Morgunblaðið - 23.02.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. FEBRÚAR 2012
BAKSVIÐ
Andri Karl
andri@mbl.is
Fyrsta mál sérstaks saksóknara vegna
hins fallna banka Kaupþings verður að
öllum líkindum þingfest fyrir Héraðs-
dómi Reykjavíkur 7. mars næstkomandi.
Þá svara til saka Hreiðar Már Sigurðs-
son, fyrrverandi forstjóri Kaupþings,
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórn-
arformaður, Magnús Guðmundsson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings í
Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var
einn stærsti hluthafi í bankanum. Ákær-
urnar voru gefnar út á föstudag og var
sú síðasta birt sakborningi í gær.
Málið snýr að kaupum Sheikh Moham-
med bin Khalifa Al Thani á 5,01% hluta-
fjár í Kaupþingi banka hf. í september
2008. Allir eru sakborningarnir ákærðir
fyrir markaðsmisnotkun og Hreiðar Már
og Sigurður fyrir umboðssvik en Magnús
og Ólafur fyrir hlutdeild í umboðss-
vikum. Telur sérstakur saksóknari að
um sýndarviðskipti hafi verið að ræða til
að halda uppi hlutabréfaverði í bank-
anum.
Í rannsóknarskýrslu Alþingis eru kaup
Al-Thani meðal annars til umfjöllunar.
Þar segir að hann hafi aldrei lagt út fyr-
ir umræddum kaupum heldur hafi Kaup-
þing veitt lán fyrir þeim, samtals 25,7
milljarða króna. Lánin gengu til félaga á
Jómfrúreyjum en félögin voru í eigu Al-
Thanis og Ólafs Ólafssonar.
Áður hefur verið greint frá því að
Ólafur fékk lán með veði í bréfunum
sjálfum án nokkurrar persónulegrar
ábyrgðar, en Al-Thani gerði framvirkan
gjaldeyrisssamning við bankann sem
tryggði honum gengishagnað við upp-
gjör. Sá hagnaður var síðan notaður til
að greiða skuld Al-Thanis við Kaupþing.
Stjórnendur Kaupþings sögðu frá því í
fjölmiðlum þegar kaupin voru kunngerð
að um mikla traustsyfirlýsingu væri að
ræða fyrir bankann að sjeikinn sýndi
honum áhuga.
Sérstakur saksóknari fór í fjölda hús-
leita vegna rannsóknarinnar sem var af-
ar umfangsmikil. Með ákæruskjalinu er
henni lokið en við tekur meðferð málsins
fyrir dómi. Má allt eins búast við því að
það ferli muni taka alllangan tíma.
Æðstu stjórnendur ákærðir
Tveir forstjórar, stjórnarformaður og einn stærsti hluthafi í Kaupþingi ákærðir vegna Al-Thani-málsins
Lýstu yfir sakleysi í fjölmiðlum í gær og væntanlega við þingfestingu í héraði 7. mars næstkomandi
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ákærðir Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.
Hreiðar Már Sig-
urðsson, fyrrver-
andi forstjóri
Kaupþings, var
hnepptur í
gæsluvarðhald
að kröfu sérstaks
saksóknara á
vormánuðum
2010 vegna rann-
sóknar á „mjög
umfangsmikilli,
kerfisbundinni og skipulagðri“
markaðsmisnotkun, eins og sagði í
greinargerð með gæsluvarðhalds-
úrskurðinum. Meðal þess sem var
til rannsóknar þá voru Al-Thani-
viðskiptin.
Lögmaður Hreiðars Más, Hörður
Felix Harðarson, sagði við fjölmiðla
í gær, að málsókn sérstaks saksókn-
ara væri skjólstæðingi sínum von-
brigði. Að öðru leyti mundi mál-
flutningur fara fram í dómsölum,
þegar þar að kæmi.
