Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 Stuttar fréttir ... ● Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 10. febrúar til og með 16. febrúar 2012 var 72. Þar af voru 55 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 5 samn- ingar um annars konar eignir en íbúðar- húsnæði. Heildarveltan var 1.897 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,4 milljónir króna. Þetta kemur fram í markaðsfréttum Þjóðskrár Íslands. 72 kaupsamningar ● Lloyds bankinn í Bretlandi hefur ákveðið að taka til baka bankabónusa upp á 2 milljónir punda (391 milljón króna) af tíu stjórnendum bank- ans. Þetta er gert með hliðsjón af því að bankinn stóð að sölu á tryggingum til fólks sem átti ekki rétt á þeim og kostaði klúðrið bankann bæði fé og orðstír. Þessum fréttum er almennt tekið vel í fjölmiðlum í Bret- landi og er vonast til að bankamenn velti fyrir sér afleiðingum gerða sinna frekar en að einblína á persónulegan gróða. Að sögn BBC er þetta í fyrsta skiptið sem bónusar eru teknir til baka. Taka milljónabónusa af bankamönnunum Bónus banki ● Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan febrúar 2012 er 113,0 stig (desember 2009=100) sem er hækkun um 1,6% frá fyrri mánuði. Verð á inn- fluttu efni hækkaði um 3,2% (áhrif á vísitölu 0,9%) en verð á innlendu efni hækkaði um 0,6% (0,2%). Vinnuliðir hækkuðu um 1,7% (0,5%) vegna samningsbundinna hækkana sem tóku gildi 1. febrúar 2012. Vísitalan gildir í mars 2012. Á síðustu tólf mánuðum hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 11,2%. Vísitala byggingar- kostnaðar upp um 1,6% Atvinnuleysi mældist 7,1% árið 2011 og þar af voru langtímaatvinnulausir, það er fólk sem er búið að vera at- vinnulaust í 12 mánuði eða lengur, 26,5% sem er aukning frá fyrra ári eins og kemur fram í nýju hefti Hag- tíðinda um vinnumarkaðinn 2011. Á árinu voru 180.000 á vinnumark- aði eða 80,4% atvinnuþátttaka. Fjöldi starfandi var 167.300 og hlutfall þeirra af vinnuafli var 74,7%. Árið 2011 voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,1% vinnuaflsins. Á árinu 2010 mældist atvinnuleysi hæst 7,6% og hefur því atvinnulausum fækkað um 1000 síðan þá. Árið 2011 var atvinnuleysi að meðaltali 9% í Reykjavík og 5% utan höfuðborgar- svæðisins. Atvinnuleysi mældist 7,8% hjá körlum og 6,2% hjá konum. Á árinu var meðalfjöldi vinnu- stunda á viku 40 klukkustundir sam- anborið við 39,5 árið 2010. Þegar litið er á þróun vinnustunda hjá körlum frá árinu 1991 til 2011 má sjá að vinnu- stundum þeirra hefur fækkað úr 51,3 klukkustund í 44,1. Á sama tímabili hafa vinnustundir kvenna verið í kringum 35 klukkustundir og eru það enn. borkur@mbl.is Langtímaatvinnulausum fjölgar á milli ára  Um 7,1% atvinnuleysi er á markaði á Íslandi Atvinna 2011 » Á árinu voru 180.000 á vinnumarkaði eða 80,4% at- vinnuþátttaka. » Atvinnuleysi mælist 7,1% en mældist hæst 7,6% á árinu á undan. » Langtímaatvinnulausum fjölgaði úr 2.800 í 3.400 manns eða úr 20,3% í 26,5% atvinnulausra. » Meðal vinnuvika karla er 44,1 klukkustund en 35,4 hjá konum. » Atvinnuleysið er 7,8% hjá körlum en 6,2% hjá konum. Atvinnuleysi 1991-2011 15 12 9 6 3 0 H lu tf al la tv in nu la us ra (% ) 15 12 9 6 3 0 F jö ld ia tv in nu la us ra (í þú s. ) 19 91 19 93 19 95 19 97 19 99 20 01 20 03 20 05 20 07 20 09 20 11 Heimild: Hagstofa Íslands Arion banki hf. lauk á föstudag fyrsta útboði bankans á sér- tryggðum skulda- bréfum. Í boði voru 2,5 milljarð- ar króna að nafn- virði af skulda- bréfaflokknum Arion CBI 34. Í heild bárust tilboð upp á samtals 8.680 milljónir kr. og því var umframeft- irspurn ríflega sex milljarðar. Frá þessu segir í tilkynningu frá bankanum. Þar segir að flokkurinn hafi verið skráður í kauphöllinni í Lúxemborg og stefnt er á að hann verði tekinn til viðskipta á Nasdaq OMX Íslandi þriðjudaginn 21. febr- úar. Skuldabréfin bera 3,60% verð- tryggða vexti og eru á lokagjalddaga árið 2034 en með uppgreiðsluheimild frá og með árinu 2017. Arion með skulda- bréfaútboð  Sex milljarða umfram eftirspurn Ingólfur Þór Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmda- stjóri ker- skálaþjónustu Fjarðaáls. Hann mun stjórna starfsemi skaut- smiðjunnar og leiða starf þeirra sem vinna að um- hverfistæknimálum