SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 32

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Side 32
32 11. desember 2011 David Baldacci – Zero Day bmnnn Þeim sem þekkja bækur Lee Child um Jack Reacher finnst örugglega flestum það bæði skondið og skemmtilegt hve margir eru teknir að stæla símskeytastíl Childs og einnig það hvernig ótal reyfarahetjur eru teknar að líkjast Reacher, sumar svo mjög að það er nánast hreinræktuð stæling. Í þessari bók metsöluhöfundarins David Baldacci, sem hefur verið talsvert vinsælli en Child, í það minnsta hing- að til, birtist þannig herlögregluþjóninn John Pull- er, sem er heljarmenni að burðum, slagsmálahetja, skytta hin mesta og einfari. Svo vindur sögunni fram að Puller er fenginn til að rannsaka vel útfært fjöldamorð og kemst snemma á snoðir um spilling- armál sem blandast saman við yfirvofandi hryðjuverkaárás. Það er talsverð spenna í bókinni þó allskyns fræði sem snúa að innviðum herþjónustunnar vestan hafs verði leiðigjörn þegar á líður. Sögu- þráðurinn gæti svo eins verið úr Reacher-bók og einnig uppbygging sögunnar, flétta, framvinda og lausn. John Grisham – The Litigators bbmnn John Grisham er helsti spennubókahöfundur Bandaríkjanna og með vinsælustu rithöfundum heims. Bækur hans eru allar eins og lesand- inn veit því að hverju hann gengur, en þær eru þó ágætis dægra- stytting, eða réttara sagt stundastytting. Með tím- anum hefur yfirbragð bókanna svo orðið léttara og sumar þeirra eru nánast hreinræktaðar gamansögur líkt og sú sem hér er gerð að umtalsefni,. Hún segir frá tveimur lögmönnum sem hafa í sig og á, með herkjum, með því að sækja fyrir rétti slysabætur fyrir fólk sem þeir næla sér í á slysstað, elta sjúkra- bíla eins og það er kallað vestan hafs. Inn á skrif- stofu þeirra ratar dauðadrukkinn ungur lögfræð- ingur sem unnið hefur hjá risafyrirtæki lögmanna, en er búinn að fá upp í kok af sálarlausum þrældómi. Svo fer að þeir taka höndum saman og lenda síðan í fjöldamálsókn vegna hættulegs kólester- óllyfs. Málið vandast þegar kemur í ljós að líklega er lyfið ekki eins hættulegt og menn hafa haldið fram. Segja má að sagan sé nánast skemmtisaga og víst er gaman að lesa hana og lögfræðingarnir af- káralegir klunnar með gott hjartalag. Það er þó galli á henni hve létt er skautað yfir átakanlega hluti eins og skaða sem börnum stafar af varasömum leikföngum, sílspikaða undirstétt fátæklinga og illa meðferð á farandverkafólki. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 27. nóvember - 3. desember 1. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka- Helgafell 2. Brakið - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 3. Heilsuréttir Hagkaups - Sól- veig Eiríksdóttir / Hagkaup 4. Útkall ofviðri í Ljósufjöllum - Óttar Sveinsson / Útkall ehf. 5. Hollráð Hugos - Hugo Þórisson / Salka 6. Stóra Disney köku- og brauð- bókin - Walt Disney / Edda 7. Stelpur A-Ö - Kristín Tóm- asdóttir / Veröld 8. Málverkið - Ólafur Jóhann Ólafsson / Vaka-Helgafell 9. Hjarta mannsins - Jón Kalman Stefánsson / Bjartur 10. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jonasson / JPV útgáfa Frá áramótum 1. Gamlinginn sem skreið út um gluggann - Jonas Jo- nasson / JPV útgáfa 2. Stóra Disn- ey köku- og brauðbók- in - Walt Disney / Edda 3. Einvígið - Arnaldur Indriðason / Vaka-Helgafell 4. Ég man þig - Yrsa Sigurð- ardóttir / Veröld 5. 