SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 12
12 11. desember 2011
Þriðjudagur
Hallgrímur Helgason
las í DV átak-
anlegar lýsingar og
frásagnir vinkvenna
af nauðgunarnótt og
á sömu síðu leið-
beiningar sóttar á heimasíðu „G-
mannsins“ um niðurólun og mis-
notkun kvenna — og er svona frek-
ar dapur í þjóðfélaginu sínu.
Óskar Þór Arngrímsson
Fékk miða á leyni
gigg Dj Shadow í
Hoxton á morgun,
ljúfa líf....
Helga Rut Guð-
mundsdóttir
Hvert stefnir Ís-
land með 20%
kvenna í pallborði,
álíka hlutfall í sal og
0% þáttastjórnenda?
Fimmtudagur
Hugrún Halldórs-
dóttir
Valitor á lof skilið
fyrir bestu „bið-
tónlist“ í heimi! Eva
Cassidy á fóninum hjá þessu
greinilega ágæta fólki! Ekki oft
sem maður hefur unun af því að
vera á bið :)
Fésbók
vikunnar flett
Jólin eru tilfinningalega flókinntími. Miklar væntingar eru gerð-ar til hátíðar ljóss og friðar ogvið gerum miklar kröfur til
sjálfra okkar. Það er kúnst að njóta
þess smáa í öllu jólastressinu. Ég er
jólabarn, fædd viku fyrir jól og því er
desember minn mánuður. Reyndar er
ég svo mikið jólabarn að það er orðið
að hefð á mínu heimili að húsmóðirin
fái vægt aðventu-taugaáfall. Árlega
lofa ég sjálfri mér að vera skynsöm og
kúl á því en hingað til hefur það aldrei
tekist.
Stóri strákurinn minn, níu ára, sagði
nýlega að desember væri friðsælasti
mánuðurinn. Jólafasistinn, mamma
hans, brosti útí annað yfir barnslegri
einfeldni drengsins. Enda veit hún að
jólin eru hörkupuð því þau verða að
vera fullkomin, eins og í amerískri
bíómynd. Slétt og felld, hrein og um-
fram allt falleg enda eru jólin heilög.
Gólfin hrein, allt á sínum stað, börnin
prúð og fín í nýjum jólafötum, foreldr-
arnir brosandi og blíð... semsagt
FULLKOMIN. Þetta eru minn-
ingarnar sem lifa lengst í hug-
um fólks, svo það er eins gott
að standa sig!
Auðvitað er þetta heima-
tilbúinn vandi minn. Fyrir
strákunum mínum snýst að-
ventan um jólasveinana,
kakóbolla og kósýheit. Sá
elsti segist enn vera stað-
fastur í trúnni á jólasvein-
ana. Þeir eru raunverulegir og eru 13
talsins og hananú! Stígvélum er stillt
útí glugga og glugginn opnaður uppá
gátt. Miðdrengnum finnst frekar
óhugnanleg tilhugsun að það komi
skítugir karlar að húsinu okkar á nótt-
unni til að setja gotterí í stígvél. Hon-
um líst mjög illa á að kíkja útí glugga
til að sjá hvort eitthvað bíði hans þar.
Enda skynsamur drengur. Sá minnsti,
þriggja ára stúfur, er að komast á þann
aldur að skynja spennuna í kringum
ólátabelgina hennar Grýlu og setur
stígvélið sitt út í glugga jafnvel þó
sveinarnir séu enn ekki komnir til
byggða.
Hver veit nema ég sigli í gegnum
desembermánuð í góðu (já eða bara
sæmilega) andlegu jafnvægi þetta árið.
Laus undan áhrifum bíómynda og
markaðsherferða sem birta glans-
myndir af fullkomnum jólum. Vonandi
tekst það í þetta skiptið að upplifa
hreinu og fölskvalausu gleðina sem
töfrar jólanna sannarlega birtast í aug-
um barna minna. Vonandi...
Að-
ventu-
ævintýri
Fyrir strákunum mínum snýst aðventan um jólasveinana, kakóbolla og kósýheit.
Morgunblaðið/Ómar
Móðurhlutverkið
Agnes Ósk Sigmundardóttir