Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 ✝ Guðrún Hjör-leifsdóttir fæddist á Siglufirði 9. september 1953. Hún lést á líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 13. febrúar 2012. Foreldrar henn- ar voru Hjörleifur Magnússon, f. 28. mars 1906, d. 8. júní 1991, og Eleonora Þorkelsdóttir, f. 5. apríl 1911, d. 14. júní 1976. Systkini Guðrúnar eru Herdís, f. 4. mars 1939, d. 25. ágúst 1994, Magnús, f. 6. desember 1940, Gylfi, f. 2. janúar 1942, d. 31. desember 1977, Jóhanna, f. 22. mars 1944, Þorkell, f. 3. júní 1945, Edda, f. 22. apríl 1950 og Kristín, f. 8. október 1955. Í júlí 1972 giftist Guðrún Bergþóri S. þar um árabil og vann að sveit- arstjórnarmálum. Síðar flutti hún til Suðurnesja þar sem hún bjó í nokkur ár og vann sem deildarstjóri í Samkaupum. Ár- ið 1991 flutti Guðrún til Hafn- arfjarðar þar sem hún starfaði í fyrstu hjá heildverslun en síðar sem miðill og ráðgjafi hjá Sálar- rannsóknarfélagi Íslands, þar sem hún starfaði allt til dagsins í dag. Þá vann hún mikið að sveitarstjórnarmálum í Hafn- arfirði. Árið 2006 flutti Guðrún með dóttur sinni í Garðabæ þar sem hún bjó síðustu ár. Guðrún lét sig ávallt varða alls kyns félagsstörf og ber þá helst að nefna störf á vegum Framsóknarflokksins, störf í hinum ýmsu kvenfélögum og ýmis nefndar- og stjórnarstörf. Þá sótti hún mörg námskeið og fyrirlestra á sviði dul- og heim- speki í Englandi og Indlandi og hélt sjálf marga fyrirlestra og námskeið á því sviði. Útför Guðrúnar fer fram frá Hallgrímskirkju í Reykjavík í dag, 21. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. Atlasyni, f. 30. júní 1948. Þau skildu árið 1987. Guðrún og Bergþór eign- uðust þrjú börn. Þau eru: Ragnhild- ur Bergþórsdóttir, f. 18. maí 1971, eig- inmaður Sig- urbergur M. Ólafs- son, f. 16. desember 1966, börn þeirra eru Hekla Mekkín, f. 12. júlí 1992, Hlynur Snær, f. 20. júní 2002 og Sindri Freyr, f. 9. júní 2009. Atli Bergþórsson, f. 20. júní 1973, eiginkona Sólrún Helga Örn- ólfsdóttir, f. 1. júlí 1981, barn þeirra er Alísa Rán, f. 26. júní 2011. Eleonora Bergþórsdóttir, f. 30. ágúst 1983. Guðrún eyddi æskuárunum á Siglufirði og rak síðar verslun Elsku mamma, nú hefur þú yf- irgefið þennan stað og ég sakna þín svo mikið. Mér finnst lífið verða svo flatt og litlaust þegar ég hugsa til þess að þú verður ekki hér til að taka þátt í því með mér. Allt var svo skemmtilegt og sér- stakt þegar þú varst með, hlátur- inn og orkan í kringum þig dreif alla með þér og ég á svo margar yndislegar minningar um okkur hlæjandi saman. Það er enginn eins og þú, svo hress og lífsglöð, hlý og góð mamma. Þú gerðir allar litlu stundirnar í lífinu svo einstakar og eftirminnilegar, alltaf að koma mér á óvart og setja þinn einstaka svip á hlutina. Ég er líka svo glöð hvað við náðum að ferðast mikið saman, nokkuð sem við elskum báðar að gera. Þú lagðir mikið upp úr því að rækta fólkið í kringum þig og gefa því tíma og ég veit að hugulsemi þín og gjafmildi snerti við mörgum. Mér hefur alltaf þótt þetta virkilega fallegur eiginleiki. Þú lést drauma þína