Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.02.2012, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 ✝ Ásta Bjarna-dóttir fæddist í Reykjavík 7. júní 1930. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 12. febrúar síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru þau Elísabet Helgadóttir hann- yrðakennari, f. 26. nóvember 1898, d. 1. nóvember 1982, og Bjarni Bjarnason kennari, f. 24. janúar 1900, d. 25. maí 1961, Bjarnarstíg 10, en þau kenndu bæði við Aust- urbæjarskólann. Bræður Ástu voru: 1) Helgi prentari, f. 11. júní 1927, d. 29. mars 2000. Hann var kvæntur Sigrúnu Þorsteins- dóttur. Börn þeirra eru: Þor- steinn, Bjarni, Berglind og Halla. 2) Sverrir, f. 4. mars 1939, píanó- kennari. Ásta giftist 21. júní 1953 sr. Guðmundi Þorsteinssyni, f. 23. desember 1930. Voru þau fyrst á Hvanneyri frá 1956-1970, áttu síð- a) Guðmundur. b)Gunnar. c) Ant- on. 5) Þorsteinn Björn, f. 2. júní 1968, d. 11. júní 1968. Ásta ólst upp á Bjarnarstíg 10 með foreldrum sínum, bræðrum og Jóhönnu Jónsdóttur, sem sá um heimilishald yfir skólatímann á vetrum. Ásta lauk gagnfræða- prófi frá Ingimarsskólanum, stundaði síðan afgreiðslustörf í Bókabúð KRON í Bankastræti og önnur störf á háskólaárum Guð- mundar. Hún tók virkan þátt í bústörfum á prestssetrinu á Staðarhóli á Hvanneyri og var áhugasamur félagi í kvenfélag- inu 19. júní. Bæði á Hvanneyri og í Árbænum tók hún virkan þátt í kirkju- og safnaðarstarfi og vann að fjáröflun fyrir kirkjubyggn- ingu í Árbæ. Hún lauk sjúkralið- anámi árið 1979 og starfaði á Borgarspítalnum í 17 ár, til 1996. Hún var mikil ræktunarkona og naut þess að stunda garðyrkju- störf. Hún var mjög handlagin og eftir hana liggja miklar hann- yrðir. Hún var bókhneigð og sí- lesandi fram undir það síðasta. Útför Ástu verður gerð frá Ár- bæjarkirkju í dag, þriðjudaginn 21. febrúar 2012, og hefst athöfn- in klukkan 15. an heima í Árbæj- arhverfi í Reykjavík frá 1971-2008, en fluttust þá í Garða- bæ. Börn þeirra Ástu og Guðmundar eru: 1) Bjarni bygg- ingaverkfræðingur, f. 6. nóvember 1954. 2) Ólína skurðhjúkr- unarfræðingur, f. 13. júní 1957, gift Halldóri Kr. Júl- íussyni sálfræðingi. Dætur þeirra eru: a) Ástríður, sambýlismaður hennar er Jóhann Guðmundsson. Sonur þeirra er Halldór Kristján. b) Þórhildur, gift Kára Helga- syni. c) Ragnheiður. 3) Elísabet Hanna viðskiptafræðingur, f. 17. maí 1961, gift Skúla Hartmanns- syni smið. Börn hennar af fyrra hjónabandi með Gunnlaugi Krist- finnssyni eru: a) Kristfinnur, b) Ásta, gift Móða Thorssyni. Dóttir þeirra er Katla Hanna. 4) Sig- urlaug röntgenlæknir, f. 16. febr- úar 1967, gift Martin Sökjer röntgenlækni. Þeirra synir eru: Brosandi og stolt tínir hún kart- öflur í fötu – moldug og liggjandi á fjórum fótum. Hún leikur við ungar dótturdætur sínar í sólskálanum á björtum sumardegi – hlýja og kímni skín úr augum hennar. Hún stendur á tröppunum í Glæsibæn- um og tekur fagnandi á móti fjöl- skyldunni snemma á páskadags- morgun, – fyrir innan bíður veisluborð. Sitjandi í stofustólnum er hún með saumnál í hendi, nið- ursokkin í flókið verkefni – Guð- mundur horfir á konu sína með ást- arblik í auga. Þetta eru aðeins nokkrar þeirra minningarmynda sem birtast mér þegar ég hugsa til tengdamóður minnar, Ástu Bjarna- dóttur, sem nú hefur fengið hvíld eftir erfið veikindi. Ásta ólst upp á Bjarnarstíg 10 á Skólavörðuholti í húsi foreldra sinna, Bjarna Bjarnasonar og El- ísabetar Helgadóttur, sem bæði voru kennarar við Austurbæjar- skólann. Heimilið var framsækið um margt en hjá foreldrum