Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 VIÐ ÞÖKKUM KÆRLEGA FYRIR VIÐSKIPTIN Á ÁRINU SEM ER AÐ LÍÐA OG ÓSKUM YKKUR FARSÆLDAR Á NÝJU ÁRI HLÖKKUM TIL AÐ VINNA FYRIR YKKUR ÁRIÐ 2012                       !      " Náttúruverndarsamtök Suð- vesturlands fagna nýlegri ákvörðun um stofnun jarð- minjagarðs (Geopark) á Reykjanesi en sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa nú ákveðið að ganga til sam- starfs um stofnun slíks garðs. „Er það mikið fagnaðarefni þar sem slík ráðstöfun er vel til þess fallin að auka al- menna vitund um mikilvægi náttúruverndar á svæðinu. Huga þarf vandlega að þeim málaflokki, t.d. með tilliti til virkj- ana og þeirra mannvirkja sem þeim fylgja. Einnig þarf að gera ráðstaf- anir til að koma í veg fyrir ut- anvegaakstur, sem verið hefur mik- ið vandamál á Reykjanesskaga,“ segir í ályktun samtakanna. Þá minna samtökin á að 83% þeirra erlendu ferðamanna sem sækja landið heim eru hingað kom- in í þeim tilgangi að upplifa ósnortna náttúru. Þeir séu ekki komnir hingað til að skoða stöðv- arhús, borstæði, háspennulínur, línuvegi, hitaveiturör og önnur slík mannvirki. Segja ferðamenn ekki koma til að skoða stöðvarhús, borstæði og háspennulínur Ljósmynd/elg Reykjanes Göngufólk á Sveifluhálsi í Krýsuvík. Grunnskólanemum með lögheimili á höfuðborg- arsvæðinu gefst nú kostur á að kaupa nemakort Strætó bs. en hingað til hafa þau einungis verið í boði fyrir nema á framhalds- og háskólastigi. Nema- kortið verður persónukort, sem nemar á aldrinum 6-18 ára fá keypt með staðfestingu á aldri sam- kvæmt þjóðskrá. Nemar 18 ára og eldri geta líkt og fyrr keypt sín kort samkvæmt staðfestingu á skóla- vist frá viðkomandi skóla. Sala á nemakortunum hófst 27. desember á www.stræto.is. Þau taka gildi 1. janúar 2012 og gilda til 31. maí. Aðeins verður hægt að greiða fyrir kortið með kred- itkorti. Nemakortið kostar 15.000 kr. fyrir önnina og verður sent heim til þeirra sem það kaupa. Það eru sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavík, Hafn- arfjörður, Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Álftanes, sem bjóða nemendum úr sveitarfélögunum þessi sérkjör. Grunnskólanemar geta keypt nemakort N1 og Olís drógu í gær til baka hækkanir á bensíni sem komu til framkvæmda í fyrradag. Var það gert í kjölfar þess að önnur olíufé- lög fylgdu ekki í kjölfarið og héldu bensínverðinu óbreyttu. N1 og Olís hækkuðu bæði verðið í fyrradag. Bensínlítrinn hjá N1 fór í 231,4 kr. í sjálfsafgreiðslu en 231,9 kr. hjá Olís. Hækkunin nam 3,5 kr. hjá N1 og 4 kr. hjá Olís. Hækkunin var rökstudd m.a. með veikara gengi krónu gagnvart dollar og hækkun á heimsmarkaði. Morgunblaðið/Sverrir Árið 2006 Í þá gömu góðu daga þegar bensínlítrinn kostaði 122 krónur. Drógu til baka hækkun á bensíni Hér á landi er staddur norskur vísindamaður að nafni Harald Harung, dósent við Oslo Univers- ity College í Nor- egi. Hann heldur fyrirlestur á veg- um Íslenska íhugunarfélags- ins um rannsóknir sem hann, ásamt öðrum, hefur gert á heilastarfsemi afreksfólks á ýmsum sviðum. Niðurstöður þessara rannsókna benda til að heilastarfsemi afreks- fólks sé sláandi lík þeirri heila- starfsemi sem þróast við reglu- bundna iðkun innhverfrar íhugunar. Fyrirlesturinn verður haldinn í húsnæði Íslenska íhugunarfélags- ins í Skúlatúni 2, fimmtudaginn 29. desember kl. 16. