sem kallað er „lateral thinking“. Leó ritstýrði tímaritum og skrifaði fjölda blaðagreina. Ann- áluð eru skrif hans um bíla, þar sem saman fór afburðaþekking á viðfangsefninu, vandaður íslensk- ur texti, liprar þýðingar á erlend- um tækniheitum og ráð undir rifi hverju. Ég hef rekist á marga, sem höfðu lítinn áhuga á bílum eða öðru því, sem Leó var að skrifa um hverju sinni, en lásu engu að síður greinar hans af hreinni aðdáun – og jafnvel for- undran – á fimum efnistökum hans og málfari. Hið sama á við um vefsíðu þá, sem Leó hélt úti. Leó var góður drengur. Sá, sem komst inn fyrir skel hans, hitti fyrir auðmjúkan, tilfinninga- ríkan og heiðvirðan mann með sterka réttlætiskennd og sem gott var að vera í návistum við. Blessuð sé minning hans og þakk- ir fyrir langa og góða samleið. Eggert Hauksson. Satt að segja sló það dálítið á jólatilfinninguna að fá þá frétt að morgni aðfangadags að einn af mínum betri vinum, Leó M. Jóns- son, væri farinn til sælli heima. Þó fundum bæri kannski ekki oft saman síðari árin töluðum við þeim mun oftar saman í síma eða skiptumst á skeytum í tölvunni. Af sem áður var í löngum og fjöl- breyttum samræðum; man t.a.m. eftir heilli nótt á hóteli í Svíþjóð þar sem okkur varð aldrei orðfall né seig á okkur svefn og vorum þó furðu brattir daginn eftir þar sem við vorum að prufukeyra það sem Leó kallaði „lúxus-Volgur“ en Svíar kynntu sem 900 línuna af Volvo. Það sem var hvað mest gaman í spjalli við Leó var að hjá honum voru fáir gráir tónar. Málefnin voru yfirleitt annað hvort svört eða hvít. Og ef við vorum ekki sammála var hann aldrei í vafa um hvor hafði á réttu að standa. Hjá honum var líka sjaldan að tómum kofum komið. Hann var í alvöru víðlesinn og fjölfróður og sá enga ástæðu til að leyna því. Hann var véltæknifræðingur og vann löngum sem slíkur milli þess sem hann greip í fleiri verk- efni svo sem að skrifa bílarýni og það var þar sem leiðir okkar lágu fyrst saman. Samtíminn þekkir hann sennilega fyrst og fremst sem manninn sem allra bílavand- ræði leysti, fyrst á vefsíðu sinni leoemm.com en svo í gegnum svarþjónustu og bilanagreiningu bíla á síðum Morgunblaðsins og síðast fylgikálfs þess sem kallast finnur.is. Ég minnist Leós með hlýhug og trega og með þessum línum votta ég aðstandendum hans sam- úð mína. Sigurður Hreiðar. Leó Már Jónsson ✝ Ragnar JónÁgústsson fæddist 12. sept- ember 1926 á Brekku í Dýrafirði. Hann lést 19. des- ember sl. Foreldrar hans voru hjónin Ágúst Aðalsteinn Jóns- son, f. 5. ágúst 1897, d. 5. október 1937, sjómaður á Þingeyri við Dýrafjörð og Guð- munda Ágústa Jónsdóttir, f. 19. ágúst 1901, d. 30. júní 1990, húsfreyja á Þingeyri. Guð- munda var dóttir Guðrúnar Margrétar Júlíu Steinþórs- dóttur og Jóns Jóhannssonar, sjómanns á Þingeyri. Foreldrar Ágústs Aðalsteins voru hjónin Jón Hólmsteinn Guðmundsson, skipstjóri á Þingeyri, og Ólína Sigríður Bjarnadóttir hús- freyja. Ragnar var elstur systkina sinna, en þau eru í aldursröð: Margrét, f. 30. mars 1928, d. 8. október 1994, húsfreyja á Akra- nesi, átti Ársæl Jónsson húsa- smíðameistara, f. 31. janúar 1928, d. 18. mars 1988. Ólafía Guðrún, f. 5. sept- ember 1929, lengst af húsfreyja á Akranesi, nú búsett í Reykja- vík, átti Hrein Árnason mál- arameistara, f. 30. ágúst 1931, Jóelsdóttir, f. 13. ágúst 1978, og eiga þau synina Pétur Orra, f. 2001, Tómas Atla, f. 2005, og Kára, f. 2009. b) Ragnar Oddur, f. 27. júní 1981, börn hans og Lilju Pálsdóttur, f. 11. júní 1980, Rafn Ágúst, f. 2003, Ragnhildur Arna, f. 2008. c) Pétur, f. 1. júlí 1988. 