hennar fór saman áhugi á tónlist, bók- menntum, jafnaðarhugsjón, trjá- rækt, garðrækt og heilsufæði svo eitthvað sé nefnt. Þangað sótti Ásta margt. Hún var fróðleiksfús og opin fyrir nýjungum og var stöðugt að þroskast og tileinka sér nýja þekk- ingu. Til æskuheimilis síns sótti Ásta einnig þau sterku gildi um jafnrétti og kvenfrelsi sem komu fram í öllum hennar athöfnum og lífsafstöðu. Ásta ólst upp við hannyrðir og saumaskap en móðir hennar var handavinnukennari. Ásta var sjálf einstaklega handlagin og var sífellt að sinna einhverri handavinnu. Síð- asta verk hennar var að prjóna peysu og húfu á tilvonandi barna- barnabarn sem hún lauk við um jól- in. Auk þess að sauma og próna afl- aði hún sér stöðugt frekari þekk- ingar á handavinnu og fór. m.a. á smíðanámskeið á fullorðinsárum. Ásta var mikill ræktandi og hafði sannarlega græna fingur. Hún bar mikla virðingu fyrir ræktunar- áhuga föður síns og sinnti vel trjá- gróðri sem hann hafði gróðursett. Þegar Ásta varð vör við tilraunir mínar til að koma til fræjum af furu og birki vildi hún sjálf strax reyna. Svo fór að henni tókst mun betur að koma plöntum til af fræi en mér hafði tekist og eru ófá þau tré sem hún gróðursetti í sumarbústaðar- landi okkar hjóna og vaxið höfðu af fræi hjá henni. Ásta studdi mann sinn í starfi hans og sinnti vel því hlutverki sem óhjákvæmilega fylgir því að vera maki prests. En Ásta sinnti einnig sínum eigin þörfum til athafna og þegar mestu önnum vegna uppeldis barna og uppbyggingu nýs safnað- ar í Árbæ var lokið fór hún í sjúkra- liðanám og vann síðan sem sjúkra- liði á Borgarspítalanum í mörg ár. Ásta var hreinskiptin kona. Ég vil að lokum rifja upp okkar kynni en ég hitti Ástu í fyrsta sinn þegar dóttir hennar kynnti mig fyrir henni og Guðmundi eftir nokkurra daga kynni okkar. Ásta kom sér strax að efninu, leit rannsakandi á mig og spurði: Hvað ætlast þú svo fyrir með dóttur mína? Ég svaraði um hæl að hætti ungs og ástfang- ins manns að ég ætlaði að kvænast henni. Síðan hef ég aldrei fundið annað en ég væri hluti af fjöl- skyldu Ástu. Að leiðarlokum er mér þakklæti í hug fyrir að hafa kynnst Ástu og verið í fjölskyldu hennar. Guð blessi minningu hennar. Halldór Kr. Júlíusson. Ásta Bjarnadóttir var betur þekkt sem Ásta amma hjá okkur systrum. Það var ávallt tilhlökk- unarefni að fara í heimsókn til ömmu og afa í Glæsibæ því þar var yfirlætið meira en heima fyrir. Í Glæsibæ gekk maður að því vísu að amma ætti alltaf til kókópuffs, smarties og tyggjó í poka. Jóla- dagatalið þótti sérstaklega veglegt og fengum við oftar en ekki að velja okkur fleiri en einn mola af útsaumaða veggteppinu sem við þekktum svo vel. Pössun hjá ömmu þýddi að við systurnar fengum aðgengi að víd- eóherberginu enda var hún ekki kölluð vídeó-amma fyrir ekki neitt. Þar var hægt velja úr mörgum spólum sem amma hafði tekið upp í gegnum tíðina. Í miklu uppáhaldi hjá barnabörnunum voru Nonni og Manni, Líf í nýju ljósi og þætt- irnir um Heiðu. Amma tók upp öll skaupin og horfði öll fjölskyldan saman á þau þegar við komum heim frá Bandaríkjunum. Amma fylgdist vel með íþrótt- um og þá sérstaklega handboltan- um því það var hennar keppnis- grein þegar hún var yngri. Hún horfði á alla leiki íslenska lands- liðsins á stórmótum og sýndi sér- stakan stuðning með því að fara fram í eldhús þegar leikurinn stóð sem hæst. Amma passaði upp á að stór- fjölskyldan kæmi saman um hátíð- arnar. Á jólunum og páskunum dekkaði hún upp dýrindis veislu- borð þar sem fjölskyldan gæddi sér á steik og börnin fengu steikt- an