Morgunblaðið - 21.02.2012, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.02.2012, Qupperneq 27
Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 2012 Raðauglýsingar Fundir/Mannfagnaðir Aðalfundur ICEPRO 2012 Aðalfundur ICEPRO verður haldinn í Snæfelli á Hótel Sögu, miðvikudaginn 22. febrúar og hefst hann kl. 12:00. Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra flytur ávarp og afhendir EDI-bikarinn, verðugu fyrirtæki eða stofnun. Þetta er í sextánda sinn sem bikarinn er afhentur. Stefán Kjærnested, varafjársýslustjóri stígur í pontu og setur fram markmið og dagsetn- ingar um innleiðingu rafrænna reikninga hjá opinberum stofnunum. Hrannar Erlingsson, framkvæmdastjóri Maritech svarar til um áhrif þessara markmiða á notendur og framleiðendur hugbúnaðar. Síðan taka við hefðbundin aðalfundarstörf. Félagslíf  FJÖLNIR 6012022119 I  EDDA 6012022119 III  Hlín 6012022119 VI I.O.O.F. Ob.1,Petrus 1922218M.T.W - Fl. Raðauglýsingar 569 1100 Ferðalög Spánn Íbúð í Exsample í Barcelona. Vikuleiga í sumar. starplus.is - starplus.info á ensku. Gisting AKUREYRI Höfum til leigu ýmsar gerðir sumar- húsa við Akureyri og á Akureyri. Upplýsingar á www.orlofshus.is. Leó, sími 897 5300. Sumarhús Sumarhús - Gestahús - Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla - Endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892 3742 og 483 3693, www.tresmidjan.is Rafvirkjun Raflagnir, dyrasímar - S. 6630746 Bjóðum hagstætt verð í töfluskipti. Úttekt á raflögnum í eldra húsnæði, án endurgjalds. Straumblik ehf. löggilltur rafverktaki straumblik@gmail.com Til sölu Blekhylki og tónerar í flestar gerðir prentara, 50-70% ódýrari, öll hylki framleidd af ORINK. Blekhylki.is, Fjarðargötu 11, Hafnarfirði, sími 517-0150. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Ýmislegt TILBOÐ - TILBOÐ Stakar stærðir AÐEINS KR. 2.500. Stakar stærðir í buxum á AÐEINS kr. 1.000. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur NÝKOMNIR Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18. Þú mætir - við mælum og aðstoðum. www.misty.is - vertu vinur Teg. 7422 - Flottir dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir og með góðan sóla. Litur: Svart og drapplitað. Stærðir: 37-40. Verð: 15.800. Teg. 7372 - Flottir dömuskór úr leðri, fóðraðir og með góðan sóla. Litir: Svart og drapplitað. Stærðir: 36-40. Verð: 16.900. Teg. 7442 - Þægilegir dömuskór úr leðri, fóðraðir með góðan sóla. Litir: drapplitað. Stærðir: 37-40. Verð: 18.600. Teg. 7267 - Mega flottir og þægilegir dömuskór úr leðri, fóðraðir og með fylltum hæl. Litur: Svart. Stærðir: 36-40. Verð: 22.800. Teg. 38122 - Þægilegir og góðir dömuskór úr leðri, fóðraðir og með góðan sóla. Litur: Svart. Stærðir: 36-40. Verð: 18.900. Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími: 551 2070, opið: mán. - fös. 10 - 18. Laugardaga 10 - 14. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Erum einnig á Facebook. Bílaþjónusta Bílavarahlutir VW og Skoda varahlutir s. 534 1045 Eigum til notaða varahluti í VW, Skoda, Audi og Pajero frá '02. Kaup- um bíla til niðurrifs og uppgerðar. Bílabúið Kaplahrauni 11, s. 534 1045. Kaupi gamla mynt og seðla Kaupi gömul mynt- og seðlasöfn. Met og geri tilboð á staðnum. Áralöng reynsla. Kaupi einnig minnis- peninga og orður. Gull- og silfur- peninga. Sigurður 821 5991. Óska eftir Kaupi silfur Vantar silfur til bræðslu og endurvinnslu. Fannar verðlaunagripir, Smiðju- vegi 6, rauð gata, Kópavogi. fannar@fannar.is - s. 551 6488. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum allt gull. Kaupum silfur- borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar- leg viðskipti. Aðeins í verslun okk- ar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is ✝ Ólafur Gunn-laugsson fæddist í Reykjavík 27. júlí 1945. Hann lést á Landspítalanum Foss- vogi 9. febrúar 2012. Faðir Ólafs er Gunnlaugur Árnason, giftur Geirþrúði Árnason. Móðir Ólafs var Bjarnveig J. Gunnlaugsdóttir, d. 6.3. 1996. Albræður Ólafs, Árni Sævar, d. 13.11. 1987, og Helgi Ágúst, hálfsystkin Ólafs, sam- mæðra, Eiríkur Óskarsson, Guð- mundur Bjarnason, Finnbogi Jónsson og Jórunn Róbertsdóttir, d. 26.12. 2005. Eiginkona Ólafs er Sigfríður E. Ingvarsdóttir. Börn þeirra, 1) dóttir, d. 26.5. 1965. 2) Gunn- laugur I. Ólafsson, giftur Elínu L. Rún- arsdóttur. Börn þeirra eru I. Agnes Ingþórsdóttir, Ing- ólfur Freyr og Ólaf- ur Rúnar Gunnlaugs- synir. 