rætast og sagðir alltaf að maður ætti að lifa í núinu og nýta tækifærin sem við fengjum í þessu lífi. Þín sýn á lífið er nokkuð sem ég ætla að tileinka mér og ég læt að lokum nokkur orð frá Baba þínum fylgja með. Það sem skiptir máli er að lifa í núinu, lifðu núna, því hvert augnablik er núna. Hugsanir þínar og gjörðir í hverju augna- bliki skapa framtíð þína. Útlínur leiðar þinnar í framtíðinni eru nú þegar til, því þú skapaðir mynstur hennar með fortíð þinni. (Sai Baba.) Elsku mamma mín, ég sakna þín en við sjáumst síðar. Þangað til ætla ég að lifa lífinu lifandi eins og þú. Þín Eleonora. Elsku mamma, góða ferð. Þú barst mig undir belti, barnið sparkandi. Þú fæddir mig í fjörðinn, og tókst mér fagnandi. Svo liðu æskuárin, þú varst mín fyrirmynd, svo glöð, svo góð, svo auðmjúk, sjálfstæð eins og hind. Þú kenndir mér að trúa, á Guð í sjálfri mér, á Guð í alheims geimi, á lífið sem það er. Og núna ertu farin og ferðin verður góð. Klædd í bláan sarí, í kinnum ertu rjóð. Þú ert með kross í hendi og Baba þér við hlið. Þín leið stráð fögrum rósum, þú hefur fengið frið. Við sjáumst síðar elsku mamma mín, Ragnhildur. Tilveran hefur skipt um lit, fal- leg sál er horfin til englanna og englarnir hafa fengið góðan liðs- mann. Við stöndum eftir hnípin og yljum okkur á minningum um Guggú, mágkonu mína sem svo sannarlega gaf lífinu lit, var alltaf mikill gleðigjafi og miðlaði til okk- ar af sínu djúpa innsæi svo margri perlunni. Það var aldrei nein logn- molla í kringum hana og hún var svo lagin við að ramma hversdags- lega hluti inn í hátíðarbúning. Það er svo sárt að sjá á eftir henni svona alltof fljótt og eiga ekki eftir að heyra dillandi hlátur hennar oftar en sársaukinn er mestur hjá börnum hennar, barnabörnum og tengdabörnum sem hún var svo stolt af. Elsku Ragnhildur, Atli, Eleonora og fjölskyldan öll, megi minningin um mömmu ykkar verða ykkar styrkur í lífinu. Hún var einstakur gimsteinn og lagði alla sína hæfileika og getu til að hjálpa samferðafólkinu þar sem hún gat. Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma. – Aldrei hverfur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur, mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Hjartans þakkir fyrir allt elsku Guggú. Stefanía Vigfúsdóttir. Elskulega Guggú okkar, við kveðjum þig með trega. Þín er og verður sárt saknað. Við munum vel eftir því, systurnar, þegar þú komst inn í fjölskylduna 17 ára gömul og varðst strax ein af systr- unum í Hvassó. Minningarnar hrannast upp, og er erfitt að nefna eina frekar en aðra. En eitt situr þó efst í huga, það er trygglyndi þitt og auðsýnd væntumþykja gagnvart foreldrum okkar alla tíð. Það kom vel í ljós þegar faðir okkar var orðinn veik- ur og spurði hvar hin dóttirin væri, tíu mínútum síðar stóðst þú við rúmið hans, og þá ljómaði hann. Það verður tómlegt í fjölskyldu- boðunum framvegis, að hafa þig ekki með okkur eins og alltaf áður. Þá verður gott að ylja sér við minningarnar um allar okkar ynd- islegu og skemmtilegu samveru- stundir. Elsku Ragnhildur, Atli, Eleonora og