SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 25

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 25
11. desember 2011 25 Þjóðverjar eru nákvæmir menn og rannsaka allt milli himins og jarð-ar. Þýskir vísindamenn hafa rannsakað jólin meira og betur en flestiraðrir, enda má segja að Þjóðverjar hafi „fundið upp“ jólin eins og við höldum þau í dag. Meðal niðurstaðna þýsku vísindamannanna var að um 80% aðspurðra mundu ekki hvað þeir höfðu fengið í jólagjöf á liðnum jólum. Nið- urstöðunnar urðu enn dapurlegri þegar spurt var hver hefði gefið hverja gjöf, yfir 90% aðspurðra mundu það ekki. Það sem verra var, hátt í 50% aðspurðra höfðu lítil sem engin not fyrir flestar jólagjafirnar sem þeir höfðu fengið. Þá kom í ljós í rannsókn þessari að flestir gáfu svipað dýra gjöf og þeir fengu, kostaði gjöfin 100 evrur þá gaf viðkomandi til baka gjöf sem einnig kostaði um 100 evrur. Í æsku minni voru gefnar nytsamar gjafir, oft föt en stundum þó leikföng, það var þó sjaldnar. Ég minnist þess að ein jólin fékk móðir mín Hoover ryksugu í jólagjöf og var alsæl. Nú dytti engum eiginmanni að gefa konu sinni ryksugu í jóla- gjöf. Það má segja að fatnaður sé nytsöm jólagjöf en þá er afar mik- ilvægt að góðar upplýsingar séu fyrir hendi um fatasmekk þess sem gjöfina á að fá. Fyrir nokkru var fjallað um í sjónvarpinu fata- gjafir til Rauðakrossins. Í fréttinni kom fram flest öll fötin voru lítið sem ekkert notuð og nokkuð var um að alveg ný föt bærust söfnuninni. Hátt í 5000 Íslendingar hafa brugðið sér til Boston fyrir þessi jól til að skemmta sér og auðvitað að versla. Tollurinn á Keflavíkurflugvelli segir að mestur hluti þess varnings sem keyptur er í Boston sé fatnaður. Hvað skyldu mörg prósent af þessum fatnaði enda í fatagámum Rauðakrossins? Það felst sem sagt tals- verð áhætta í því að gefa tískuvarning í jólagjöf, öruggast er að gefa náttföt, nærföt og sokka en það þykir nú ekki smart í dag. Eftir á að hyggja hefur mað- ur alltaf not fyrir nærföt. Stundum gefa ungir karlmenn elskunni sinni falleg nærföt, en í þeim efnum verður þó að fara varlega, nærfötin mega ekki vera of djörf, allavega ef öll fjölskyldan, þar á meðal amma, er saman komin við jóla- tréð þegar pakkarnir eru teknir upp. En skyldi þetta ekkert hafa breyst í kreppuni? Gefur fólk ekki núna frekar nytsamar jólagjafir? Að sögn kaup- manna virðist svo ekki vera, við erum að því leyti lík Þjóðverjum sem gefa hver öðrum mjög svipaðar gjafir jól eftir jól. Í Frakklandi og raunar víða tíðk- ast að gefa flösku af víni eða matvöru í jólagjöf, oft eitthvað ljúffengt sem við- komandi hefur gert sjálfur, paté, konfekt eða sultu. Matvæli eru svo sann- arlega nytsamar jólagjafir. Ég veit um nokkra veiðimenn sem gefa villibráð og skyld matvæli í jólagjafir, reyktan og grafinn lax, heitreykta gæsabringu eða grafinn hreindýravöðva. Þetta eru vinsælar jólagjafir og nytsamar. Auðvitað má gefa ýmis önnur matvæli í jólagjöf og skemmtilegast er auðvitað þá að gefa eitthvað sem maður hefur gert sjálfur. Á síðum Morgunblaðsins mátti lesa fyrir nokkrum dögum að jólagjöfin í ár væri spjaldtölva, það getur svo sem verið en varla eru það margir sem gefa svo dýrar jólagjafir. Jólagjöfin í ár er hér á landi og víðast hvar annarstaðar í hinum vestræna heimi tæki til afþrey- ingar, tölvuleikir, myndavélar, gsm símar og ýmiss annar rafrænn varningur. En ein er sú gjöf sem aldrei bregst, er nytsöm og veitir afþreyingu og það er bókin. Það hefur lengi verið siður að gefa bækur í jólagjafir hér á landi, það er góður siður sem við skulum halda í heiðri. Látum