3) Fjóla S. Ólafsdóttir, dóttir hennar er Ragnheið- ur E. Snæland. 4) Ingvar G. Ólafsson. Ólafur ólst upp á Álftanesi og Seltjarnarnesi og bjó lengst af á Litlu-Brekku, Álftanesi. Hann var til sjós á sínum yngri árum, vann meðal annars í Álverinu í Straums- vík, sem leigubílstjóri og síðustu starfsárin vann hann hjá Vélsmiðj- unni Héðni. Útför Ólafs var frá Fossvogs- kirkju 20. febrúar 2012. Í bænum okkar, besti afi biðjum fyrir þér að Guð sem yfir öllu ræður, allt sem veit og sér leiði þig að ljóssins vegi lát’ þig finna að, engin sorg og enginn kvilli á þar samastað. Við biðjum þess í bænum okkar bakvið lítil tár, að Guð sem lífið gaf og slökkti græði sorgarsár. Við þökkum Guði gjafir allar gleði og vinarfund og hve mörg var ávallt með þér ánægjunnar stund. (Sigurður Hansen.) Minningarnar eru margar og þig er sárt að kveðja. Við vitum að nú ertu kominn á betri stað Við munum alltaf geyma minn- ingu þína í okkar hjarta. Þín verður sárt saknað. Hvíldu í friði, afi okkar. Þín barnabörn, Agnes, Ingólfur Freyr og Ólafur Rúnar. Elsku yndislegi pabbi minn. Ég er ekki tilbúin að kveðja þig strax. En það er gott að vita af þér á himnum án allra þján- inga. Núna ertu hjá systur, Bíbí, Fjólu ömmu, Ingvari afa, Golla og fleirum, ég bið að heilsa þeim. Seinna sjáumst við öll. Fyrir mér ertu algjör hetja, mikið reyndi á þig síðustu árin og aldrei kvartaðir þú eða gafst upp. Þú framkvæmdir allt það sem þú varst beðinn um og áttir að gera alveg þangað til þú fannst að þú gast það ekki leng- ur. Sönn hetja. Ég er svo þakklát fyrir að hafa getað verið til staðar og hjálpað þér eins mikið og ég gat og þú þurftir. Ég hugga mig við að þegar á reyndi vorum við til staðar fyrir þig. Á þessum tíma sá ég betur og betur hvað ég er lík þér, ég lærði líka mikið um þig og sjálfan mig og þú kenndir mér hvernig er hægt að takast á við erfiða hluti. Ég er stolt af því að líkjast þér. Þú varst sá sem ég leitaði til. Það er óskaplega sárt að kveðja þig, elsku pabbi minn, ég elska þig alltaf. Guð geymi þig og umvefji þig kærleika sín- um. Þín dóttir, Fjóla S. Ólafsdóttir. Ólafur Gunnlaugsson Mig langar í örfáum orðum að minnast ömmusystur minnar, hennar Laugu, sem var mér mikil uppáhaldsfrænka alveg frá barn- æsku. Samskipti okkar voru í sjálfu sér ekki mikil í gegnum árin, þar sem hún átti heima í Vestmanna- eyjum og ég uppalinn á Hellu, en samt var hún órjúfanlegur þáttur í mínu lífi. Frá því ég var barn komu alltaf jóla- og afmælispakkar frá Laugu frænku í Eyjum og alltaf var eitthvað spennandi og flott í pökkunum frá henni. Þegar ég lít til baka þá var þetta svona eins og að eiga góða og skemmtilega frænku í „útlöndum“. Á sumrin kom hún oftast í heim- sókn upp á fasta landið til að vera um tíma hjá dætrum ömmu á Hellu og í Reykjavík og þá einnig hjá systur sinni í sveitinni undir Eyja- fjöllum, þar sem ég var oftar en ekki í sveit á sumrin. Það var alltaf tilhlökkun þegar von var á henni í heimsókn og auðvitað gaukaði hún Sigurlaug Jónsdóttir ✝ SigurlaugJónsdóttir fæddist í Ásólfs- skála, Vestur- Eyjafjöllum 10. júní 1916. Hún lést á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 13. janúar 2012. Útför Sig- urlaugar var gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 28. janúar 2012. alltaf einhverju góð- gæti að manni þegar hún kom. Oft var spjall- að og skrafað á kvöldin með ömmu og Laugu um lífið og tilveruna, það voru yndisleg og ógleymanleg kvöld. Síðar þegar ég varð eldri og stofnaði fjöl- skyldu og eignaðist börn fóru að berast pakkar og sendingar til dætra minna frá Laugu og hennar fólki í Eyjum, sem litlu stúlkunum mín- um þótti mikið til koma og þær áttu orðið uppáhaldsfrænku í Eyjum. Alltaf geislaði góðmennskan af Laugu og þolinmóð var hún við okkur börnin þótt við værum fjörug og oft með einhver læti. Það var gott að vera nálægt Laugu og hún hafði einstaka og góða nærveru sem erfitt er að lýsa í orðum, einhvern veginn bara alveg yndisleg manneskja. Þótt lífið væri ekki alltaf auðvelt hjá henni gaf hún samt alltaf af sér yndislegheit og góðmennslu og mættu fleiri taka hana sér til fyr- irmyndar með það. Þótt allt gangi ekki eins og við óskum okkur get- um við bætt og fegrað mannlífið með góðmennsku og útgeislun. Ég mun allavega reyna að til- einka mér þessa góðu eiginleika sem ég lærði hjá Laugu; að vera þolinmóður og umburðarlyndur eins og hún var. Bjarni Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.