Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 18

Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 18
18 finnur.is 19. janúar 2012 K irkjan tilkomumikla, Sagrada Familía, er í flestra huga táknmynd Barcelona-borgar. Þó að tröllvaxin gnæfi hún yfir ná- grenni sitt er hún enn í bygg- ingu og fullkláruð verður hún talsvert breytt frá því sem við þekkjum í dag. Kirkjan er hugarfóstur kata- lónska arkitektsins Antoní Gaudí og hinn 19. mars næstkomandi verða slétt 130 ár frá því bygg- ing hófst. Vitað var að kirkjan yrði ekki reist á einni nóttu en ýmislegt hefur orðið til þess að tefja verkið enn frekar. Fram- kvæmdir lágu niðri meðan á spænsku borgarastyrjöldinni stóð og kostnaður hefur haldið aftur af framvindu mála. Nú er hins vegar svo komið að framkvæmdaraðilar hafa einsett sér að byggingu kirkjunnar verði lokið árið 2026 og óhætt er að segja að svipur borgarinnar verði talsvert annar. Þannig er nefnilega mál með vexti að turnarnir átta sem eru einkenni kirkjunnar, sem og borgarinnar, eru aðeins auka- atriði þegar kirkjan verður full- kláruð. Turnarnir sem nú eru til staðar eru í raun átta af tólf svokölluðum postulaturnum, en þá eru ótaldir fjórir turnar kenndir við guðspjallamennina Lúkas, Mattheus, Markús og Jó- hannes. Enn stærri verður þó Maríuturninn, geysimikill að um- máli og 123 metrar á hæð. Hæstu turnarnir eru í dag 106 metrar. Enn er þó ótalinn Jesú- turninn, langstærstur allra og heilir 170 metrar á hæð þar sem hann gnæfir yfir bygginguna alla. Enn eiga semsagt eftir að bætast við tíu turnar alls, þar af sex sem eru töluvert hærri en þeir sem nú prýða bygginguna. Hvort þeim verður lokið árið 2026 verður svo tíminn að leiða í ljós. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hver hlið er hlaðin smáatriðnum. Morgunblaðið/Ómar Gengt er milli turnanna - ekki fyrir lofthrædda! Morgunblaðið/Ómar Útsýnið er gríðarlegt yfir borgina úr turnunum. Sagrada Familía er verk í vinnslu Byggingarlok í augsýn? Skapti Hallgrímsson Sagrada Familía er þekktasta kennileiti Barcelona, geysivinsæll ferðamannastaður og verk í vinnslu í 130 ár. Morgunblaðið/Ómar Sagrada Familía er ekki síður tilkomumikil eftir að skyggja tekur. Þá bregða ljós og skuggar á leik um hina margbrotnu og flóknu byggingu. Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ómar Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.