Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 23
heima í Grímsnesi í febrúar 1999 þá var ég bæði feimin og hikandi að koma. Þessi ferð mun verða mér ógleymanleg og ómetanleg reynsla. Allir sem komu með gáfu ferðinni einstakt gildi. Við fórum líka á Tarot-ráðstefnu í New York saman sem er mér eftir- minnileg samvera. Það sem er mér efst í huga þegar ég hugsa um þig er hvað þú varst mikilvæg persóna í lífi svo ótal margra. Þú hafðir lag á að veita ljósi og von inn í hjörtu fólks þegar það sá ekki neitt fram úr hlutunum. Þú komst alltaf með þinn dillandi hlátur og glaðværu, skemmtilegu nærveru. Þegar meðferðin byrjaði hjá þér ákvaðstu strax að fara þínar eigin leiðir enda ekki von á öðru hjá þér. Þú fórst engar troðnar slóðir og varst óhrædd við að fylgja því sem þú trúðir á. Ég hef beðið og vonað allan tímann að til þín kæmi eitthvert ótrúlegt kraftaverk. Þú hefur sjálf verið kraftaverk fyrir svo marga í formi þess að gefa þeim von sem höfðu hana ekki fyrir. Ég vildi óska þess að þú hefðir fengið lengri tíma hér. En nú þegar leið- ir skilur þá er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa kynnst þér og átt þig að vini. Þegar þú varst orðin mjög þreytt og komst til mín í heilun rétt áður en þú fórst til Siglu- fjarðar, þá sagðir þú við mig: „Stundum langar mig bara mest að fara heim til hennar mömmu, þetta er svo erfitt.“ Það var erfitt að horfa á alla þína baráttu og geta svo ósköp lítið gert. Mig langaði svo sannarlega að hafa þig lengur hérna megin. Ég þakka þér fyrir einstaka vináttu og bið Guð og alla verndarengla fjölskyldunnar þinnar að styrkja þau öll. Ég veit að skarðið er stórt. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Þín vinkona, Hildur Halldóra Karlsdóttir. Smitandi hlátur, söngur og gleði. Þannig minnist ég kærrar vinkonu sem nú hefur kvatt okk- ur allt of fljótt. Ekki veit ég hvernig við Guðrún urðum vin- konur. En það var eins og ým- islegt annað í kringum hana, margt óútskýranlegt. Ég trúi því að það hafi verið karma úr fyrra lífi eins og hún sjálf orðaði það. Allt í einu var hún í lífi mínu, kær- komin, og Guðrún var góð vin- kona. Þegar ég kynntist Guðrúnu hafði hún helgað líf sitt því að hjálpa og styðja samferðafólk sitt. Skyggnast inn í framtíðina, lina þjáningar, heila, veita von, gleði og bjarstýni. Guðrún gaf af sjálfri sér, mörgu fólki, fólki sem hún þekkti og fólki sem hún þekkti ekki. Fjölmargir leituðu til hennar í leit að styrk, leit að ráðum, leit að sátt við sjálfa sig og lífið. Og Guðrún gaf. Oft voru einu launin gleðin við að gefa. Það er krefjandi og göfugt starf að gefa af sjálfum sér í þágu ann- arra. Guðrún var sannkallaður gleðigjafi. Það var aldrei logn- molla þar sem Guðrún var. Enda- laus orka til að takast á við við- fangsefnin og vinda sér í hlutina. Hún var baráttukona. Guðrún var virk í pólitík um árabil þar sem hún barðist fyrir betra lífi fyrir samborgarana. Hún gekk til verka af heiðarleika, eljusemi og einlægni. En starfsorkan lét und- an fyrir heilsuleysi og veikindum. Þá þurfti að hagræða. Það var aðdáunarvert að fylgjast með Guðrúnu vinna í þeim málum. Fjármálaheimurinn fór ekki mjúkum höndum um Guðrúnu frekar en aðra sem ekki safna veraldlegum auði í þessum heimi. Það tók á heilsuna að eiga við miskunnarlaust fjármálaskrímsl- ið. En Guðrún stóð fyrir sínu og Guðrún stóð við sitt. Þegar heilsan gaf sig vissi Guðrún vel hvert stefndi. Hún tók tíðindunum af æðruleysi. Kveið ekki því sem koma skyldi. Hún var ótrúlega yfirveguð og sátt og yfir henni var nánast heil- ög ró. Góð fjölskylda og góðir vinir voru henni meira virði en annað af þessum heimi og að því bjó hún. Hún trúði því líka að eft- ir þessa jarðvist tæki við annað og betra líf. Ég kveð kæra vinkonu með virðingu og söknuði. Samfélagið er fátækara þegar Guðrún hefur kvatt. Fjölskyldu hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Ég trúi því að hlátur hennar, gæska og gleði smiti nú annað fólk í öðr- um heimi sem hún sjálf trúði á. Blessuð sé minning Guðrúnar. