Morgunblaðið - 21.02.2012, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 21.02.2012, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 Fyrir þessa hátíð var tekin sú ákvörðun að fókusa hana enn frekar á Norðurlöndin. 32 » Sópransöngkonan Þóra Einarsdóttir og píanóleikarinn Steinunn Birna Ragnarsdóttir bjóða áheyrendum í ferðalag í hádeginu í dag, þriðjudag. Þá flytja þær sönglög Henri Duparc á fyrstu hádegistónleikum Íslensku óperunnar í Hörpu, undir yfirskrift- inni „Boðið í ferðalag“. Tónleikarnir fara fram í Norðurljósum, hefjast klukkan 12.15 og standa í um hálf- tíma í flutningi. Þóra er ein kunnasta söngkona þjóðarinnar og var fyrir skemmstu tilnefnd til Íslensku tónlistarverð- launanna í flokknum Söngkona árs- ins, fyrir hlutverk Pamínu í Töfra- flautunni sem Íslenska óperan setti upp síðastliðið haust. Steinunn Birna er einn fremsti konsertpíanóleikari landsins og jafn- framt tónlistarstjóri Hörpu. Stein- unn Birna og Þóra fluttu sömu dag- skrá á Reykholtshátíð fyrir tveimur árum og hlutu lof fyrir. Hér eru á ferðinni kunn sönglög franska tón- skáldsins Henri Duparc við texta eftir nokkur af fremstu skáldum franskrar tungu, þar á meðal Baude- laire, Jean Lahor og de Bonnières. Flytjendurnir Steinunn Birna og Þóra eru kunnar fyrir flutning sinn. Flytja sönglög eft- ir Duparc  Hádegistónleikar Íslensku óperunnar Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eins og fram kom í fréttum um helgina hlutu þær Oddný Eir Ævars- dóttir, Margrét Örnólfsdóttir og Birna Lárusdóttir Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, um helgina. Oddný Eir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir söguna Jarðnæði, Margrét í flokki barna- og unglingabóka fyrir Með heiminn í vasanum en Birna varð hlutskörpust í flokki fræðibóka fyrir Mannvist, sannkallað stórvirki um fornminjar á Íslandi. Markmiðið með Fjöruverð- laununum er að vekja athygli á fram- lagi kvenna til íslenskra bókmennta. Oddný Eir segir ánægjulegt að hljóta Fjöruverðlaunin því sérlega góð hugsun sé að baki þeim, fag- mennska og hugsjón. „Enn má sjá einhvers konar menningarbundinn skort á sjálfs- trausti hjá konum, til dæmis þegar kemur að útgáfu bóka,“ segir hún þegar spurt er hvort nauðsynlegt sé að veita kvenhöfundum sérstök verð- laun. „Oft er eins og það þurfi að hvetja konur meira til dáða en karla til að taka þetta stóra skref, að gefa út. Þótt mér finnist að mín kynslóð ætti að hafa nægilegt sjálfstraust og ekki þurfa aukahvatningu – í ljósi af- reka mæðra okkar og formæðra – virðist mér samt að það þurfi enn að rétta af gamla menningarskekkju, eða passa upp á að gamla kerfið taki ekki yfir og að konur láti ekki sam- félagslegar og stundum sjálfskap- aðar hindranir stöðva sig.“ Blása byr í seglin „Það er ánægjulegt að hljóta þessi verðlaun; þau gefa manni svo sann- arlega byr í seglin,“ segir Margrét Örnólfsdóttir. Hún hefur nú sent frá sér þrjár bækur fyrir ungmenni á jafnmörgum árum, tvær um stúlk- una Aþenu og hreppti nú Fjöruverð- launin fyrir Með heiminn í vasanum. „Verðlaun sem þessi eru vísbending um að þetta hafi heppnast sæmi- lega,“ segir hún. „Það er gamað hvað það er mikil gróska á þessu sviði, margir að skrifa og góðar bækur að koma út. Maður fyllist bjartsýni við að sjá það.“ Margrét kveðst ekki vera mik- ið fyrir kynskiptingu en engu að síð- ur virki Fjöruverðlaunin hvetjandi fyrir konur. „Það blasir alls staðar við að jafn- ræðið er ekki jafnmikið og við vildum og það er þess vegna gott fyrir stelp- ur sem eru að vaxa úr grasi núna að sjá sterka breiðfylkingu skapandi kvenna sem fyrirmyndir,“ segir hún. Full þörf fyrir verðlaunin Birna Lárusdóttir er afar ánægð með að hljóta verðlaunin og telur fulla þörf fyrir viðurkenningu sem þessa. Birna segir heiðursgest hátíð- arinnar, Sandi Toksvig, hafa haldið þrumandi ræðu og eftir að hafa hlýtt á ræðuna sannfærðist hún enn frek- ar um mikilvægi verðlaunanna. „Ég held það sé enn full þörf fyrir verðlaun sem þessi, þótt staðan ætti vissulega að vera sú að svo væri ekki,“ segir hún. Mannvist, bók Birnu um hverskyns mannvistar- leifar á landinu, hefur vakið umtals- verða athygli og hún segist ekki hefðu getað beðið um meira. „Það er afar jákvætt fyrir mína fræðigrein, fornleifafræðina, að fá þessa athygli. Við þurftum á henni að halda.