Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.12.2011, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 2011 ✝ Gísli V. Ein-arsson fæddist í Reykjavík 14. júní 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 20. desember 2011. Foreldrar hans voru Halldóra Pálsdóttir hús- freyja í Reykjavík, f. 29. maí 1892, d. 5. júní 1984 og Einar Erlends- son bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 18. apríl 1904, d. 13. október 1976. Hálfsystur hans voru Páldís Eyjólfs (sammæðra), f. 22. september 1921, d. 5. jan- úar 2011 og Sigrún Ellen Ein- arsdóttir (samfeðra), f. 28. febrúar 1951. Gísli kvæntist 2. mars 1957 Eddu Ingibjörgu Eggertsdóttur úr Reykjavík, f. 28. desember 1931. Foreldrar hennar voru hjónin Eggert Árni Kristjánsson stór- kaupmaður, f. 6. október 1897, d. 28. september 1966, og Guð- rún Þórðardóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 29. maí 1901, d. 8. apríl 1987. Börn þeirra eru: 1) Guðný Edda Gísladóttir, f. 9. maí 1958, gift Guðjóni Kr. Guðjónssyni rafeindavirkja- meistara, f. 13. febrúar 1956. Synir þeirra eru a) Gísli Valur Guðjónsson hagverkfræðingur, f. 13. október 1979, kvæntur Stefaníu Sigfúsdóttur arkitekt, f. 26. mars 1979, og eiga þau þrjár dætur. b) Kristinn Helgi Guðjónsson rekstrarhagfræð- Gunnarsson, f. 22. júlí 1994. c) Gísli Þór Gunnarsson, f. 10. desember 1998. d) Edda Ingi- björg Gunnarsdóttir, f. 2. júní 2000. Gísli varð stúdent frá Verslunarskóla Íslands 1952. Viðskiptafræðingur frá Há- skóla Íslands 1956 og stundaði síðan framhaldsnám í rekstr- arhagfræði í Danmörku og Bandaríkjunum 1956-57. Gísli var stundakennari hjá Háskóla Íslands 1963-66, starfaði sem skrifstofustjóri og síðar fram- kvæmdastjóri hjá Kassagerð Reykjavíkur hf. 1961-66 og framkvæmdastjóri hjá Eggerti Kristjánssyni hf. 1966-86. Hann var síðan forstjóri hjá Mata hf. og Sundagörðum hf. frá 1986 fram að því að hann dró sig smám saman út úr rekstrinum undir lok síðustu aldar. Gísli var virkur í fé- lagsmálum atvinnulífsins og gegndi þar mörgum trún- aðarstörfum. Hann var m.a. formaður skólanefndar Versl- unarskóla Íslands, formaður Verslunarráðs Íslands og bankaráðsformaður Versl- unarbanka Íslands hf. Hann hafði forystu um sameiningu Verslunarbanka Íslands hf., Alþýðubankans hf., Iðn- aðarbanka Íslands hf. og Út- vegsbanka Íslands hf. í Ís- landsbanka hf. og sat í fyrsta bankaráði hins sameinaða banka. Hann var félagi í Rot- aryklúbbnum Reykjavík Aust- urbær og var m.a. forseti klúbbsins um tíma. Útför Gísla fer fram frá Hallgrímskirkju í dag, 29. des- ember 2011, og hefst athöfnin kl. 13. ingur, f. 3. mars 1985. 2) Eggert Árni Gíslason við- skiptafræðingur, f. 24. júlí 1961, kvæntur Petru Bragadóttur við- skiptafræðingi, f. 22. janúar 1963. Börn þeirra eru a) Edda Ingibjörg Eggertsdóttir, BS í fjármálaverk- fræði, f. 5. september 1984, gift Valdimari Jóhanni Bergs- syni atvinnuflugmanni, f. 21. febrúar 1984 og eiga þau tvær dætur. b) Jóhann Steinn Egg- ertsson, f. 6. apríl 1989. Unn- usta hans er Katrín Snorra- dóttir, f. 22. ágúst 1986. c) Gísli Viðar Eggertsson, f. 18. september 1993. d) Bragi Þór Eggertsson, f. 13. september 2000. 