Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 Birna G. Konráðsdóttir Efnt var um helgina til málþings um hlutverk og stöðu fjölmiðla á lands- byggðinni af hálfu héraðsfrétta- blaðsins Skessuhorns og Snorra- stofu. Til málþingsins var meðal annars stofnað vegna fjórtán ára af- mælis héraðsfréttablaðsins Skessu- horns á Vesturlandi og var það borið uppi af erindum fólks með víðtæka þekkingu á málefninu. Magnús Magnússon, ritstjóri Skessuhorns, var dagskrárstjóri á málþinginu. Bergur Þorgeirsson, for- stöðumaður Snorrastofu, setti mál- þingið og sagði meðal annars í inn- gangsorðum sínum að mikil breyting hefði orðið í samfélaginu og fjöl- miðlun frá því að griðkonur voru dagspressan, fóru milli bæja og sögðu fréttir. Það merkilegasta úr frásögn þeirra rataði síðan á bókfell en nú væri öldin önnur. Bergur sagði að fólk gerði sér kannski ekki nógsamlega grein fyrir því að orð væru dýr. Það sem sett væri á Facebook, blogg og fleiri slíka miðla stæði ætíð. Varðhundar og samfélagssmiðir Birgir Guðmundsson dósent ræddi um staðbundna fjölmiðlum, lýðræði og lífsgæði. Sagði hann hlut- verk fjölmiðla gífurlega mikilvægt, hvort sem um staðbundna miðlun væri að ræða eða ekki. Ef almenn- ingur ætti að taka upplýstar ákvarð- anir og fá sem gleggstar og bestar upplýsingar yrðu fjölmiðlar að standa í stykkinu. Birgir sagði að flestir fjölmiðlar væru í tveimur hlutverkum. Annars vegar sem varðhundar og hins vegar sem samfélagssmiðir. Stóru miðl- arnir gegndu báðum hlutverkunum en hinir staðbundnu frekar hinu síð- arnefnda. Staðbundnu miðlarnir væru einn- ig í mikilvægu hlutverki þegar kæmi að samfélagssamheldni og blómlegri svæðum. Svo virtist einnig að þeir sem fylgdust vel með fréttum úr sínu umhverfi, læsu heimamiðlana, yrðu virkari hluti af samfélaginu sem þeir byggju í og ólíklegra að þeir einstaklingar flyttu í burtu. Ofan við Ártúnsbrekku Ragnar Karlsson, sérfræðingur á Hagstofu Íslands, flutti erindi sem hann nefndi „Fjölmiðlun utan Ár- túnsbrekku: Staða fjölmiðla á lands- byggðinni“. Nefndi Ragnar að á landsbyggð- inni væri mest um prentmiðla en minna um hljóðvarp eða sjónvarp. Miklar sviptingar hefðu orðið á út- gáfu héraðs- og staðarblaða frá árinu 1975 þar sem vöxtur hefði orð- ið í útgáfu svokallaðra fríblaða en tala þeirra blaða sem seld væri í áskrift staðið í stað. Tilhneiging landsbyggðarblað- anna hefði einnig verið að stækka útbreiðslusvæði sín án mikils árang- urs ásamt sameiginlegu eignarhaldi þ.e. að sami aðili gæfi út blöð á nokkrum stöðum. En markaðurinn væri erfiður og flestir lifðu stutt í þessum geira. Héraðs- og staðar- umfjöllun hefði breyst mikið á lands- vísu. Við tilkomu fríblaðanna á þess- um markaði væri minni gagnrýni í fréttaflutningi og minna af eiginlegri blaðamennsku. Fríblöðin væru háð- ari auglýsingatekjum sem gerði þau veikari fyrir áhrifavaldi þeirra sem borguðu brúsann. Hæpið væri að þessi gerð af blöðum gæti staðið í stykkinu sem varðhundar. Áslaug Karen Jóhannsdóttir blaðamaður fjallaði um fjölmiðla og unga fólkið. Sagði hún að mikil aukn- ing væri í netnotkun og tölvupósts- sendingum. Sífellt færri vildu borga fyrir aðgang að fréttum og að kyn- slóð sem ekki vildi lesa skólabækur færi varla að lesa stór blöð. Þá byði útgáfa á netinu upp á endalausa möguleika. Ókostir slíkr- ar útgáfu, að mati Áslaugar Karen- ar, væru einkum að hún væri ekki eins sýnileg og prentútgáfa, og nið- urhal gæti orðið þungt, sérstaklega í ljósi þeirrar staðreyndar að landið byggi ekki allt við sömu möguleika í þeim efnum. Nátttröll og nútíminn Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkjubóli á Ströndum, dvaldi einnig við nútímafjölmiðlun. Unga fólkið væri m.a. á Facebook. Ef vilji væri til að ná til þeirra yrði að leika með. Hlutverk og áhrif svæðismiðla væru mikil og skiptu máli í samfélaginu sem þeir störfuðu í við að miðla upp- lýsingum, ekki síst fyrir brottflutta. Einnig væru þeir mikilvægir fyrir ferðaþjónustu viðkomandi svæða og að byggja brú til fréttamiðla á lands- vísu. Svæðismiðlarnir væru oft and- lit svæðisins út á við. Því mætti ekki gleyma sér í sögum af nátttröllum og skrítlingum þótt það virkaði vel fyrir ferðaþjónustuna. Jón sagði að hver og einn yrði að líta í eigin barm að þessu leyti. „Hvernig sér fólk landsbyggðina og hvernig kynna landsbyggðarmiðl- arnir sitt svæði,“ spurði Jón. „Eru íbúarnir náttúrubörn, jafnvel hálf- tröll sem urðu eftir þegar hinir fluttu í burtu?