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir. Hún Guggú mágkona er farin í blóma lífsins. Ef maður hugsar út í hve harðákveðin hún var í að sigra stríðið við illskeyttan sjúk- dóm með aðstoð úr öllum áttum, er ótrúlegt af hve miklu æðru- leysi, stillingu og innri ró hún tók því, þegar hún skynjaði hvert stefndi. Það liðu aðeins fimm mánuðir, upp á dag, frá því að hún fékk að vita greininguna þar til hún lést. En á þessum stutta og stormasama ferli gerðist ótrú- lega margt, sem vakti furðu og aðdáun lækna hennar, hjúkrun- arstarfsfólks og fjölskyldunnar. Í raun var Guðrún Hjörleifsdóttir sú eina sem ekki var hissa – hún útskýrði fyrir okkur í nánustu fjölskyldunni að hún hefði virkj- að aðstoð að handan. Þar voru einkum þrír læknar – einn feitur, einn skeggjaður og einn sköllótt- ur – sem vöktu yfir henni, fylgd- ust með og studdu hana í hví- vetna. Þetta er kannski, þrátt fyrir allt, ein mest rökrétta skýr- ingin á því hvernig henni tókst lengi vel að halda sínu striki! Því eitt hef ég lært af 39 ára kynnum mínum og vináttu við Guðrúnu: að vera auðmjúkur gagnvart líf- inu í þessum heimi og í öðrum heimum, því það er svo margt sem maður ekki veit, og sem alls ekki er hægt að útskýra með þeim lögmálum náttúrufræðinn- ar sem við þekkjum í dag. Það er ógerningur að lýsa Guggú í fáum orðum, hún var svo ótrúlega rík, gefandi, skapandi, mótsagnakennd og lifandi. Það er kannski auðveldara að lýsa því sem hún ekki var – það var aldrei lognmolla í kringum hana. Eða eins og 10 ára dóttursonur henn- ar orðaði það: „Guggú amma er hressasta kona sem ég þekki.“ Allt sem hún tók sér fyrir hendur gerði hún af heilum hug; þar má nefna uppeldi barna sinna, ekki síst er hún fylgdi Atla í gegnum óteljandi sjúkrahúss- dvalir og skurðaðgerðir. Hún rak verslun þeirra Begga – svila míns og svaramanns – á Siglu- firði af svo miklum eldmóði að mér finnst ósköp eðlilegt að dag einn kom kona inn í búðina og spurði: „Er frú Ögn við?“ Þegar Guggú varð uppiskroppa með kanel í miðjum bakstri í vetraró- færð á Háveginum á Siglufirði skapaði hún snúðauppskrift sem ein og sér nægir til að gera nafn hennar ódauðlegt: Blandið kó- kósmjöli, flórsykri, smjöri og rommdropum í fyllinguna – og þið fáið himneskt góða Guggú- arsnúða! Hún var atorkusöm og afkastamikil og lét störfin tala í öllum störfum sem hún tók sér fyrir hendur. Það sem hún var mest þekkt fyrir voru þó áratuga störf sem miðill. Næmi hennar var slík að nokkrir stuðnings- menn sendu hana til Englands í ítarlega prófun, og var talin mjög sérstök! Í þessu starfi gaf hún sig alla, hún var oft algerlega úr- vinda eftir hvern vinnudag, en ótrúlega gefandi þegar vel tókst til. Þótt kallið kæmi allt of snemma sagði hún mér fyrir stuttu að hún væri þakklát fyrir að hafa lifað svona ríku lífi og upplifað svo margt dásamlegt um ævina. Ég hafði alls ekki bú- ist við þessu frá konu sem stans- laust barðist í bökkum. En þessi jákvæðni er einmitt það sem við öll ættum að minnast, bera með okkur, reyna að beita sjálf í lífi okkar – og með því móti halda minningu Guggúar lifandi. Páll E. Ingvarsson. Það leyndi sér ekki er Guðrún mætti til vinnu sinnar í húsnæði Sálarrannsóknarfélags Íslands. Og það fór heldur ekki fram hjá nokkrum manni að þar var á ferðinni einstaklega hress og sjarmerandi kona. Guðrún var mjög farsæl í sínu starfi sem miðill. Margir komu reglulega í tíma til hennar og fengu margs konar ráðgjöf og leiðbeiningar, því hún var ekki bara góður mið- ill, heldur góð manneskja sem vildi öllum vel sem til hennar leituðu. Hún