fjölskyldur. Okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Bjarghildur, Margrét, Ragna og Valdís. Mín kæra frænka og vinkona okkar hefur kvatt þennan heim. Ef til vill til að fylgja lærimeist- ara sínum á annan stað og tíma til að kynna og fræða aðra um þann góða mátt og kraft sem í henni bjó. Okkur finnst það engan veginn sanngjarnt og svo grátlegt að sjá á eftir svo litríkri og hjartahlýrri konu sem hún Guggú okkar var. Tilbúin að gleðja, hjálpa og gefa öðrum svo ótakmarkað af sér. Alltaf gátum við verið viss um að þar sem fylgjan hennar var, var stutt í hana sjálfa. Hlátur, gleði og manngæska, svo ekki sé nú minnst á þá hlýju sem hún gaf öðrum af sér og þar reyndi stund- um mikið á fyrir hana. Því er ekki laust við að við spyrjum okkur að því til að fá réttlætingu á stuttri ævi hennar, hvort of mikið hafi verið gefið til annarra, til að líf hennar yrði ekki langt og farsælt á þeim stað sem hún unni mest, Sigló. Einhvers staðar stendur að ekki sé nóg að eiga mikil auðæfi ef engar eru minningarnar. Telj- um við okkur vita það með vissu að allir þeir sem nutu þeirra for- réttinda að hafa kynnst Guggú, eiga miklar minningar, góðar minningar. Minningaperlur sem hver einn þræðir upp á band fyrir sig til að bera með sér áfram. Missir okkar allra er mikill en mestur er þó missirinn hjá Ragn- hildi, Atla og Eleonóru, tengda- börnum og ömmubörnunum sem voru henni svo kær. Mega allar góðar vættir vera með þeim. Om Sai Ram. Hennar verður sárt saknað. Guðdómlegur geisli blíður greiðir skuggamyrkan geim; á undra vængjum andinn líður inn í bjartan friðarheim. (Hugrún.) Bára Magnúsdóttir og Stefán J.K. Jeppesen. Við hittumst fyrst heima í stofu nokkrar níu ára hnátur. Við tókum stofnun sauma- klúbbsins það hátíðlega að prestsdóttirin kom með vígt vatn í flösku svo tilurð klúbbsins yrði á gæfuvegum um alla framtíð. Hálfri öld síðar hittumst við enn í sama tilgangi og í upphafi var lagt af stað með: að rækta vináttuna fyrst og síðast. Vígða flöskuvatnið reyndist svo sannar- lega magnað. Fyrstu árin vorum við lúsiðnar í höndunum. Hvert hagleiks- verkið á fætur öðru varð til. Í ár- anna rás breyttist umræðan úr barnahjali í spjall þroskaðra kvenna sem áttu sína fortíð, upp- komin börn og fullan vinnudag. Verkin sem spruttu úr litlum höndum fyrr á árum eiga sína sögu um sakleysi æskuáranna og fallegt handverk þess tíma. En vináttan hélst hrein og tær, jafn- fögur og útsaumuð, hvít handa- vinnan. Allt sem við trúðum og treystum hver annarri fyrir hef- ur aldrei farið út fyrir þá veggi sem umluktu okkur hverju sinni. Við stofnun fjölskyldu, ferða- lags út á menntaveginn og dreifða búsetu fórum við hver í sína áttina. Aldrei slitnaði þó þessi þráður, þótt mörg ár skildu sumar okkar að. Þessi djúpa vin- átta og væntumþykja spratt fram óbreytt og fölskvalaus þegar við hittumst á ný. Guggú var gáfuð og góð mann- eskja sem ræktaði sína trú af innileik og vissu um líf eftir jarð- vistina. Frá því ég man fyrst var hún fyrir utan þetta hefbundna líf, þótt ég hafi þá ekki kunnað að koma þeirri tilfinningu í