Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 9

Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 Milljónaveltan 90 milljóna króna vinningur: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók- staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 1 milljónar króna vinningar: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók- staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 500 þùsund króna vinningar: Dregið er aðeins úr seldum miðum, bæði númer og bók- staf. Tromp-miði margfaldar ekki vinningsupphæð en fimmfaldar vinningslíkur. 12. flokkur, 28. desember 2011 Kr. 90.000.000,- 5309 H 21199 B 23189 E 44607 G 44744 G 30890 H Kr. 1.000.000,- Kr. 500.000,- 2631 B 16039 G 18642 B 24848 E 38800 B 39882 F 41094 H 48481 B 54879 H 58651 F TIL HAMINGJU VINNINGSHAFAR Laugavegi 178 - Sími. 568 9955 Opið virka daga 11:00 - 18:00 Laugardag 10:00 - 13:00 www.tk.is ERUM EINGÖNGU Á LAUGAVEGI 178 6 glös í kassa verð frá 4.179 kr. KAMPAVÍNSGLÖS 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM KAMPAVÍNSGLÖSUM (12 teg) Ingólfur Bárðarson, rafverktaki og fyrrver- andi forseti bæjar- stjórnar Njarðvíkur, lést á Landspítalanum við Hringbraut 27. des- ember sl., 74 ára að aldri. Ingólfur fæddist í Njarðvík, sonur Bárðar Olgeirssonar og Árnýj- ar Eyrúnar Ragnhildar Helgadóttur. Ingólfur lærði rafvirkjun og starfaði sem rafverk- taki og rak sitt eigið fyrirtæki, Rafverk- stæði IB, fram á síð- asta dag eða í 47 ár. Ingólfur átti sæti í bæjarstjórn Njarðvíkur í 12 ár og var þar af forseti bæjarstjórnar í fjögur ár. Ingólfur starfaði mikið að félagsmálum. Hann sat í stjórn Raf- verktakafélags Suðurnesja, stjórn Landssambands íslenskra rafverk- taka, í rafveitunefnd Njarðvíkur, í stjórn og sem stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, í Lionsklúbbi Njarðvíkur starfaði hann í rúm 40 ár, í JC Suðurnes og sem for- seti um skeið, einn af stofnendum Ung- hjónaklúbbs og Nýja hjónaklúbbsins. Ing- ólfur sinnti ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá 16 ára aldri, einnig tók hann þátt í kirkjustarfi Ytri-Njarðvíkurkirkju í 25 ár. Hann var í Frí- múrarareglunni frá 1985. Eftirlifandi eig- inkona Ingólfs er Halldóra Jóna Guðmundsdóttir, húsmóðir. Börn þeirra eru Elín Jóhanna, gift Joe A. Livingston, Arnar, giftur Önnu Birnu Árnadóttur, Ragnhildur Helga, gift Ólafi Birgissyni, Brynja, gift Jóhanni B. Magnússyni, Guð- mundur Þórir, giftur Karlottu Sig- urbjörnsdóttur. Barnabörnin eru 14 og langafabörnin eru fjögur. Andlát Ingólfur Bárðarson BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is „Tölfræði um ölvunarakstur er að miklu leyti til háð frumkvæði lög- reglu,“ segir Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í fé- lagsfræði við Háskóla Íslands, en í nýlegri grein Gunnars Smára Egils- sonar, formanns SÁÁ, segir að hækkun áfengisverðs hafi fækkað málum vegna ölvunar um 714 á tíu mánaða tímabili eða um 41%. Að sögn Helga er ekki hægt að líta einungis á tölfræði yfir ölvunar- akstur og tölfræði yfir áfengisverð og -sölu og draga ályktanir út frá því. Hann segir að meta þurfi fleiri þætti þegar slíkt er skoðað. „Ef við tökum ölvunaraksturinn þá má t.d. nefna umferðareftirlitið, hefur það eitthvað breyst? Það er ýmislegt sem bendir til þess að niðurskurður hjá lögreglunni hafi áhrif á það hvað lögreglan leggur áherslu á, þannig geta þeir kannski ekki verið með eins marga lögreglumenn að fylgj- ast með ölvunarakstri og áður fyrr.“ Helgi tekur þó jafnframt fram að forvarnir og breytt samfélags- umræða geti einnig haft áhrif hvað þetta varðar. Árásum fækkar á heimsvísu Gunnar Smári bendir einnig á í grein sinni að ofbeldisglæpum hafi fækkað hér á landi með hækkun áfengisverðs. Dýrt áfengi leiði því til skárri heims. Að sögn Helga hefur tíðni kærðra líkamsárása hér á landi, þrátt fyrir sveiflur, heldur minnkað á síðustu árum, en þróunin sé í takt við þá þróun sem hefur ver- ið bæði í Evrópu og í Bandaríkj- unum. „Þessi þróun hefur staðið yfir í nokkuð langan tíma, það er ekki þannig að þessi skattastefna sem verið hefur á síðustu tveimur til þremur árum hafi allt í einu haft mikil áhrif á þessa þróun.