Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 Safnað í brennu Stærstur hluti þess sem fer á brennur Reykjavíkurborgar er vörubretti en einnig fær borgin afganginn frá jólatréssölum. Í gær var hafist handa við að safna í brennurnar níu. RAX Á und- anförnum miss- erum hafa komið út stórmerk rit um íslenska kommúnista og tengsl þeirra við hina alþjóðlegu helstefnu. Kjána- rannsóknir er fyrirsögn pistils Árna Matthías- sonar hinn 21. desember síð- astliðinn um verk Þórs White- head, Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar og Snorra Bergssonar. Að mati blaða- manns eiga rannsóknir á sögu íslenskra kommúnista ekki er- indi við almenning: „… frekar heima á vefsetrum sagnfræð- inga og í tímaritum sem helg- uð eru slíkum fræðum …“. Það er ástæða til að staldra við þessar hugleiðingar blaða- manns; er það virkilega svo að rannsóknir á sögu kommúnista eigi ekki erindi við venjulegt fólk; getur verið að helstefnan, sem Brynjólfur Bjarnason og Einar Olgeirssonar boðuðu landsmönnum beri bein sín á öskuhaugum sögunnar og al- þýðufólk þurfi ekki að óttast að vofan fari aftur á kreik? Getur verið að kommúnismi eigi rætur í sérstöku hugarfari beiskju, heiftar og stjórnlynd- is? Þetta eru áhugaverðar spurningar. Fyrir nokkru birtust þjóðinni hrollvekjandi greinar í Morg- unblaðinu eftir Börk Gunnarsson blaðamann: Heil- agt stríð Vantrú- ar var fyrirsögnin sem sótt var í herkvaðningu fé- lagsskaparins Vantrú sem berst gegn kristinni trú. Þjóðin fékk innsýn í vinnubrögð manna sem einskis svífast; innsýn í hatur og heift, stjórnlyndi og mannfyrirlitningu. Aðförin að kennara við Háskóla Íslands er ógeðfelld, svo ekki sé sterk- ar að orði kveðið, og áhyggju- efni að slíkar nornaveiðar eigi skjól í æðstu menntastofnun landsins. Taktík Vantrúar ber keim af taktík kommúnista 20. aldar. Vofan er komin á kreik. Mun hennar tími koma? Eftir Hall Hallsson »Er það virkilega svo að rann- sóknir á sögu komm- únista eigi ekki er- indi við venjulegt fólk? Hallur Hallsson Höfundur er rithöfundur og blaðamaður. Af kjánum og kommúnistum Í yfirlýsingu rík- isstjórnarinnar í tengslum við kjarasamn- inga frá 5. maí 2011 kom fram að engin sérstök áform væru um breyt- ingar á skattlagningu launa á árunum 2012 og 2013. Fyrr í vetur lagði ríkisstjórnin engu að síð- ur fyrir Alþingi frumvarp sem gerði ráð fyrir al- mennri hækkun tekjuskatts ein- staklinga. Alþingi samþykkti frum- varpið skömmu fyrir jól sem lög, með breytingum þannig að skattahækkunin verður ekki eins mikil eða eins almenn og ríkisstjórnin lagði til. Eftir stendur hins vegar að þeir einstaklingar sem hafa rúmar 700 þúsund kr. í mán- aðartekjur eða meira þurfa að greiða meira í tekjuskatt á árinu 2012 en þeir gátu gert ráð fyrir þegar kjarasamn- ingar voru undirritaðir samanber yf- irlýsingu ríkisstjórnarinnar. Viðbót- arskatturinn nær 26 þúsund kr. hámarki þegar mánaðartekjurnar hafa náð tæpum 800 þúsund kr. Þetta þýðir að launþegar með tæpar 800 þúsund kr. í mánaðartekjur eða meira þurfa að greiða óvæntan viðbótarlaunaskatt á árinu 2012 sem nemur rúmum 26 þúsund kr. Forsendur kjarasamninga