3) Halldór Páll Gíslason viðskiptafræðingur, f. 28. apríl 1964, kvæntur Önnu Helgu Höskuldsdóttur, f. 3. nóv- ember 1963. Dóttir þeirra er Jóna Svandís Halldórsdóttir, f. 27. september 1991. Unnusti hennar er Ómar Hvanndal Ólafsson, f. 19. júní 1991. 4) Gunnar Þór Gíslason rekstrarhagfræðingur, f. 18. nóvember 1965, kvæntur Sól- veigu Ingólfsdóttur kerf- isfræðingi, f. 15. ágúst 1965. Börn þeirra eru a) Ingólfur Árni Gunnarsson, f. 8. maí 1991. Unnusta hans er Jara Dögg Sigurðardóttir, f. 10. október 1991. b) Einar Páll Elsku pabbi, þið mamma kennduð okkur systkinunum að standa saman, að virða hvert ann- að, að vera heiðarleg, að mennt væri máttur, að vera dugleg, að gefast aldrei upp og svo margt margt fleira. Þið studduð okkur í leik og starfi og voruð ávallt til staðar þegar á móti blés. Fyrir það er ég þakklátur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Við vorum miklir vinir. Ég fékk ávallt koss á vanga þegar við hittumst. Kærleikur þinn og væntumþykja var óskilyrt. Þú hélst vel utanum fjölskyldu þína. Hún var þér mikils virði. Nú ertu farinn eftir erfið veikindi þar sem þú sýndir mikið æðruleysi. Minn- ingin um góðan föður lifir. Hvíl í friði, elsku pabbi. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Þinn sonur, Eggert Árni. Í dag kveðjum við föður minn Gísla V. Einarsson. Þegar ég lít yfir farinn veg er mér efst í huga þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum saman. Pabbi var vel gefinn og vel lesinn og lagði sig eftir því að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum í tækni og rekstri fyr- irtækja. Hann var alltaf tilbúinn að veita góð ráð án þess þó að vera ráðríkur. Pabbi veitti mér stuðning og tækifæri til að sinna hugðarefn- um mínum sem unglingur og ungur maður. Þegar ljósmyndun átti hug minn allan sem ungling- ur veitti hann mér aðgang að góð- um tækjum til að sinna því áhuga- máli og veitti mér stuðning til að koma myndum mínum á fram- færi. Það er mér einnig minnis- stætt þegar pabbi keypti fyrstu útgáfu af fartölvu inn á heimilið til að auðvelda mér að læra for- ritun. Þessi tölva var af gerðinni Osborne 1 og þó að þetta kallaðist fartölva á þeim tíma var hún það stór og þung að hún væri tæpast leyfð sem handfarangur í flugvél- um núna. Pabbi studdi mig og hvatti í námi mínu erlendis og þegar ég kom til baka gaf hann okkur bræðrunum smátt og smátt laus- an tauminn við rekstur fjöl- skyldufyrirtækjanna á meðan hann sinnti félagsmálum þangað til hann dró sig nánast algjörlega í hlé og eftirlét okkur ábyrgð á rekstrinum. Ég náði aldrei að spila al- mennilega golf með pabba en ég fékk að fylgja honum við stang- veiði sem unglingur og ég lærði mikið um veiðiskap af honum. Hann tók mig meðal annars með til að veiða í Haukadalsá þar sem ég veiddi Maríulaxinn minn eftir að ég varð stúdent. Ég hugsa einnig með þakklæti um veiðiferð sem pabbi fór með okkur Eggerti bróður mínum í Víðidalsá haustið 2006 þar sem við duttum í góða veiði og pabbi var enn fær um að stunda veiðar nánast óstuddur. Hann kom einnig til veiða með fjölskyldunni í Víðidalsá sumarið 2007 og þótt hann væri bundinn við hjólastól