Málsóknin mikil
vonbrigði fyrir
Hreiðar Má
Hreiðar Már
Sigurðsson
Sigurður Einars-
son, fyrrverandi
stjórnarformað-
ur Kaupþings,
neitaði sem
kunnugt er að
mæta til skýrslu-
töku hjá sér-
stökum saksókn-
ara nema hann
fengi fyrir því
loforð að hann
sætti ekki gæsluvarðhaldi. Svo fór
að alþjóðleg handtökuskipun var
gefin út af Alþjóðalögreglunni,
Interpol.
Ekki kom þó til handtöku því Sig-
urður mætti til skýrslutöku hjá sér-
stökum saksóknara í ágúst 2010.
Hvorki náðist í Sigurð sjálfan né
lögmann hans, Gest Jónsson, í gær-
dag. Sigurður Einarsson er búsett-
ur erlendis, eins og allir sakborn-
ingar, og Gestur svaraði ekki
símtölum, en hann er einnig stadd-
ur erlendis.
Neitaði að mæta til
skýrslutöku hjá sér-
stökum saksóknara
Sigurður
Einarsson
Karl Axelsson,
lögmaður Magn-
úsar Guðmunds-
sonar, fyrrver-
andi forstjóra
Kaupþings í Lúx-
emborg, reiknar
með að leggja
fram frávísunar-
kröfu vegna
ákærunnar á
hendur skjól-
stæðingi sínum. Hann furðar sig á
ákæruatriðunum, sem ekki standist
skoðun. Hann segir Magnús ekki
hafa komið að lánveitingum til Al
Thani, enda hafi hann enga heimild
haft til þess. Hans eina aðkoma hafi
verið að hitta Al-Thani í Katar, þar
sem hann færði honum nokkur
skjöl.
Einnig sé sérkennilegt að hann sé
ákærður fyrir markaðsmisnotkun
en í ákærunni megi finna ákveðnar
tilvitnanir vegna ákæruliðarins en
engin þeirra sé tengd Magnúsi.
Mun leggja fram frá-
vísunarkröfu við
þingfestingu málsins
Magnús
Guðmundsson
„Ég hafna alfarið
ásökunum sér-
staks saksóknara
og lýsi mig sak-
lausan af þeim
öllum,“ segir í
yfirlýsingu frá
Ólafi Ólafssyni.
Hann segir að í
upphafi rann-
sóknar málsins
hafi verið fullyrt að Al Thani hafi
ekki komið að viðskiptunum. „Þess-
ar ásakanir hafa að fullu verið
hraktar og Sheikh Mohammed bin
Khalifa Al Thani hefur staðfest við
sérstakan saksóknara að hann hafi
einn staðið að kaupunum. Ég hafði
því vonað að rúmlega 3ja ára rann-
sókn með tilheyrandi skoðun banka-
gagna á Íslandi og erlendis, símhler-
unum, yfirheyrslum, húsleit á
skrifstofum, í íbúðarhúsum, hesthúsi
og verkfærageymslu, myndi sýna
fram á hið rétta í þessu máli sem er
það að ég hef engin lög brotið.“
„Ég hafna alfarið
ásökunum sérstaks
saksóknara“
Ólafur Ólafsson
Í Al-Thani-málinu er ákært fyrir umboðssvik og markaðs-
misnotkun. Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson eru
ákærðir sem aðalmenn í broti gegn 249. gr. almennra hegning-
arlaga en Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson sem hlut-
deildarmenn.
Í ákvæðinu segir, að misnoti maður, sem fengið hefur aðstöðu
til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við,
eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, þessa aðstöðu sína, þá
varði það fangelsi allt að tveimur árum, og má þyngja refsinguna,
ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi.
Í lögum um verðbréfaviðskipti segir svo, að það varði sektum
eða fangelsi, allt að sex árum, ef brotið er gegn ákvæðum laga um
markaðsmisnotkun.