“ Hann bætir við að skoða þurfi fleiri þætti í þessu samhengi en breytingar á verðlagi áfengis. Helgi tekur þó fram að áhugavert sé að rannsaka tengsl áfengissölu við tíðni afbrota á borð við ölvunarakstur og líkamsárásir, enda séu þekkt tengsl þar á milli. „Þessi almenna stefna um hækkun áfengisverðs hefur áhrif á venjulega borgara en maður setur spurningarmerki við hópana sem eru fíklar, eru þeir eitthvað að pæla í því hvort það sé búið að hækka verð á brennivíni um 5% eða ekki?“ Hann segir það almennt fara sam- an, almenna skattahækk- anastefnu á áfengi, líkt og þá sem hefur verið við lýði síðustu tvö til þrjú árin, í bland við minnkandi kaupmátt, og gera það að verkum að í heild hafi sala á þessum vörum minnkað hjá ÁTVR. „Þannig að þetta hefur áhrif en kannski mismikil á mis- munandi hópa í samfélaginu.“ Verðhækkanir aðeins einn þáttur  Niðurskurður skiptir meira máli en hátt verðlag á áfengi Morgunblaðið/Júlíus Ölvunarakstur Niðurskurður hjá lögreglunni, og sú forgangsröðun verkefna sem honum fylgir, hefur meiri áhrif á tölfræði yfir ölvunarakstur en hækkanir á áfengisverði að mati Helga Gunnlaugssonar afbrotafræðings. Heiðursverðlaun fyrir árið 2011 voru í gær veitt úr Verðlaunasjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright. Er þetta í 43. skiptið sem veitt eru verðlaun úr sjóðnum. Verðlaunahafinn að þessu sinni er Kristján Kristjánsson, pró- fessor við Menntavísindasvið Há- skóla Íslands, en hann hlaut heið- ursverðlaunin vegna rannsókna og rita sinna á sviði heimspeki. Kristján hlaut þriggja milljóna króna styrk úr sjóðnum ásamt heið- ursskjali og verðlaunapeningi með lágmynd af Ásu á annarri hliðinni og merki Vísindafélags Íslendinga á hinni hliðinni. Hann segir það hafa komið sér mjög á óvart að hann skyldi hljóta verðlaunin, en hann segist gjarnan hafa fylgst með af- hendingu verðlaunanna í sjónvarp- inu þegar hann var yngri. „Ég vil þakka fjölskyldu minni fyrir að standa við bakið á mér í gegnum ár- in en svo vil ég einnig þakka stjórn Verðlaunasjóðs Ásu Guðmunds- dóttur Wright fyrir að hafa metið störf mín að verðleikum.“ Kristján hyggst nýta verðlauna- féð, alls 3 milljónir króna, til að fjár- magna sex mánaða dvöl sína í Cam- bridge í Bretlandi þar sem hann hyggst skrifa sína næstu bók en hún mun að hans sögn snúast um nýja sálfræðistefnu sem kallast „jákvæð sálfræði“. skulih@mbl.is Kristján Kristjánsson valinn vísindamaður ársins Morgunblaðið/Sigurgeir S. Vísindamaður ársins Sigrún Ása Sturludóttir, M.Sc, veitti Kristjáni Krist- jánssyni verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðminjasafninu í gær. Gunnar Smári Egilsson, formað- ur SÁÁ, skrifaði nýlega grein inni á vef samtakanna um þau tengsl sem hann telur vera á milli verðlagsbreytinga á áfengi og tíðni afbrota á borð við ölv- unarakstur og líkamsárásir. Í grein Gunnars Smára kemur meðal annars fram að ef litið er til tölfræði yfir ölvunarakst- ursbrot á fyrstu 10 mánuðum áranna 2006-2008 og hún bor- in saman við sömu tölfræði frá fyrstu 10 mánuðum ársins 2011 sjái menn 41% fækkun slíkra afbrota. „Samkvæmt þessu hef- ur hækkun áfengisverðs fækkað málum vegna ölvunar um 714 á tíu mánaða tímabili eða um 41 prósent. […] Það þarf einnig að áætla hversu stórt hlut- fall drukkinna ökumanna er handtekið. Ef það er fjórðungur þá má segja að hækkun áfengisverðs hefi fækkað drukknum ökumönnum í umferðinni um rúmlega níu á hverjum degi ársins. Það er gott til þess að vita.“ Segir tengsl þarna á milli FORMAÐUR SÁÁ Um það bil eitt umferðarslys varð á hverjum degi á höfuðborg- arsvæðinu, samkvæmt bráða- birgðatölum lögreglu höfuðborg- arsvæðisins. Á tímabilinu 1. janúar til 27. desember voru tilkynnt 358 umferðarslys, en í öllum tilvikum var um að ræða atvik þar sem veg- farendur þurftu á læknisaðstoð að halda í kjölfarið. Lögreglan ætlar að fara af stað með tilraunaverkefni frá og með 1. janúar nk. og freista þess að sýna fram á orsakir og afleiðingar um- ferðarslysa. Sendar verða út upp- lýsingar um þau umferðarslys sem lögregla kemur að tvisvar í viku. Fram mun koma hvar, hvenær og með hvaða hætti slysið varð, að hverju rannsókn lögreglu beinist, hversu margir slösuðust og eftir atvikum alvarleiki meiðslanna. Verkefnið mun standa yfir í einn mánuð og tilkynningar sendar út á þriðjudögum og föstudögum. Eitt umferð- arslys á dag á þessu ári AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.