Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Þótt tiltölulega fáir Íslend-ingar kannist við Gunn-Ritu Dahle Flesjå þá erhún einn þekktasti fjalla- hjólreiðamaður í heimi. Hún hefur keppt sem atvinnumaður í tæplega 18 ár og sópað að sér verðlaunum, m.a. ólympíugulli í Aþenu 2004 og mörgum heims- og Evrópumeistara- titlum. Hún er 38 ára gömul, búin að koma sér í fantagott form eftir barnsburð árið 2009, og ætlar að næla sér í ólympíugull í London í sumar. Morgunblaðið ræddi við hana þegar Merida-fjallahjólaliðið árið 2012, sem hún tilheyrir, var kynnt á Mallorca fyrr í febrúar. Tilefni ferð- arinnar var að Ellingsen ætlar í vor að hefja sölu á Merida-fjallahjólum. Byrjaði á snarbrattri hlíð Í Noregi, eins og víðast í Evr- ópu, eru fjallahjólreiðar stundaðar sem skipulögð keppnisíþrótt. Gunn- Rita sagðist þó litlar spurnir hafa haft af íþróttinni framan af aldri en lagði stund á ýmsar íþróttir, m.a. á langhlaup. Sumarið 1995, þegar hún var 22 ára, hitti hún þjálfara hjá fjallahjólaklúbbi sem fékk hana á æfingu og eftir það varð ekki aftur snúið. „Ég var bara í hlaupaskóm, ekki einu sinni í alvöruhjólaskóm og smellupedölum, en ég komst samt upp á topp. Ég hélt að ég myndi örugglega deyja á leiðinni niður, hlíðin var svo brött! En á leiðinni niður kolféll ég fyrir þessari íþrótt. Að hjóla niður var það skemmtileg- asta sem ég hafði gert lengi, hraðinn var svo mikill og adrenalínið hrein- lega flæddi um æðarnar,“ sagði hún- .Síðan þá hefur hún unnið sér inn heilt bikarsafn. Gunn-Rita kvaðst ánægð með keppnistímabilið 2011 og er bjartsýn fyrir 2012 en greinilegt var að hún varð fyrir sárum von- brigðum með 2010. Ástæðan fyrir slökum árangri 2010 var sú að henni gekk illa að ná fyrra formi eftir að hún eignaðist drenginn sinn, Björn- ar, í mars 2009, með Kenneth, eigin- manni sínum og þjálfara. „Það var erfitt að ná fyrra keppnisformi aftur, ég verð að játa það,“ sagði Gunn-Rita. „Áður en við urðum foreldrar hélt ég að það yrði auðveldara að tvinna saman for- eldrahlutverkið og atvinnumennsku í íþróttum.“ Það voru þó ekki líkam- leg eftirköst fæðingarinnar sem þvældust fyrir heldur að nú gátu dagarnir ekki snúist um æfingar ein- göngu. Áður hafði hver dagur verið þaulskipulagður, jafnvel marga mánuði fram í tímann, og fullkomn- Ævintýri og ham- ingja á fjallahjólum Norðmaðurinn Gunn-Rita Dahle Flesjå er einn þekktasti fjallahjólreiðamaður í heimi. Hún segir algjört jafnrétti ríkja í fjallahjólreiðum. Konur hjóla sömu brautir og karlar og verðlaunafé er jafnhátt í kvennaflokki og í karlaflokki. Hún hvetur alla til að prófa – fjallahjól eigi að nota til að upplifa ævintýri og ham- ingju, en ekki bara til að fara á milli A og B. Hraði Gunn-Rita á fullri ferð á heimsbikarmótinu í Nove Mesto í Slóvakíu í fyrra. Hún lenti í 4. sæti í keppninni og hafnaði í 6. sæti í heimsbikarmótinu. Meistari Gunn-Rita er í norska landsliðinu og er margfaldur Noregsmeist- ari. Hún vann titilinn í fyrsta sinn 1995, sama ár og hún byrjaði að æfa. Hún Steph Davis er ótrúleg kona sem stundar það að klifra upp á hæstu tinda með fallhlífina sína á bakinu og