var gædd þeim ein- staka hæfileika, að setja sína eigin erfiðleika til hliðar, til þess að geta leiðbeint öðrum. Það kom nokkrum sinnum fyrir, þegar hringt var á skrif- stofuna til að panta tíma hjá Guðrúnu og viðkomandi mundi ekki nafn hennar, að spurt var um „hressu konuna með rauða hárið“. Sérstaklega eru kaffi-og matartímarnir hjá Sáló minnis- stæðir okkur, þar lét Guðrún sitt ekki eftir liggja, hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefn- um á sinn sérstaka og skemmti- lega hátt. Starfsmenn og stjórn félagsins þakkar Guðrúnu fyrir samstarfið og allar góðu stund- irnar. Innilegar samúðarkveðj- ur til fjölskyldu hennar. F.h. Sálarrannsóknarfélags Íslands, Magnús Már Harðarson. Sorgarfregn um andlát Guð- rúnar Hjörleifsdóttur barst að morgni 14. febrúar. Kær samstarfs- og vinkona er fallin frá langt um aldur fram. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir 14 árum. Vettvangurinn var stjórnmálin í Hafnarfirði. Hún stóð í eldlín- unni, ég í skipulagningu og út- gáfu. Vinátta okkar hélst þó að við færum til annarra starfa. Margs er að minnast: Kaffiboða í Garðabæ og heimsóknar á sunnlenskt sveitasetur. Umræðuefnið var þjóðfélagsmál ekki síst lífsins gildi. Guðrún var á margan hátt mjög sérstök kona og tóku allir eftir henni þar sem hún fór. Hún var glæsileg og ógleymanleg í pontu. Hún tók mikinn þátt í ýmsum félagsstörfum, ekki síst stjórnmálum, og á hana var hlustað. Guðrún hringdi til mín þegar hún hafði greinst með krabbameinið. Hún var æðru- laus og sagðist takast á við meinið á sinn hátt. Við spjölluð- um saman nokkrum dögum áður en hún lést. Þá sagðist hún þurfa að fá hvíld. Minningin um þennan góða vin mun lifa áfram. Ég votta aðstandendum Guð- rúnar innilega samúð. Magnús Heimisson. Hörpu þinnar, ljúfa lag lengi finn í muna. Því ég minnist þín í dag, þökk fyrir kynninguna. (Á.K.) Ég man það eins og það hafi verið í gær, þegar þú varst kosin til að vera formaður Bandalags kvenna í Hafnarfirði í safnaðar- heimili Fríkirkjunnar. Ég þekkti þig ekki áður, en kynntist þér nokkuð vel, þar sem ég var síðar valin til að starfa með þér á þeim vettvangi. Ég minnist enn í dag allra ferðanna sem við fórum saman í sambandi við þá miklu fjáröflun sem við stóðum að til styrktar St. Jósefsspítala. Þú varst alltaf glettin og skemmtileg með svörin á reiðum höndum. Eins og þegar við fórum til eldri borgara félags- ins í Kópavogi að fá bingóvélina góðu og karlarnir á skrifstofunni vildu helst ekki sleppa okkur, ég held að þessir menn gleymi aldrei öllu því sem þú skaust til baka á þá og mikið var hlegið á meðan og á heimleiðinni. Við spjölluðum heilmikið um hin ýmsu mál allan þann tíma sem við vorum saman í stjórninni og eftir að þú hættir sem formað- ur. Þú varst alltaf svo einlæg og hress og okkur skorti aldrei um- ræðuefni eða eitthvað til að brosa að. Elsku Guðrún okkar, við ósk- um þér góðrar ferðar og þökkum þér innilega fyrir allar samveru- stundirnar og kveðjum þig með virðingu. Við sendum fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Þitt starf var farsælt, hönd þín hlý og hógvær göfgi svipnum í. Þitt orð var heilt, þitt hjarta milt og hugardjúpið bjart og stillt. En styrrinn aldrei stóð um þig, - hver stormur varð að lægja sig, er sólskin þinnar sálar skein á satt og rétt í hverri grein. Loks beygði þreytan þína dáð, hið þýða fjör og augnaráð; sú þraut var hörð – en hljóður nú í hinsta draumi brosir þú. (Jóhannes úr Kötlum) Kristín Gunnbjörnsdóttir, fyrrv. formaður BKH. „Þið verðið að koma til Ind- lands stelpur,“ sagði Guðrún við okkur eitt skiptið þegar við hitt- umst. Á Indlandi hafði hún upp- lifað það fegursta sem hugarork- an býr yfir og vildi hún fyrir alla muni að við fengjum notið þess líka. Guðrún var skemmtileg, stundum svolítið alvarleg