Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 Hann gat rifjað upp löngu liðna atburði, ræður og frásagnir af ótrúlegri nákvæmni og leiftr- andi frásagnargáfu. Sjöfn og fjölskyldunni allri vottum við okkar innilegustu samúð. Megi algóður Guð blessa sr. Björn Jónsson og helga öll hans störf. Fyrir hönd Keflavíkursóknar, Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, formaður sóknarnefndar Skúli S. Ólafsson sóknarprestur. Fallinn er í valinn minn kæri vinur séra Björn Jónsson, fyrr- verandi sóknarprestur og pró- fastur á Akranesi. Hann hafði barist við illvígan sjúkdóm um nokkurra missera skeið sem leiddi hann til skapadægurs. Séra Björn var mikill kennimað- ur og frábær ræðumaður. Hann var kornungur kjörinn til prest- þjónustu í Keflavík og þjónaði þar til áramótanna 1974-75, að hann tók við prestþjónustu hér á Akranesi. Hann var því prest- ur í Keflavík í 23 ár og síðan önnur 23 ár á Akranesi eða sam- tals í 46 ár. Geri aðrir betur. Auk þess tók hann að sér ýmis prestverk eftir að hann lét af störfum. Nokkrum árum eftir að séra Björn var kjörinn hér prestur var ég að hans beiðni kjörinn í sóknarnefnd og kynntist ég því þar vel hvað það er mikið starf að þjóna jafnstórum söfnuði og Akranes er. Leysti hann það starf af hendi með frábærum hætti. Strax eftir að séra Björn flutti til Akraness gekk hann til liðs við Góðtemplararegluna í stúkuna nr. 3, Akurblóm. Þar störfuðum við saman í öll þessi ár eða þar til hún hætti störfum fyrir nokkrum árum. Einnig störfuðum við mikið saman í stórstúkunni en séra Björn var kjörinn stórtemplar um nokk- urra ára skeið. Ég sat þar í stjórn með honum. Veit ég að templarar bera mjög hlýjan hug til hans og vil ég fyrir þeirra hönd flytja kærar samúðar- kveðjur til fjölskyldu hans. Árið 1977 gekk séra Björn til liðs við Oddfellowregluna hér á Akranesi og var hann afar virk- ur félagi þar. Hef ég verið beð- inn að flytja kærar kveðjur frá bræðrum hans í Oddfellow- stúkunni nr. 8, Agli, I.O.O.F. með þökk fyrir öll hans góðu störf fyrir regluna. Eitt var það meðal annars sem sameinaði okkur að við vor- um báðir Skagfirðingar. Oft þegar við hittumst rifjuðum við gjarnan upp gamlar minningar þaðan. Hann ljómaði allur þegar hann rifjaði upp uppvaxtarárin sín í Blönduhlíðinni og skóla- gönguna sína þar en kennari hans var Rögnvaldur í Flugu- mýrarhvammi. Þá minntist hann skólagöngu sinnar í ungl- ingaskólanum á Sauðárkróki undir stjórn hins frábæra kenni- manns og mannvinar séra Helga Konráðssonar. Á Sauðárkróki eignaðist séra Björn marga góða vini. Einnig minntist hann oft á menntaskólaárin sín á Ak- ureyri. Mikill ljómi var yfir öll- um þessum minningum. Séra Björn hafði mjög góða söngrödd og var hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi og söng enginn meira en hann. Ég minnist séra Björns sem glað- værs og skemmtilegs manns sem gott var að vera samvistum við. Elsku Sjöfn. Ég vil með þess- um fátæklegu orðum votta þér mína dýpstu samúð og veit að minningin um góðan dáðadreng yljar þér um hjartaræturnar um ókomin ár. Börnum ykkar, barnabörnum og barnabarna- börnum, ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Góður guð geymi ykkur öll. Hörður Pálsson. Mér bárust fregnir af andláti sr. Björns fermingarföður míns og vinar hingað út í Norðursjó- inn. Á aðventunni hélt hann heim, líkt og hann sagði oft á kveðjustundum í starfi sínu, inn í vonarbirtu jólanna. Hann hafði mikil áhrif á líf mitt, minn kæri vinur. Get það sagt með sanni að fáir menn hafa átt alla mína virðingu, líkt og sr. Björn Jónsson. Ég er alinn upp við Laug- arbrautina á Akranesi. Á sunnudögum þegar messað var í Akraneskirkju gengu þeir prestar fram hjá heimili okkar á göngu sinni hempuklæddir, á leið til kirkjunnar frá prests- setrinu á Kirkjuhvoli. Áður tengdafaðir sr. Björns, sr. Jón M. Guðjónsson með pípuhattinn sinn. Ég varð barnungur fasta- gestur í messunum áður en ég fór að syngja í Kirkjukór Akra- ness aðeins 8 ára að aldri.