orð. Herbergið hennar var eins og indverskur töfrahellir; allt um- hverfis var öðruvísi fallegt en á öðrum heimilum. Í fyrsta skipti sem ég fann reykelsisilm var það í hennar híbýlum. Hún vissi meira og skynjaði annað svið en öðrum er gefið. Góðvild, létt skap og ást á fjöl- skyldu og börnum var jafnflekk- laus og vissa hennar um líf eftir dauðann. Þessi trú opnaði henni margar dyr í veikindunum og maður varð vitni að æðruleysi og styrk þegar aðrir voru að bresta. Þegar við felldum tár vegna þess sem var í vændum var það hún sem var sterkust. Indversk heimspeki og þeir heimar sem við hin ekki skynjum voru henni jafnkunnugir og öðr- um eigin ásýnd eða leiðin til vinnu. Hún var trú sinni sannfær- ingu, allt þar til yfir lauk. Það var huggandi þrátt fyrir erfiðan loka- kafla að sjá ró í augum hennar og það andlega jafnvægi sem hún bjó yfir. Þar sannfærði hún aðra með orðum og óbilandi trausti að fyrir handan biði allt hið góða. Þann kraft og þá sannfæringu hafði hún fært mörgum á erfiðum stundum af miklu örlæti í gegn- um árin. Fráfall kærrar vinkonu er okkur mikill harmur en jafnframt erum við þakklátar fyrir að hafa verið henni samferða í þessum heimi sem og þeim sem hún leyfði okkur stundum að skyggnast inn í. Blessuð sé minning hennar. Við klúbbsysturnar Alla, Guðný, Inga, Íris, Rakel og Selma færum börnum og fjöl- skyldu hennar djúpar og einlæg- ar samúðarkveðjur. Filippía Þóra Guðbrandsdóttir. Guðrún Hjörleifsdóttir hefur lokið dvöl sinn í þessari jarðvist og flutt til æðri heima. Á hugann leita minningar og söknuður en fyrst og fremst þakklæti fyrir að hafa notið sam- veru hennar í gegnum tíðina. Leiðir okkar og Guggú lágu sam- an frá unglingsárum á Siglufirði og síðar í gegnum sameiginleg áhugamál, bæði pólitíkina og ekki síður andlegu málin. Það var ætíð tilhlökkunarefni hjá okkur fjöl- skyldunni þegar von var á Guggú í heimsókn, en undanfarinn ára- tug hefur hún dvalið á heimili okkar nokkra daga ári er hún var við störf hjá Sálarrannsóknar- félagi Skagafjarðar. Gleðin, létt- leikinn og hin frábæra nærvera hennar hafði bætandi áhrif á um- hverfið og gullkorn hennar sem fylgdu á jólakortum og tækifær- isgjöfum hittu oft ansi skemmti- lega í mark. Stundum hringdi síminn og sagt var „Hvað er í gangi? Af hverju eru að spá í …“ og varð þá ekki hjá því komist að gera henni grein fyrir málum sem jafnvel höfðu aldrei verið orðuð við nokkurn mann og voru einungis vangaveltur í reikandi huga. Kæra vinkona, við þökkum þér allt sem þú varst okkur og sér- staklega væntumþykjuna sem þú sýndir Gunnari og hann sendir þér einn Guggúkoss, en þið áttuð ykkar sérstaka koss sem þið heilsuðust og kvöddust með. Börnum Guðrúnar, tengda- börnum, barnabörnum, systkin- um og fjölskyldum þeirra færum við innilegar samúðarkveðju og biðjum Guð að blessa minningu Guðrúnar Hjörleifsdóttur. Guðrún Sighvatsdóttir, Ásgrímur Sigurbjörns- son og Gunnar. Yndisleg vinkona mín, hún Guggú, er farin frá okkur eftir stutt en erfið veikindi. Ég kynntist Guggú fyrir 20 ár- um þegar ég fór til hennar í lest- ur, síðan