gaf hann ekkert eftir og veiddi sinn síðasta flugulax úr hjólastólnum í einum uppáhalds- veiðistað sínum, Dalsárósi. Pabba var annt um fjölskyldu sína og hann lagði mikið upp úr samveru með börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum og honum var umhugað um sam- heldni innan fjölskyldunnar. Ég kveð pabba í þeirri vissu að ef ég næ að verða mínum börnum jafngóður faðir og hann reyndist mér þá mun ég hafa skilað góðu ævistarfi. Gunnar Þór Gíslason. Með nokkrum orðum vil ég minnast Gísla tengdaföður míns sem ég hef átt samfylgd með í yfir 30 ár. Í stúdentsveislu hjá Láru föð- ursystur minni árið 1981 kom til tals að unga stúlku vantaði sum- arvinnu. Lára og Hafsteinn mað- ur hennar voru miklir vinir Eddu og Gísla. Gísli réð mig til starfa og var ég 17 ára er ég hóf störf hjá Eggerti Kristjánssyni & Co, þar sem hann var framkvæmdastjóri. Það má segja að örlög mín hafi þá verið ráðin, þar sem ég kynntist Eggerti eiginmanni mínum þar. Það var nú samt ekki fyrr en tveimur árum síðar að ég fór að venja komur mínar í Stigahlíðina. Margar góðar stundir áttum við saman fjölskyldan í Árnesi í Kjós hjá Eddu og Gísla, en þar var iðulega fullt hús fjölskyldu- meðlima. Ilmur af vöfflunum hennar Eddu, samverustundir á veröndinni og slátturinn á túninu á stóru sláttuvélinni hans Gísla koma upp í hugann. Við ferðuðumst mikið með þeim innanlands sem utan. Minn- isstæðar eru veiðiferðirnar í Haganes við Mývatn, Djúpadal og Víðidalsá. Það voru ófáar fjallaferðirnar sem við fórum í saman en Gísli og Edda höfðu mikið yndi af því að ferðast um landið. Margar ferðir voru farnar til útlanda. Flórída varð oftast fyrir valinu. Þar áttum við góðar stundir saman við ströndina, á golfvellinum og víðar. Eftir- minnilegasta ferðin sem við fór- um í var síðasta utanlandsferð Gísla sem farin var í mars 2007. Börn Gísla og Eddu ásamt mök- um fóru saman til að fagna 50 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Mér er minnisstætt í þeirri ferð er farið var í jeppasafarí í eyðimörk. Til þess að fá að fara í ferðina varð maður að vera undir 67 ára og við góða heilsu. Gísli var nú ekki að láta það stoppa sig og hafði mjög gaman af. Ferðin var mjög vel heppnuð og erum við þakklát í dag að hafa látið verða af henni. Tveimur mánuðum síðar var Gísli ekki ferðafær eftir aðgerð sem hann fór í og var hann meira og minna á spítala þar til hann flutti á hjúkrunarheimilið Sóltún í maí 2008. Gísli lagði alltaf mikla áherslu á við börnin sín og barnabörn að „mennt er máttur“ og mennt- unina taki enginn frá þér. Hann studdi barnabörn sín til bóklegs náms og tónlistarnáms. Tónlist- aráhugi hans hafði áhrif á börnin okkar og lærðu þau öll meðal annars á píanó eins og afi þeirra. Gísli var á Hjúkrunarheimilinu í Sóltúni síðustu þrjú ár ævinnar sökum parkinsonsjúkdóms er hrjáði hann. Edda tengdamóðir mín sat hjá honum á hverjum degi og var það henni erfitt eins og okkur að horfa upp á þennan sterka mann tapa þrekinu. Síð- ustu dagana skiptust börn Gísla, makar þeirra og elstu barnabörn- in á að vaka yfir honum. Það voru dýrmætar stundir sem lifa með okkur í minningunni um góðan