Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara, heyrði fyrst af því um síðustu helgi að lyfjakostnaður einstaklinga gæti haft áhrif á hvort þeir fengju inni á hjúkrunarheimilum. Þetta væri afleiðing niðurskurðar framlaga til hjúkr- unarheimilanna. Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyr- irtækja í heilbrigðisþjónustu, vakti athygli á því í Morgunblaðinu að þegar nýir heimilis- menn væru teknir inn á hjúkrunarheimili fengju stjórnendur að velja einn af þremur sem sendar væru upplýsingar um. Þá væri lyfjanotkun þessara einstaklinga skoðuð sérstaklega og ef einhver hinna þriggja not- aði mjög dýr lyf kæmi hann ekki til greina sem heimilismaður. „Mér finnst það alveg með ólíkindum að þessi staða sé komin upp,“ sagði Jóna Val- gerður. „Þetta er í flestum tilfellum fólk sem er á sjúkrahúsi og þar greiðir ríkið fyr- ir lyfin sem þarf að nota. Svo er þessu öðru- vísi varið þegar kemur að hjúkrunarheim- ilum.“ Hún benti á að flest hjúkrunarheimili væru án gildra þjónustusamninga. Þar væri þó Sóltún undanskilið. Í þjónustusamningi Sóltúns væri kveðið á um sérstaka upphæð vegna lyfjakostnaðar einstaklings og færi kostnaðurinn yfir þá fjárhæð kæmi viðbót- arfjármagn. Jóna Valgerður sagði að hjúkr- unarheimili án þjónustusamninga hefði farið fram á það við velferðarráðherra að gengið yrði frá slíkum samningi en það hefði ekki verið gert ennþá. Dæmið ekki skoðað heildstætt „Það verður að komast á hreint hvernig þessum málum er háttað,“ sagði Jóna Val- gerður. „Það er óviðunandi að veikasta fólk- inu sem þarf að komast í öryggi á hjúkr- unarheimilum sé neitað um pláss vegna lyfjakostnaðar. Sjúkrahúsin þurfa líka á plássinu að halda. Auk þess er það dýrasta úrræðið fyrir ríkið að halda fólki á sjúkra- húsum. En það er í þessu eins og mörgu öðru að dæmið er ekki skoðað heildstætt.“ Jóna Valgerður sagði að velferðarráð- herra yrði að taka á þessu máli. „Að mínu mati eiga sjúkratryggingar að taka þátt í kostnaði við lyf fyrir okkur eldri borgara eins og aðra, hvort sem við búum heima eða á hjúkrunarheimilum. Við í Landssambandi eldri borgara höfum ályktað margoft um að gera eigi þjónustusamning við öll hjúkr- unar-og dvalarheimili fyrir aldraða.“ Óviðunandi að neita þeim veikustu  Flest hjúkrunarheimili án gildra þjónustusamninga, segir formaður Landssambands eldri borgara „Að mínu mati eiga sjúkratryggingar að taka þátt í kostnaði við lyf fyrir okkur eldri borgara eins og aðra“ Jóna Valgerður Kristjánsdóttir BAKSVIÐ Skúli Hansen skulih@mbl.is Skúli Bjarnason hæstaréttarlögmaður óskaði í gær, fyrir hönd Gunnars Þ. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, eftir lengri fresti til þess að skila inn andmælum vegna fyrirhugaðrar upp- sagnar Gunnars. Í erindi sínu til stjórnar Fjár- málaeftirlitsins óskar Skúli einnig eftir svörum við fimm spurningum í tengslum við málið. Eins og áður hefur komið fram í umfjöllun Morgunblaðs- ins um uppsögnina fékk Gunnar upphaflega frest til loka gærdagsins til þess að skila inn andmælum sínum til stjórnar Fjármálaeftirlitsins. „Þetta bréf er boðsent heim til hans á föstu- dagskvöldið, því sé fresturinn í raun bara einn virkur dagur, og á sama tíma er álitsgerðin hans Ástráðs sett af stjórninni inn á heimasíðu FME,“ segir Skúli og bendir jafnframt á að ekki sé hægt að gera ráð fyrir að einstaklingar verji helgi ein- göngu í svona mál án nokkurs fyrirvara. „Við teljum ekki tækt að fjalla efnislega um málið fyrr en búið er að fá þessi gögn og upplýs- ingar sem m.a. er beðið um,“ segir Skúli og bætir við: „Því það er náttúrlega voðalega erfitt ef þú ætlar að mótmæla einhverju eða fara yfir það að þurfa að giska á hvað liggur því til grundvallar.“ Bréfið sem Gunnari barst á föstudagskvöldið var ekki eiginlegt uppsagnarbréf heldur svokallað bréf um fyrirhugaða uppsögn. Spurður hvort hann hafi séð sambærilegt bréf áður á sínum lögmanns- ferli segir Skúli svo ekki vera. Í bréfinu sem Gunnari barst á föstudagskvöldið frá stjórn Fjármálaeftirlitsins er vísað til 6. tl. 3. gr. stjórnsýslulaga 37/1993 sem lagaheimildar fyr- ir uppsögn Gunnars. Skúli furðar sig á þessari lagatilvísun og í erindi sínu til stjórnar Fjármála- eftirlitsins óskar hann eftir því að upplýst verði hvort um innsláttarvillu sé að ræða. Furðar sig á lagatilvísun „Þessi lagagrein fjallar um vanhæfi stjórnvalds við ákvörðunartöku í tilteknu máli. Þ.e. ef þú gegnir einhverju stjórnsýsluhlutverki og stjórn- valdið fær til meðferðar mál sem tengist