SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Blaðsíða 10
10 11. desember 2011 09:15 Vakin af herbergisfélaganum Hönnu Guðrúnu sem er alltaf vöknuð á undan símavakningunni, það er annað en ég sem er með svefnhjarta fyrir allan peninginn. :-) 09:30 Morgunmatur á hótelinu. Á yf- irleitt erfitt með að borða á morgnana en fékk mér morgunkorn og fullt af vítam- ínum. 10:30 Lagt af stað á æfingu með rútu. 11:00 Æfing í keppnishöllinni. Frjáls æfing sem hentaði „gömlu konunni“ vel. Ég skokkaði smá og teygði ásamt nokkr- um öðrum á meðan aðrar æfðu meira. Mikilvægt að spara orkuna fyrir átök kvöldsins. :-) 13:00 Hádegismatur. Maturinn er alls ekki búinn að vera neitt til að hrópa húrra fyrir og var sérstaklega slæmur þetta hádegi að mínu mati. Endaði með að borða helling af hvítum brauðbollum og smjöri ásamt einhverjum litlum hrís- grjónabollum. Er búin að vera dugleg að halda mér gangandi á næringar- og pró- teindufti ásamt orkustykkjum. 13:45 Fundur þar sem farið er yfir leik andstæðinga ásamt því að skoða vel okkur sjálfar. Hvað við getum gert betur í taktík og í varnarleik. Góður fundur og allir einbeittir á verkefni kvöldsins. 14:30-17:00 Frjáls tími sem á að nýta í hvíld og sjúkraþjálfun. Ég fór í nudd til Elínar sjúkraþjálfara og tók svo góða hvíld með snoozinn minn. Verð að leggja mig á leikdegi:-) 17:00 Léttur matur, fékk mér smá spaghetti og ávexti. 17:30 Vídeó. Peppvídeó sem Jói ásamt fleiri snillingum leggur mikla vinnu í. Þetta vídeó var algjör snilld þar sem búið var að finna myndir af öllum nánustu og myndband með dætrum mínum í landsliðsbúningnum syngjandi lagið okkar „Hetjurnar“ eftir Guðmund Marísson. Auk þess sem Sveppi krull fór á kostum í myndbandinu. Svo er auðvitað búið að klippa inn fullt af flottum mörk- um og flottum „action“-myndum. 17:45 Lagt af stað í leik. 18:00 Allir gera sig klára og stemn- ingin frábær inni í klefa, upphitun sem var mjög sérstök vegna rafmagnsleysis og hituðum við markmennina okkar upp í ljósleysinu. Svo var farið inn í klefa þar sem spakmæli dagsins eru lesin upp (for- eldrarnir sem eru með hérna úti láta okkur hafa spakmæli fyrir hvern leik), þjöppum okkur enn betur saman og tök- um hringinn. Allir klárir í slaginn … 19:30 Leikur á móti Þjóðverjum sem við urðum að fá stig úr til að eiga mögu- leika á að komast áfram í 16 liða úrslit og ná markmiðum okkar. Frábær leikur eft- ir erfiða byrjun en varð enn sætara fyrir vikið. Þessi leikur verður lengi í minnum hafður hjá okkur leikmönnum enda fögnuðum við eins og heimsmeistarar í annað sinn á nokkrum dögum. :-) 22:00 Kvöldmatur á hótelinu. Svo var bara að reyna að ná sér niður eftir stórkostlegan sigur en það reyndist nú ekki svo auðvelt. Sofnaði ekki fyrr en að verða 4 um nóttina eftir að hafa horft á þætti og lesið til að reyna að þreytast. En sem betur fer hvíldardagur fram- undan og ekki mikið mál að bæta upp svefnleysið. :-) Dagur í lífi Hrafnhildar Skúladóttur, landsliðskonu í handknattleik Hitað upp í ljósleysinu Stund milli stríða í rútuferð. Systurnar Hrafnhildur og Dagný Skúladætur. Höllin sem glímt verður í á Ólympíuleikunum í Lundúnum næsta sumar var formlega tekin í notkun í vikunni. Af því tilefni brugðu þessar valkyrjur á leik fyrir gesti, þeirra á meðal ljósmyndara Reu- ters-fréttastofunnar. Ef marka má þessa tilburði er mikil veisla framundan í glímukeppni þessara eftirsóttustu leika í heimi. Veröldin Reuters Engin vettlingatök ADVANCED TECHNOLOGY IN SLEEPING DUXIANA www.dux iana.is H Á Þ R Ó A Ð U R S V E F N B Ú N A Ð U R ÁRMÚLA 10 108 REYKJAVÍK S:568 9950 Xleep koddinn aðlagast fullkomlega sérhverjum sofandi manni, án tillits til lögunar, þyngdar eða stellingar. DUX XLEEP Nú aðeins kr 11.980 Verð áður kr.19.980 D R A U M A K O D D I N N Hinn einstaki DUX Xleep koddi styður við höfuðið og hálsinn með virkum fjaðrastuðningi og þægindum dúnsins.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.