kjúkling. Vinsælustu réttirnir voru þó heimaræktaðar kartöflur, brauðbollur og smjörkaka. Oftar en ekki voru þessar samkomur teknar upp á vídeó og þá var nú misjafnt hvort hljóðið var tekið með. Ásta amma var dugnaðarfork- ur. Hún var sjúkraliði, vann lengst af á gamla Borgarspítalanum og líkaði það vel. Hún var stolt af því að vera sjúkraliði og vann sína vinnu vel. Henni þótti miður þegar heilsunni fór að hraka og hún þurfti að minnka við sig vinnu. Þegar amma varð meira og minna heimavinnandi hafði hún ekki minna fyrir stafni. Hún prjónaði á barnabörnin, passaði þau í veik- indum og ræktaði rósirnar sínar í garðskálanum. Hún kenndi Ástríði að lesa, Þórhildi að prjóna og Ragnheiði útsaum. Ástu ömmu var annt um heilsu fjölskyldurnar og benti iðulega á það sem betur mátti fara. Salt- neysla var iðulega rædd yfir morg- unverðarborðinu og passaði amma upp á að saltneyslu fjölskyldunnar væri stillt í hóf. Meiri segja Depill, hundurinn, fékk heilsufæði og lýsi yfir kúlurnar sínar. Hún var alltaf stolt af barna- börnunum og hrósaði okkur í há- stert fyrir afrek okkar. Við syst- urnar pössuðum okkur alltaf að hringja fyrst í ömmu til að gorta okkur af hinum ýmsu áföngum í lífi okkar. Hún var gjafmild og vildi allt fyrir okkur gera. Ásta amma er fyrirmynd okkar systra. Hún var kvenskörungur, ákveðin og alltaf sínu fólki holl. Við munum alltaf minnast hennar með hlýhug. Okkur þykir dýrmætt að hún hafi hitt langömmubarnið sitt áður en hún kvaddi okkur eins og hún sagðist ætla að gera. Elsku amma, við erum þakklátar fyrir að hafa átt þig sem ömmu. Megi Guð geyma þig og blessuð sé minning þín. Ástríður, Þórhildur og Ragnheiður Halldórsdætur. Sjá grasið sprettur, gleðstu, mundu að þú grerir sjálfur fyrrum líkt og það, þó innra með þér blikni sef og blað gef beyg og trega engan griðastað! Þannig hljóða síðustu þekktu ljóðlínur skáldsins Snorra Hjart- arsonar. Þær tjá æðruleysi, kjark og vilja til að takast á við það sem koma skal, en jafnframt gleði yfir því sem eitt sinn var. Það er í sam- hljómi við lífsafstöðu Ástu Bjarna- dóttur. Hún tókst á við langvar- andi vanheilsu með eindæma dugnaði og jákvæðni. Aðgerðum og lyfjameðferðum tók hún af æðruleysi, hélt áfram öflug og bar- áttuglöð eftir áföll, og saman glöddust þau hjónin þegar stundir gáfust í stríðinu. Þá nutu þau þess sem notið varð. Við kynntumst Ástu á Hvann- eyri í Borgarfirði fyrir meira en hálfri öld. Eiginmaður hennar, sr. Guðmundur Þorsteinsson, vígðist þangað prestur árið 1956. Um svipað leyti bar okkur hinar að úr ýmsum áttum. Þetta voru góð ár. Samskipti voru mikil, við í blóma lífsins og börnin okkar að fæðast og stækka. Allt greri. Þegar við síðar fluttumst á höfuðborgar- svæðið ákváðum við tíu konur að halda áfram að hittast og rækta vináttuna. Þannig varð sauma- klúbburinn til og hefur nú staðið í meira en fjörutíu ár. Ásta setti mikinn svip á alla okkar samfundi. Hún hafði sterkar skoðanir og lét þær afdráttarlaust í ljós, alltaf dásamlega hrein og bein. Og þegar slegið var á létta strengi átti enginn glaðari hjart- ans hlátur en hún. Hún var verk- glöð og listfeng, alltaf með eitthvað á prjónum og vann af ákafa að hverju verkefni. Þeir eiginleikar fylgdu henni alla tíð. Það munaði um hana Ástu hvort sem hún útbjó fatnað á fjölskylduna, ræktaði garðinn sinn eða studdi Guðmund í annasömu starfi, beint og óbeint. Áður en Ásta giftist vann hún í bókabúð KRON í Bankastræti og við vitum að margir mundu ljós- hærðu stúlkuna með bláu augun löngu eftir að hún hætti þar störf- um. Um miðjan aldur