þér eða einhverjum nákomnum þér þarftu að segja þig frá afgreiðslu þess tiltekna máls út af þessu sérstaka vanhæfi,“ segir Skúli og tekur fram að lagalegur grundvöllur uppsagnarinnar geti augljóslega ekki byggst á þessu ákvæði. Hann spyr einnig hvernig svona boðuð uppsögn samræmist því að málið sé ennþá á rannsóknar- stigi, líkt og Aðalsteinn Leifsson, stjórnarfor- maður Fjármálaeftirlitsins, hefur haldið fram á síðustu dögum. „Þetta samræmist ekki neinni lögfræði sem ég þekki,“ segir Skúli og bætir við að Gunnar eigi rétt á því að fá að vita hvort málið sé á rannsókn- arstigi eða ekki. Skúli segir að sé auðséð að fresturinn sem Gunnar fékk upprunalega hafi verið allt- of stuttur. „Menn þurfa ekki að vera doktorar í stjórnsýslu- fræðum til að sjá að ef haldið verður fast í þennan frest og lengingu hans hafnað er það ekkert annað en valdníðsla,“ segir Skúli. Morgunblaðið/Kristinn Þingnefnd Fjallað var um boðaða uppsögn Gunnars Þ. Andersen og hæstaréttardóminn í síðustu viku á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær. Gunnar óskar eftir fram- lengingu á andmælafresti „Það er mikilvægt að hagsmunir neytenda séu í forgangi, ekki síst í ljósi forsögunnar,“ segir Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og við- skiptanefndar. Nefndin hafi lagt áherslu á að á meðan óvissutímabilið stæði yfir væri mikilvægt að ekki væru gerðar aðfarir að fólki á grund- velli krafna sem óljóst væri um lög- mæti á. Reynslan sýni að þar hafi verið gengið lengra til þessa en lög leyfa og það verði allir að láta sér að kenningu verða. Helgi segir enn óljóst hversu víð- tækt fordæmisgildi dómurinn hafi. Það ráðist ekki fyrr en Hæstiréttur taki á þeim spurningum sem ósvarað er. Aðrar lausnir séu ekki sjáanlegar og því æskilegt að slíkum málum sé hraðað í dómskerfinu. Málum verði hraðað  Bíði með aðfarir ef óljóst er um lögmæti Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fékk á fund sinn í gær endurskoðandann Ásbjörn Björnsson, sem vann ásamt Ástráði Har- aldssyni lögmanni álitsgerðina fyrir Fjármálaeftirlitið. „Þar kom fram að þeir hafa algjörlega sömu sýn á lögfræðina í þessu og Andri Árnason hafði áður haft, segir Helgi Hjörvar, formaður nefndarinnar. „Það kom meðal annars ótvírætt fram að forstjóri Fjármálaeftirlitsins hefði ekki brot- ið nein lög í þessu máli sem til athugunar var.“ Niðurstaða höfunda álitsgerðarinnar hafi verið sú að hann hafi ekki veitt þær upplýsingar sem honum bar um aðild sína að aflandsfélögum fyrir liðlega tíu ár- um. Það rýri trúverðugleika forstjórans. Helgi segir nefndina hafa óskað eftir því að fá kynnt andmæli forstjórans og leggur áherslu á að ferlið eigi að vera málefnalegt og virða réttindi aðila og byggjast á traustum laga- legum grunni. Hann vill að svo stöddu ekki tjá sig um möguleg eða einhver áhrif af málinu á stofnunina sjálfa. sigrunrosa@mbl.is Álitið sagði engin lög brotin í málinu FORSTJÓRI FME  Lögmaður Gunnars spyr hvernig svokölluð boðuð uppsögn samrýmist því að málið sé á rannsóknarstigi  Furðar sig á lagagrundvelli uppsagnarinnar Fulltrúar Samtaka fjármálafyrir- tækja gengu á fund efnahags- og viðskiptanefndar í gær. Þau greindu frá því að farið hefði verið fram á leyfi frá Samkeppniseftirlitinu til þess að fjármálafyrirtæki gætu haft samráð sín á milli um hvernig þau ættu að bregðast við vaxtadómi Hæstaréttar sem féll í síðustu viku. Þá er lögmannsstofan Lex að vinna lögfræðiálit um dóminn fyrir SFF. „Aðalatriðið er að finna út hvað dómurinn þýðir og svo vinna úr því eins hratt og örugglega og hægt er. Þá þarf að tryggja að það verði end- anleg niðurstaða í þessu máli. Það skiptir miklu máli að klára þetta endanlega,“ segir Guðjón Rúnars- son, framkvæmdastjóri SFF. Hann segir að áhyggjur hafi ver- ið uppi um að ef hvert fjármálafyrirtæki útfærði sína eigin lausn yrðu útfærslurnar mismun- andi. Hafi verið talið farsælla að finna út úr þessu í sameiningu með stjórnvöldum. Meiri hagsmunir fyrir neytendur Að sögn Páls Gunnars Pálssonar, forstjóra Samkeppniseftirlitsins, er beiðni SFF í skoðun. Fyrirtæki á markaði sem vilji hafa með sér sam- ráð í andstöðu við samkeppnislög þurfi að sækja um undanþágu. Slík- ar afmarkaðar undanþágur hafi í nokkrum tilfellum verið veittar á árunum eftir hrun þar sem meiri hagsmunir væru fyrir neytendur og samfélagið að heimila samvinnu vegna greiðsluerfiðleikaúrræða. Fjármálafyr- irtæki vilja samvinnu Helgi Hjörvar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.