Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Jóla- og ára-mótakveðjaSteingríms J. Sigfússonar for- manns Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs á fréttavef flokksins staðfestir að forysta ríkisstjórnarinnar býr við annan veruleika en aðrir landsmenn. Samkvæmt grein Steingríms er það útbreiddur misskilningur að skattar hafi almennt hækkað á Íslandi. Þvert á móti hefur að sögn Steingríms orðið sú ánægjulega þróun með breyttum áherslum á sviði skattheimtunnar að jöfn- uður hefur aukist og flestir greiða nú lægri skatta en áður. „Skattagrátkórinn“ er að hans sögn aðeins að verja hina tekju- háu. Málflutningurinn er svipaður þegar kemur að atvinnuleysinu. Þar hafa þeir landsmenn, sem ekki eru svo lánsamir að vera í forystu fyrir hinni góðu rík- isstjórn sem er að leysa hvers manns vanda, misskilið stöðuna illilega. Hingað til hafa lands- menn horft í kringum sig og fylgst með vinum og vanda- mönnum missa vinnuna eða hrökklast úr landi í leit að lífsviðurværi. Og þeir hafa að auki skoðað hagtölur og talið sig sjá að þúsundir eða jafnvel tugir þúsunda starfa hafi glatast í tíð núver- andi ríkisstjórnar á sama tíma og hún legðist gegn at- vinnuuppbyggingu með öllum tiltækum ráðum. Nú má lesa í jóla- og ára- mótakveðju fjármálaráðherra að þetta er allt tómur misskiln- ingur. Atvinnuvegir lands- manna hafa ekki farið illa, þar er þvert á móti mikill vöxtur. Og störf hafa ekki glatast, öðru nær. Frá því í fyrra hafa orðið til 5.000 ný störf og að auki hef- ur ríkisstjórnin gripið til ým- issa úrræða. Þessi störf eru vitanlega, þó að Steingrímur hafi af lítillæti sínu ekki orð á því, til viðbótar þeim þúsundum starfa sem forsætisráðherra hefur sagt að ríkisstjórnin hafi margoft skapað með farsælum aðgerðum í atvinnumálum. Auðvitað er mikið lán fyrir landsmenn að við stjórnvölinn sé fólk sem sér það sem öðrum sést yfir og skynjar það sem aðrir fara á mis við. Og ef efna- hagslegur veruleikinn skyldi þrátt fyrir þetta gerast ágeng- ur þarf almenningur ekki annað en renna yfir kveðju formanns- ins og þá verður allt gott á ný. Leiðtogar lands- stjórnarinnar sjá það sem öðrum mönnum er hulið} Kveðja formannsins Einvaldur Norð-ur-Kóreu, elskaður og virtur af mönnum og mál- leysingjum, er bor- inn til grafar þessa dagana. Svo sem vonlegt er flóa tár yfir alla bakka og hefur RÚV-NK, sem er elskuð og virt stofnun í land- inu, sýnt fjölmargar myndir af þeim ósköpum öllum. Meira að segja þulur RÚV-NK hefur les- ið skýringar með myndunum með grátstafinn ofarlega í kverkunum. Slíkt er til dæmis ekki gert í okkar elskuðu og virtu RÚV nema þegar afnota- gjöldin fá ekki sanngjarna hækkun, sem gerist aðeins ör- sjaldan, sem betur fer. Margvísleg undur hafa orðið vegna ótímabærs andláts leið- togans mikla, sem bar að þar sem hann var staddur um borð í járnbrautarlest í opinberum er- indagjörðum. En leiðtoginn elskaði og virti unni sér aldrei hvíldar, að sögn eftirlifandi yf- irvalda, og eru slík óþreytandi yfirvöld aðeins þekkt á norð- lægum slóðum. Andlátsorð hans voru: „Ég dó í lest fyrir rest.“ („Rest“ merkir „hina“ eða „al- þýðuna“ í þessu samhengi.) Fréttir hafa borist af fuglum sem flykktust í greinar trjáa í námunda við minnismerki um föður hins látna leiðtoga og mátti merkja sára sorg í tísti þeirra og skrækjum. Fyrr- verandi erlendum sendimanni þóttu þessi undur enn stórbrotnari fyrir þá sök að í hans embætt- istíð í Norður-Kóreu sáust fugl- ar yfirleitt hvergi, því þeir sem létu sjá sig voru jafnharðan étn- ir af svöngum og nú að auki sorgbitnum lýð hins elskaða og virta leiðtoga. Norður-Kórea er einstök um margt. Það er kommúnistaríki þar sem alþýðan ræður öllu, eins og jafnan í slíkum ríkjum, en í þessum hluta Kóreu hefur alþýðan komið því þannig fyrir að alræðisvald hennar flyst til innan fjölskyldu