“ Gjarnan eigi að segja skemmtisögur en jafnframt láta vita af því að á landsbyggðinni búi bara venjulegt fólk með venjulegar þarfir. Staðbundnir miðlar stuðla að fjölbreytni  Málþing um hlutverk og stöðu fjölmiðla á landsbyggðinni Morgunblaðið/Birna G. Konráðsdóttir Nýir miðlar Áslaug Karen Jóhannsdóttir og Jón Jónsson fjölluðu bæði um nútímaaðferðir við að miðla fréttum og öðru efni á landsbyggðinni. Hljóð úr horni Gísli Einarsson, fréttamaður RÚV, á málþinginu. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500 www.flis.is • netfang: flis@flis.is lím og fúguefni AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Karlmanni, sem er ákærður fyrir tilraun til mann- dráps með því að hafa í tvígang skotið úr hagla- byssu í átt að bifreið í Bryggjuhverfi, er gert að sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur fellur í máli hans. Ríkissaksóknari hefur ákært þrjá fyrir skotárás- ina, sem gerð var 18. nóvember. Einn þeirra er ákærður fyrir tilraun til manndráps en hinir tveir fyrir hlutdeild í tilraun til manndráps. Mönnunum hefur öllum verið birt ákæra í málinu og fer þingfesting í því fram í Héraðsdómi Reykja- víkur á miðvikudag. Fram hefur komið að einn mannanna játaði við yfirheyrslur að hafa staðið að skotárásinni ásamt hinum mönnunum tveimur. Ákærður fyrir manndrápstilraun Kjólar Einlitir og tvílitir Str. 40 - 52 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Eddufelli 2, sími 557 1730 www.rita.is –– Meira fyrir lesendur Skólahreysti er starfrækt í um 120 grunnskólum landsins og í ár taka um 720 nemendur þátt í mótinu sjálfu. Þetta er einn vinsælasti íþróttaviðburður sem grunnskólakrakkar taka þátt í. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir, sími 569 1105, kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 12, fimmtudaginn 23. febrúar. Skólahreysti SÉRBLAÐ Þann 28. febrúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað Skólahreysti sem hefst 1. mars 2012. Sundbolir Tankini Bikini Náttföt Undirföt Sloppar YÜØ f|zâÜÄtâz Mjóddin s. 774-7377 Laugavegi 63 • S: 551 4422 LAGERSALA Í NOKKRA DAGA – 60-70% AFSLÁTTUR VETRARYFIRHAFNIRPEYSUR BOLIR BLÚSSUR Birgir Guðmundsson dósent sagði á málþingi um héraðsfréttamiðla að Ríkisútvarpið hefði ekki staðið sig þegar kæmi að þjónustu við lands- byggðina. Það sama gilti um stóru blöðin, þau hefðu dregið sig til baka. Því væri það sem hann kallaði innansveitarsamtalið afar mik- ilvægt. Þóroddur Bjarnason prófessor tók mun dýpra í árinni er kom að RÚV og sagði að útvarp allra lands- manna vekti hann á hverjum morgni með orðunum: „Útvarp Reykjavík.“ Þóroddur var sammála öðrum um að nútímasamfélag þyrfti fjölmiðla og velti fyrir sér og bað fólk að hug- leiða hvort RÚV gæti sinnt landinu öllu. Hvort nær væri að skipta þeim þremur milljörðum sem fyrirtækið fengi til að sinna hlutverkinu sem miðill allra landsmanna á milli land- svæða eða setja nefskatt lands- manna í sameiginlegan sjóð og láta RÚV keppa við staðarmiðla um fjár- magnið. Þóroddur nefndi jafnframt dæmi um að fréttir af landsbyggðinni væru gamlar þegar þær birtust á vef Ríkisútvarpsins. Gísli Einarsson, fréttamaður RÚV, svaraði gagnrýrni Þórodds og sagði lélegt að vitna til frétta á vef Ríkis- útvarpsins frá árinu 2010 þar sem vitað væri að meginþungi frétta- flutnings hjá stofnuninni hefði lengi vel ekki verið á vefnum sem nú væri verið að taka í gegn. Gísli sagði að landsbyggðinni væri vel sinnt hjá RÚV. Þar væru fréttir af allri landsbyggðinni, fluttar til allra landsmanna. Kæmi hann þar að fyrirsögn síns erindis sem var „Hljóð úr horni eða hljóð í horni“. Að flytja hljóð úr horni til allra gerði meira gagn en að vera með hljóð í horni. Þar kæmi þátturinn Landinn sterkur inn sem að mati Gísla hefði gert meira fyrir landsbyggðina en svæðisstöðvarnar á sínum tíma, sem hefðu þá verið hljóð í horni. Í Landanum hefði í eitt skipti fyrir öll komið fram að á landsbyggðinni væri fleira en skrítið fólk. Hlutverk RÚV væri ekki að sinna innanhér- aðsmiðlun, enda væri fullt af góðum miðlum í því hlutverki. Hljóð úr horni eða hljóð í horni INNANSVEITARSAMTALIÐ MIKILVÆGT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.