“ Enn þarf að rétta af gamla menningarskekkju  Verðlaunahafar ánægðar með Fjöruverðlaun Morgunblaðiði/hag Verðlaunahafar Oddný Eir Ævarsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir og Birna Lárusdóttir á sviðinu í Iðnó. AF LEIKHÚSI Signý Gunnarsdóttir signy@mbl.is Innan um barnamyndir af frænd-fólki mínu, sem allt er á fullorð-insaldri í dag, með sítrónute og sykur í blómabolla og kleinu á brún- um diski sat ég við hringlaga borð og hlustaði á Ríkisútvarpið með fyr- irmynd minni, hinni fullkomnu konu, ömmu. Hjá henni kynntist ég út- varpsþættinum Orð skulu standa. Saman hlustuðum við á hina hljóm- þýðu rödd Karls Th. Birgissonar og ég eignaðist mitt uppáhald í útvarpi, Hlín Agnarsdóttur. Vonbrigðin yfir brotthvarfi þessa útvarpsþáttar af dagskrá voru bæði einlæg og mikil. Þetta var fyrsti og eini þátturinn í út- varpi sem ég mátti ekki missa af. Samt sem áður gat ég nær aldrei svarað þeim spurningum sem upp voru bornar. Vitneskja mín um ís- lensk ljóðskáld er afar takmörkuð og þó að ég hafi brennandi áhuga á ís- lenskri tungu þá er mér nær fyr- irmunað að geta sagt rétt til um upp- runa og merkingu þeirra orða sem Karl finnur í orðabókum sínum.    Það er því óhætt að segja aðhjarta mitt hafi tekið gleðikipp þegar ég fékk þær fréttir fyrir tæp- um tveimur árum síðan að uppá- haldsútvarpsþátturinn minn yrði tekinn upp aftur, ekki í útvarpi, þeirra eftir að hafa farið á Orð skulu standa. Í rauninni má segja að út- varpsþættir í leikhúsi sé hin full- komna skemmtun. Svona var þetta líka þegar amma var ung. Þá klæddi fólk sig upp áður en það gerðist áhorfendur að útvarpsþáttum. Kon- ur settu upp hárið og fóru í plíserað pils og silkiblússu og karlmenn í svart og hvítt.    Ef eitthvað er á upplifunina íÞjóðleikhúskjallaranum að halla þá er það lélegt hljóð og er það í raun ákveðin vanvirðing við áhorf- endur að ekki sé hugað betur að því, hvort sem það er í höndum aðstand- enda sýningarinnar eða starfs- manna Þjóðleikhússins. Ég get ekki annað en vonað að því verði kippt í liðinn því að það er næsta öruggt að ég mun mæta aftur. Draumurinn væri þó að geta verið með ömmu mér við hlið og saman myndum við gæða okkur á nýbökuðum kleinum og sítrónutei. Líkt og þegar amma var ung Ljósmynd/Ari Sigvaldason Útvarpsleikhús Hilmir Snær Guðnason syngur Draumalandið fyrir áheyrendur í ímynduðum útvarpssal. heldur á sviði. Ég reyndi að sjá alla þætti sem ég gat sem sýndir voru á litla sviði Borgarleikhússins. Oftast fór ég með vinkonu minni en stöku sinnum, væri hún upptekin, fór ég ein. Vissulega saknaði ég Hlínar en Sólveig Arnarsdóttir og Davíð Þór Jónsson náðu vel saman og voru svo skemmtilega ólík. Ég var því smám saman farin að taka það í sátt að út- varpsþátturinn minn, já takið eftir ég sagði minn, var ekki lengur á dag- skrá Ríkisútvarpsins og undi mér vel sem áhorfandi í Borgarleikhúsinu. Það var síðan hrist aftur upp í venjum mínum nú í vetur þegar Orð skulu standa fluttist í Þjóðleikhúskjall- arann, hvar ég skemmti mér of oft á mínum útrásarárum. Aftur var manni skipt út fyrir annan og ég fylltist óþarflegum efa. Guðmundur Stein- grímsson fyllir vel í spor Davíð Þórs. Uppbygging þáttanna er ætíð eins. Karl Th. Birgisson spyr út í ís- lenskt mál. Guðmundur og Sólveig skipa hvort sitt liðið og þau fá til sín þjóðþekkta gesti. Í þessum þætti eru engar hraðaspurningar, bjöllu- spurningar, né hvers kyns kapp um hver er fyrstur að svara og hver svarar flestu rétt. Það er leiðin að hinu rétta svari sem er skemmtunin.    Þó að mér eigi eflaust ekki eftirað verða tamt að nota orð eins og fingraspretta, gýligjafir, fáari, spjátrungshorn og dauðasnar þá mun ég ekki gleyma merkingu » Í þessum þætti eruengar hraðaspurn- ingar, bjölluspurningar, né hvers kyns kapp um hver er fyrstur að svara og hver svarar flestu rétt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.