þá höfum við verið vin- konur og ávallt átt góðar stundir saman. Hún var stórkostleg kona, skemmtileg, létt og kát, sterk og hafði alveg yndislega nærveru. Og hún Guggú kveið aldrei fyr- ir neinu, við göntuðumst oft með það að það vantaði í hana kvíða- genið. Hún vissi nákvæmlega hvern- ig hlutirnir færu. Í október sl. þegar við vorum að spjalla, þá sagði hún við mig: Maja mín, í febrúar kemur í ljós hvernig fer og því miður var hún sannspá, eins og ævinlega. Aldrei kvartaði hún þó líf hennar hafi alls ekki alltaf verið auðvelt. Hún var al- gjör hetja. Það var ævintýri líkast að eiga Guggú fyrir vinkonu, alltaf kom eitthvað óvænt en skemmtilegt upp á í ferðalögum okkar bæði innanlands og utan. Mér er minnisstætt þegar við vorum einu sinni að vinna saman fyrir norðan, veðrið var alveg snarvitlaust, snjókoma og hríð við sátum og vorum að tala um að nú þyrftum við að fara að taka okkur á í mataræðinu, borða meiri gulrætur og rófur. Viti menn, var ekki bankað á hurðina hjá okkur og úti stóð maður og var að bjóða okkur til sölu að sjálfsögðu gulrætur og rófur. Við hlógum svo mikið að við komum ekki upp orði í nokkrar mínútur. Í einni ferðinni okkar til Eng- lands vorum við að kynna okkur hugleiðslutækni og í einum hópn- um áttum við að syngja. Brátt hættu allir að syngja því þessi fal- lega „englarödd“ sem ég hef aldr- ei heyrt fyrr né síðar yfirgnæfði allt þannig að maður fékk gæsa- húð um allan skrokkinn. Að sjálf- sögðu var það Guggú sem söng. Indlandsferðirnar okkar stóðu upp úr, Guggú fór með mér að sjá Sai Baba sem var stórkostleg upplifun og verð ég henni ætíð þakklát fyrir það. Þegar Guggú labbaði út á götu í þorpinu virtust flestallir kannast við hana, allir heilsuðu og vildu spjalla eða bjóða henni heim í mat. Í síðustu ferðinni okkar ferð- uðumst við vítt og breitt um Ind- land og það var sama hvar hún kom alls staðar laðaðist fólk að henni Guggú minni með fallega rauða hárið, sterka augnsvipinn og ógleymanlega skemmtilega hláturinn sem endaði á smá hnegg hnegg í lokin. Þegar ég hitti Guggú á föstu- dagskvöldið fyrir andlát hennar var hún hress eins og alltaf, við hlógum og rifjuðum upp gamlar minningar. Við vissum báðar að ekki var mikill tími eftir en hún var ekki kvíðin því að deyja. Elsku Guggú, mín kæra vin- kona, ég er þakklát fyrir allt okk- ar samstarf og vináttu, fyrir hlát- urinn og gleðina og ferðalögin okkar saman. Það er ómetanlegt að hafa átt þig að og eina leiðin fyrir mig að kveðja þig í bili er sú vissa í huga mínum að líf sé að loknu þessu og að þá hittumst við á ný. Megi góður Guð styrkja og vernda börnin þín, Ragnhildi, Atla og Eleonoru, tengdabörn, barnabörn og systkini, þeirra er missirinn mestur. Ég kveð þig með þeim orðum sem þú kvaddir mig með í síðasta sinn: Sai Ram. María Sigurðardóttir. Vinkona mín Guggú, eða „nornin“ eins og hún kaus að nefna sig meðal vina, er látin langt fyrir aldur fram og hún sem var rétt að byrja besta hluta æv- innar, allt komið í höfn, húsið fyr- ir norðan tilbúið að taka á móti henni til frambúðar en þar hafði hún ætlað að