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og er aðgangur ókeypis. Heilastarfsemi af- reksfólks rædd Harald Harung STUTT ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Samherji, eitt umsvifamesta sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins, afhenti í gær 75 milljónir króna í styrki til ýmissa samfélagsverkefna í Eyja- firði, eins og raunar kemur fram á bls. 2 í blaðinu í dag.    Athyglisvert var að forstjóri fyrirtækisins, Þorsteinn Már Bald- vinsson, sagði við þetta tækifæri að ekki væri sjálfgefið að alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki hefði höf- uðstöðvar sínar á Íslandi og stýrði markaðsstarfinu þaðan. Stjórnendur þess kysu þó að haga málum þannig. Ræturnar væru í Eyjafirði.    Kristján Vilhjálmsson, fram- kvæmdastjóri útgerðarsviðs Sam- herja, rifjaði upp í ávarpi í gær að Samherji hefði fengið Útflutnings- verðlaun forseta Íslands árið 2003.    Þorsteinn Már sagði að heims- myndin í fisksölu væri allt önnur nú en árið 2003. „Nýir markaðir hafa komið til sögunnar, aðrir markaðir hafa eflst. Í því sambandi vil ég sér- staklega nefna að mikilvægi mark- aða hefur flust frá Vestur-Evrópu til landa á borð við Kína, Nígeríu, Úkraínu og Pólland svo dæmi séu nefnd,“ sagði forstjórinn.    Þorsteinn Már varpaði fram þeirri spurningu í ávarpi sínu í gær, hvort einhver í salnum vissi hve margir þyrftu að borða fisk frá Sam- herja einu sinni í mánuði til að neyta þess magns afurða sem félagið fram- leiðir og selur mánaðarlega.    Spurningunni svaraði forstjór- inn sjálfur: „Það er ótrúlegt en satt að svarið er: 150 milljónir manna þurfa að jafnaði að borða fisk frá Samherja einu sinni í mánuði til að neyta þess magns afurða sem félagið framleiðir og selur.“ „150 milljónir manna í hinum ýmsu heimshornum, meðal annars í Japan, Kína, Nígeríu, Rússlandi og Vestur-Evrópu,“ sagði forstjórinn.    Þorsteinn Már sagði því að sölu- og markaðsdeild fyrirtækisins þjáðist seint af verkefnaskorti, því eins og ávallt byggðist sölu- og markaðsstarfið á því að hitta við- skiptavininn og uppfylla óskir hans.    „Ef við lítum okkur aðeins nær þá vil ég nefna að það þurfti á fjórðu milljón Frakka til að borða það magn af fullunnum ferskum þorsk- hnökkum sem starfsstöðvarnar á Akureyri og Dalvík sendu frá sér í nóvember. Þetta er mögulegt með nákvæmu samspili veiða, vinnslu, flutninga og markaðsstarfs,“ sagði Þorsteinn Már sem gagnrýndi í ávarpi sínu fyrirhugaðar breytingar í stjórnun fiskveiða.    Kristján Vilhelmsson hældi starfsmönnum fyrirtækisins; ávarp- aði þá með þeim orðum að þeir hefðu unnið afburðavel, verið samvisku- samir, sýnt frumkvæði og dugnað. „Því miður hafið þið notið lítillar uppskeru í umræðu hversdagsins, því umræðan um atvinnugreinina hefur verið á fremur neikvæðum nótum og ekki í neinu samræmi við þá verðmætasköpun og gjaldeyris- öflun sem handverk ykkar hefur skapað,“ sagði Kristján. „Ég vil því hérna, í votta viðurvist, segja við ykkur, ágæta starfsfólk, að þið eruð í úrvalsdeild hvað sjósókn varðar, hvað úrvinnslu aflans varðar og allt til þess að koma vörunni í hendur er- lendra kaupenda og fá allan gjald- eyrinn greiddan heim.