föður, tengdaföður, afa og lang- afa. Að lokum við ég þakka þér, Gísli minn, fyrir allt sem þú hefur gefið okkur og kveð þig með sálminum sem við sungum yfir þér á dánardegi; Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Guð blessi minningu þína, elsku Gísli Þín tengdadóttir, Petra. Í dag verður borinn til grafar tengdafaðir minn, Gísli V. Ein- arsson. Ég kynntist honum fyrir rúm- um 25 árum þegar ég og yngsti sonur hans felldum hugi saman. Ég man alltaf þegar ég sá Gísla fyrst, mér fannst hann svo hár og myndarlegur. Hann var bros- mildur og hrókur alls fagnaðar og hafði gaman af því að segja sögur enda var hann fær í þeirri list. Gísli undi sér vel í sumarbú- stað þeirra Eddu í Kjósinni. Hann hafði gaman af því að sitja á veröndinni og fylgjast með fugla- lífinu í sjónaukanum sínum eða að æfa stutta golfspilið á túninu. Það var oft gestkvæmt í Kjósinni og ávallt var tekið vel á móti gestum. Börnin okkar ólust upp við það að eiga samverustundir með afa sín- um og ömmu í Kjósinni alveg frá því að þau voru kornabörn og er ég þakklát fyrir það. Gísli og Edda heimsóttu okkur hjónin oft á meðan við bjuggum í London og það var gott fyrir mig að fá stuðning frá þeim þegar Gunnar var mikið í skólanum. Þessar heimsóknir þeirra styrktu samband mitt við tengdaforeldra mína. Þegar tími gafst til ferðuð- umst við um sunnanvert Eng- land, meðal annars til Dover, Stonehenge og Bath. Við hjónin fórum í nokkur ár með börnin okkar til Flórída með Gísla og Eddu og þá fengu elstu drengirnir okkar stundum að fara með þeim í golf og yngri börnin gátu sýnt þeim með stolti sandkastalana sína á ströndinni. Þetta eru minningar sem þau munu eiga um ókomin ár. Það var erfitt að horfa upp á Gísla, svona kröftugan og lífs- glaðan mann, missa andlegan og líkamlegan þrótt í baráttu sinni við Parkinsonveikina sem herjaði á hann síðustu æviárin. Við get- um huggað okkar við það að hann er nú laus úr viðjum veikindanna og eftir stendur minning um mik- ilmenni sem ég er stolt og þakklát fyrir að hafa átt sem tengdaföður. Hvíl í friði. Sólveig Ingólfsdóttir. Elsku afi, nú ert þú fallinn frá og eftir standa ógleymanlegar minningar. Við erum heppnir að hafa átt svona margar samveru- stundir með þér í gegnum árin. Samverustundir okkar með afa voru eins fjölbreyttar og þær voru margar. Það sem efst er í huga okkar er sá tími sem við eyddum saman í sumarbústaðn- um hjá afa og ömmu í Kjósinni og þær utanlandsferðir sem við fór- um í saman. Þessar minningar eru okkur sérstaklega kærar. Það voru margir sumardagarnir sem við áttum saman í Kjósinni. Þeir voru afar skemmtilegir og einkenndust af alls kyns leikjum og léttum störfum á daginn. Afi var ákveðinn og hafði sterkar skoðanir á því hvernig unnið væri að úrlausn verkefna. Hann sagði okkur til þegar við unnum að ein- hverju á óskynsamlegan hátt að hans mati eða þegar eitthvað mátti gera betur. Kvöldin voru afslöppuð. Það var grillað, horft á sjónvarp, rætt um ýmislegt og farið í göngutúra um sveitina. Afi var mikið í golfi á seinni ár- um og hafði hann einnig gaman af skák. Það var hann sem kenndi okkur undirstöðuatriði bæði í skák og golfi en það vorum