Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 Umhverfisstofnun hafa borist 4.320 umsóknir um leyfi til hreindýra- veiða. Endanlegur fjöldi er ekki enn ljós þar sem einhverjar umsóknir gætu verið á leiðinni í pósti. Heimilt verður að veiða allt að 1.009 hreindýr á árinu, sem er fjölg- un um átta dýr frá fyrra ári. Heim- ildirnar skiptast þannig að leyft verður að veiða 588 kýr alls og 421 tarf. Veiðin skiptist milli níu veiði- svæða. Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiði- heimilda. Veiðitíminn er frá 1. ágúst til og með 15. september, en þó getur Umhverfisstofnun heimilað veiðar á törfum frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. september. Sama veiðileyfisgjald er á öllum svæðum. Veiðileyfi fyrir tarfa kostar á öllum svæðum 135.000 krónur og veiðileyfi fyrir kýr á öllum svæðum 80.000 kr. 4.320 umsóknir um leyfi til hreindýraveiða Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í ljósi dóms Hæstaréttar um vexti gengislána hafa Hagsmuna- samtök heim- ilanna (HH) sent innanríkis- ráðherra erindi þar sem hann er hvattur til að beita sér fyrir því að lög um endurupptöku mála verði skýrð. Það sé nauðsynlegt til að tryggt verði að þeir sem misst hafi eignir sínar, gert hafi verið árangurslaust fjárnám hjá eða ver- ið gerðir gjaldþrota sl. ár á grund- velli ólögmætra gengistryggðra lána hafi skýlausan rétt til að taka upp sín mál aftur fyrir dómstólum, eða jafnvel að þau verði tekin upp sjálfkrafa. Þá segja HH ljóst að sýslumenn sem framkvæmt hafa fjárnám o.fl. á grundvelli slíkra ólögmætra útreikninga hafi tekið sér dómsvald á meðan réttaróvissa ríkti, og þar með brotið stjórn- sýslulög og jafnvel stjórnarskrá. Vilja skýrari lög um endurupptöku mála Hús Reykjavík. Heimili sem vilja breyta verðtryggðum lánum í óverð- tryggð eiga að fá að gera það með litlum tilkostnaði. Þetta er krafa á alla aðila sem veita íbúðarlán, hvort sem lántakendur hafa verið í viðskiptum við viðkom- andi eða eru að færa viðskipti sín til annars fjármála- fyrirtækis. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Neytenda- samtakanna. Hvetur stjórnin stjórnvöld til hefja þegar undirbúning að nýju lánakerfi í húsnæðismálum þar sem landsmönnum eru tryggð sambærileg kjör og bjóð- ast í helstu nágrannalöndum Íslendinga. Þá segjast Neytendasamtökin styðja það úrræði fjár- málafyrirtækja að bjóða óverðtryggð lán með föstum vöxtum til íbúðarkaupa. Fái að breyta verðtryggðum lánum Framsýn – stéttarfélag segist telja mikilvægt að framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist hið fyrsta enda liggi fyrir fullnægjandi gögn um kostnað og rekstur ganganna. „Fyrir liggur að framkvæmdin verður fjármögnuð með veg- gjöldum. Ljóst er að gerð ganganna skiptir gríðarlega miklu máli fyrir vegfarendur um þjóðveg 1, þjón- ustusvæðið við Eyjafjörð og at- vinnuuppbyggingu í Þingeyj- arsýslum,“ segir í ályktun frá stéttarfélaginu. Þar segist félagið einnig gagn- rýna þau öfl, sem talað hafi fram- kvæmdina niður með órökstuddum og óvönduðum málflutningi. „Þess í stað kallar Framsýn eftir málefna- legum umræðum um þessa mik- ilvægu samgöngubót fyrir alla landsmenn.“ Hvetur Framsýn stjórnvöld til að standa við bakið á þeim aðilum sem standa að gerð ganganna og tryggja þar með framgang verks- ins. Framkvæmdir við Vaðlaheiðargöng hefjist hið fyrsta STUTT SVIÐSLJÓS Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Stór hluti af akvegum í óbyggðum og á hálendi í Ásahreppi og Borg- arbyggð hefur aldrei verið sam- þykktur í aðalskipulagi sveitarfélag- anna og enn myndast vegir á hálendinu sem ekki hafa farið gegn- um lögbundið skipulagsferli. Mikið af þeim hálendisvegum sem koma fram í opinberum kortagrunni Land- mælinga Íslands er hvergi að finna í aðalskipulaginu. Að auki var stór hluti af reiðvegum í Borgarbyggð sýndur sem akvegir í kortagrunn- inum. Þetta kemur fram í rannsókn Gísla Rafns Guðmundssonar, nemanda í umhverfisskipulagi við Landbún- aðarháskóla Íslands. Gísli Rafn bendir á að samkvæmt lögum eigi aðalskipulag að ráða land- notkun. Hvað vegi í óbyggðum og á hálendi varði sé sú alls ekki raunin. „Mér sýnist aðalskipulagið ekki virka sem stjórntæki,“ segir hann. Nýir vegir fari ekki í gegnum skipu- lagsferli heldur verði til með tilvilj- anakenndum hætti. „Einn ekur utan vegar og svo koma fleiri í kjölfarið,“ segir hann. Einhver skrái veginn síð- an inn í gps-tæki og þaðan rati upp- lýsingar um veginn inn á korta- grunna og jafnvel inn á landakort. Eldfimt deilumál Undanfarin ár hafa Landmæl- ingar unnið að því að skrá alla vegi og slóða á hálendinu. Sveitarfélögin eiga síðan að taka afstöðu til hvort þeir eigi að vera opnir eða ekki. Gísli Rafn segir að sveitarfélög sem hafi lokið við þessa skipulags- vinnu hafi yfirleitt farið þá leið að taka fram að sveitarfélagið taki ekki afstöðu til annarra vega en þeirra sem þau birta í aðalskipulaginu. „Þau hafa lítið fjármagn og hafa ekki burði til að skoða þetta nógu vel. Eða þau þora ekki að taka á málinu.