SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 31
11. desember 2011 31
Gríðarlegar vonir voru bundnar við
skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis á
aðdraganda og orsökum hrunsins og
mikið með hana látið þegar hún kom út.
Á skýrslunni var hins vegar stórkostleg-
ur ágalli. Þar var nefnilega ekki minnst á
dómsvaldið, rétt eins og það hefði hvergi
komið við sögu árin á undan. Hið
skrýtna er þó að á þessum galla hefur
varla nokkur maður haft orð á opinber-
um vettvangi. Fyrr en nú.
Þessi einkennilega þögn er kveikja
bókar Óla Björns Kárasonar, en í henni
eru tvö meginstef: Annars vegar hlutur
dómskerfisins í hruninu, þar sem lög-
fræðileg villuljós voru
tendruð í Baugsmálinu
svonefnda, og hins
vegar hvernig veik
umgjörð Hæstaréttar
og innri veikleikar
hans ógni réttarfarinu.
Það á einnig við um
þagnarmúrinn í kring-
um Hæstarétt, en lög-
lærðir menn veigra sér við að taka til
máls um réttinn á opinberum vettvangi
af ótta við að gjalda þess síðar. Sú þögg-
un er ill ein og sér, en sé óttinn á rökum
reistur blasir skelfingin við.
Óli Björn Kárason er þaulvanur blaða-
maður og það kemur lesendum til góða.
Þó stundum sé fjallað um flókin mál eru
þau sett fram á eins einfaldan og skýran
hátt og unnt er. Hann er ekki lögfræð-
ingur, sem sjálfsagt er til bóta í bók sem
fjallar að nokkru leyti um lögfræðileg
álitaefni!
Bókin er þrískipt. Í fyrsta hluta er far-
ið yfir hin pólitísku og viðskiptalegu
átök áranna upp úr aldamótum, í öðrum
hluta er farið yfir einkennilega og af-
drifaríka dóma (og frávísanir) í Baugs-
málinu, en í hinum þriðja er kastljósinu
beint að afleiðingum þeirra dóma, sem
áttu eftir að valda íslensku samfélagi
stórkostlegu tjóni.
Um það verður vart deilt héðan af; í
Síðustu vörninni sýnir höfundur fram á
með óyggjandi rökum og dæmum, að á
dögum bóluhagkerfisins hafi dómstólar
landsins með beinum hætti stuðlað að
löghelgun vafasamra viðskiptahátta,
sem síðar áttu ríkan þátt í hruninu. Þar
var ábyrgð Hæstaréttar vitaskuld mest,
hann er síðasta vörn hvers manns í rétt-
arríkinu og af því er titillinn dreginn.
Þó mestu rými sé varið í að fjalla um
Baugsmálið — aðallega þrjá ákæruliði
þess — eru brestirnir í Hæstarétti ekki
veigaminni þáttur bókarinnar. Þar setur
Óli Björn fram svo afdráttarlausar
ábendingar (svo ekki sé fastar að orði
kveðið) að bókin beinlínis kallar á op-
inbera umræðu og úrbætur.
Höfundur bendir einnig á að engin
trygging sé fyrir því að dómarar séu fjár-
hagslega sjálfstæðir og engum háðir,
mikið vanti upp á samkvæmni og
gegnsæi í störfum réttarins og til þess að
bæta gráu ofan á svart sé Hæstiréttur
gegnsýrður af klíkuskap við dóm-
araskipan. Óli Björn lætur persónugall-
eríið alveg eiga sig (hæstaréttardóm-
ararnir Gunnlaugur Claessen og Markús
Sigurbjörnsson koma t.d. aðeins fyrir í
neðanmálsgreinum), en fjallar á hinn
bóginn talsvert um umgjörðina, sem
gerir klíkuskapinn mögulegan, og nefnir
hann óræk dæmi um hvernig Hæstirétt-
ur hafi reynt að tryggja að „réttir“ ein-
staklingar sæktu um og fengju lausar
stöður við réttinn. Fréttir í liðinni viku
af flokkadráttum innan réttarins við
forsetakjör benda til þess að klíkubræð-
urnir færist fremur í aukana en hitt.