3) Ragnar Hilmir, f. 18. nóvember 1955, maki Ása Linda Guðbjörnsdóttir, f. 1. janúar 1955, d. 5. desember 2009, börn þeirra, Guðbjörn Hilmir, f. 24. maí 1985, og Guðný Björg, f. 11. apríl 1990. Börn Ragnars, Anna Katrín, f. 10. mars 1979, maki Vilhjálmur S. Eiríksson, f. 5. desember 1977, og Þorsteinn Lár, f. 9. september 1983, barn hans, Daníel Breki, f. 2009. 4) Pétur Kristófer, f. 12. apríl 1961, d. 11. febrúar 1980. Ragn- ar réði sig fyrst í skiprúm 15 ára. Næstu ár var hann ýmist háseti eða matsveinn á bátum gerðum út frá Þingeyri. Ragnar réði sig til Eimskips árið 1947. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum árið 1951 og starfaði upp frá því sem stýrimaður og skipstjóri hjá Eimskip. Hann var m.a. skip- stjóri á Tröllafossi, Dettifossi, Brúarfossi og Gullfossi. Síðast var hann skipstjóri á Skógafossi og lauk þar með 44 ára gifturík- um ferli sínum hjá Eimskipi ár- ið 1992. Jarðarför Ragnars fer fram frá Seltjarnarneskirkju í dag, fimmtudaginn 29. desember 2011, kl. 13. d. 12. september 2007. Ólafur, f. 27. október 1935, starfsmaður Ál- verksmiðjunnar í Straumsvík, kvænt- ur Helgu Guð- mundsdóttur skrif- stofumanni frá Ísafirði, f. 6. ágúst 1937. Ágústa Að- alheiður, f. 20. júní 1937, söngkona á Selfossi, gift sr. Gunnari Björnssyni, f. 15. október 1944. Ragnar kvæntist 2. janúar 1949 Guðnýju Péturs- dóttur leikkonu frá Sauð- árkróki, f. 15. mars 1927, d. 27. mars 2004. Foreldrar hennar voru hjónin Pétur Jónsson, f. 20. júní 1891, d. 19. júní 1951, verkstjóri á Sauðárkróki og Ólafía Sigurðardóttir, f. 30. apr- íl 1898, d. 5. maí 1983. Synir Ragnars og Guðnýjar eru: 1) Ágúst Aðalsteinn, f. 11. desem- ber 1948, maki Katrín Páls- dóttir, f. 14. júlí 1949, sonur þeirra er Ragnar Árni, f. 14. mars 1989, sonur Ágústs, Hrafn, f. 14. janúar 1969, maki Joy Chang, f. 2. mars 1973. 2) Rafn Alexander, f. 26. október 1950, maki Gunnlaug Lydia Thorarensen, f. 4. júní 1956, börn þeirra, a) Arnar Þór, f. 2. nóvember 1976, maki Margrét „Já, þú sleppur,“ sagði Ragn- ar og brosti sínu blíðasta með grallarasvip. „Þú veist ekkert hvað þetta þýðir, það er allt í lagi, en þú sleppur,“ sagði hann. Þetta var milli jóla og nýárs og það var veisla á Rauðalæk 20. Ragnar og Guðný voru í eldhús- inu að elda kræsingar fyrir veisl- una um kvöldið. Þau hjón voru góðir gestgjafar og það var oft boðið upp á eitthvað sem var ekki algengt að sjá á borðum landsmanna í þá daga. Ég hugsa til hans Ragnars með hlýhug þegar ég kveð hann og velti fyrir mér lífshlaupi hans. Ragnar strauk að heiman aðeins 15 ára og réði sig í skiprúm. Strákurinn úr Dýrafirði varð skipstjóri og heimsborgari. Hann sigldi um heimsins höf frá því hann réði sig til starfa hjá Eimskip árið 1947, en þar starf- aði hann í 44 ár. Hann kom oft við í stórborgum Evrópu og Bandaríkjanna á löngum ferli í farmennskunni. Þar fór hann oft á tónleika, í leikhús og á mynd- listarsýningar. Það var gaman að vera með tónlistarunnandan- um Ragnari. Hann kom heim með plötur ýmissa listamanna og sagði frá upplifun sinni af tón- leikum með Louis Armstrong, Ellu Fizgerald eða Miles Davis. Einnig notaði hann hvert tæki- færi til að fara á tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni í Boston. Ragnar talaði mörg tungumál og iðulega mátti sjá stafla af bókum, tímaritum og blöðum hjá honum á ensku, sænsku og þýsku. En það voru líka staflar af íslenskum skáldsögum og ljóðabókum. Til eru sögur af Ragnari skipstjóra og framlagi hans til ritgerðasmíða í Mennta- skólanum í Reykjavík. Hann snaraði fram úr erminni bók- menntaritgerðum fyrir þá sem komu með vandræði sín á Rauðalækinn. Ragnar fylgdist mjög vel með fréttum og þar áttum við