Ég fór að ganga samferða sr. Jóni, síðar sr. Birni til kirkju. Það tók mig töluverðan tíma að finna út hvað ég vildi stefna á í lífinu.Margt varð þess valdandi að ég átti erfitt með að setja kúrsinn í þeim efnum. Sr. Björn hafði alltaf trú á mér og varð mér í gegnum árin mikil hvatning til góðra verka. Hann var einn af þessum klettum í hafinu og mér mikilvægt leið- armerki. Að starfa með sr. Birni við Akraneskirkju í eitt ár, sem organisti, áður en ég hélt til starfa í hans gömlu sókn í Keflavík, er sennilega eitt það besta ár í starfi sem ég hef upp- lifað. Áhugi hans á starfinu var einlægur og samstarfið gefandi. „Þakka þér fyrir vinur“ var kveðja sr. Björns og mín í hvert sinn að loknu verki. Það fól í sér svo mikla virðingu og það kom frá hjartanu. Það hugarfar hef ég tileinkað mér í mínum störf- um í dag og er ákaflega dýr- mætt veganesti; að sýna þeim sem maður leiðir á starfsvelli virðingu og að gleyma ekki þakklætinu. Hann hafði ástríðu fyrir bók- um. Sjálfur á ég nokkrar slíkar og leitaði stundum til hans með upplýsingar um þær og kom ekki að tómum kofunum þar. Hann var hamhleypa til verka og brann í skinninu fyrir bindindishreyfingunni. Hann var mér ákveðin hvatning þegar ég sjálfur sagði skilið við Bakk- us konung. Stundum hafði hann það mikið á stundaskránni að klukkan rúmaði ekki alveg allt sem var planlagt og kom það stundum niður á þeim tímum sem voru ætlaðir í að koma sér á milli staða. Margar slíkar minningar vekja með mér bros og þónokkrar þjóðsögurnar eru til um hann sem lýsa honum svo vel. Þegar faðir minn lá á bana- beði, og ljóst hvert stefndi, kom sr. Björn blessaður til okkar og átti með okkur dýrmætar stundir með föður okkar á hinu góða sjúkrahúsi okkar Akurnes- inga. Og eins með fjölskyldunni þegar yfir lauk. Hans einlæga trú og styrkur sem hann miðl- aði til okkar og svo fjölda margra annarra, bar vitni um mann sem hafði sannfæringu um að dauðinn væri ekki enda- stöð, heldur heimkoma í æðri heima. Ég óska honum góðrar heim- komu í landi ljóssins og megi al- góður Guð blessa minningu sr. Björns Jónssonar. Vegna starfa minna á hafi úti get ég ekki fylgt sr. Birni síð- asta spölinn. Sjöfn og fjölskyldunni votta ég samúð mína og bið allrar blessunar. Þakka þér fyrir, minn kæri vinur. Einar Örn Einarsson. Þegar séra Björn er kvaddur hinstu kveðju koma margar minningar upp í hugann. Þakk- læti er þó efst í huga fyrir að vera með okkur á mörgum markverðum og mikilvægum stundum í okkar lífi. Hann kunni sannarlega að hvetja, uppörva, hressa og benda á björtu hliðar lífsins. Fáa þekkjum við sem var jafn tamt og honum að hrósa fólki. Fyrir allt sem hann var sókn- arbörnunum sínum átti hann sérstakan stað í huga fjölda Ak- urnesinga. Okkur er minnisstæðast þeg- ar við fengum að njóta nærveru hans og kærleika eftir að nokk- ur högg höfðu riðið yfir fjöl- skylduna. Þá kom hann til okk- ar hjóna að kvöldi dags, þar sem við vorum að reyna að greiða úr mörgum flækjum, ung að árum og sannarlega ekki með allt á hreinu. Hann knúði óbeðinn dyra ná- kvæmlega á þeirri stundu þegar við þurftum á reynsluríkum manni að halda. Þetta kvöld ræddum við margt sem hefur síðar verið okkur dýrmætt veganesti. Það sem er þó minn- isstæðast frá þessu kvöldi var þegar hann sagði: „Aldrei að láta biturleika fá rúm í hjörtum ykkar, munið það,“ og bætti því svo við að biturleiki væri versta eitur sem til væri í mannlegu hugskoti og að biturleikinn tor- tímdi þeim sem ælu hann með sér – og svo benti hann okkur á nokkur áþreifanleg dæmi. Þetta var góð heimsókn og við minnumst hennar ávallt með miklu þakklæti. Hún hefur löngum minnt okkur á hversu mikils virði reynsluríkt fólk er, sem kann að miðla af reynslu og speki á réttan hátt á réttum tíma. Akurnesingar hafa átt því mikla láni að fagna að hafa ávallt átt sóknarpresta sem hafa verið einstaklega ástsælir. Séra Jón M. Guðjónsson, for- veri séra Björns í starfi, var tengdafaðir hans. Margur kveið því að erfitt yrði fyrir Björn að taka við af séra Jóni, sem átti hug og hjarta Skagamanna fyr- ir margra hluta sakir, en Björn hafði ekki verið lengi í starfi þegar Skagamenn sáu að enn lék lánið við þá. Séra Björn var áhugamaður um marga hluti, hann var ein- lægur bindindismaður og stóð fyrir margvíslegu ungmenn- astarfi. Hann var ákafur bóka- safnari og átti eitt allra merk- asta bókasafn á Íslandi sem hann gaf Akranesbæ skömmu fyrir andlát sitt. Það er óhætt að segja að allt sem hann tók sér fyrir hendur var unnið af sérstakri ástríðu og áhuga fyrir verkefninu. Hann fylgdi öllum sínum málum fast eftir og spar- aði sig ekki þegar hann vildi sjá góð mál í höfn. Okkur finnst vel eiga við Björn það sem Matt- hías Jochumsson kvað. Í sjálfum mér býr sigur, líf og náð. Ef sólarmegin læri ég að stríða. Björn kunni sannarlega að stríða sólarmegin. Þjónusta hans var ávallt reidd fram af góðmennsku og óendanlega mikilli vinnusemi. Kæra Sjöfn, við vottum þér og þinni stóru fjölskyldu inni- lega samúð. Ingibjörg Pálmadóttir og Haraldur Sturlaugsson. „Ég varð glaður er menn sögðu við mig: „Göngum í hús Drottins.“ Í þessum orðum óm- ar lofgjörð pílagríms, sem leitað hafði um langan veg og strang- an til að gista hina helgu borg Jerúsalem og til þess þar um- fram allt að beina skrefum sín- um til helgidómsins háa.“ Með þessum orðum hóf sr. Björn Jónsson kveðjuorð sín um sr. Garðar Þorsteinsson, forvera minn sem sóknarprestur Hafn- arfjarðarkirkju. Orð Davíðs- sálmsins standa yfir kórboga kirkjunnar. „Ég fann það oft,“ sagði sr. Björn um vin sinn „með hve miklum og einlægum fögnuði hann innti af hendi starf sitt á akri Guðs.“ Hið sama verður sagt um sr. Björn. Hann gekk glaður að helgri þjónustu. Hann söng og tónaði vel og gat sér orð sem afburð- aræðumaður. Prédikanir hans vottuðu mikla andagift, rótfast- ar í hjálpræði Guðs og íslenskri sögu og samtíð. Hann miðlaði trúarljósi og salti og lét mjög um sig muna í félagsstarfi. Hann ritaði fjölda greina, m.a. um landnám Íslendinga í Vest- urheimi og ævisögur og átti fá- gætt bókasafn. Ég frétti fyrst af sr. Birni sem sóknarpresti Keflavíkurkirkju sem hreif fermingarbörn og æskulýð, uppörvandi og hlýr í viðmóti. Er ég vann unglingur á sumr- um á flugvellinum og í frysti- húsi í Keflavík fór ég í kirkju til sr. Björns enda söng Steini frændi tenór í kórnum og prest- urinn náði strax til mín. Sr. Björn fagnaði vígslu minni. Hann var þá kominn til þjón- ustu uppi á Skaga, þar sem sr. Jón Guðjónsson skáldklerkur og tengdafaðir hans hafði þjón- að fyrr. Vel fór jafnan á með okkur sr. Birni enda áhugsamur um farnað yngri presta. Messu- ferðir milli safnaða Hafnar- fjarðarkirkju og Akraneskirkju eru ljúfar í minningunni. Sr. Björn hafði mjög unnið að því að safnaðarheimilið Vinaminni risi við Akraneskirkju og tók þar vel á móti fulltrúum Hafn- arfjarðarkirkju sem kynntu sér skipan þess og starfsemi er stefnt var að byggingu safnað- arheimilis við þá kirkju. Síðast bar fundum saman á heimili Hallberu og Ríkharðs