Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 35

Morgunblaðið - 29.12.2011, Síða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HÖRKU SPENNUMYND ÍSLENSKT TAL -THE HOLLYWOOD REPORTER HHHH GIRLWITHTHEDRAGONTATTOO Sýnd kl. 6:45 - 10 MISSION IMPOSSIBLE 4 Sýnd kl. 7 - 10 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 Sýnd kl. 2 (700kr.) - 4 - 6 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 BLITZ Sýnd kl. 10:30 RUM DIARY Sýnd kl. 8 ARTÚRBJARGARJÓLUNUM 3D Sýnd kl. 2 (950kr.) - 4 TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! ÍSLENSKT TAL ÍSLENSKT TAL 88/100 -CHICAGO SUN TIMESH.S.S. - MBL HHH HHH AK. DV - MAGNÚS MICHELSEN, BÍÓFILMAN.IS HHHH - RAGNAR JÓNASSON, KVIKMYNDIR.COM HHHH -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Gleðileg jól Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 5.45 - 8 - 9 16 MI – GHOST PROTOCOL LÚXUS KL. 2 - 5 - 8 - 10.50 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 1 (TILBOÐ) - 3 - 5.50 - 8 L MI – GHOST PROTOCOL KL. 5 - 8 - 10.50 16 STÍGVÉLAÐIKÖTTURINN 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L ARTÚR 3D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 - 5.50 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 2D KL. 1 (TILBOÐ) - 3.20 L ÆVINTÝRI TINNA 3D KL. 10.10 7 H.S.S., MBL.H.V.A., FBL. TOM CRUISE, SIMON PEGG, PAULA PATTON OG JEREMY RENNER Í BESTU HASARMYND ÁRSINS! FORSÝNING GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 3.30 (TILBOÐ) - 6.45 - 8 - 10 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 4 (TILBOÐ) - 6 - 8 L ARTÚR BJARGAR JÓLUNUM 3D KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 L SHERLOCK HOLMES (FORSÝNING) KL. 10 12 TINNI KL. 3.30 (TILBOÐ) - 5.40 - 8 - 10.20 7 GIRL WITH THE DRAGON TATTOO KL. 8 - 10.50 16 ALVIN OG ÍKORNARNIR 3 KL. 4 - 6 L ELÍAS KL. 4 - 6 12 MIDNIGHT IN PARIS KL. 8 - 10 L Leikarinn Taylor Lautner er ekki kominn út úr skápnum, eins og haldið hefur verið fram víða í net- miðlum síðustu daga. Ástæða orð- rómsins er sú að falskri forsíðu tímaritsins People var dreift á net- inu en á henni var ljósmynd af leik- aranum og hann sagður hafa komið út úr skápnum, þ.e. greint frá því að hann væri samkynhneigður. Talsmaður People segir að um gabb hafi verið að ræða sem rekja megi til færslu á samskiptavefnum Twitter. Þaðan fór myndin um net- ið eins og eldur í sinu. Ekki fylgir sögunni hver ber ábyrgð á þessu gríni á kostnað Lautners. Reuters Gabb Lautner kom ekki út úr skápnum um jólin. Fölsk for- síða People Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Já, hvað get ég sagt þér ekki?“ segir leikstjóri áramótaskaupsins 2011, Gunnar B. Guðmundsson, hlæjandi þegar blaðamaður segist vilja ræða við hann um skaupið. Það er nefnilega föst vinnuregla þeirra sem að skaupinu koma að ræða það ekki efnislega áður en að sýningu kem- ur, leynd skal hvíla yfir því fram að frumsýn- ingu, annað er hreint og klárt brot á lögum um áramótaskaup. Skaupið er það þriðja sem Gunnar leikstýrir en handritshöfundar, auk hans, eru þau Anna Svava Knúts- dóttir, Sævar Sigurgeirsson, Hjálmar Hjálmarsson, Örn Úlfar Sævarsson og Baldvin Z. – Var þetta grínvænt ár, 2011? „Já, ég held það,“ svarar Gunnar. Í fyrra, líkt og í ár, hafi honum í upphafi handritsskrifa þótt lítið hafa gerst á árinu og svitnað nokk- uð yfir því. Við nánari athugun hafi þó verið af nógu að taka. – Hvernig vinnið þið svona hand- rit? Rennið þið yfir netmiðla, skoðið fréttir á árinu eða flettið dag- blöðum, til dæmis? „Já, netmiðla og skoðum blogg- ara sem eru duglegir að blogga um hverja einustu frétt eða það sem stendur upp úr, alls kyns þætti þar sem farið er yfir atburði vikunnar og blöðin,“ telur Gunnar upp. Þá séu sumir handritshöfundanna stál- minnugir, muni alla helstu atburði ársins og séu með skaupsskrifin í blóðinu. „Hópurinn er samsettur þannig að það eru tveir eða þrír sem eru ekkert inni í fréttum,“ seg- ir Gunnar kíminn. Þeir hafi aftur á móti afar gott nef fyrir gríni og sjái spaugilegu hliðarnar á viðburðum, mönnum og málefnum. Það sé því ekki nauðsynlegt skrifunum að vera vel að sér um stjórnmál eða fréttir og handritshöfundar hafi allir reynslu af því að skrifa gaman- efni, sumir áramótaskaup. Ólíkt öðru sjónvarpsefni – Þú ert orðinn býsna sjóaður núna í gerð áramótaskaupa og bjóst áður yfir reynslu af því að gera myndefni í gamansömum dúr; auglýsingar, stuttmyndir og kvik- myndir. Það var hins vegar nýtt fyrir þér að gera skaup, langan gamanþátt sem er ansi hraður og með ótalmörgum innslögum … „Þetta prógramm er í rauninni öðruvísi en annað sem maður kem- ur nálægt. Í fyrsta lagi fær það gríðarlegt áhorf, hraðinn er mikill og handritið vill skila sér síðast, til að vera „up to date“, með því nýj- asta. En tökur þurfa að komast í gang sem allra fyrst svo hægt sé að klára það,“ segir Gunnar. Tökum í ár hafi lokið í enda nóvember og einum tökudegi svo bætt við í des- ember. – Er skaupið tilbúið? „Við erum bara að klára það, í þessum töluðum orðum.“ Spurður hvort nefna megi leik- arana sem koma fram í skaupinu í ár segir Gunnar að nokkrum nöfn- um verði að halda leyndum en hann megi þó nefna þá leikara sem leikið hafi áður í áramótaskaupi. „Við er- um með Gunnar Helgason, Stefán Jónsson, Víking Kristjánsson, Sig- rúnu Eddu Björnsdóttur, Stein Ár- mann Magnússon, Þorstein Bach- mann … það eru mjög margir leikarar í því,“ segir Gunnar, leik- arar og leikkonur skipti tugum og með statistum hundruðum. – Nú er gerð krafa um að allt sé fyndið frá upphafi til enda og allir virðast hafa skoðun á skaupinu. Er það stressandi? „Nei, svolítið í fyrra en fyrsta ár- ið var það ekki þannig,“ svarar Gunnar, sallarólegur þótt hann verði með heila þjóð á bakinu á gamlárskvöld. Skaupið hefst kl. 22.30. Miklar kröfur, mikill hraði Skop Frá tökum á áramótaskaupinu 2011, virðist sem heimskunn íslensk tónlistarkona sé tekin gríntökum.  Leikstjórinn Gunnar B. Guðmunds- son stýrir sínu þriðja áramótaskaupi Gunnar B. Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.