Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 19

Morgunblaðið - 19.01.2012, Side 19
atvinna Tólf ára var ég sendill hjá Rannsóknar- ráði ríksins; bar út bréf og fór í bakaríið. Næsta sumar var ég svo pikkaló á Hót- el Sögu og það er eftirminnilegt að Bandaríkjamenn voru öllum öðrum rausnarlegri á þjórfé. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður. F ræðslumálin verða æ stærri þáttur í starfi verkalýðshreyfingarinnar. Telst okkur svo til að á sl. ári hafi vel á sjöunda þúsund Efl- ingarfélaga tekið þátt í fræðslu- verkefnum en þeir sem sóttu námskeið eða nýttu sér fræðslu- styrki sem félagið og samstarfs- aðilar þess bjóða verið vel á fjórða þúsund. Þetta er ákaflega mikilvægt, enda opnar ný þekking fólki jafnan nýja möguleika,“ segir Sigurrós Kristinsdóttir, varafor- maður Eflingar – stéttarfélags. Hin sterka bakvarðasveit Í vikunni hófst námskeið fyrir trúnaðarmenn Eflingar frá hinum ýmsum vinnustöðum, en slík námskeið eru haldin með reglu- legu millibili. Námið er tekið í nokkrum þrepum og á grunn- námskeiði er farið yfir hlutverk og stöðu trúnaðarmannsins skv. lög- um og samningum, vinnurétt, lög og reglugerðir, samskipti á vinnu- stað, kjarasamninga og starfsemi stéttarfélaga. Í næstu þrepum er farið yfir helstu hugtök hagfræð- innar, launamál, samskipti á vinnustað, ræðumennsku og að- komu trúnaðarmanna í því að leysa erfið mál á vinnustöðum, svo sem einelti. Á lokanámskeiði er meðal annars kynnt starfs- og námsráðgjöf. „Trúnaðarmenn á vinnustöðum eru hin sterka bakvarðasveit stéttarfélaga. Þeirra er hlutverk er að leysa minniháttar ágrein- ingsmál sem upp kunna að koma úti á vinnustöðunum og gæta réttinda launafólks þar. Af þess- um sökum er mikilvægt að trún- aðarmenn hafi góða þekkingu á gangverki verkalýðshreyfing- arinnar og hvað við getum gert fyrir fólkið.“ Möguleikar sífellt fleiri Sigurrós Kristinsdóttir er stjórnarformaður Mímis - sí- menntunar, sem að stærstu leyti er í eigu verkalýðshreyfingarinnar. Fræðslustarf þar er afar fjölbreytt og nýtast fólki bæði í leik og starfi. Hvað fullorðinsfræðslu áhrærir má nefna Grunnmennta- skólann og Menntastoðir – en þar hefur mörgum opnast möguleiki að fara aftur til náms aftur eftir langt hlé. „Við höfum dæmi um Efling- arfélaga sem hafa farið til dæmis í Menntastoðir, þaðan í Há- skólabrú Keilis og svo í há- skólanám, svo sem á Bifröst. Svona verða inngönguleiðir í há- skóla sífellt fjölbreyttari og mögu- leikarnir meiri,“ segir Sigurrós sem starfaði í áratugi á leikskóla. Hún hóf nám hjá Mími á svo- nefndri leikskólabrú og braut- skráðist árið 2007 sem leik- skólaliði. Nám félagsliða er sambærilegt; það er gerð er krafa um starfsreynslu og einhverja undirstöðumenntun. Alls hafa í dag um 240 Eflingarfélagar farið í gegnum nám félagsliða og 150 fræði leikskólaliðans – en alls eru um 50 manns á þessum tveimur námsbrautum í dag. Á öllum sviðum „Þegar börnin voru komin á legg ákvað svo að skella mér nám. Fannst það óskaplega skemmtilegt enda varð það til að vekja áhuga minn á frekara námi og félagsmálum - mér finnst afar gaman að vinna að málefnum launafólks og bætum kjörum þess; bæði hvað varðar laun og réttindi á breiðum grundvelli. Verkalýðshreyfingin kemur við á öllum sviðum þjóðlífsins,“ segir Sigurrós sem var kjörin varafor- maður Eflingar árið 2007 – um líkt leyti og hún brautskráðist frá Mími sem leikskólaliði. sbs@mbl.is Fjölbreytt fræðslustarf hjá Eflingu – stéttarfélagi. Þúsundir félagsmanna taka þátt Morgunblaðið/Ómar Færðslustarf er orðið eitt af umfangsmeiri póstunum í starfi stéttarfélaganna. Sigurrós Kristinsdóttir, sem nam á svonefndri leikskólabrú, er nú í framvarðasveit Eflingar - stéttarfélags og er á þessari mynd með góðum hóp sem er á trúnaðarmannanámskeiði félagsins sem nú stendur yfir. Opnar möguleika og óskaplega skemmtilegt Opið laugardaga og sunnudaga frá kl. 11-17 – Pantaðu bás á www.kolaportid.is Eftirtaldir aðilar verða í Kolaportinu um helgina: KOLAPORTIÐ Hákarl úr Bjarnarhöfn Harðfiskurinn frá Tálknafirði ÞORRAMATUR? ELSKAN MÍN, ÞÚ FÆRÐ NÝMETI OG LJÚFFENGT SÚRMETI AÐ VILD Í KOLAPORTINU Nú eru þorrablótin að byrja Sterkur hákarl og gæða harðfiskur SJÁVARPERLUR Frímerkjahornið Reynir - 896 5142 FRÍMERKI PÓSTKORT GÖMUL UMSLÖG Nýtt efni í hverri viku Númerastimpill „71“ Strönd 1939

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.