þegar upp er komið lætur hún sig gossa niður (base jumps) fljúgandi í fallhlífinni. Hún er sérstaklega hrifin af því að klifra upp það sem kallað er Desert Towers en það eru háar strýtur í eyðimörkinni. Hún kann því vel að takast á við stór verkefni og eins og nafn heimasíðu hennar gefur til kynna (highinfatuation) þá er hún haldin hamslausri hrifningu þegar hæð er annars vegar. Hún segist ævinlega svara því til þegar hún er spurð hvers vegna hún klifri: Af því ég elska það. Að klifra segir hún vera svo miklu meira en að klifra og má lesa um það á síðunni hennar. Þeir sem vilja fræðast um klifur og fallhlífarstökk geta sent henni fyrirspurnir og svörin og ráðin eru öllum aðgengileg sem fara inn á síðuna. Fróðlegt og skemmtilegt. Vefsíðan www.highinfatuation.com Klifurkona Steph veit fátt skemmtilegra en að klifra og stökkva fram af brún. Klifurkötturinn Steph Davis Næsta föstudag 24. febrúar verður haldið málþing undir yfirskriftinni Tækifæri í hjólaferðamennsku á Ís- landi. Á málþinginu verður fjallað um þau tækifæri sem fólgin eru í hjólaferða- mennsku, hver staðan er á Íslandi í dag og hvað þarf að gera til að geta nýtt þessi tækifæri. Málþingið er liður í verkefninu Hjólaleiðir á Íslandi sem er samstarfsverkefni fjölmargra aðila, um að skilgreina landsnet hjólaleiða á Íslandi og fleira því tengt. Málþingið verður í Sal Eflu verk- fræðistofu, Höfðabakka 9, Reykjavík, og hefst kl. 10.30 og stendur til 15.30. Hægt er að skrá sig til hádegis á fimmtudag 23. febrúar. Dagskrána má sjá á vefsíðu land- samtaka hjólreiðamanna www.lhm.is Endilega … … kynnist hjólaferðamennsku Morgunblaðið/Eggert Gaman Að ferðast á reiðhjóli er frá- bær ferðamáti sem fólk ætti að prófa. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Á laugardag fóru fram fjórðu árlegu Crossfit-leik- arnir. Mótið er fyrsta af fjórum í EAS-þrekmóta- röðinni 2012, þar sem keppt er um þrek, snerpu, þol og styrk. Metþátttaka var á mótinu sem fór fram í Kaplakrika og voru skráningar alls 460 í öllum flokkum. Mikil stemning var og má sjá hér á myndunum sýnishorn af átökunum. Keppendur komu hvaðanæva, alls frá 16 stöðvum víðsvegar um land, frá Akureyri, Vestmannaeyjum, Reykjanesbæ, Akranesi, Ólafsvík og höfuðborgarsvæðinu. Helstu úr- slit: Einstaklingsflokkur kvenna, opinn flokk- ur: 1. Kristín Tanja Davíðsdóttir (Crossfit BC/Bootcamp) 2. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir (Lífs- stíll) 3. Hjördís Ósk Óskarsdóttir (Crossfit BC/ Bootcamp) Einstaklingsflokkur karla, opinn flokkur: Sveinbjörn Sveinbjörnsson (Boot Camp) 2. Árni Freyr Bjarnason (Crossfit Sport) 3. Jónas Stefánsson (Crossfit Hafnarfjörður) Parakeppni: 1. Annie Mist & Frederik Ægi- dius (Crossfit Reykjavík) 2. Jónas Stefánsson & Harpa Melsted (Crossfit Hafnarfjörður) 3. Helga Guðmundsdóttir & Jakob Daníel Magn- ússon (Crossfit Hafnarfjörður). Þrek, snerpa, þol og styrkur Crossfit-leikarnir í Kaplakrika Ljósmynd/Ágúst Sigurjónsson /xz.is Ljósmynd/Ágúst Sigurjónsson /xz.is Ljósmynd/Ágúst Sigurjónsson /xz.is Ljósmynd/ Ágúst Sigurjónsson / xz.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.