álversins. Hann mun einnig hafa yfirumsjón með starfsemi í nýju kersmiðjunni, sem tekur til starfa í apríl, þar sem ker- hreinsun og endurfóðrun mun fara fram. Ingólfur hefur starfað hjá Fjarðaáli frá 1. febrúar 2009, fyrst sem verkfræðingur í tækniteymi kerskála og síðar ferliseigandi í kerskála. Yfirmaður kerskála  Stjórnar skaut- smiðju Fjarðaáls Ingólfur Þór Ágústsson Helga Árnadóttir, framkvæmda- stjóri Verslunarmannafélags Reykjavíkur, var kjörin nýr vara- maður í stjórn Nýherja á aðalfundi félagsins. Helga er þriðja konan sem kemur að stjórnarsetu hjá Ný- herja. Hildur Dungal lögfræð- ingur og Marta Kristín Lár- usdóttir, lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, sitja í aðalstjórn félags- ins ásamt Árna Vilhjálmssyni, Benedikt Jóhannessyni, fram- kvæmdastjóra Talnakönnunar, og Guðmundi Jóhanni Jónssyni, framkvæmdastjóra Varðar. Skemmtileg tilviljun Aðalastjórn Nýherja var sjálfkjörin á aðalfundi félagsins, sem fram fór á föstudag. Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar Nýherja, sagði í ræðu sinni á aðalfundinum að í þetta sinn hefðu þrír karlmenn og þrjár konur verið í framboði til stjórnar og varamanns í stjórn. Hann sagði að nú væri hlutur kynjanna jafn og það væri skemmtileg tilviljun, því að sjálf- sögðu væru stjórnarmenn valdir eftir þekkingu, reynslu og hæfi- leikum. Jafnt kynjahlutfall í stjórn Nýherja Stjórn Guðmundur Jóh. Jónsson, Helga Árnadóttir, Benedikt Jóhannesson, Marta K. Lárusdóttir og Árni Vilhjálmsson. Á myndina vantar Hildi Dungal. Fyrirtækið TVG-Zimsen hefur tekið yfir starfsemi flutningsmiðlunarinn- ar Vectura og bætt þar með við sig nýrri þjónustu fyrir kvikmynda- og tónleikageirann. Vectura hefur sérhæft sig í því að bóka inn í flutningskerfi landsins fyrir viðskiptavini í kvikmynda- og tónlistargeiranum. Stofnandi Vect- ura, Þórður Björn Pálsson, er því frá og með deginum í gær starfsmaður TVG-Zimsen. „Þórður Björn er bú- inn að vera í þessu í fimmtán ár og hans þekking mun nýtast vel í fyr- irtækinu,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri TVG-Zimsen. „Það er mikil gróska í kvikmynda- gerð á Íslandi og erlend kvikmynda- fyrirtæki hafa sótt í auknum mæli hingað til lands. Þar hjálpar náttúra landsins og það endurgreiðslukerfi á virðisaukaskattinum sem stjórnvöld tóku upp fyrir nokkrum árum. Geng- isþróunin hefur einnig gert Ísland að áhugaverðum kosti í kvikmynda- og auglýsingagerð.“ Eins og Morgunblaðið hefur sagt frá er það mikið að aukast að banda- rískir kvikmyndaframleiðendur velji Ísland sem tökustað en 20% endur- greiðsla framleiðslukostnaðar spilar þar hvað stærstu rulluna. Þessi bransi er oft með sérþarfir, það þarf að flytja inn sérstakan Benz eða Porsche og Þórður Björn hjá Vectura er með mikla reynslu í að sinna þessu.“ Alhliða flutningsmiðlun TVG-Zimsen er aldagamalt fyrir- tæki sem var upphaflega stofnað 1894 er Jes Zimsen stórkaupmaður hóf rekstur umfangsmikils verslun- arfyrirtækis í Reykjavík. En fyrir- tækið varð til í núverandi mynd við samruna Tollvörugeymslunnar hf. og Skipaafgreiðslu Jes Zimsens hf. árið 1996 og hefur sinnt alhliða flutn- ingsmiðlun síðan þá. „Við munum halda áfram í alhliða miðlun, við sinnum um 65% af skemmtiferðaskipum sem koma til landsins. Við sjáum um höndlun skipanna, umboðsmennsku, farþega- skipti og þess háttar. Þetta er alltaf að aukast með auknum vinsældum landsins. Þá segir Björn að búast megi við að erlent auglýsingagerðarfólk muni leita í meira mæli til Íslands og að með tilkomu Hörpu muni tónleika- hald erlendra listamanna stórauk- ast. ,,Þá verðum við í samstarfi við sérhæfðar erlendar flutningsmiðlan- ir sem munu bóka inn í flutninga- kerfin okkar,“ segir Björn. borkur@mbl.is TVG-Zimsen komið í kvikmyndabransann Morgunblaðið/Þorkell Flutningsmiðlun Björn Einarsson er framkvæmdastjóri TVG-Zimsen.  Flutningsmiðlunin Vectura komin undir hatt TVG-Zimsen                                          !"# $% " &'( )* '$* +,,-., +/0-1, +,1-2+ ,+-341 ,+-.43 +3-150 +10-+. +-21/+ +3/-.+ +.,-+ +,,-/+ +/0-5/ +,1-35 ,+-3.5 ,+-.5, +3-0,3 +10-21 +-201. +/4-+3 +.,-22 ,,1-+.4, +,1-, +/2-,. +,0-,1 ,+-/1+ ,+-51. +3-03, +10-/ +-203+ +/4-52 +.1 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.