Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.01.2012, Blaðsíða 24
24 finnur.is 19. janúar 2012 T il margra ára hefur Volkswagen treyst á sínar háþróuðu díselvélar til að gera Touareg-jeppann sparneytinn bíl. Þeir dagar eru langt í frá liðnir en Volkswagen hef- ur bætt tvinntækni (hybrid) í vopnabúr sitt til þess að gera bens- ínútgáfu bílsins sparneytna líka. VW Touareg Hybrid er fyrsti tvinn- tæknibíll fyrirtækisins. Volkswagen ryður einnig nýjar brautir með því að bjóða sama bílinn með díselvél og bensínvél með tvinntækni. To- uareg kom mjög mikið breyttur með 2011-árgerðinni, með alveg nýjan undirvagn og með tvinn- tækni í boði. Í 2012-árgerðinni er breytingin enn meira afgerandi. Tvinnbílar eru orðnir algengir hjá bílaframleiðendum og þar hafa þýskir framleiðendur ekki endilega rutt brautina, en þegar kemur að þýskri verkfræði og framleiðslu stenst þeim enginn snúning. Í Tou- areg er tvinntæknin tekin á æðra stig. Volkswagen hefur líka náð að létta bílinn um 200 kg frá fyrri ár- gerð en það er einmitt sú þyngd sem hybrid-búnaðurinn vegur í þessum bíl. Hann er því jafnþungur forveranum, enda finnst alls ekki fyrir þunga nýja búnaðarins. Ótrúlegt afl Touareg-tvinnbíllinn er ekki á nokkurn hátt öðruvísi í útlit en aðr- ar útgáfur hans. Eingöngu hybrid- merki að framan og aftan sýna að þar fer tvinnbíll. Vélin í bílnum er 333 hestafla, þriggja lítra bensínvél sem einnig er að finna í Audi-bílum. Við þetta afl bætast 42 hestöfl raf- hlaðanna og er hann því 375 hest- öfl, öflugasta útgáfa Touareg og fyrir þeim finnst vel. Svona útbúinn er Touareg geysi- lega kröftugur bíll og sérlega gam- an er að nota öll þessi hestöfl, enda er hann ekki nema 6,5 sekúndur í hundraðið. Er semsagt í flokki með öflugri sportbílum. Fyrir vikið er bíllinn ekki eins sparneytinn og margur annar tvinnbíllinn. Enda má segja að notkun tvinntækni í þennan bíl sé hugsuð á allt annan hátt en með þá flesta. Afl rafhlað- anna bætist bara við geysiöfluga bensínvélina og tekur eyðsluna ör- lítið niður. Þarna eru tveir góðir kostir í einu. Í reynsluakstri eingöngu innan borgarmarkanna var bíllinn með 14,2 lítra á hundraðið og telst það hvorki lítið fyrir tvinnbíl né heldur sérlega mikið fyrir þungan og stór- an lúxusjeppa með 375 hesta orku- búr. Aflið fer í gegnum átta gíra sjálfskiptingu sem hefði mátt vinna vinnu sína betur á stundum. Fyrir gírskiptingum finnst stundum of mikið og oft er hún of lengi að finna heppilegan gír við inngjöf og fyrir vikið er örlítil bið eftir öllu aflinu. Það er eins og hún eigi erfitt með að taka ákvarðanir sem hentar síð- ur spretthörðum fótum. Hljóðlaus akstur Volkswagen Touareg er algjör lúxusbíll með öllum hugsanlegum þægindum. Sætin eru frábær með fallegu leðri, þakið er glerþak með stórri sóllúgu og bíllinn er hlaðinn nýjustu tækni. Fjöðrunin er á loft- púðum og hækka má bílinn fyrir erfiðari aðstæður. Mjög vel hefur lukkast með fjöðrun bílsins því hún er með þeim allra ljúfustu. Leggja má mikið á bílinn en alltaf fer hún vel með farþega. Það er ljúf tilfinning að leggja af stað hljóðlega á rafmagninu einu saman og á því má ná allt að 50 km hraða. Það er einnig nokkuð sér- stakt að sleppa bensíngjöfinni og sjá vélina slökkva á sér oft og iðu- lega og svífa áfram einungis á raf- hlöðunni og það jafnvel í drjúga stund. Hybrid-tæknin í þessum bíl er mjög þróuð og ekki eins í þeim flestum þar sem einungis drepst á vélinni þegar hann er stöðvaður, t.d. á ljósum. Ekki finnst að neinu ráði fyrir því þegar vélin fer í gang aftur en það gerist þegar stigið er vænna á bensíngjöfina en svo að rafmótorinn nái að svara þörfinni. Bíllinn er svo vel hljóðeinangr- aður að horfa þarf á snúnings- hraðamælinn til að taka eftir því þegar hann drepur á vélinni og veg- hljóð er að auki með því minnsta sem gerist. Svona 2,3 tonna bíll þarf stórar bremsur og þær eru gríðarlega öflugar á þessum bíl og Finnur Orri Thorlacius reynsluekur Volkswagen Touareg Hybrid Orkubúnt í sparifötum Morgunblaðið/RAX Rennilegur í Rauðhólunum. Í Touareg er tvinntæknin tekin á æðra stig. Volkswagen hefur líka náð að létta bílinn um 200 kg frá fyrri árgerð og vissulega munar um slíkt. Volkswagen Touareg Hybrid Árgerð 2012 •Farangursr. 493/1.555 l. • 18“ álfelgur • Eigin þyngd: 2.315 kg • Burðargeta: 670 kg •Verð frá 16.100.000 kr. • 9,9 l/100 í bl. akstri • Umboð: Hekla • 0-100: 6,5 sek. • Hámark: 240 km/klst • Fjórhjóladrif •Mengunargildi: • 193 g CO2/km • 3,0 l. bensín + rafmótor • 375 hestöfl/580Nm • 8 gíra sjálfskipting Bíldshöfði 12 · 110 Rvk · 5771515 · skorri.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.