Jónsson- ar á Akranesi sem við vorum sammála um að væri fremstur íslenskra fótboltamanna. Við rifjuðum upp leiki og mörk. Sr. Björn mat mikils að heilbrigð sál væri í hraustum líkama og kærleikur og kraftur færu sam- an til dáða. Sjálfur hafði hann tapað heilsu enda óspar á kraft- ana sem ötull sáðmaður á akri Drottins. Sr. Björn var mikils virtur og þau Sjöfn bæði. Hún var ástrík eiginkona og traustur bakhjarl hans í helgri þjónustu. Lífslindir Guðs orðs og sakra- menta svöluðu sr. Birni í helgi- dóminum. Því gat hann einlægt boðað fögnuð jóla og undur páska og veitt sýn að takmarki pílagríms og lífsferðar sem er himnesk Jerúsalem. Sr. Björn endaði fyrrgreind kveðjuorð sín með fögru erindi eftir Ólínu Andrésdóttur. Við Þórhildur kveðjum hann í vinaþökk með þeim sömu hendingum og biðj- um Guð að líkna og blessa Sjöfn og börn og ástvini þeirra sr. Björns og fullkomna líf hans í himneskri borg og kirkju. Þá missi ég heyrn og mál og róm og máttinn ég þverra finni, þá sofna ég hinst við dauðadóm, ó, Drottinn, gef sálu minni að vakna við söngsins helga hljóm í himneskri kirkju þinni. Gunnþór Ingason. Við í Vináttufélagi Íslands og Kanada samhryggjumst Akur- nesingum öllum með að hafa misst sinn ástsæla fyrrverandi sóknarprest, séra Björn Jóns- son. Enda var hann svo tryggur félagi okkar í VÍK um mörg síð- ustu árin, að hætt er við að okk- ur þyki þar nú snöggtum ein- manalegra um að litast. Segja má, að forsaga sé að kynnum okkar Björns: Kring- um 1959 þáði hann boð Amer- íska eiginkvennaklúbbsins í Reykjavík um að mæta á fræðslufund hjá þeim og halda þar erindi um Ísland. Taldi hann sig þar hafa hitt móður mína, Amalíu Líndal; er síðar greindi frá þessum klúbbi í bók sinni Ripples from Iceland (er kom út 1962 og 1988). Er ég svo stofnaði Vináttu- félag Íslands og Kanada, 1995, kom hann boðum til okkar um eindreginn áhuga sinn á að taka þátt í félagi okkar er um hægð- ist hjá honum, en hann bjó á Akranesi og félagið er í Reykja- vík. Fyrsta erindið sem hann hélt hjá okkur, 1999, var svo um ljóðasafn vestur-íslenska skáldsins í Kanada, læknisins Sigurðar Júlíusar Jóhannesson- ar; en hann hafði ritstýrt þeirri bók. Síðara erindið, 2007, var um bók hans Fyrsti vestur-íslenski feministinn; þættir úr baráttu- sögu Margrétar J. Benedikts- son (og fjallar um konu sem kom frá bæ föðurættar minnar, Lækjamóti í V-Húnavatns- sýslu!). Fyrir þessa bók vann Björn mikla heimildavinnu í Kanada. Björn var jafnan áhugasamur um ritstörf mín, og skiptumst við á bókum. Hann gerði sér far um að mæta hjá okkur á hinn árlega upplestur Hellas-hópsins, sem er félag ljóðskálda. Björn sá til þess að heiðurs- félagi VÍK, prófessor Haraldur Bessason í Kanada, er var frændi hans (og kunningi minn frá mannfræðinámi mínu í Winnipeg forðum), héldist á stjórnarlista félagsins eftir að hann var alfluttur til Kanada. (Þegar hann frétti svo að ég væri genginn í Ásatrúarfélagið þótti honum síðan einboðið að leggja til að Haraldur yrði áfram á stjórnarlista okkar, þótt hann væri þá allur! En það reyndist síðasti fundurinn sem Björn sá sér fært að mæta á, 2009.) Einnig var mér ljúft að spyrja hann fregna af arftaka hans á Akranesi, séra Eðvarði Ingólfssyni rithöfundi, en sá hafði verið nemandi minn í ME forðum daga. Fleiri ljúfar minningar á ég um séra Björn, svo sem þá er hann kom á prestasamkomu á vinnustað mínum, Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, fyrir nokkrum árum. Ég vil kveðja hann með því að vitna í kafla úr ljóði mínu um ferð mína til Akraness, er birtist í bók minni Ástarljóðum og stríðssögum (2002), og nefnist Ljóðað á Skaganum. Er það óð- ur til ferjutíðarinnar