SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Síða 33

SunnudagsMogginn - 11.12.2011, Síða 33
11. desember 2011 33 Áhugi okkar á síðari heims- styrjöldinni er merkilegur. Mér finnst ég þekkja þá ansi marga sem hafa ofur- áhuga á við- fangsefninu og eru nokkurs konar sjálflærðir sérfræðingar þar um. Hin ómannlega, óskiljanlega grimmd sem við- gekkst hjá nasistum virðist sí- kvik uppspretta pælinga og yfirlegu. Það er því stór- merkilegt að mannskepnunni virðist fyrirmunað að læra af reynslunni en viðlíka hörm- ungar vaða uppi í samtím- anum um veröld víða. Svíinn Steve Sem-Sandberg gerir hér áhugaverða tilraun til að gera sögubrot úr áður- nefndri styrjöld skiljanlegt (skiljanlegra a.m.k.) með því að flétta saman sögulegum staðreyndum og skáldskap. Svo vel hefur þótt til takast að bókin er margverðlaunuð og var m.a. tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs árið 2010. Sögusviðið er gettóið í Łódz sem þróaðist á allt aðra lund en önnur sambærileg í hinu hertekna Póllandi. Leiðtogi gyðinga þar var Chaim nokkur Rumkowski og náði hann með þónokkurri útsjónarsemi og innsæi jafnvel að lengja líftíma gettósins. Það gerði hann með því að umturna því í her- gagnaframleiðslumiðstöð fyrir Þjóðverjana og voru afköstin með miklum ólíkindum (í gettóinu voru um 200.000 íbúar sem lifðu að mestu leyti á súpu). Rumkowski þessi hefur hins vegar verið um- deildur mjög, var haldinn barnagirnd og var hrotti mikill þegar honum svo sýndist. Sumir vilja þó meina að með því að haga gettóinu til eins og hann gerði hafi hann bjarg- að lífi margra, a.m.k. lengt það. Hann hafi í raun réttri verið að gera meira en að skara eld að eigin köku, hreinn náungakærleikur hafi fremur ráðið för. Styrkur sögunnar liggur í því hversu nákvæmlega Sem- Sandberg þræðir hana. Í gegn- um ólíkar persónur birtir hann okkur giska nákvæma mynd af daglegu lífi í gettóinu og styðst hann þar við raun- verulegar heimildir. Vitn- eskjan um að margt af því sem hann er að lýsa eigi sér heldur betur stoð í raunveruleikanum verður til þess að manni renn- ur kalt vatn milli skinns og hörunds á köflum. Bókin er löng og „þung“, það er jöfn stígandi í frásögninni og með því að setja þessar mannkyns- sögulegu staðreyndir í skáld- legt form fer Sem-Sandberg með okkur inn í gettóið, nokkuð sem væri erfiðara með þurri staðreyndaupptalningu. Stíllinn er kaldur og hóf- stilltur, áhersla á lýsingar, samtöl og viðbrögð fremur en skáldleg tilþrif. Líklega er þetta meðvitaður útgangs- punktur en hann veldur því engu að síður að sagan nær aldrei slíku flugi að um ódauðlegt tímamótaverk sé að ræða, eins og rætt er um víða, þótt vissulega sé hún mögnuð. Ísak Harðarson sneri bók- inni á íslensku og gerir það af mikilli vandvirkni. Andblær verksins næst vel í gegn, stíll- inn fumlaus og skrúðyrði smekklega nýtt. Skáldað í skaðræðisverkin Bækur Öreigarnir í Łódz bbbbn Eftir Steve Sem-Sandberg. Ísak Harð- arson þýddi. Uppheimar gefa út. 585 bls. Steve Sem-Sandberg Arnar Eggert Thoroddsen Verið velkomin LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar ÞÁ OG NÚ 22.9.-31.12. 2011 SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 í fylgd Dagnýjar Heiðdal listfræðings. SAFNBÚÐ TILBOÐ Í SAFNBÚÐ 20-70% afsláttur af útgáfum safnsins; listaverkabækur, kort og veggspjöld. Íslensk listasaga á tilboðsverði kr. 39.900 (49.900). SÚPUBARINN, 2. hæð. Góðar súpur, brauð og salat á boðstólum. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýn- ingin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar Holdtekja – The Carnal Imperative Guðný Kristmanns Síðasta sýningarhelgi Leiðsögn listamannsins laugardaginn 10.des. kl. 14.00 Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Jólin koma! Sunnudagur 11. desember kl. 14: Grýla, Leppalúði og jólakötturinn kíkja í heimsókn Svavar Knútur syngur með börnunum 12.-24. desember, daglega kl. 11: Heimsókn jólasveinanna Jólasýningin Sérkenni sveinanna Gömul jólatré og jólakort Jólaratleikurinn Hvar er jólakötturinn? Jólavörur í safnbúð. Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum 29. október–30. desember 2011 Samræmi Hildur Bjarnadóttir og Guðjón Ketilsson Hamskipti Hildur Yeoman og Saga Sigurðardóttir Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis EYJAFJARÐARFOSSAR Sýning á ljósmyndum Svavars Alfreðs Jónssonar á 42 eyfirskum fossum. Opið mán.-fim. kl. 10-19, fös. 11-17 og lau. 13-17. Síðasta sýningarvika. Ókeypis aðgangur. Náttúrufræðistofa Kópavogs Hamraborg 6a www.natkop.is Af fingrum fram 11. nóv. - 12. jan. 2012 Veggteppi og landslagsmyndir þæfðar í ull eftir Snjólaugu Guðmundsdóttur vefnaðarkennara. Opið: mán. - fös. kl 13 - 18 lau. kl. 11 - 14 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.gallerigersemi.is Sími 552 6060 12. nóv. til 11. des. 2011 Síðasta sýningarhelgi Sigtryggur Bjarni Baldvinsson „Móðan gráa - Myndir af Jökulsá á Fjöllum“ Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ HLUTIRNIR OKKAR (9.6.2011 – 4.3.2012) HVÍT JÓL (28.10.2011 – 15.1.2012) KÆRLEIKSKÚLUR OG JÓLAÓRÓAR (6.12.2011-6.1.2012) Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Síðasta sýningarhelgi ALMYNSTUR Arnar Herbertsson JBK Ransu Davíð Örn Halldórsson --- Pappírsævintýraheimur Baniprosonno --- Jólastemmning Sun. 11. des. kl. 15:30 Opið fim.-sun. Kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Borgarnesi

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.