Allt að sex ára fangelsi
VIÐURLÖG VIÐ ÁKÆRUATRIÐUM
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Ísvindar er heiti nýs rannsóknar-
verkefnis um vindorku á Íslandi sem
lýkur 2015. Það er systurverkefni
norræns verkefnis sem heitir Ice-
wind og fjallar um vindorku á köld-
um svæðum. Icewind er styrkt af
Norræna orkusjóðnum og íslenskir
þátttakendur eru Veðurstofa Ís-
lands, Háskóli Íslands, Landsvirkj-
un og Landsnet. Staðfestir þátttak-
endur í Ísvindum eru Veðurstofan,
Landsvirkjun og Orkustofnun.
Halldór Björnsson, veðurfræðing-
ur á Veðurstofu Íslands, er verk-
efnisstjóri Ísvinda og Icewind að
hluta. Hann telur víst að vindorka
eigi eftir að fara inn í Rammaáætlun.
Þá þurfi að vera búið að vinna
ákveðna forvinnu sem verið sé að
gera í Ísvindum. Orkugeirinn hefur
fjármagnað Ísvindaverkefnið að
hluta og er stefnt að því að fá fleiri til
liðs. Halldór segir að verkefnið sé
komið nokkuð af stað og nú er að-
allega verið að kanna tvö atriði. Ann-
ars vegar ísingu og hins vegar er
verið að rannsaka íslenska vindorku.
Þeir Teitur Birgisson og Jón Blön-
dal gerðu forathugun á vindorku árið
2010 með stuðningi Nýsköpunar-
sjóðs. Þeir fóru yfir 55 milljónir vind-
hraðaathugana og bjuggu til gæða-
vottaðan gagnagrunn. Þetta var svo
reiknað upp í 90 metra hæð og um-
breytt í afl vindrafstöðvar. Fengu
þeir sérstaka viðurkenningu Ný-
sköpunarverðlauna forseta Íslands
2011 fyrir verkefnið.
Gerð voru kort sem sýndu orku-
framleiðslu dæmigerðrar vindorku-
stöðvar, annars vegar að vetri og
hins vegar að sumri. Halldór sagði
það sýna að mörg svæði gætu skilað
40-50% af uppsettu afli yfir veturinn,
sem þætti mjög gott. Landsvirkjun
fór síðan yfir kortin og valdi heppi-
legustu staði með tilliti til mögu-
legrar vindnýtingar. Þar kom svæðið
ofan Búrfellsvirkjunar best út. Búið
er að setja þar upp vindsjá sem mæl-
ir vindhraða upp í 150 metra hæð.
Gunnar Geir Pétursson doktors-
nemi er að skoða innan Icewind-
verkefnisins hvernig vindorka geti
nýst í íslenska orkukerfinu og hve
auðveldlega megi reka saman vind-
orkuver og vatnsorkuver.
Vindorka könnuð og kortlögð
Ísvindar heitir nýtt rannsóknarverk-
efni varðandi vindorku á Íslandi
Tölvumynd/Landsvirkjun
Vindmyllur Landsvirkjun stefnir að því að setja upp tvær vindmyllur ofan
Búrfells síðar á árinu. Myndin gefur hugmynd um hvernig þær geti litið út.
Landsvirkjun hefur óskað eftir
tilboðum í tvær vindmyllur með
samanlagt afl minna en 2 MW.
Reisa á vindrafstöðvarnar
vegna rannsóknar- og þróunar-
verkefnis Landsvirkjunar um
hagkvæmni vindorku hér á
landi.
Gert er ráð fyrir því að gengið
verði frá kaupunum í apríl eða
maí. Stefnt er að því að setja
vindmyllurnar upp á Hafinu,
svæði milli Búrfellsstöðvar og
Sultartangastöðvar, seint
næsta haust, samkvæmt upp-
lýsingum frá Landsvirkjun.
Vindmyllur
boðnar út
LANDSVIRKJUN RANN-
SAKAR VINDORKU
Skannaðu kóðann til
að lesa ákæruna í
heild sinni