Þetta snertir þó fleira en hvaða menn
ráðandi öfl innan réttarins telja fara best
í vasa. Þannig skiptast júristar nokkuð í
tvö horn hvað varðar valdsvið dómstóla,
sumir telja þá aðeins mega fara að laga-
bókstafnum en aðrir aðhyllast „fram-
sæknar“ og „lifandi“ lögskýringar, þyki
þeim breyttar aðstæður eða tíðaranda
gefa tilefni til, sem þýðir í raun að dóm-
stólar taka sér löggjafarvald. Þetta skipti
máli í gerningaveðri Baugsmálsins, þar
sem vörnin var háð af ekki minni ákefð
utan réttarsala en innan, en Óli Björn
telur að það „eitraða andrúmsloft [hafi
leitt] dómara á villigötur“.
Líkt og höfundur minnist á, má víðar
finna dæmi um að dómarar fari út fyrir
valdsvið sitt. Svipuð þróun varð t.d. í
Bretlandi á valdadögum hinnar ráðríku
frú Thatcher þegar stjórnarandstaðan
var einstaklega veikburða. Þá gætti
þeirrar hneigðar hjá dómstólum að þeir
ættu að veita ríkisstjórninni aðhald fyrst
enginn annar gerði það! Sá er þó mun-
urinn að þar í landi gildir fordæm-
isréttur meðan á Íslandi ber dómurum
að dæma að lögum og öðru ekki.
Í umfjöllun um umgjörð réttarins er
bent á að þrátt fyrir margvísleg hæf-
isskilyrði dómara, sé engin áskilnaður
eða trygging fyrir því að dómarar við
æðsta dómstól landsins séu fjárhagslega
sjálfstæðir og engum háðir. Höfundur
hefði í því samhengi mátt minnast á að
rétturinn gerði slíkar kröfur til sín hér á
árum áður. Árið 1964 hrökklaðist Lárus
Jóhannesson þannig úr embætti hæsta-
réttardómara þegar það varð að blaða-
máli að hann hefði haldið áfram að sinna
fésýslu eftir að hafa verið skipaður í
Hæstarétt. Varð hann þó ekki ber að
neinu misjöfnu, en minnsti möguleiki á
vafa þótti óþolandi. Hæstiréttur var hins
vegar orðinn sveigjanlegri árið 1996,
þegar hann brást í engu við gagnrýni um
að Pétur Kr. Hafstein héldi opnum söfn-
unarreikningi vegna forsetaframboðs
síns, eftir að hann hafði tapað kosning-
unum og tekið til við að dæma á nýjan
leik.
Óli Björn setur fram ýmsar tillögur um
hvernig umgjörð og starfsháttu Hæsta-
réttar gæti verið betur farið. Um þær eru
vafalaust skiptar skoðanir, líkt og um
margt af því sem hann gagnrýnir. Gagn-
rýnin beinist hins vegar að svo veiga-
miklum grundvallarþáttum réttarrík-
isins, að hún má ekki liggja í þagnargildi.
Það varðar okkur öll, hvert og eitt, ekki
aðeins áhugamenn um þjóðmál eða lög-
fræðinga, hvað þá aðeins þá, sem öllu
vilja ráða í Hæstarétti. Þeir geta ekki
verið dómarar í eigin sök frekar en aðrir.
Sök Hæstaréttar
Bækur
Síðasta vörnin bbbbn
Eftir Óla Björn Kárason.
Bókafélagið Ugla, Reykjavík 2011.
Óli Björn Kárason
Andrés Magnússon
verið líkt við aðferð Þórbergs Þórðarsonar.