sam- eiginlegt áhugamál. Ragnar kom oft færandi hendi þegar hann kom úr siglingum og gaf mér alls konar rit og bækur. Hann lagði sig fram við að lesa það sem hin- ir ýmsu þjóðarleiðtogar sendu frá sér. Í eitt skiptið kom hann frá Líbíu með „Græna kverið“ eftir Gaddafi sem þá var Líb- íuleiðtogi og gaf mér. „Þú þarft að fylgjast vel með þróuninni þarna suður frá,“ sagði hann þegar hann rétti mér kverið. Af því að ég „slapp“ inn í fjö- skylduna fór ég í ferðir með Ragnari og fjölskyldu bæði til útlanda og eins á ströndina þar sem komið var við í mörgum höfnum. Það var ótrúlegt hvern- ig Ragnar gat stýrt 4 þúsund tonna skipi upp að smábryggjum úr mjög þröngri stöðu. Ég ræddi þetta við bátsmanninn og hann sagði mér að Ragnar skipstjóri væri sá besti í flotanum, hann færi upp að hvar sem væri í öll- um veðrum. Ragnar lagði upp í sína hinstu för 19. desember. Góða ferð, kæri Ragnar og takk fyrir allt gott á liðnum árum. Katrín Pálsdóttir. Ragnar Ágústsson ✝ Kristján Sig-fússon fæddist í Bergholti, Rauf- arhöfn, 13. sept- ember 1944. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Nausti á Þórs- höfn 21. desember sl. Foreldrar hans voru Sigfús Krist- jánsson, f. á Rifi á Melrakkasléttu 31. júlí 1897, d. 10. júní 1968, og Sig- ríður Sveinbjörnsdóttir, f. á Þórshöfn á Langanesi 30. maí 1914, d. 18 janúar 1997. Alsystk- ini Kristjáns eru Þórdís Vilborg, f. 10.9. 1936, Gerður, f. 6.6. 1939, nesstöðum á Langanesi, f. 28.10. 1944, d. 23.8. 1994, þau eign- uðust þrjú börn: Helenu, f. 31.7. 1963, gift Sigurði Þórðarsyni byggingarmeistara, þau eiga þrjú börn, Kristján Inga, f. 11.1. 1989, Gróu, f. 30.8. 1990, og Ing- unni, f. 27.6. 1993, og búa í Kópavogi. Sigfús, f. 11.10. 1966, giftur Lilju Ólafsdóttur, eiga þau þrjú börn, Tryggva Stein, f. 16.3. 1993, Daníel Snæ, f. 26.2. 1996, og Katrínu Sól, f. 15.5. 2004, og búa á Þórshöfn. Yngst- ur var Tryggvi, f. 30.7. 1971, d. 10.4. 1990. Kristján bjó á Þórs- höfn og starfaði sem vélstjóri til sjós og lands mestallan sinn starfsaldur. Kristján verður jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju í dag, fimmtudaginn 29. desember 2011, kl. 14. d. 27.3. 2004, Bára, f. 8.7. 1940, Anna Aðalbjörg, f. 27.10. 1945, d. 21.2. 2005, Hreinn, f. 19.10. 1947, Þórkatla, f. 14.9. 1948, Sigfús, f. 27.1. 1952, Ævar, f. 26.8. 1953, d. 10.10. 2009, Bergþór, f. 9.8. 1954. Bræður Kristjáns sam- mæðra voru Gunn- ar, f. 31.5. 1931, d. 6.9. 2008, Sveinbjörn Kristján, f. 31.5. 1932, d. 13.11. 1999 og Dag- bjartur, f. 11.9. 1933, d. 16.4. 2005. Kristján kvæntist Ingunni J. Tryggvadóttur frá Læk- Elsku bróðir, þá er þinni þrautagöngu í erfiðum veikindum lokið. Þú ert sá sjöundi af okkar af þrettán systkina hópi sem kveður á stuttum tíma. En það er nú alltaf erfitt að kveðja, sama hvort hópurinn er stór eða lítill ef sambandið er gott. Ég er yngstur af systkinum okkar en við náðum mjög vel sam- an enda stundaðir þú sjómennsk- una eins og ég. Gátum við oft tal- að um kaup og kjör sjómanna og margt fleira sem því tilheyrir. Þú kynntist svo sannarlega sorginni í lífi þínu þegar þú misst- ir son þinn aðeins 18 ára gamlan og síðar eiginkonu þína 1994 að- eins fjórum árum eftir andlát sonar þíns. Svo móður þína 1997, og svo systkini þín Svenna 1999, Gerði 2004, Önnu 2005, Dagbjart 2005, Gunni 2008 og Ævar 2009, þar sem þú spilaðir á harmonikk- una við útför hans af þinni snilld. Þú varst vanur að taka upp harm- onikkuna og skemmta okkur með því að spila fyrir okkur og aðra. Í sumar þegar við komum til þín á káta daga varstu búinn að vera í lyfjameðferð en það aftraði þér ekki frá að taka upp harm- onikkuna og spila lag sem þú samdir á nikkuna, svo skelltir þú þér á harmonikkuball með okkur og tókst nokkra snúninga þar. Þú trúðir alltaf á batann, að þetta myndi lagast. Það eru góðar minningar sem ég geymi í hjarta mínu. Er ég ánægður að hafa fengið að njóta þeirra samverustunda með þér og einnig annarra stunda í lífinu. Ég vil þakka Natalíu fyrir þær stundir sem hún veittir þér í veik- indum þínum til síðasta dags sem hún gerði af alúð og ást. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Natalía, Helena, Sigfús, systk- ini og aðrir aðstandendur. Votta ykkur mína dýpstu samhúð í sorginni og megi góði guð vaka yfir ykkur um aldur og ævi. Bergþór bróðir. Hugur minn er harmi sleginn, elsku bróðir minn, Kristján, er fallinn frá allt of snemma. Hann ætlaði sér að vinna vágestinn sem tók öll völd á rúmu ári. Stjáni var mjög góður vinur og bróðir og áttum við góða stund saman í sumar á Kátum dögum á Þórs- höfn og þótt þú værir orðinn mik- ið veikur þá gast þú alltaf spilað á skemmtarann sem þú gerðir svo undur vel. Það var dásamlega gaman hjá okkur Begga og Huldu þegar við komum með bíl- inn allan í rauðum blöðrum í rauða hverfið þitt, það fannst þér flott.Við áttum góða daga hjá þér og Natalíu, þú spilaðir og við sungum svo undir tók langt fram á nótt, ég var svo hissa á þrekinu sem þú hafðir. En músík var svo rík í þér, sama hvort það var raf- magnsharmonikkan eða skemmt- arinn og þú spilaðir lög eftir þig sem við vissum að þú áttir en lést lítið fara fyrir þeim, mjög falleg lög. Stjáni fékk sinn skammt af sorg í sínu lífi, Tryggvi sonur hans dó úr hvítblæði aðeins 17 ára og saknaði Stjáni hans mikið, þeir voru samrýndir feðgar, síðan kom annað áfall þegar eiginkon- an, Inga, fékk æxli í höfuðið og átti við erfið veikindi að stríða sem Stjáni reyndi létta henni eins og hann gat, en að lokum var ekk- ert hægt að gera. Við Rikki átt- um margar góðar stundir með Ingu og Stjána á Þórshöfn, þau áttu þar fallegt heimili sem gott var að koma á, en þessi áföll tóku mjög á Stjána og þá hjálpaði músíkin honum mikið. Ég á eftir að sakna Stjána mikið, að fá ekki símtal og spjall sem var alltaf hressandi. Stjáni var alltaf til sjós og lengst af á Geir en síðustu ár í Hraðfrystihúsi Þórshafnar, hann hætti að vinna 2010 og átti nú að njóta lífsins en þá komu veikind- in, æxli í lungu, svo í höfuð og baráttan var erfið. Stjáni var lengi einn eftir lát Ingu og átti það ekki vel við hann, en svo kynntist hann Natalíu og hefur hún reynst honum mjög vel í þessum veikindum hans og á þakkir skilið fyrir það. Stjáni er sjöundi í systkinahópnum sem kveður á 12 árum og öll svo ung, þannig að það verður vel tekið á móti þér og miklar Bergholtsum- ræður fara í gang eins og alltaf þegar við hittumst. Ég sendi börnum þínum, Helenu og Sig- fúsi, og þeirra fjölskyldum inni- legar samúðarkveðjur. Elsku bróðir, sof þú rótt. Þín systir, Þórdís. Kristján var þriðji í röðinni í hópi alsystkina en fyrir átti hann þrjá hálfbræður. Systkinin voru þrettán talsins. Eins og sést á þessu var systkinahópurinn stór í Bergholti áRaufarhöfn og í mörg horna að líta fyrir húsmóðurina sem þurfti að framfleyta sér og sínum og oft og tíðum við lítil efni. Systkinin lærðu snemma að vinna og voru dugleg að bjarga sér. Kristján, svili minn, var eng- in undantekning í þeim efnum. Hann fór snemma á sjóinn og tók síðar meir vélstjóraréttindi frá vélstjóraskólanum í Reykjavík. Innan við tvítugt kynntist Kristján konu sinni Ingunni Tryggvadóttur á Þórshöfn, en hún var fædd árið 1944 og lést um Kristján Sigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.