SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 22

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 22
22 11. desember 2011 var, það gat borið hvað sem var. Á Íslandi varð fólk yfirleitt fyrir ákaflega miklum áföllum og var raunverulega þrautþjálfað í að taka mótlæti og bera það með þolinmæði. Foreldrar mínir trúðu á persónulegt framhaldslíf sem ég geri ekki. Þau trúðu því að þau ættu eftir að hitta sín börn seinna. Móðursystir mín hafði misst tvö ung börn og var sannfærð um að þau þrosk- uðust í öðrum heimi. Varstu ekki einmana? „Þótt ég væri bara barn var ég í raun og veru mjög meðvituð um mig sem persónu og mann- eskju. Ég var fær um að passa sjálfa mig. Ég þurfti að gera það og ég gerði það. Það er skrýtið að segja frá því en í sjálfu sér hef ég aldrei á ævinni verið einmana. Frá því ég man eftir mér hef ég haft svo sterka tilfinningu af náttúrunni í kringum mig og svo mikinn félagsskap af blómum, fuglum, fjöll- um, umhverfinu og Guði. Ég man ekki öðruvísi eftir mér en að ég hefði sterka tilfinningu af þess- um alltumvefjandi Guði.“ Ætlaði að verða ritstjóri Hvernig manneskjur voru foreldrar þínir? „Þau voru mikið sómafólk, Dagbjartur og Er- lendína. Faðir minn hafði verið í barnaskóla á Vestdalseyrinni og fór á fyrsta námskeið sem hald- ið var í vélstjórn á Íslandi. Faðir minn var af- skaplega trúaður og það var móðir mín einnig en hennar trú var meira í ætt við alþýðutrú á Íslandi, trú á huldufólk og alls kyns vætti. Hún var ekki skólagengin en hafði gengið til prestsins áður en hún fermdist. Pabbi hennar kenndi henni að skrifa og hún lærði snemma að lesa og kunni feikn af sögum, ljóðum, ættfræði og öllu mögulegu. Hún var á íslenska, alþýðlega vísu hámenntuð. Ákaflega vel vinnandi og flink kona. Þau lifðu mikið af sjálfsþurftarbúskap. Það þurfti að sækja vatn í brunn og útvarp og sími komu seint. En þarna voru bækur. Um leið og ég lærði að lesa fór ég að lesa alls konar bækur. Heima var til mikið af bókum og í húsi afa míns og ömmu var enn meira af bókum. Þau áttu til dæmis ákaflega fallegan skáp með gler- hurð, fullan af ljóðabókum. Ég var mjög lítil þegar ég ákvað að mig langaði til að skrifa bækur. Ég ætl- aði líka að verða ritstjóri, það fannst mér alveg sjálfsagður hlutur. Það var prentsmiðja á Seyð- isfirði og mikið gefið út af bókum. Þannig að ég kynntist prentútgáfu snemma.“ Þú kemur úr stórum systkinahópi en foreldrar þínir misstu nokkur barna sinna. Hvernig var tekist á við sorgina? „Við systkinin vorum tólf, ég var níunda barnið í röðinni. Tveir bræður dóu ungir og þrjár systur mínar dóu á sama árinu. Sigrún var sú eina sem lifði til fullorðinsára af systrum mínum, fluggáfuð kona. Það er ekki hægt að lýsa því hversu mikið áfall þessi barnsmissir var fyrir foreldra mína. En foreldrar mínir voru eins og íslenskt alþýðufólk Úr þagnarhyl er ævisaga Vilborgar Dag-bjartsdóttur skálds sem ÞorleifurHauksson skráir. Þar segir Vilborgmeðal annars frá uppvaxtarárum sín- um við Seyðisfjörð, lífsbaráttu sinni, ljóðagerð og sambandi sínu við lífsförunautinn, Þorgeir Þor- geirson rithöfund. Vilborg er fyrst spurð af hverju bókin beri tit- ilinn Úr þagnarhyl. „Ég bjó til þetta orð, þagn- arhylur,“ segir hún. „Það vísar til þess að það var ævinlega eins og það væri í mér þagnarhylur sem allt fór ofan í. Ég mundi alla hluti og geymdi þá innra með mér en ég talaði ekki um þá. Þess vegna heitir bókin Úr þagnarhyl. Nú er ég að tala um svo margt sem ég talaði ekki um áður.“ Fór að heiman tólf ára Það er greinilegt þegar maður les bókina að líf þitt hefur ekki alltaf verið auðvelt, þú ert til dæm- is send til vandalausra tólf ára gömul til að fara í skóla. „Ég fór að heiman tólf ára gömul og til Norð- fjarðar þar sem ég fór í skóla. Á þessum tíma var ekki rætt við börn um hlutina. Ég vissi bara að ég átti að fara með skipi til Norðfjarðar í skóla og búa hjá ókunnugu fólki. Þegar ég fór var ég með eina litla tösku og fötin mín. Þetta var í nóvember, það var hráslagaveður, köld rigning og afskaplega dimmt. Svo var siglt út í myrkrið. Ég hafði aldrei séð neitt annað en þetta afmark- aða pláss sem Seyðisfjörður er. Ég hafði heldur aldrei farið um borð í svona stórt skip. Það er ekki löng leið milli Norðfjarðar og Siglufjarðar, innan við þriggja tíma sigling. Ég stóð við borðstokkinn og horfði út en sá ekki mikið í myrkrinu. Svo allt í einu birtist Norðfjörður og ég sá mikilfenglegt fjall. Ég gleymi þeirri sjón aldrei. Ég var svo dolfallin að sjá nýjan heim. Ég var ekki sorgbitin, ég var undr- andi að sjá eitthvað alveg nýtt. Í raun og veru var þetta ævintýri. Ég fór til ókunnugs fólks, Jóhanns Magnússonar útgerðarmanns og Kristínar konu hans. Á þessum tíma var litið svo á að allir sem vettlingi gætu vald- ið ættu að vinna. Ég átti að sendast og hjálpa til á heimilinu, auk þess að stunda skólann. Þarna var ég komin inn í nýjan og afmarkaðan heim. Vissu- lega langaði mig ekki til að fara í burtu. Ég vildi vera heima eins og öll börn vilja. Yngstu bræður mínir tveir, sex og fimm árum yngri en ég, voru heima og þeir sáu mikið eftir mér því ég hafði verið dugleg að annast þá. Þeir voru bara litlir strákar.“ Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Hef aldrei verið einmana Ein af jólabókum þessa árs er ævisaga Vilborgar Dag- bjartsdóttur, en skáldkonan hefur átt afar viðburðaríka ævi. Í viðtali segir Vilborg frá æsku sinni, foreldrum sín- um, stjórnmálaskoðunum, lífsviðhorfum og lífsförunautn- um, Þorgeiri Þorgeirsyni. ’ Það er skrýtið að segja frá því en í sjálfu sér hef ég aldrei á ævinni verið ein- mana. Frá því ég man eftir mér hef ég haft svo sterka tilfinningu af náttúrunni í kringum mig og svo mikinn félagsskap af blómum, fuglum, fjöllum, umhverfinu og Guði. Ég man ekki öðruvísi eftir mér en að ég hefði sterka tilfinningu af þessum alltumvefj- andi Guði.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.