Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 Orð dagsins: Daníel tók til máls og sagði: „Lofað verði nafn Guðs frá eilífð til eilífðar, því hans er viskan og mátt- urinn.“ (Daníel 2, 20.) Krossgáta Lárétt | 1 hrekkjótti, 8 þoli, 9 slóttugur, 10 flaut, 11 líta í kringum sig, 13 ákveð, 15 fjárrétt, 18 gorta, 21 beita, 22 erfið viðskiptis, 23 nið- urandlitið, 24 daður. Lóðrétt | 2 refur, 3 þrátta, 4 fen, 5 mannsnafn, 6 höfuð, 7 óvana, 12 dá, 14 fum, 15 sæti, 16 í vafa, 17 reipi, 18 drengur, 19 æviskeiðið, 20 hófdýr. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ásjón, 4 þvarg, 7 aftur, 8 æskir, 9 múr, 11 part, 13 hóls, 14 álfur, 15 spöl, 17 æpir, 20 árs, 22 ýmist, 23 lútum, 24 afann, 25 renna. Lóðrétt: 1 ávarp, 2 Jótar, 3 norm, 4 þvær, 5 afkró, 6 garms, 10 útför, 12 tál, 13 hræ, 15 spýta, 16 öxina, 18 pútan, 19 remma, 20 átan, 21 slór. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 29. desember 1969 Sigurður Nordal prófessor hlaut heiðursverðlaun úr sjóði Ásu Guðmundsdóttur Wright þegar þau voru veitt í fyrsta sinn. 29. desember 1976 Um tvö hundruð íbúar í Æsu- felli 2 í Reykjavík urðu að flýja íbúðir sínar þegar eldur kom upp í geymslum. Gangarnir fylltust af reyk svo að mörgum varð að bjarga af svölum. 29. desember 1994 Sjö skipverjum og ungbarni var bjargað í þyrlur af hol- lenska flutningaskipinu Hend- rik B, sem fékk á sig brotsjó um hundrað sjómílur suð- vestur af Vestmannaeyjum. 29. desember 1995 Ríkisstjórnin ákvað að ekki væri lengur hægt að óska nafnleyndar þegar sótt væri um opinberar stöður. 29. desember 1999 Björk Guðmundsdóttir var valin tónlistarmaður ald- arinnar á samkomu í Há- skólabíói. Bubbi Morthens var valinn rokkari aldarinnar og Vilhjálmur Vilhjálmsson söngvari aldarinnar. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… „Ég hef ekki undan neinu að kvarta,“ segir Þor- valdur S. Helgason bifvélavirki sem fagnar 80 ára afmæli sínu í dag. Þorvaldur verður heima við í faðmi fjölskyldu og vina á afmælinu. Þorvaldur hefur átt miklu barnaláni að fagna og á samtals sex börn, fimm syni og eina dóttur, barnabörnin eru tíu talsins og barnabarnabörnin orðin ellefu. Öllum þessum hópi verður ásamt öðrum gestum boðið upp á hangikjöt og tilheyrandi meðlæti í til- efni dagsins. Veislan verður haldin á heimili Þor- valdar og konu hans í Kópavogi. Þrátt fyrir að Þorvaldur eigi afmæli á þeim tíma árs sem einkennist meðal annars af miklu hangikjötsáti fer því fjarri að kjötið hafi alltaf verið á boðstólum á afmælisdaginn. Hangikjötið er þó í uppáhaldi hjá Þorvaldi og segir hann það vera einfaldan mat sem auðvelt sé að hafa til og henti því vel í áttræðisafmæli. Afmælisbarnið er við góða heilsu þrátt fyrir að hafa unnið erf- iðisvinnu mestalla ævi, en Þorvaldur hefur starfað sem bifvélavirki stærstan hluta lífs síns að frátöldum tveimur árum þegar hann vann sem bílstjóri. Lengst af vann hann hjá fyrirtækinu Loftorku við vinnu- vélar og ber þeim vinnustað vel söguna. gudrunsoley@mbl.is Þorvaldur S. Helgason bifvélavirki 80 ára Hangikjötið einfalt og gott (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú gleðst yfir því að öldurnar hefur lægt og allir eru á eitt sáttir. Reyndu að setja þig í spor annarra. (20. apríl - 20. maí)  Naut Svo virðist sem allir séu að reyna að fá þig til þess að leggja eitthvað af mörkum. Leyfðu öllu að hafa sinn gang. Þú færð óvænt símtal. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Það þarf enginn að brjóta reglur til þess að skemmta sér. Stattu undir þeirri ábyrgð sem þú tókst að þér því það er skref í rétta átt. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Frestaðu því ekki til morguns að gera eitthvað fyrir heilsuna. Sýndu í verki að þú kunnir að meta það sem fyrir þig er gert. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er mikilvægt að þú gefir þér tíma til að hugsa um sjálfa/n þig. Haltu þig innan þeirra marka sem þú ræður við. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það er þroskamerki að geta við- urkennt mistök sín og lært af þeim. Talaðu við yfirmenn þína um það sem þér liggur á hjarta. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Það má koma miklu í verk þegar sam- starfið gengur snurðulaust. Farðu í ferðalag með vinum eða gerðu eitthvað annað skemmtilegt (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Stundum getur reynst nauð- synlegt að grípa til aðgerða áður en allir hlutir eru komnir í ljós. Takirðu fagnandi á móti breytingum hefurðu byrinn með þér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það fara fáir í fötin þín þessa dagana. Trúverðugleikinn hreinlega geislar af þér og þér er treyst fyrir miklu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Þótt hugmyndir þínar séu óhefð- bundnar, eru þær einstaklega hagnýtar. Þú ættir að syngja oftar, þó ekki væri nema fyrir þig eina/n. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þú gætir þurft að takast á við einhvers konar andstöðu í dag. Hertu upp hugann því endalaus undanlátssemi skilar þér bara örðugleikum. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Ný persóna gengur inn á sviðið í lífi þínu. Smáatriði vefjast ekki fyrir þér og þú finnur fljótlegustu leiðina að réttri lausn. Stjörnuspá Sudoku Frumstig 7 6 3 5 1 2 9 2 1 5 6 4 9 6 5 7 1 3 9 6 7 5 1 2 4 3 3 8 8 6 9 2 9 7 5 6 4 3 8 7 5 7 6 2 5 2 9 5 8 8 9 2 9 7 8 3 5 6 7 8 3 1 5 9 8 8 6 7 4 4 9 6 6 9 4 1 1 5 1 7 2 9 6 3 8 4 6 2 3 4 1 8 5 7 9 9 4 8 7 3 5 2 6 1 3 5 1 9 8 7 6 4 2 4 7 6 5 2 3 1 9 8 2 8 9 6 4 1 7 3 5 1 6 4 3 5 9 8 2 7 7 9 5 8 6 2 4 1 3 8 3 2 1 7 4 9 5 6 3 9 5 2 6 1 8 7 4 1 7 4 8 5 9 6 2 3 8 6 2 7 4 3 5 9 1 6 8 7 3 2 5 4 1 9 9 5 1 4 7 8 3 6 2 2 4 3 1 9 6 7 8 5 4 3 9 6 8 2 1 5 7 5 1 8 9 3 7 2 4 6 7 2 6 5 1 4 9 3 8 5 3 7 2 8 4 1 6 9 4 9 6 5 3 1 2 8 7 1 8 2 9 6 7 5 3 4 8 5 9 1 2 6 7 4 3 6 2 3 4 7 8 9 5 1 7 4 1 3 9 5 6 2 8 2 1 5 8 4 9 3 7 6 9 7 4 6 5 3 8 1 2 3 6 8 7 1 2 4 9 5 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig töl- urnar 1-9 og aldrei má tví- taka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 29. desember, 363. dagur ársins 2011 Víkverji rakst á litla frétt um að íÞýskalandi hefði nú verið end- urútgefin bókin Lest hverfur um varmennið Fantômas. Bók þessi kom fyrst út fyrir hundrað árum og þær urðu fleiri. Hið illa hefur löngum haft sitt aðdráttarafl og þar er Fantômas engin undantekning. Leitt hefur verið getum að því að Fantômas sé fyrsta illmenni glæpa- bókmenntanna, sem ekki hefur neitt gott að geyma. x x x Fantômas lýsir sjálfum sér svo:„Ég heyri allt, nóttin er sam- verkamaður minn, kvöldið vinur minn; þegar ég vil finn ég mér leið inn í læst herbergi, ef ég kýs heyri ég gegnum veggi og ef mér sýnist svo fer ég ómældar vegalengdir, ég er alltumlykjandi, ég sé allt. Ég er dauðinn og dauðinn er alltaf og alls staðar fyrir hendi.