10 árum yngri á 10 vikum - Þorbjörg Hafsteinsdóttir / Salka 6. Heilsuréttir Hagkaups - Sól- veig Eiríksdóttir / Hagkaup 7. Einn dagur - David Nicholls / Bjartur 8. Bollakökur Rikku - Friðrika Hjördís Geirsdóttir / Vaka- Helgafell 9. Djöflastjarnan - Jo Nesbø / Undirheimar 10. Sokkaprjón - Guðrún Sigríður Magnúsdóttir / Vaka-Helgafell Bóksölulisti Lesbókbækur Skannaðu kóðann til að lesa Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bóka- búðinni Eskju, Bókabúðinni Hamra- borg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu- stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum- Eymundssyni og Samkaupum. Rann- sóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Langur vegur frá Kensington, A Far Cryfrom Kensington, skáldsaga skoska rit-höfundarins Muriel Spark er komin út ííslenskri þýðingu Þórdísar Bachmann. Það er ánægjulegt að sjá verk eftir þessa snjöllu skáldkonu í íslenskri þýðingu. Á bókarkápu er minnt á, og haft eftir The Independent, að Spark sé einn af mestu skáldsagnahöfundum heims eftir stríð og þeir sem hafa lesið bækur hennar gera varla athugasemd við þá fullyrðingu. Frægasta verk hennar er The Prime of Miss Jean Brodie sem kom út árið 1961 um kennslukonu í kvennaskóla sem dáir Mussolini. Bókin var kvikmynduð og færði aðalleikkonunni Maggie Smith Ósk- arsverðlaun. Hlutverkið bauð sannarlega upp á góða túlkun því Jean Brodie er einkennilega sam- sett persóna, fyndin og hættuleg í senn. Langur vegur frá Kensington kom út árið 1988 en þá var skáldkonan sjötug. Hún lést árið 2006 og hafði þá hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir verk sín.Hún var sérstakur persónuleiki og ekki alltaf auðveld í samskiptum. Hún giftist ung en yfirgaf mann sinn eftir þrigga ára hjónaband og hafði áratugum saman lítil sem engin sam- skipti við einkason sinn, sem mætti ekki í jarð- arför hennar. Aðalsöguhetjan í Langur vegur frá Kensington er frú Hawkins, ung ekkja sem vinnur á bóka- forlagi í London á sjötta áratug 20. aldar og finnur sér sérstakan óvin í sjálfumglöðum rithöfundi, Hector Bartlett. Hún býr í leiguherbergi í húsi í Kensington og þar eru aðrir leigjendur sem koma nokkuð við sögu, og þá sérstaklega Wanda, pólsk saumakona, sem virðist þrá þjáningar. Í verkum sínum lætur Spark gjarnan ógnvæn- lega atburði gerast í umhverfi sem virðist hættu- laust og vel verndað. Þannig koma fjárkúgun og sjálfsvíg við sögu í verki sem er skemmtilegt og fyndið. En það er einmitt háttur Spark að vefja harmleiki inni í gamansama frásögn. Mannlýsingar leika í höndunum á Spark og sem höfundur heldur hún ákveðinni fjarlægð við per- sónur sínar og hæðist oft að þeim á hárfínan hátt. Það er alltaf eitthvað broslegt við persónur henn- ar en um leið er það einmitt varnarleysi þeirra sem gerir þær samúðarfullar. Þær hegða sér kjánalega, alveg eins og venjulegt fólk. Spark var kaþólsk og sagði sjálf að trú sín mót- aði verkin og að í þeim væri að finna skilaboð um að líf væri að loknu hinu jarðneska lífi, og það sem gerðist í lifanda lífi væri ekki það mikilvægasta. Lesendur geta svo leikið sér að því að máta þessi orð hennar við þessa skáldsögu. Spark er ekki gefin fyrir tilfinningasemi þótt harmrænir hlutir gerist iðulega í verkum hennar. Aðalpersóna hennar í þessari bók, frú Hawkins, er yfirlætisfull, gjörn á að gefa öðrum ráð og dóm- hörð. Vegna þess að hún er enginn bjáni kemst hún upp með þetta allt saman. Hún er áhugaverð og forvitnileg aðalpersóna og Spark gefur heldur ekkert eftir þegar kemur að því að skapa auka- persónur. Hún kann sitt fag. Langur vegur frá Kensington er stórskemmtileg bók, vandlega og fagmannlega unnin, fyndin og harmræn í senn. Semsagt mikil og góð skemmt- un. Muriel Hún er í hópi bestu rithöfunda Bretlands á 20. öld. Gamansemi og harmleikir Muriel Spark kunni sannarlega að vefa saman harm og fyndni í verkum sínum. Skáldsaga hennar Langur vegur frá Kensington er komin út í íslenskri þýðingu. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.