SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Page 14

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Page 14
14 11. desember 2011 Á Andreu-tímabilinu. Standandi eru Rafn Ragnar Jónsson, til vinstri, og Rúnar Þórisson. Við hlið And- reu eru Baldvin H. Sigurðsson, til vinstri, og hægra megin er Hjörtur Howser. Fyrstu árin þótti Grafík sérlega góðnýbylgjuhljómsveit en eftir aðsöngvarinn Helgi Björnsson gekktil liðs við hópinn breyttust áherslur og úr varð ein vinsælasta poppsveit landsins. Eftir að Helgi hætti var Andrea Gylfadóttir ráðin söngvari og velgengnin hélt áfram. Upphaf Grafíkur má rekja til þess að Rafn Ragnar Jónsson trommuleikari, Rúnar Þór- isson gítarleikari og Örn Jónsson bassaleik- ari hófu að taka upp lög saman í janúar 1981. „Hljómsveitin varð til vegna tónlistar- innar en ekki öfugt,“ segir Rúnar í samtali við Sunnudagsmoggann, en hann er einn stofnendanna og hefur leikið með sveitinni alla tíð. Örn sneri sér snemma að öðru en Rafn lést langt um aldur fram árið 2004 eftir erfið veikindi. Haldið upp á tímamótin Í tilefni tímamótanna eru komnir út tveir diskar með tónlist Grafíkur, svo og heimild- armynd um hljómsveitina. Rúnar segir mikið hafa verið til af gömlum ljósmyndum og blaðaúrklippum og töluvert af sjón- varpsupptökum frá ferlinum. Síðan er í myndinni sýnt frá tónleikum sem haldnir voru skömmu eftir að Rafn dó. „Það má segja að myndin sé fjórskipt; í fyrsta hlutanum er fjallað um tvær fyrstu plöturnar sem við gerðum, sveitamenn að vestan [Út í kuldann og Sýn]; svo kemur Helgi inn í bandið og við gerum tvær plötur [Get ég tekið cjens og Stansað dansað & öskrað] og þriðji hlutinn er Andreu-kaflinn þegar við gerðum eina plötu [Leyndarmál]. Fjórði kaflinn er svo um tímann eftir að Rabbi dó,“ segir Rúnar. Hljómsveitin var í raun barn þeirra Rafns. „Við rákum hana alla tíð saman og það var eiginlega óhugsandi að bandið gæti starfað án annars hvors okkar. Það var í raun sam- komulag okkar þótt við hefðum aldrei rætt það. En það sem gerði okkur kleift að halda áfram var að sonur Rabba, Egill, settist í trommarasætið. Hann hefur spilað með okkur í þau skipti sem hljómsveitin hefur komið fram síðan 2004.“ Rafn og Rúnar kynntust í hljómsveitinni Haukum þar sem þeir léku saman um miðj- an áttunda áratuginn, þá báðir um tvítugt. Rafn – sem var frá Ísafirði – fékk vin sinn nokkru síðar til þess að koma vestur. „Það halda margir að ég sé líka að vestan en svo er ekki. En við urðum mjög góðir vinir, Rabbi Húsið hefur grátið lengi – alveg eins og ég Þrjátíu ár eru síðan þrír ungir menn tóku upp á því að semja saman tónlist og taka upp við frumstæð skil- yrði vestur á fjörðum. Til varð hljóm- sveitin Grafík. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Grafík á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði fyrr á þessu ári. Frá vinstri: Rúnar Þórisson, Egill Rafnsson á trommunum, Helgi Björnsson, Jakob Magnússon og Hrafn Thoroddsen. Ljósmynd/Ágúst Atlason Ljósmynd/Gunnar Gunnarsson

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.