bókina vera jólagjöfina ár. Góðar gjafir ’ Tollurinn á Keflavík- urflugvelli segir að mestur hluti þess varnings sem keyptur er í Boston sé fatnaður. Hvað skyldu mörg prósent af þessum fatnaði enda í fata- gámum Rauðakrossins? Jól Sigmar B. Hauksson Það er góður siður að gefa bók í jólagjöf. Morgunblaðið/Ómar einni heimild, sem ókunnugum kann reyndar að virðast marktæk en er það ekki. Sú heimild er frásögn austur- þýsks kontórista af samtali við Einar Olgeirsson frá árinu 1972. Einar var þá um sjötugsaldur og horfinn úr fremstu víglínu íslenskra stjórnmála fyrir fimm árum. Hann var sem áður sagði eindreginn talsmaður þess að Alþýðubandalagið tæki upp álíka samskipti við Komm- únistaflokk Sovétríkjanna og Sósíal- istaflokkurinn hafði áður haft. Til skýr- ingar á nafnalistanum sem Þjóðverjinn skrifaði niður má helst láta sér detta í hug að Einar hafi í þessum efnum gert sér vonir um þennan og hinn sem sýndu honum vinsemd og töluðu hlý- lega við gamla leiðtogann. Um viðhorf Garðars Sigurðssonar og Svövu Jakobsdóttur þarf ekki að fara mörgum orðum. Sú fullyrðing að þau hafi verið talsmenn flokkslegra sam- skipta við Kremlverja er ekki annað en hreinasta firra. Sjálfur þekkti ég pólitísk viðhorf þeirra beggja vel úr löngu sam- starfi í stjórnmálum. Um Svavar Gestsson gerði Einar sér snemma mjög háar vonir, taldi hann leiðtogaefni og kom honum rétt liðlega tvítugum til náms í marxískum fræðum í Austur-Berlín, haustið 1967. Áður hafði Svavar starfað um sinn hjá Al- þýðubandalaginu og verið blaðamaður við Þjóðviljann. Þegar Svavar hóf nám í Berlín varð honum mjög fljótlega ljóst að hann ætti þangað lítið erindi og læri- feður hans þar áttuðu sig á því að þessi ungi maður hafði allt aðrar pólitískar hugmyndir en til var ætlast hjá þeim sem stýrðu kennslu í félagsvísindum undir alltsjáandi auga STASI. Dvöl Svav- ars í Austur-Berlín varð því stutt, að- eins sex mánuðir. Hann var æ síðan einn af okkur sem stóðum vörð um samþykktina góðu frá 1968 um bann við öllum flokkslegum samskiptum við Kremlverja og hina innrásarflokkana. Þeirri samþykkt tókst aldrei að hnekkja því að meirihluti okk- ar innan Alþýðubandalagsins var jafnan traustur þó að einstaka menn úr for- ystusveit flokksins væru annarrar skoð- unar. Hannes Hólmsteinn lætur þess getið í bók sinni að Svavar hafi farið sem ráð- herra til Moskvu árið 1981 en nefnir ekki að íslenskir ráðherrar úr öðrum flokkum en Alþýðubandalaginu fóru ærið oft í slíkar embættisferðir til Sov- étríkjanna, þar á meðal Geir Hall- grímsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Þessi ferð Svavars árið 1981 segir því alls ekki neitt um af- stöðu hans til flokkslegra samskipta við Kommúnistaflokk Sovétríkjanna. Hafi einhverjir vakið máls á slíku umræðu- efni þar eystra hafa svör hans verið skýr og í samræmi við stefnu Alþýðu- bandalagsins. Ég hef áður boðið áhugamönnum um hollustu Þjóðviljans við Sovétríkin að leita með logandi ljósi í ritstjórn- arskrifum blaðsins frá minni ritstjóratíð, 1972–1978 og 1980–1983, og reyna að finna þar þó ekki væri nema eina línu til marks um stuðning við stjórnarherr- ana í Kreml eða aðra valdaflokka sem stóðu að innrásinni í Tékkóslóvakíu 1968. Mér er ekki kunnugt um að nokkur slík lína hafi fundist og skora því nú á Hannes Hólmstein og hjálparlið hans að fara í enn eina slíka eftirleit og gera svo opinbera grein fyrir niðurstöð- unum. Tekið skal fram að hér er ég ekki aðeins að tala um mín eigin skrif heldur einnig skrif ritstjóranna Árna Berg- manns og Svavars Gestssonar en allir höfðum við verið í