þangað í sögu Reykvíkinga, og birti ég hér fyrsta og síðasta erindið: Húsmóðirin við vaskinn sér ferjuna vaða elginn horfir upp aftur og þá er hún komin nær í demantsskrýddu hafinu sama ferjan og fyrr. (Horfir um öxl til Krítar). Ferjan hallar höfgu höfuði sínu í skauti fröken Akraness! Þetta vita allir Akurnesingar! Þess vegna heitir hún Akraborgin! Tryggvi V. Líndal. Meira: Meira: mbl.is/minningar Hörður Sveins- son var af skag- firskum og hún- vetnskum ættum í föðurætt en móðir hans var Árnesingur og af sunnlenskum ættum. Hann fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hörður Sveinsson var vel gefinn maður og afar flinkur í höndunum. Hann lærði ungur símvirkjun og útskrifaðist með- al þeirra fyrstu, 22 ára gamall, og vann um skeið í fagi sínu í Kanada og svo hjá Landsíma Íslands. Þegar Hörður setti upp símakerfi Flugmálastjórnarinn- ar árið 1960 sá hinn framsýni og skarpskyggni Agnar Kofo- ed-Hansen flugmálastjóri hvað í Herði bjó og fékk hann til þess að koma til Flugmála- stjórnarinnar. Réð hann til flugupplýsingaþjónustunnar og sendi hann síðar til náms í Bandaríkjunum. Hörður varð aðalaðflugshönnuður Flugmála- stjórnar, kortateiknari og Hörður Sveinsson ✝ Hörður Sveins-son fæddist í Reykjavík 15. mars 1933. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 29. nóv- ember 2011. Útför Harðar fór fram í kyrrþey. deildarstjóri korta- deildarinnar til starfsloka. Hann var mjög vel menntaður í fræð- um sínum og mjög mikilvægur starfs- maður, vel metinn og virtur af vinnu- veitanda, vinnu- félögum og af flug- heiminum. Leiðir okkar Harðar lágu saman vorið 1965 þegar ég fór að vinna hjá Flug- málastjórninni, en konur okkar höfðu þekkst frá barnæsku, síð- an þær voru bekkjarsystur í Austurbæjarskólanum. Með okkur Herði þróaðist góð vin- átta og við áttum margar góðar stundir saman þessi 45 ár, í vinnu og utan vinnutíma. Oft þurfti ég í starfi mínu að leita upplýsinga og ráða hjá þessum góða vinnufélaga mín- um, t.d. í sambandi við reglur um hönnun flugbrauta, örygg- issvæða og ýmissa gerða að- flugs. Aldrei kom maður að tómum kofunum hjá Herði og hann hafði ævinlega tíma til þess að aðstoða og veita upp- lýsingar og vissi upp á hár í hvaða gögnum réttar upplýs- ingar var að finna. Hörður Sveinsson var dreng- ur góður í vina- og kunningja- hópi. Hann vann verk sín af mikilli kunnáttu, alúð og sam- viskusemi. Hlutirnir léku í höndunum á honum og allt hans umhverfi og öll hans verk báru meistara sínum vitni. Sumarbústaðurinn á Flúðum var draumastaður þeirra hjónanna og fjölskyldunnar. Þar voru allir hlutir hans verk, frá því smæsta til hins stærsta. Við sem unnum áratugum saman með Herði Sveinssyni þekktum vel nákvæmni hans, samviskusemi og snyrti- mennsku. Bílarnir hans voru alltaf hreinir og glansandi fínir, utan sem innan og menn keppt- ust gjarnan við að reyna að komast með tærnar þar sem hann hafði hælana í þeim efn- um, en það var ekki auðvelt. Þegar ég lít til baka, þá er eftirminnilegt í minningunni hvað Hörður var ávallt góður heim að sækja, hjálpsamur, glettinn og gamansamur, ákveðinn og vinnusamur og hann kunni svo sannarlega sitt fag til hins ýtrasta. Okkur vinum og gömlum vinnufélögur Harðar Sveins- sonar varð hverft við, þegar við fréttum að hann hefði fengið heilablóðfall og lægi meðvit- undarlaus milli heims og helju og væri vart hugað líf. En nokkurra daga stríði lauk skjótt, fjölskyldan og vinirnir kvöddu þennan góða dreng. Hörður Sveinsson er horfinn sjónum, en minningin lifir lengi og vinir og gamlir vinnufélagar þakka samfylgdina. Skúli Jón Sigurðarson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.