“ Gísli Rafn segir nauðsynlegt að skipulagi hálendisvega verði komið í fastara horf. Hann telur að ekki eigi að birta á korti alla vegi sem eru á hálendinu. Fyrir því séu fjölmörg rök. Margir veganna þoli alls ekki mikla umferð. Í mörgum tilvikum hafi vegir verið lagðir í mjög tak- mörkuðum tilgangi, t.d. til þess að bændur geti sinnt störfum sínum. Þegar þeir séu sýndir á korti geti umferð aukist um þá til muna með tilheyrandi hættu á landspjöllum. Þá sé í kortagrunni Landmælinga ekki gerður greinarmunur á torfærum vegi og greiðfærum malarvegi. Af- leiðingin af þessu hafi sést vel í fyrra- sumar þegar erlendir ferðamenn á risatrukkum pikkfestu bílana sína á vegslóðum. „Það er í góðu lagi að hafa slóða, en það er óþarfi að hafa þá út um allt,“ segir hann. Ástandið dragi úr landgæðum og sífellt sé sax- að á ósnortin svæði á hálendinu, með tilheyrandi rýrnun á verð- mætum í ferðaiðnaði. Stjórntækið virkar ekki í vegamálum Vegir utan aðalskipulags Ásahreppur Akvegir í vegaþekju aðalskipulags Borgarbyggðar, staðfest af ráðherra. Akvegir birtir í opnum kortagrunni LMÍ. Borgarbyggð Akvegir í vegaþekju aðalskipulags Borgarbyggðar, staðfest af ráðherra. Akvegir birtir í opnum kortagrunni LMÍ. Göngu- og reiðleiðir aðalskipulagsBorgarbyggðar enbirtir semakvegir í opnumkortagrunni LMÍ  Stór hluti vega í óbyggðum og á hálendi ekki á skipulagi Gísli Rafn skoðaði eingöngu skipu- lag í Ásahreppi og Borgarbyggð en aðalskipulag þeirra hefur nýlega verið endurskoðað og staðfest af umhverfisráðherra. Hann segir óskipulagið kristall- ast í því að í Ásahreppi séu þrjú vegakerfi á hálendinu; eitt sam- kvæmt aðalskipulaginu, annað komi fram á kortum Landmælinga og hið þriðja í Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajök- ulsþjóðgarðs. „Við þurfum op- inbera umræðu um þetta mál svo að stjórnvöld setji ein- hvern pening í mál- ið.“ Stjórnvöld hafi sífellt frestað því að birta opinbert kort sem sýni hvaða há- lendisvegi megi aka. Nú sé stefnt að því að birta kortið í vor en hann telur mikla hættu á að birting frestist enn, enda sé starfinu aðeins sinnt af nefnd sem hittist á e.t.v. tveggja mánaða fresti. Í rannsókn sinni setur Gísli Rafn fram viðmiðunarskala sem má nota til að ákveða skipulag ís- lenska slóðakerfisins, s.s. hvaða slóðar eigi að vera öllum opnir, hverjir eigi að vera með takmark- aða umferð og hverjum skuli loka. Við slíka ákvörðun þurfi t.d. að taka tillit til fagurfræðilegrar upp- lifunar, hættu á jarðvegsrofi og hafa samráð við hagsmunaaðila. Einnig leggur hann til að Vega- gerðinni verði falið að sjá um skipulag slóðakerfisins, í stað um- hverfisráðuneytisins. Verkefnið var unnið með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og umsjónarmaður var Auður Sveinsdóttir, dósent við Landbún- aðarháskóla Íslands. Þrjú vegakerfi í Ásahreppi ÞARF AÐ RÆÐA VANDANN OPINBERLEGA Gísli Rafn Guðmundsson Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, er efins um að þingsálykt- unartillaga Bjarna Benediktssonar um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi for- sætisráðherra, verði afgreidd úr nefndinni í vikunni. „Það eru ákveðnar spurningar sem fólk í nefndinni er að velta fyr- ir sér og vill fá svar við er varða það hvort þing- menn sem eru á vitnalista séu hugsanlega van- hæfir,“ segir Val- gerður. „Ég tel mig, sem formað- ur nefndarinnar, verða að verða við þessum ósk- um,“ segir hún. Tíminn sé þó naumur en aðalmeðferð í lands- dómsmálinu á hendur Geir mun að óbreyttu hefjast í Þjóðmenning- arhúsinu mánudaginn 5. mars næstkomandi kl. 9. Við umfjöllun sína um málið hef- ur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd m.a. fengið nokkra fræðimenn á fund við sig en þeir voru flestir sammála um að Alþingi hefði heim- ild til þess að afturkalla ákæruna á hendur ráðherranum fyrrverandi. holmfridur@mbl.is Afturköllunartillaga enn í nefnd Valgerður Bjarnadóttir – fyrst og fremst ódýr! flokkur 1. 989kr.kg Krónu saltkjöt, 1. flokkur SALTKJÖT og baunir! 198kr.pk. Jack Rabbit gular baunir, 454 g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.