eyða ævikvöldinu við sjóinn og siglfirsku fjöllin. Guggú var mjög vel gefin og fjölhæf kona, hafði sterkar skoð- anir á mönnum og málefnum og lét í sér heyra á vettvangi stjórn- málanna en hún var mikil fram- sóknarkona og sat á framboðs- lista flokksins á Siglufirði, og eftir að hún flutti suður var hún öflug í Kraganum, sat m.a. á lista þar fyrir alþingiskosningar. Hún var varabæjarfulltrúi í Hafnar- firði og var þar í nefndum og ráð- um. Guggú var stórbrotin baráttu- kona enda sýnir starfsval hennar sem var að vera ráðgefandi og hjálpa öðrum að þar fór engin meðalmanneskja, hún hafði þá náðargáfu að sjá meira og skynja en aðrir og það nýttu sér háir sem lágir víða um land. Einnig flutti hún fyrirlestra hjá hinum ýmsu félögum um ráðgjöf og and- leg málefni Hún sótti sér frekari þekkingu í þessum fræðum víða erlendis og þar var Indland hennar mekka. Hún hafði unun af því að ferðast og fór víða um heim og naut þeirrar menningar sem hver staður bauð upp á. Síðastliðið haust greindist hún með illvígan sjúkdóm sem hún með sinni léttu lund og dillandi hlátri sagðist sigrast á með að- stoð vina nær og fjær. Eftir hetjulega baráttu lauk þessu stríði hjá henni aðfaranótt 13. febrúar í faðmi barna sinna sem hún elskaði mest. Þú ert það ljósið eina sem allur myrkvi flýr Í lind þíns helga hjarta öll heilsa lífsins býr. Þín vonarstjarna vísar til vegar hverjum þeim sem þreytir þunga göngu og þráir ljóssins heim. (Sigurbj. Einarsson.) Við fjölskyldan vottum Ragn- hildi, Atla og Eleonoru, barna- börnum og fjölskyldu innilega samúð. Minning hennar mun lifa. Hvíl í friði, kæra vinkona. Valgerður. Guðrún Hjörleifsdóttir (Guggú) var ljós inn í líf margra samferðamanna sinna og þar á meðal mitt. Ég hitti hana fyrst þegar ég kom í spá til hennar í Garðastræti árið 1998. Það var búinn að vera erfiður tími í mínu lífi og mikil umskipti. Þegar tím- anum var að ljúka horfði hún á mig og sagði: „Þekkjumst við ekki?“ „Nei, við þekkjumst ekki,“ sagði ég, „því að ég veit að ég hef ekki hitt þig áður, en ég er búin að hafa þessa sömu tilfinningu síðan ég kom hér inn.“ Tímanum lauk og ég fór heim. Nokkru síðar sá ég auglýstan fyrirlestur hjá Sálarrannsóknafélagi Keflavíkur þar sem hún átti að halda erindi. Ég ákvað að fara og hlusta á hana. Að fyrirlestrinum loknum kom hún og settist við borðið hjá mér og Gunna og spurði mig aft- ur hvort við þekktumst ekki. Ég sagði þá: „Ég er viss um að við þekkjumst úr öðru lífi því mér finnst líka að ég þekki þig þó að ég viti að ég hitti þig fyrst þegar ég fór í spá til þín í vor.“ Við sát- um og spjölluðum lengi og í lokin bað ég hana um viðtal sem ég tók í kringum jólin 1998 og birtist í Vikunni í janúar 1999. Vinátta okkar hefur haldist síðan. Vinátta sem hefur byggst á gagnkvæmri virðingu og skiln- ingi sem er dýrmætur meðal góðra vina. Við deildum áhuga á andlegum málefnum og gátum talað um þau við hvor aðra án þess að þurfa að afsaka eða út- skýra okkur. Þegar þú bauðst okkur Gunna með í ferð í Sól- Guðrún Hjörleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.