fór hún aftur í skóla, lauk sjúkraliðanámi með glæsibrag og starfaði síðan sem sjúkraliði meðan heilsa leyfði. Ásta var gæfukona í einkalífi. Gagnkvæm virðing og væntum- þykja þeirra Guðmundar var auðsæ, afkomendahópurinn er stór og mannvænlegur og heimilis- bragur allur vitnaði um hlýju og myndarskap. Síðast sátum við hjá þeim dýrðlega veislu á liðnum vor- dögum. En þá var hlutverkum skipt. Ásta sem oftast hafði staðið fyrir veitingum sat og naut stund- arinnar en Guðmundur bar okkur mat og veigar á fallega búið borð. Þannig studdi hann konu sína þeg- ar krafta hennar þraut og gerði henni síðustu mánuðina svo bæri- lega sem auðið var. Og nú skilur leiðir. Vini okkar Guðmundi og fjölskyldunni allri sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ástu þökkum við af hjarta samfylgdina og biðjum minningu hennar blessunar. F.h. saumaklúbbsins, Jónína Guðmundsdóttir. Í bókinni „Öll þau klukknaköll“ síðara bindi hvar skráðar eru frá- sagnir 24 prestskvenna segir Ásta frá reynslu sinni sem prestsfrú. Við upphaf greinarinnar segir Ásta m.a.: „Við maðurinn minn, séra Guðmundur Þorsteinsson, sátum fyrst á Staðarhóli við Hvanneyri, þangað fluttum við sumarið 1956.“ Við upphaf þessarar frásagnar má lesa að hún Ásta, sem háði sína sjúkdómsbaráttu af miklu æðru- leysi síðustu æviárin, leit á prests- starfið sem starf prestshjónanna eins og það hefur reyndar verið í gegnum aldirnar. Upphafsorð hennar eru mjög lýsandi fyrir líf þeirra hjóna. Þau unnu af einlægni saman bæði að andlegum og ver- aldlegum þáttum. Ásta tók allt frá upphafi prestsþjónustu Guðmund- ar mikinn þátt í kirkjulífinu og safnaðarstarfinu. Mikil breyting varð á högum fjölskyldunnar eftir að séra Guð- mundur var skipaður sóknarprest- ur Árbæjarprestakalls hinn 1. jan- úar árið 1971. Þar var á þeim tíma ekki kirkja til staðar og messað var í gömlu safnkirkjunni í Árbæ og í sal Árbæjarskóla. Ráðist var í að byggja kirkju, Árbæjarkirkju. Lagði fjöldi fólks mikið af mörkum til styrktar kirkjunni. Það er kunn- ugt. Þar munar ekki lítið um fram- lag kvenfélaganna. Stundum er sagt í léttum dúr að „kvenfélög kirknanna í landinu hafi víða bakað upp kirkjurnar“. Áhrif hennar Ástu innan kvenfélagsins í sókn- inni voru mikil. Hún vissi ávallt hvert skyldi stefna. Ég veit að safnaðarfólkið í Árbæ hugsaði ávallt til prestshjónanna í öllu starfi, ekki aðeins til prestsins. Árið 1989 var séra Guðmundur skipaður dómprófastur. Störf hans sem dómprófasts og ég vil segja störf þeirra hjóna voru afar farsæl og blessunarrík. Þegar Grafarvogssókn var stofnuð 1989 var það hlutverk pró- fastsins að annast þá stofnun. Það var á þeim tíma sem leiðir okkar Elínar og þeirra hjóna, Ástu og Guðmundar, lágu saman. Það eru ekki ýkjur að segja að þau hjónin hafi umvafið okkur kærleika og umhyggju. Ásta varð mikil vinkona okkar og sýndu þau Guðmundur okkur mikinn stuðning þegar ungi söfnuðurinn stóð í þeirra sporum við uppbyggingu Grafavogskirkju og safnaðar. Víða lágu leiðir okkar saman og ávallt sýndu þau hjónin okkur mikla vináttu og tryggð. Mikið var það ánægjulegt að fá að fagna með þeim hjónum og fjöl- skyldu þeirra á áttræðisafmæli séra Guðmundar. Gleði þeirra á þeim tímamótum var mikil. Saman höfðu þau gengið um lífsins veg og átt saman blessunarríkt líf. Vitni þar um eru börnin þeirra svo vel menntuð og hæf í baráttu lífsins. Stolt þeirra hjóna og væntum- þykja um hópinn sinn leyndi sér ekki. Við Elín þökkum henni Ástu fyrir alla hennar vináttu og um- hyggju á liðnum árum og erum af- ar þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þeim hjónum og tengjast þeim í lífi og starfi. Megi hinn lifandi Guð og faðir blessa hina fögru minningu sem hún skilur eftir hjá fjölskyldu sinni, ættingjum, vinum og samferða- fólki. Vigfús Þór Árnason. Guð komi sjálfur nú með náð, nú sjái Guð mitt efni og ráð nú er mér, Jesús, þörf á þér þér hef ég treyst í heimi hér. Ég hef aldrei í nokkri nauð nauðstödd beðið utan Guð, Guð hefur sjálfur gegnt mér þá, Guð veri mér nú líka hjá. Ákvörðun mín og mæld er stund, mitt líf stendur í þinni hönd, andlátið kemur eitt sinn að einn veiztu, Guð, nær skeður það. (Hallgrímur Pétursson.) Það er komið að kveðjustund, hún Ásta prestsfrú hefur nú kvatt vora jarðvist. Það er margs að minnast frá frumbýlisárunum hér úr Árbæjarhverfinu sem var að byggjast hratt upp af dugmiklu fólki, á þeim tíma sem þau frú Ásta og séra Guðmundur fluttu í Árbæjarsókn. Hann nýkjörin sóknarprestur og segir það sig sjálft að stórt verkefni var fram- undan hjá söfnuði og þeim hjón- um og ber þar helst að nefna kirkjubyggingu í ört stækkandi sókn. Messuhald fór fram í barna- skólanum í Árbæ fyrstu árin. Ásta gekk strax til liðs við Kven- félag Árbæjarsóknar og sat í stjórn þess í mörg ár. Hún var ósérhlífin í því sem þar var verið að starfa, verk sem voru af ýms- um toga. Hún Ásta var mikilvirk hannyrðakona og prjónarnir oft- ast innan seilingar og snillingur var hún í að vinna góðgæti úr berjum þegar hausta tók og oft voru berjaréttirnir í bakkelsinu sem frú Ásta kom með á fundi og aðra kökudaga Kvenfélagsins. Aðalverkefni félagsins okkar var að safna fé fyrir kirkjubygg- inguna í hverfinu, til að flýta fyrir að hægt væri að ferma og vinna önnur prestsverk í heimabyggð. Ásta var drífandi og gekk í ýmis þau verk sem leysa þurfti og stóð við hlið eiginmanns síns í hans margþættu embættisverkum. Ásta prestsfrú, eins og við sem höfum verið í kvenfélaginu frá upphafi nefndum hana, ljómaði af gleði og stolti þegar kirkjan okkar var loksins vígð. Þar höfðu margar fórnfúsar og dugandi hendur safn- aðarfólks Árbæjarsóknar lagt hönd á plóg. Við þökkum Ástu samfylgdina og biðjum henni guðsblessunar. Ástkæra þá, ég eftir skil, afhenda sjálfum Guði vil, andvarpið sér hann sárt og heitt, segja þarf honum ekki neitt. (Hallgrímur Pétursson.) Innilegar samúðarkveðjur til séra Guðmundar og fjölskyldu. F.h. Kvenfélags Árbæjarsókn- ar, Halldóra V. Steinsdóttir. Ásta Bjarnadóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Í dag kveð ég þig með miklum og innilegum söknuði. Ég mun ætíð minnast þess hve ynd- isleg og umhyggjusöm þú varst í minn garð. Þú varst alltaf til staðar fyrir mig hvort sem það var að gefa mér góð ráð eða veita mér aðstoð. Og ég mun ætíð meta það. Megi guð þig æv- inlega vernda og geyma. Kristfinnur Gunnlaugsson. ✝ Okkar ástkæra JÓNÍNA BIRNA ÓLAFSDÓTTIR KISLUS, andaðist á heimili sínu á Flórída þriðjudaginn 24. janúar. Jarðarförin hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð. Fyrir hönd aðstandenda, Daniel J. Kislus, Sigríður Ásgeirsdóttir, Auður Ólafsdóttir. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGTRYGGUR GUÐMUNDSSON, Hjaltabakka 22, Reykjavík, lést á dvalarheimilinu Grund föstudaginn 17. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jórunn Thorlacius, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar elskulegi faðir, bróðir og frændi, GUÐMUNDUR REYNIR STEFÁNSSON, Fjarðargötu 30, Þingeyri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 23. febrúar kl. 13.00. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.