“ x x x Hinn grímuklæddi vágestur nautmikilla vinsælda. Um hann voru gerðar teiknimyndasögur, leik- rit, útvarpsleikrit og bíómyndir. Hljómsveitir hafa kennt sig við hann og aðdáendur geta leitað hann uppi á vefsíðum. Hann átti sér aðdáendur af ýmsum toga, þar á meðal Jean Cocteau, Federico Fellini og Um- berto Eco. x x x Frönsku höfundarnir PierreSouvestre und Marcel Allain skrifuðu alls 32 bækur um Fantômas og Allain bætti 11 sögum við eftir andlát Souvestre. Eftir því sem Vík- verji kemst næst hafa þessar bækur ekki verið þýddar á íslensku. Ís- lenskir lesendur urðu að láta sér nægja sögurnar um Basil fursta og rifjuðust reyndar upp fyrir Víkverja þegar hann las um Fantômas bækur Frakkans Henris Vernes um ofur- hugann Bob Moran, sem lenti í mikl- um hildarleik við illmennið Gula skuggann. Þessar bækur svalg Vík- verji í sig af áfergju í æsku, en grun- ar að þær myndu ekki þola að verða dregnar fram í dagsljósið nú. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Slátrun. A-NS. Norður ♠D742 ♥94 ♦G9875 ♣G10 Vestur Austur ♠1053 ♠ÁKG6 ♥KG8 ♥106532 ♦Á43 ♦D10 ♣ÁD42 ♣63 Suður ♠98 ♥ÁD7 ♦K62 ♣K9875 Suður spilar 2♦ doblaða. Alan Sontag átti ekki sjö dagana sæla í Beijing. Við sáum í gær hvern- ig hann tapaði 5♣ tígullega, en ým- islegt miður gott hafði gengið á fram að þeirri niðurlægingu. Hér var Son- tag til dæmis slátrað í tígulbút án þess að hafa gert nokkuð verra af sér en að opna á Precison-tígli. Hinn hollenski Bauke Muller sagði pass í upphafi með 10 punktana í austur. Sontag opnaði á 1♦, Simon de Wijs í vestur passaði og David Berkowitz í norður freistaðist til að svara á 1♠ með ruslið. Muller pass- aði og Sontag sagði auðvitað 1G. Pass og pass til Mullers, sem gat nú leyft sér að dobla í því góða skjóli að hafa neitað opnun. Berkowitz flúði í 2♦, en Muller doblaði þann samning líka og það kom í hlut Sontags að fara þar 1.100 niður. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is Flóðogfjara 29. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 3.08 0,6 9.26 3,9 15.44 0,7 21.49 3,5 11.22 15.38 Ísafjörður 5.10 0,4 11.19 2,1 17.52 0,3 23.43 1,8 12.07 15.03 Siglufjörður 1.42 1,1 7.28 0,2 13.52 1,2 20.05 0,1 11.52 14.44 Djúpivogur 0.12 0,2 6.31 2,0 12.48 0,4 18.40 1,8 11.01 14.58 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Snorri V. Vignisson verð- ur fimmtugur í dag, 29. desem- ber. Hann mun taka á móti gestum 3. mars 2012. 50 ára 1. e4 d6 2. d4 g6 3. Rc3 Bg7 4. Bg5 c5 5. Rf3 Bg4 6. Bb5+ Rd7 7. dxc5 Bxc3+ 8. bxc3 dxc5 9. h3 Bxf3 10. Dxf3 a6 11. Bxd7+ Dxd7 12. 0-0 h6 13. Bh4 Dc6 14. Had1 Hc8 15. Hfe1 Hh7 16. c4 f5 17. Hd5 g5 18. Hxf5 Rf6 19. Bg3 De6 20. e5 Rd7 21. Hd1 Hc6 Staðan kom upp í 1. deild fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fór fram í Rimaskóla sl. haust. Stór- meistarinn Þröstur Þórhallsson (2.388) hafði hvítt gegn Unnsteini Sigurjónssyni (1.970). 22. Hxd7! Kxd7 23. Hf8 Kc7 24. Dd3! hvítur hótar í senn máti og hróknum á h7. Þröstur teflir fyrir A-sveit Taflfélags Bolungarvíkur en sú sveit er með örugga forystu eftir fyrri hluta mótsins. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.