Kims Il Sungs, sem, að syni hans og sonarsyni ólöstuðum, var langfremstur meðal jafningja, stórbrotinn, elskaður og virtur. Hefur þetta konungstilbrigði við alræðis- vald alþýðunnar gefist mjög vel og hefur verið bent á að ríkis- stjórn Kims Il Sungs, sonar hans og sonarsonar, sé fyrsta hreina vinstristjórnin sem verið hafi í Norður-Kóreu, og allir vita hve þýðingarmikið er að slíkar stjórnir haldi velli sem lengst, svo skínandi blásnauð- um almenningi megi farnast vel. Andlátsorð leiðtog- ans: „Það skjald- borgar sig“ voru rangt eftir höfð} Gott fordæmi K völdfréttir sjónvarpsstöðvanna í gærkvöldi voru til marks um að kreppunni hefur slotað og sam- félagið er smám saman að kom- ast í gegnum eftirköst hennar. Fréttatími RÚV að því leyti að hann var svo til laus við fréttir af kreppu og hvítflibbaglæpum yfirleitt. Á Stöð 2 var sagt frá 60% söluaukningu í fólksbílum frá fyrra ári, en þó svo bílaleigur hafi verið stórtækar í kaupunum, til að þjón- usta erlenda ferðamenn, er ljóst að heimilin eru að taka við sér líka. Bankastjóri Lands- bankans sagði hann tilbúinn fyrir skráningu í Kauphöll á næsta ári og bætist bankinn þá á stuttan en stækkandi lista mikilvægra fyr- irtækja sem eru að snúa aftur þangað. Áður hefur verið sagt frá batnandi horfum með láns- hæfismat ríkissjóðs og fleira mætti tína til. Blessist Ice- save-málið á næsta ári verður það svo annað stórt skref í skilnaðinum við kreppuna og sálarástandið sem henni fylgdi. Einnig var í fréttum Stöðvar 2 sagt frá nýjum ákærum sem gefnar hafa verið út af embætti sérstaks saksóknara. Reyndar í litlum skattamálum, en þegar hafa tvær ákær- ur verið gefnar út vegna gjaldþrots Glitnis og saksóknari segir fleiri ákærur væntanlegar í janúar. Það eru engin gamanmál, en samt er gott að þau hreyfist áfram. Þótt kreppunni sloti, á hagfræðilegan mælikvarða, hverfur brennimark hennar ekki úr huga fólks fyrr en einhver hefur hlotið makleg málagjöld. Þannig er það nú bara. En málagjöldin þurfa þá líka að vera mak- leg, en ekki bara til komin vegna þess að þjóð- in heimti hefnd. Málsmeðferðin verður löng, það verða sakfellingar og það verða sýknur, frávísanir og áfrýjanir. Enn eigum við því eftir að þreyja þorrann gegnum daga, vikur og jafnvel mánuði ömurlegrar þjóðmálaumræðu og froðufellandi netverja. Á heildina litið gengur líka ansi hægt fyrir „landið að rísa“ og er þar meðal annars um að kenna öfugsnúinni atvinnustefnu stjórnvalda, skuldakreppu og svartsýni í helstu við- skiptalöndum okkar og gjaldeyrishöftunum svo eitthvað sé nefnt. En þótt ég reyni að bölsótast hér yfir því sem mér kemur til hugar, reyni að muna eftir því slæma líka, ekki bara því góða, breytir það ekki því að kreppunni er að slota. Ég verð bara að reyna að sætta mig við það. Hann kemur aldrei, dagurinn sem margir hafa verið að bíða eftir. Dagurinn þegar einhver ráðamaður birtist á skjánum með skjaldarmerkið á bak við sig og tilkynnir að Guð hafi bænheyrt Geir Haarde á sínum tíma. Hann hafi blessað Ísland, hagvöxturinn sé 8% og lánshæfiseinkunn- in AAA. Þess í stað vöknum við morgun einn og uppgötv- um að staðan er bara nokkuð góð. Kreppan hefur læðst burt án þess að við tækjum eftir því. Þannig mun þessi kreppa hafa bæði læðst aftan að okkur á meðan við vorum í maníukasti og læðst burt án þess að við tækjum eftir því, þegar við vorum í þunglyndiskasti. Við látum þetta von- andi ekki koma fyrir okkur aftur í bráð. onundur@mbl.is Önundur Páll Ragnarsson Pistill Sígandi lukka er best STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is E kki liggur fyrir hvenær ráðherrahópur skilar af sér áliti um breyt- ingar á fiskveiðistjórn- arkerfinu. Í hópnum eru Guðbjartur Hannesson, velferð- arráðherra, og Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, en þau hafa m.a. kallað til samráðs