Sósíalistaflokknum. Gullið frá Moskvu Eitt af því sem Hannes ræðir í bók sinni eru fjárframlög frá Moskvu til Sósíal- istaflokksins. Ekkert nýtt kemur þó fram hjá honum um þau efni nema margvíslegar órökstuddar dylgjur. Fyrir nærri tuttugu árum var skjala- safn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna opnað fræðimönnum til rannsókna. Þá kom í ljós, sem áður hafði verið dulið, að Einar Olgeirsson hafði sem formaður Sósíalistaflokksins tekið við verulegum fjármunum úr hendi Rússa. Um þessi fjárframlög vissu á sínum tíma aðeins alveg örfáir menn. Vönduð samnorræn rannsókn sagnfræðinga og annarra fræðimanna á þess konar framlögum til flokka á Norðurlöndum á árunum 1950– 1990 leiddi í ljós að Einar veitti viðtöku 170.000 dollurum alls, og kom fyrsti skammturinn 1955 en sá síðasti 1966 (sjá töflu á bls. 291 í bókinni Guldet fra Moskva sem út var gefin árið 2001), allt úr sjóðnum sem notaður var til slíks í Moskvu. Þetta rakti ég allt, lið fyrir lið, í grein minni „Hvað varð um peningana frá Moskvu?“ sem birtist í Morgunblaðinu 3. nóvember 2006. En þar er líka að finna mjög merkilegar upplýsingar sem Hannes Hólmsteinn stingur undir stól. Árið 1962 hafði Einar tekið við 95.000 dollurum frá Moskvu og í samtali við sovéska sendiherrann í Reykjavík þá um vorið greindi hann frá því að allir þeir fjármunir hefðu runnið til Máls og menningar (sjá Jón Ólafsson, Guldet fra Moskva, bls. 200–201), það er að segja í stórhýsið á Laugavegi 18 sem þá var enn í byggingu. Frá þessu greinir sendiherr- ann í bréfi til yfirboðara sinna í Moskvu og þarf ekki frekari vitna við. Í sama samtali við sendiherrann bað Einar um 75.000 dollara í viðbót og sagði Mál og menningu enn vera í mikl- um fjárhagsvandræðum. Sú upphæð barst í þrennu lagi á árunum 1963, 1965 og 1966 (sjá Guldet fra Moskva 2001, 291) og má ætla að allt það fé hafi líka runnið til sömu húsbyggingar því ekki varð við það vart í rekstri Þjóðviljans eða Sósíalistaflokksins. Rök fyrir því að svo hafi verið eru líka þau að Kristinn E. Andrésson, forstjóri Máls og menn- ingar, fékk síðar, einn Íslendinga, bein- ar greiðslur úr sama sjóði án milligöngu Einars Olgeirssonar, – allt til Máls og menningar – og einnig stuðning við út- gáfu rita sem stjórnvöld í Moskvu töldu brýnt að koma hér á framfæri (Guldet fra Moskva 2001, 291 og 293). Þeir 170.000 dollarar frá Moskvu sem Einar Olgeirsson veitti móttöku jafngilda á núverandi gengi 20,4 milljónum króna en sé fjárhæðin umreiknuð eftir gengi krónunnar á afhendingartíma pening- anna og þróun byggingarvísitölu verður hún mun hærri eða liðlega sex tíundu hlutar af fasteignamati þessa fimm hæða stórhýsis eins og það er nú. Full ástæða er því til að gera ráð fyrir að pening- arnir að austan hafi nægt til að greiða mjög verulegan hluta af bygging- arkostnaði hússins og vaxtakostnaði á byggingartíma. Því miður er ekki hægt að útiloka með öllu að lítill hluti af hinu óhreina fé frá árunum 1963–1966 hafi runnið til Þjóðviljans. Hitt er engu að síður mjög athyglisvert að við ítarlegar skjalarann- sóknir í Moskvu hefur ekkert komið í ljós sem staðfesti það ef frá er talin ein pappírssending frá Póllandi um 1950. Myndirnar sem við blasa af Máli og menningu annars vegar og Þjóðviljanum hins vegar eru því gjörólíkar. Dylgjur Hannesar Hólmsteins um að rekstur Þjóðviljans og starfsemi Sósíal- istaflokksins hafi verið kostuð af Rúss- um eru því staðlausir stafir. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans og þar áður framkvæmdastjóri Sósíal- istaflokksins.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.