„Það er gríðarlegur heiður að vera líkt ör-
lítið við Þórberg og ég hef alltaf getað
samsamað mig honum, en Þórbergur er
ótrúlega fyndinn …,“ segir hún.
Á Oddný við að Jarðnæði sé ekki fynd-
in? Hún hlær. Segir síðan að ekki sé hægt
að stefna að því að vera fyndinn, það sé
eitthvað sem kemur á óvart. „Það er held
ég sérstaklega flókið að koma tvennu til
skila í texta, húmor og erótík.
Núna þegar ég er búin í bili með þetta
sjálfsævisögulega, þá ætla ég að reyna mig
við uppdiktaða erótík. En það er bara svo
hrikalega vandræðalegt að ætla sér að vera
erótískur, sérstaklega ef maður er nú
menntaður í París. Þetta verður líklega
skelfileg tilraun. Kannski verð ég að bíða
með þetta þar til ég verð gömul, get þá
fengið mér vænan skammt af giktarlyfjum
og einn vindil og rifjað upp erótísk augna-
blik ungdómsáranna.“ Hún flissar.
Oddný Eir er heimspekimenntuð,
hvernig fer það saman við skáldskapinn?
„Maður skaddast varanlega af heim-
spekinni og losnar aldrei við hana,“ segir
hún; „ég er jafnvel meira innspíreruð af
heimspekiskrifum en skáldskap. Ég hef oft
átt erfitt með að lesa skáldsögur því mér
finnst ég stundum finna fyrir einhverri
stjórnsemi í þeim, finnst að það eigi að
leiða mig eftir ákveðinni braut. Í upphafi
góðra heimspekirita finnst manni hins
vegar eins og höfundurinn viti eiginlega
ekkert hvert stefnir. Það er oft einhver ör-
vænting í fræðunum sem mér finnst vera
örvandi og fyndin.“
Langar að ná þessari óvissu
En það mætti einmitt lýsa nýju skáldsög-
unni, Jarðnæði, sem óvissuferð.
„Þótt vitað sé hvert leiðin liggur þá get-
ur margt komið uppá á leiðinni. Það finnst
mér áhugavert. Mig langar til að ná þessari
óvissu; í þessari bók vildi ég bæði hafa
kerfi og halda dyrunum opnum fyrir
óvæntum gestum. Að láta strúktúr og
óvissu takast á.“
Oddný Eir hefur víða komið við í skrif-
um sínum, fyrir utan skáldsögurnar hefur
hún til að mynda skrifað um heimspeki og
talsvert um myndlist. Hún segist vera
marglynd; hafa áhuga á mörgum ólíkum
sviðum. „Mér finnst áhugavert að yfirfæra
einhverja reynslu og þekkingu á milli
sviða. Mér finnst til dæmis gaman að upp-
lifa í náttúruverndarbaráttunni mína eigin
heimspekihugsun í verki.
Eins finnst mér gaman að finna hvernig
heimspekin getur komið aftan að mér í
skáldskapnum, rétt eins og það er gaman
að hleypa upplifun ímyndunaraflsins inn í
fræðin. Heimspekinámið fannst mér vera
eins og gjörningur, stanslaust upplif-
unarferli, frekar en ég væri að hugsa um
árangur eða endastöð. Svolítið eins og í
töntrukynlífi, án þess að ég þekki mikið til
þess en þar er fullnægingin ekki málið
heldur allt ferlið.“
Hún hugsar sig um og bætir svo við: „Í
raun hef ég mestan áhuga á skáldsögunni.
Í hana er hægt að innlima allt; skáldsagan
er eins og fjölradda lýðræði þar sem allar
raddir fá að heyrast.“
Eins finnst mér gaman að
finna hvernig heimspekin
getur komið aftan að mér í
skáldskapnum.
„Í raun hef ég mestan áhuga á skáldsögunni. Í hana er hægt að innlima allt,“ segir Oddný
Eir. Jarðnæði er skrifuð eins og dagbók en hún segir framvinduna vera skáldaða.