en allt- af glöð. Það var gott að vera í ná- vist hennar. Hún gaf mikið af sér með hjálpsemi sinni og góðum vilja. Þá bjó hún yfir þeim hæfi- leika að sjá inn í vídd tilveru, sem okkur flestum er hulin. Það var glatt á hjalla hjá okkur og vakti oft undrun þegar Guð- rún tók skyndilega upp á því að staðhæfa um atvik í lífi okkar hinna, eitthvað sem hún átti ald- eilis ekki að vita. En oftast stóð þetta allt heima. Til gamans má segja frá því að þótt Guðrún hafi ekki fylgst mikið með íþróttum þá sá hún fyrir úrslit í mikilvæg- um leik annars stóru félaganna hér í bænum, mörgum okkar til mikillar ánægju. Kynni okkar vinkvenna hófust í bæjarstjórn Hafnarfjarðar árið 1998 en þar átti Guðrún sæti sem varabæjarfulltrúi og sat oftar en ekki fundi bæjarstjórnar. Við vorum meðal annarra fulltrúar þeirra flokka sem áttu sæti í bæj- arstjórn og tókumst á um málefni á fundum. Við lögðum allar áherslu á að bæta hag bæjarbúa og greindi okkur ekki á um göfug markmið til þess, heldur leiðirnar að þeim. Guðrún stóð vaktina fyr- ir umhverfismálin. Hún var for- maður umhverfisnefndar og lagði ríka áherslu á mikilvægi náttúru- verndar og varðveislu náttúru- minja í málflutningi sínum. Þá var hún formaður atvinnu- og ferðamálanefndar og átti sæti í fyrstu stjórn Staðardagskrár 21. Störfum sínum fyrir Hafnar- fjarðarbæ skilaði Guðrún með sóma. Þegar frá leið og stjórnmálin að baki fannst okkur gaman að hittast og spjalla á okkar eigin forsendum og með okkur tókst góð vinátta. Nú í byrjun janúar síðastliðins þegar við hittumst sáum við að leikreglurnar í lífsins leik höfðu tekið breytingum. Guðrún var orðin mikið veik og var okkur brugðið en að hennar hætti fyllt- umst við bjartsýni og von. Ekki varð það úr að við færum saman til Indlands en eigum það til góða þegar við hittumst á framandi slóðum. Börnum sínum var Guðrún mikill vinur. Hún var stolt af þeim og dugnaði þeirra og bar hag þeirra og barnabarna sinna fyrst og fremst fyrir brjósti. Þegar við svo einn daginn sjáum einhvern koma öðrum til hjálpar og hlustum á annan gera grín að sjálfum sér og fá á þann hátt fólk til að skellihlæja er andi Guðrúnar þar á ferð. Við minnumst hennar með þakklæti og hlýju, Guðrúnar verður sárt saknað. Við vottum börnum hennar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð. Blessuð sé minning Guðrúnar Hjörleifsdóttur. Valgerður Sigurðardóttir, Hafrún Dóra Júlíusdóttir, Steinunn Guðnadóttir, Jóna Dóra Karlsdóttir, Ellý Erlingsdóttir og Helga Ragnheiður Stefánsdóttir. MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 ✝ Ástkær móðir mín, SIGURBORG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Flatey á Breiðafirði, Jökulgrunni 9, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Áskirkju fimmtudaginn 23. febrúar kl. 15.00. Sigrún Karlsdóttir. ✝ Ástkærir foreldrar okkar, tengdaforeldrar, amma, afi, langamma og langafi, BJÖRN JÓNSSON frá Fossi, Hrútafirði, andaðist mánudaginn 13. febrúar, og GUÐNÝ HELGA BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Ormsstöðum, Breiðdal, andaðist laugardaginn 18. febrúar. Til heimilis á Suðurbraut 2, Hafnarfirði. Útför þeirra verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 24. febrúar kl. 13.00. Ármann Björnson, Stefanía Ingimundardóttir, Pétur Björnsson, Þröstur Ármannsson, Sigríður Elva Ármannsdóttir, Illugi Hartmannsson, Guðný Birna Ármannsdóttir, Árni Einarsson, Birgir Ármannsson, Guðrún Birta Pétursdóttir og barnabarnabörn. ✝ Eiginkona mín, JÓRUNN EINARSDÓTTIR frá Seyðisfirði, Valhöll í Vestmannaeyjum, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja þriðjudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram frá Landakirkju laugardaginn 25. febrúar kl. 14.00. Friðþjófur Sturla Másson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.