“    Styrkir Samherja, sem tilkynnt var um í gær, voru til ýmissa félaga, nema einn til afreksíþróttamanns. Sundkonan Bryndís Rut Hansen úr Óðni varð fyrir valinu að þessu sinni, en hún hefur verið áberandi síðustu misseri bæði hér heima og erlendis og er hársbreidd frá því að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í London næsta sumar.    Snorri Ásmundsson listamaður býður upp á gjörning í Flóru í kvöld og síðan mun hann spjalla við gesti um list sína. Samkoman hefst kl. 20 og stendur til kl. 22.    Árleg úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fór fram í vikunni. Þar kom fram að Akureyr- ingar áttu á árinu 96 landsliðsmenn frá níu félögum í 25 greinum. Samherji mettar marga Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Afreksstyrkur Bryndís Rut Hansen sundkona fékk afreksstyrk Samherja. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti henni viðurkenningarskjal. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ekki hefur reynst unnt að greina or- sök dauða síldar sem fundist hefur á fjörum í grennd við Stykkishólm. Sýni sem starfsmenn Fiskistofu tóku á svæðinu voru rotnuð og illa farin og nýttust Hafrannsóknastofnun ekki til rannsókna. Þær upplýsingar fengust hjá Fiskistofu að eftirlits- menn hefðu verið um borð í tveimur skipum sem stunduðu síldveiðar á svæðinu um miðjan og síðari hluta nóvember. Á þeim tíma hefði ekki verið tilefni til athugasemda. Sýking hefur herjað á stofninn síðustu ár. Talsvert hefur fundist af dauðri síld á fjörum undanfarið og segir í upplýsingum frá Fiskistofu að ekki liggi fyrir hver hin raunverulega ástæða sé eða hvort jafnvel liggi fleiri en ein ástæða að baki. „Fiski- stofa fylgist náið með framvindu mála en ekki er hægt að svara því á þessu stigi hvort fyrirhugaðar séu breytingar fyrir næstu síldarvertíð,“ segir í svari Fiskistofu við fyrirspurn blaðsins. Nánara samstarf á næstu vertíð Á heimasíðu LÍÚ er fjallað um málið og þar segir að útgerðir síldar- skipa hafi fundað og farið yfir þær upplýsingar sem fyrir liggja. Haft er eftir Friðriki J. Arngrímssyni, fram- kvæmdastjóra LÍÚ, að fram hafi komið að á vissum stöðum séu að- stæður til veiðanna erfiðar, þar sem þær séu stundaðar á mjög grunnu vatni. Botnlag sé misjafnt og straumar sterkir sem hafi óhjá- kvæmilega leitt til þess að nætur hafi rifnað og síld sloppið út jafnvel þó að ýtrustu varúðar hafi verið gætt. Friðrik segir að útgerðir síldar- skipa leggi áherslu á að umgengni um síldarmiðin verði eins góð og best verður á kosið. Í því skyni hafi verið ákveðið að samstarf útgerðanna um veiðarnar verði enn nánara á næstu vertíð en verið hefur við að miðla afla á milli skipa og til að draga úr hætt- unni á að óhöpp verði við veiðarnar. „Útgerðirnar taka fréttir af dauðri síld á Breiðafirði mjög alvarlega og munu leggja sig allar fram um að áhrif veiðanna verði eins lítil og mögulegt er,“ er haft eftir Friðriki. Ekki hægt að rannsaka sýni vegna rotnunar  Samstarf útgerða við síldveiðar enn nánara á næstu vertíð Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Veiðar Mikið fékkst af síld skammt frá Stykkishólmi í haust og oft við erfið- ar aðstæður. Dauð síld hefur fundist á fjörum, en óljóst er með dánarorsök.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.