mörg kvöldin sem við tefldum á móti hver öðrum þrír saman. Það gekk ekki alltaf vel í golfinu, við áttum misjafna daga og rokið á Íslandi og steikjandi sólin á Flórída setti oft strik í reikninginn. Minningar okkar bræðranna af þeim tíma sem við spiluðum golf með afa og ömmu hvort sem það var erlendis eða hér heima eru okkur ákaflega dýrmætar. Afi var afar klár og reyndi ávallt að leiðbeina okkur eins vel og hann gat. Hann hafði gaman af því að miðla visku sinni og reynslu með því að segja sög- ur. Oft á tíðum leiddu einföldustu spurningar af sér langar og ítar- legar sögur úr lífi hans. Við bræð- urnir höfðum einstaklega gaman af þessu sögustundum þótt við höfum ef til vill ekki alltaf skilið boðskapinn eða týnt þræðinum í miðri sögu. Afi hafði trú á að okk- ur myndi vegna vel í lífinu og hann reyndi eftir fremsta megni að efla okkur og fræða. Samveru stundir okkar voru góðar en þær hefðu mátt vera fleiri. Hvíldu í friði, elsku afi. Ingólfur og Einar Páll. Elsku afi, undanfarna daga hef ég mikið hugsað til baka og rifjað upp allar þær samverstundir sem við höfum átt og þær góðu minn- ingar sem þær hafa skilið eftir. Ein af mínum fyrstu minningum með þér er þegar ég var lítill gutti, sennilega svona 4-5 ára og fékk að fara með ykkur ömmu upp í Kjós. Á leiðinni heim veit ég ekki af mér fyrr en löggan er búin að setja bláu ljósin á og biður þig um að stoppa þar sem þú hafðir keyrt of hratt. Mér fannst það grafalvarlegt að löggan skyldi stoppa þig og þess vegna varð ég svo hissa á þínum viðbrögðum þegar þú fórst að skellihlæja að þessu öllu saman. Þó að ég hafi átt erfitt með að skilja þetta á sín- um tíma var þetta lýsandi fyrir þig, alltaf stutt í prakkarann og hláturinn. Einnig eru minnisstæðar prófatarnirnar mínar í Verzló þegar ég fékk að læra og gista hjá ykkur ömmu í Stigahlíðinni. Það var svo gott að breyta aðeins um umhverfi yfir prófin og ekki skemmdi nú fyrir að maður fékk algjöra dekurmeðferð. Ég reynd- ar komst að því á þessum tímabil- um að þú varst algjör dekurrófa sjálfur, fékkst t.d. rjúkandi heitar og góðar vöfflur nánast daglega frá ömmu með heimatilbúnu krækiberjahlaupi og rjóma. En mikið þótti þér þær nú góðar, enda mikill matmaður og varstu um tíma kominn með væna vöffluístru. Þú varst alltaf mikið fyrir úti- veruna og var það sama hvort það voru göngutúrar, skíðaferðir eða golfhringir. Í seinni tíð var það þó golfið sem átti hug þinn allan og náðir þú meira að segja að plata ömmu með þér. Þú varst kannski ekki sá högglengsti, enda stund- um kallaður „afi 150 metrar“, en alltaf var þetta þráðbeint hjá þér og ótrúlegt hvað þú varst seigur miðað við aldur og veikindi. Þér fannst líka fátt skemmtilegra en að velta þér upp úr sveiflunni, hjá þér sjálfum eða öðrum, og varst duglegur að fara til kennara, lesa golfbækur og horfa á golfmót í sjónvarpinu. Ég er líka alveg handviss á því að golfið hjálpaði þér mikið í að halda Parkinson- veikindunum niðri. Þrátt fyrir að það sé erfitt að kveðja er ekki annað hægt en að minnast þín með hlýju og gleði í hjarta því að eftir standa svo ótal- margar góðar minningar, eins og t.d. vöfflukaffið í Stigahlíðinni, golfhringirnir, golfferðirnar og helgarnar í Kjósinni. Ég vil þakka þér fyrir allar góðu sam- verustundirnar í gegnum tíðina, þín verður sárt saknað. Hvíl í friði, elsku afi minn. Kristinn Helgi Guðjónsson. Elsku afi Gísli, mér hefur alltaf þótt vænt um þig. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig, afi minn. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson.) Hvíldu í friði, elsku afi minn. Bragi Þór Eggertsson. Þegar ég hugsa um afa Gísla kemur fyrst upp í kollinn á mér þegar að ég var sjö ára gamall og afi sótti mig og sagðist ætla fara með mig að kaupa golfkylfu. Þetta var fyrsta golfkylfan mín, forláta 7 járn, og með þessari verslunarferð var afi búinn að smita mig af golfbakteríunni og það allsvakalega. Við afi fórum ófáum sinnum í golf í gegnum tíð- ina bæði hér og erlendis og alltaf þótti mér það jafn gaman. Takk, afi minn, fyrir allar þessar æð- islegu stundir sem við höfum átt í gegnum tíðina, golfferðirnar, yndislegu helgarnar í Kjósinni, veiðiferðirnar, utanlandsferðirn- ar og allar þær stundir sem við höfum átt saman. Takk fyrir allan þann stuðning sem þú og amma hafið veitt mér í gegnum tíðina, þú hefur verið mér frábær fyr- irmynd og ég mun alltaf muna það hvernig þú studdir mig og hvattir mig áfram í öllu því sem ég hef tekið mér fyrir hendur. Takk elsku afi minn, merkari og betri mann en þig er erfitt að finna. Hvíldu í friði, ég mun ávallt minnast þín. Jóhann Steinn Eggertsson. Afi Gísli átti mikinn þátt í að gera mig að þeim sem ég er. Hann var mikil fyrirmynd í mínu lífi og veitti mér innblástur. Ég er til dæmis að læra á píanó því hann spilaði djass og það varð síð- an til þess að ég fór að læra á djasspíanó. Oft var það þannig að afi var að spila lag og þá fór ég til píanókennarans og bað um að læra það lag. Þar af er Up A Lazy River eftirminnilegast sem afi spilaði alltaf í svona ragtime-stíl og ég hugsa ávallt til hans þegar ég heyri það. Hann tefldi mikið við mig og kenndi mér rökhugsun og hvernig ætti að tapa. Það segi ég af því að hann vann mig alltaf. En ég veitti honum eins mikla samkeppni og ég gat svo ég lærði mikið á því í hvert sinn. Kjósin er staðurinn sem tengir mig mest við afa en einnig Flór- ídaferðirnar. Í Kjósinni eyddum við ófáum frábærum sumarhelg- um saman öll fjölskyldan frá því ég man eftir mér. Þó að ég hafi oft á tíðum verið skapmikill og stangast á við alla hina gat afi alltaf talað við mig og komið mér í gott skap. Hann gaf alltaf frá sér svo hlýja strauma. Hvíldu í friði, elsku afi, ég mun minnast þín og þess sem þú tamdir mér. Gísli Viðar Eggertsson. Elsku afi. Það er skrítið að hafa þig ekki hjá okkur lengur en ég veit að nú líður þér betur. Nú þegar þú ert farinn fyllist ég söknuði en um leið þakklæti. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér svona vel og allar þær ómetanlegu stundir sem ég hef átt með þér. Þakklát fyrir all- ar þær dýrmætu minningar sem ég á um þig og mun eiga um ókomna tíð. Minningar um ynd- islegan, hlýjan og góðan afa. Þegar ég sit hér og hugsa um þig kemur þú alltaf upp í huga Gísli V. Einarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.