þingmennina Ólínu Þorvarðardóttur og Kristján Möller, Samfylkingu, og Lilju Rafney Magnúsdóttur og Björn Val Gíslason frá VG. Guðbjartur vildi ekki staðfesta þessi nöfn í samtali við blaðið í gær, en sagði að þingflokkar stjórnar- flokkanna kæmu að málinu áður en vinnu ráðherranna lyki. Hann sagði að hópurinn hefði rætt við ýmsa, þar á meðal við formann og varaformann LÍÚ til að upplýsa þá um hvað væri verið að gera og hvernig. „Ráðherrahópurinn mun skila forsendum fyrir nýju frumvarpi þar sem dregnar verða fram þær megin- línur sem við viljum hafa þar,“ sagði Guðbjartur. „Í framhaldi af því taka lögfræðingar og lagasmiðir við og vinna að gerð frumvarps í samráði við okkur og stefnt er að því að leggja fram frumvarp á vorþingi. Við vinnum meðal annars út frá stjórnar- sáttmálanum, áliti sáttanefnd- arinnar, sem ég leiddi á sínum tíma, og það er einnig margt gott í þeim drögum sem unnin voru í sjáv- arútvegsráðuneytinu í haust. Það er allt uppi á borðinu, en núna erum við að glíma við forsendurnar og að sætta þau sjónarmið sem við teljum mikilvægt að sætta fyrir frumvarps- smíðina,“ sagði Guðbjartur. Tilbúnar að skrifa frumvarp Þingmennirnir Björn Valur og Kristján koma úr Norðausturkjör- dæmi, en þær Ólína og Lilja Rafney úr Norðvesturkjördæmi. Björn Valur sat m.a. í sáttanefndinni og Lilja Rafney og Ólína voru formaður og varaformaður sjávarútvegs- og land- búnaðarnefndar Alþingis. Sem slíkar sendu þær sjávarút- vegsráðherra í haust greinargerð um heildstætt fiskveiðistjórnunarfrum- varp ráðherra, ásamt tillögum um þær breytingar sem gera þyrfti á frumvarpinu áður en það yrði lagt fram að nýju. Þær lýstu sig reiðu- búnar til þess að skrifa frumvarpið upp að nýju í umboði ráðherra og í samráði við sérfræðinga. Frumvarpið var harðlega gagn- rýnt í byrjun síðasta sumars og það var lagt til hliðar. Í haust kynnti ráð- herra hins vegar á ríkisstjórnarfundi vinnuskjal eða drög að breytingum á núgildandi lögum um fiskveiðistjórn- un. Í framhaldi af því var ráðherra- hópurinn skipaður. Ólína fjallar í bloggfærslu um breytingar á kerfinu og segir m.a. að eitt þeirra verkefna sem við blasi sé „að búa svo um hnúta að gætt verði jafnræðis við gerð og úthlutun nýt- ingarsamninga (til 15 ára skv. frum- varpi) og útleigðra aflaheimilda (til eins árs, svokallaður leiguhluti). Jafnframt þarf atvinnuréttur sjávar- byggðanna til nýtingar sjávarauð- lindarinnar að vera tryggður. Verði áfram byggt á samningaleiðinni svo- kölluðu er óhjákvæmilegt að opna frekar á milli fyrirhugaðra nýting- arsamninga og leiguhluta ríkisins (tímabundinna aflaheim- ilda).“ Jafnframt segir að „farsælast væri að hverfa með öllu frá hugmyndum um byggða- og ívilnunar- potta og þar með miðstýr- ingarvaldi ráðherra hverju sinni við úthlutun byggðakvóta.“ Unnið að forsendum fyrir nýju frumvarpi Morgunblaðið/Rax Breytingar Óvissa er um framtíð fiskveiðistjórnarkerfisins, en ráðherra- hópur vinnur að því leggja meginlínur fyrir lagasmiði og lögfræðinga. „Til þess að efla nýliðun og auka hráefnisframboð til fiskvinnslu á minni stöðum tel ég rétt að stór- efla strandveiðar og gefa þær „frjálsar“ innan skilgreindra (og strangra) marka,“ segir Ólína í bloggfærslu. Veiðitímabilið þyrfti að vera afmarkað við fimm daga í viku í 4-6 mánuði. Aðeins bátar minni en 15 brúttótonn með tvær handfærarúllur fengju leyfi. Veið- arnar yrðu bundnar skráðum eig- anda, sem ekki gerði út aðra báta á strandveiðitímanum. Ólína telur að verði þessum skilyrðum fylgt strangt eftir yrðu aðrar takmarkanir óþarfar. „Þessar umhverfisvænu, sjálf- bæru veiðar myndu skila mörg hundruð störfum og stórauknum gjaldeyris- tekjum í þjóð- arbúið,“ segir Ólína. Frjálsar strandveiðar NÝLIÐUN OG FRAMBOÐ Guðbjartur Hannesson Ólína Þorvarðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.