Hækkunin kemur til vegna þess að lögin sem giltu við gerð kjarasamninga 5. maí 2011 og mæltu fyrir um breyt- ingar á fjárhæðarmörkum skattþrepa fengu ekki að halda sér. Það var fyrst í fjárlaga- frumvarpinu sem boðuð var lagabreyting í þessa veru og varð hún að veru- leika nú skömmu fyrir jól. Nýju lögin breyta því hvernig skattþrepin hækka þannig að afleið- ingin er sú að ein- staklingar með tæpar 800 þúsund kr. í mán- aðartekjur eða meira þurfa að greiða viðbót- arlaunaskatt á árinu 2012 sem nemur rúmum 26 þúsund kr. Þessa skattahækkun var ekki hægt að sjá fyrir þegar kjarasamningar voru gerðir í maí síðastliðnum. Við kjarasamningsgerðina lá fyrir, samkvæmt þágildandi löggjöf, að skattþrepin myndu taka breytingum frá árinu 2011 til ársins 2012 í sam- ræmi við breytingar á launavísitölu. Nú liggur fyrir að launavísitalan hækkaði um 9,0% og því hefðu skatt- þrepin hækkað sem þeirri hækkun nemur ef ekki hefði komið til inngrips ríkisstjórnarinnar og Alþingis í haust og vetur. Niðurstaða Alþingis, sam- anber nýju lögin, var að hækka neðri fjárhæðarmörk skattþrepa um 9,8% en efri fjárhæðarmörk skattþrepa um 3,5%; í fyrra tilvikinu launþegum til hagsbóta um sem nemur 0,8% (9,8-9,0) en í síðara tilvikinu ríkissjóði til hags- bóta um sem nemur 5,5% (9,0-3,5). Allt að 26 þúsund kr. skatta- hækkun á ársgrundvelli Hækkun neðri fjárhæðarmarka skattþrepa um 9,8% í stað 9,0% leiðir til þess að á tekjubili árstekna ein- staklings frá 2,8 til 2,9 milljóna kr. fell- ur til minni skattur en ella á árinu 2012 sem nemur tæpum 600 kr. á árs- grundvelli. Hækkun efri fjárhæð- armarka skattþrepa um 3,5% í stað 9,0% leiðir til þess að á tekjubili árs- tekna einstaklings frá 8,5 til rúmlega 9 milljóna kr. fellur til meiri skattur en ella á árinu 2012 sem nemur tæpum 27 þúsund kr. á ársgrundvelli. Þetta þýðir að einstaklingar með rúmlega 9 millj- ónir kr. árstekjur eða meira, eða tæp- ar 800 þúsund kr. mánaðartekjur eða meira, þurfa að greiða rúmum 26 þús- und kr. meira í tekjuskatt til ríkisins á árinu 2012 en þeir gátu búist við þegar kjarasamningar voru undirritaðir. Í opinberri umræðu um þetta mál hefur verið vísað til þess, bæði af fjár- málaráðherra og forseta Alþýðu- sambands Íslands, að frá og með 2012 verði persónuafsláttur verðtryggður. Undirritaður telur hins vegar ekki eðlilegt að tengja þetta tvennt saman, því verðtrygging persónuafsláttarins var ákveðin í tengslum við kjarasamn- inga í maí og forsenda sem launþegar gátu þá gefið sér. Umrædd skatta- hækkun 2012 var hins vegar fyrst boð- uð í fjárlagafrumvarpinu og síðan lög- fest nú rétt fyrir jól. Ekki er hægt að sjá neitt samhengi þarna á milli, a.m.k. ekki með vísan til kjarasamninga eða yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við þá. Eftir Símon Þór Jónsson » „… launþegar með tæpar 800 þúsund kr. í mánaðartekjur eða meira þurfa að greiða óvæntan viðbótarlaunaskatt á árinu 2012 sem nemur rúmum 26 þúsund kr.“ Símon Þór Jónsson Höfundur er forstöðumaður á skatta- og lögfræðisviði Deloitte hf. Hækkun tekjuskatts einstaklinga 2012

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.